Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Morgunblaðið/KGA Eldurís-vodka til Bandaríkjanna TVEIR fyrstu gámarnir af Eldurís-vodka, sem framleitt er af Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins, fóru með skipi áleiðis til Bandarikjanna í gær. Myndin var tekin við aðalleger ÁTVR við Stuðla- háls í gær þegar verið var að setja vodkað í gámana. Á inn- felldu myndinni er Eldurís- vodkað í flöskum eins og fluttar eru út. Áhrif verkfalls flugumf erðarstj óra: Hætta á afbókunum erlendra ferðamanna ÍSLENSK flugfélög segja að verkfall flugumferðastjóra, ef af verður, muni hafa mjög slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn á íslandi og jafnvel sé hætta á að erlendir ferðamenn sem hafa bókað sig í ferðir hingað í sumar hætti við þegar þeir frétta af þessu boðaða verkfalli. Verk- fallið hefur verið boðað frá og með 25. maí. Halldór Sigurðsson deildarstjóri hjá Arnarflugi sagði við Morgun- blaðið að Amarflug fyrirhugaði meira flug til landsins í sumar en áður með ferðamenn frá meginlandi Evrópu og bókanir væru meiri í sumar en áður. Halldór sagðist hinsvegar telja að þegar þær ferða- skrifstofur erlendis sem sjá um bókanir í ferðir til Islands, fréttu af verkfallsboðuninni mætti reikna með að fólk vildi breyta sínu sum- arfríi og hætti við að koma til íslands. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði að verkfallsboðunin kæmi á sama tíma og sumarvertíð- in væri byrjuð hjá ferðamannaiðn- aðinum á íslandi og hótel í Reykjavík og annarstaðar væru vel bókuð. Ef af verkfallinu yrði væri það álitshnekkir fyrir landið og gæti haft mjög skaðleg áhrif. Haft var eftir Pétri Einarssyni. flugmálastjóra í Morgunblaðinu á þriðjudag að hætta væri á að íslend- ingar misstu umsjón með flugum- ferð yfír landið sem þeir hafa haft samkvæmt samningi frá 1947 þar sem tæknilega væri hægt að stjórna þeirri flugumferð frá Skotlandi og Kanada eftir að fjarskiptatæknin er orðið jafn fullkomin og raun ber vitni. Þau flugfélög sem fljúga yfir Atlantshafíð inn í flugstjómarsvæði íslands greiða fyrir þá þjónustu og því gætu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, vaknað spurning- ar um hvort ekki væri hagkvæmara að sú þjónusta sé veitt af öðrum aðilum. Því gæti tækifærið verið notað til að endurskoða þessi mál ef einhver röskun yrði í starfsemi flugumferðarstjómar hér. Morgunblaðið hafði samband við Alþjóða flugmálastofnunina í Kanada vegna þessa en íslenska flugumferðarstjómin yfír Atlants- hafí er í umboði þeirrar stofnunar. Fyrir svömm varð Gunnar Finnsson deildarstjóri og sagði hann að þang- að hefði ekki komið nein formleg tilkynning frá Flugmálstjóm ís- lands um verkfallsboðun flugum- ferðarstjóra. Þess vegna gæti stofnunin ekki tjáð sig um þetta mál fyrr en nánari upplýsingar bæmst. Aðgerðir vegna verkfalls íslenskra flugumfrðarstjóra yrðu einnig skipulagðar í samráði við önnur flugumferðarsvæði. SVEINAFÉLAG rafeindavirkja undirbýr nú verkfallsboðun, eftir árangurslausan fund félagsins með viðsemjendum hjá ríkis- sáttasemjara á þriðjudaginn, þar sem ekkert miðaði í samkomu- lagsátt. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður. Félag- ið getur boðað verkfall með viku fyrirvara. Það em 90 rafeindavirkjar og 25 rafvirkjar, sem munu leggja nið- ur vinnu, ef til verkfallsins kemur. Þeir starfa hjá Pósti og Síma, Vita- og Hafnarmálastjóm, Flugumferð- arstjóm, Ríkisspítölunum og Ríkisútvarpinu. Að sögn Magnúsar Geirssonar, formanns Rafíðnaðarsambands ís- lands er meginkrafan í samningun- um að gerðir verði sambærilegir samningar við rafeindavirkja og Rafíðnaðarsambandið hefði /, gert fyrir félaga sína, sem starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Lands- virkjun og Ríkisverksmiðjunum. Könnun Kjararannsóknanefndar hefði sýnt að rafeindavirkjar hefðu talsvert lægri laun en aðrir rafíðn- aðarmenn, enda væm samningar við ríkið samningar um hámarks- laun. Þar tíðkaðist ekki, eins og á almennum vinnumarkaði, að semja um ákveðin lágmarkslaun og síðan eftir á um sérstakar greiðslur til viðbótar. Þetta ylli fólksflótta hjá þessum fyrirtækjum og því að þeir sem eftir yrðu ynnu óhóflega mikla yfírvinnu. Á þessu yrði að fást leið- rétting. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gœr: Um 200 km suöur af Dyrhólaey er 998 millibara djúp lægö sem þokast austsuðaustur. Norðaustur af Labrador er önnur lægð, vaxandi 992 millibara djúp, og þokast norðaustur. SPÁ: Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og smá skúrir á stöku stað einkum um sunnan- og vestanvert landið. Hiti á bilinu 3 til 7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Sunnanátt og hlýnandi veður, einkum norðanlands og austan. Víða rigning, einkum um sunnan- og vestanvert landið. Snýst í suðvestanátt með skúrum vestanlands undir kvöld. LAUGARDAGUR: Suðvestanátt og skúrir sunnanlands og vestan en léttir til noröanaustanlands. Aftur lítið eitt kólnandi. •J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus * V El = Þoka = Þokumóða ’ , 5 Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður ý Skúrir TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Mfjk Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hhi veður Akureyri 9 hálfskýjað Reykjavik 6 rigning Bergen vantar Helsinki S rigning Jan Mayen 0 léttskýjað Kaupmannah. 18 skúr Narssarssuaq 2 slydda Nuuk 0 snjókoma Osló vantar Stokkhólmur 11 hálfskýjað Þórshöfn S skýjað Algarve vantar Amsterdam 10 skýjað Aþena 20 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 11 skýjað Chicago 9 láttskýjað Feneyjar 19 skúr Frankfurt 11 hálfskýjað Hamborg 10 skýjað Las Palmas 22 léttskýjað London 13 léttskýjað LosAngelos 16 þoka Lúxemborg vantar Madrfd 21 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Miami 26 léttskýjað Montreal 9 léttskýjað NewYork 13 hélfskýjað París 9 háglél Róm 20 skýjað Vín 11 rignlng Washington 16 skýjað Winnipeg 19 skúr íslenskur flugstjóri á Trinidad: Lífgaði mann úr dái Frá Elinu Hansdóttur, Luxemborg. KRISTJÁN Richter flugmaður hjá flugfélaginu Cargolux bjarg- aði breskum ferðamanni frá drukknun við smáeyju rétt við Trinidad og Tobago í Karabíska hafinu fyrir nokkru, en þangað hefur Cargolux flogið í leigu- flugi undanfarið með ferðamenn frá Bretlandi. Kristján þurfti að lífga manninn við með hjarta- hnoði þar sem hann var hættur að anda. 28. apríl síðastliðinn var áhöfn flugvélar Cargolux stödd í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og To- bago, en Cargolux hefur undan- fama mánuði tekið að sér farþegaflutninga frá London þang- að fyrir British West India Airlines. Þennan umrædda dag hafði flugá- höfnin farið í ferð með fetju til eyjar sem er í um 30 mínútna sigl- ingar fjarlægð frá meginlandinu. Þar átti að vera grillveisla og fleira til skemmtunar. Út frá eyjunni gengur um það bil 100 metra langt kóralrif og þar var fólk að leika sér í sjónum. Kristjáni sagðist hafa orðið starsýnt á um það bil fertugan mann sem þar var að leika sér með tveimur bömum því hann þóttist sjá að stað- urinn gat verið varhugaverður. Því hefði sér ekki komið á óvart þegar hann heyrði kallað á hjálp. Við það ruku til Kristján Aðal- steinsson aðstoðarflugstjóri og írskur aðstoðarflugmaður og syntu að manninum sem þá var kominn með krampa en á meðan náði Krislj- án Richter í bátinn sem þeir komu á til eyjarinnar og sigldi honum að manninum og náði honum upp í bátinn. Þegar maðurinn kom upp í bátinn var hann hættur að anda og enginn púls fínnanlegur. Kristján Richter hóf þegar lífgunartilraunir og með hjartahnoði og öndunarhjálp tókst honum að lífga manninn við aftur. Alls tóku lífgunartilraunimar um 15 mínútur áður en blóðrásin fór af stað aftur. Maðurinn sem Kristján bjargaði á þennan hátt var breskur ferða- maður sem hafði komið með Cargoluxvélinni til Trinidad og To- bago ásamt fjölskyldu sinni. Kristj- án sagði að þessi maður hefði áður haft við orð að hann ætlaði sér ekki að fljúga með þessu sama flug- félagi aftur til Bretlands því honum leist ekki á flugvélina. Þegar hann hafði jafnað sig eftir óhappið skipti hann um skoðun og lýsti því yfír að hann myndi fljúga hvert á land sem væri með þessari áhöfn Cargo- lux.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.