Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 15

Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 15
T8ei IAM .{■! flUOAOUTMMr? .aiaAJflVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 15 Móðir skrifar: Hvar er réttlætið? eftir Guðrúnu Önnu Thorlacius Það er mér ekki létt að skrifa þessar línur, en ef það gæti orðið til þess að opna augu almennings fyrir því hvert stefnir í dómum yfir glæpamönnum hér á landi, þá er það vel. Eg er móðir fötluðu stúlk- unnar, sem var myrt á svo skelfílegan hátt í Sjálfsbjarg- arhúsinu aðfaranótt 13. sept- ember 1986. Um miðjan apríl var dómurinn birtur, aðeins 8 ár. Að sögn blaðanna var dóm- urinn mildaður af þeim for- sendum, að eftir hans sögn hafí hann ekki gert þetta af ásettu ráði. Hvemig var hægt að taka það til greina, þar sem verkin sýndu annað, fyrst til- raun til nauðgunar og svo var hún myrt á svona hræðilegan hátt? Nú er þessi maður talinn sakhæfur, en samt var hægt að fínna honum málsbætur. Þó lýsir atferli hans, eftir að hann er búinn að fremja þetta níðingsverk, alveg sérstökum kulda. Hann er yfírvegaður, máir fíngraför í íbúðinni, tekur tólið af símanum og hylur líkið, yfírgefur íbúðina og mætir síðan til vinnu á staðnum dag- inn eftir, eins og ekkert hafí gerst. Er hægt að ganga lengra í algjöru tilfínningaleysi? Eg hef verið friðlaus síðan dómurinn var birtur, vegna þeirrar lítils- virðingar sem mér fínnst gæta gagnvart því lífí sem deytt var. Þolandinn virðist ekki fá neina samúð, gleymd hennar skelfíng, gleymd hennar bar- átta við að verja líf sitt, sem tók þó nokkum tíma, að sögn morðingjans. Það er eins og þetta sé allt aukaatriði, af- greitt, búið. Ég veit ekki eftir hveiju farið er þegar dæmt er, en einhvem veginn fínnst mér gæta mikillar samúðar bæði með nauðgumm og morðingj- um í dómskerfínu hér á landi, það sýna dómamir í gegnum tíðina. í flestum tilfellum er náðun eftir nokkur ár og þá er ekkert til fyrirstöðu að þess- ir menn geti haldið áfram iðju sinni og lagt fleiri heimili í rúst. Þriðja stúlkan... Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Agatha Christie: Third Girl Útg.Fontana/Collins AGATHA sáluga Christie er áreiðan- lega ekki síður lesin nú, tíu árum eftir að hún andaðist í hárri elli, en meðan hún lifði. Bækur hennar eru í stöðugum endurútgáfum og þær eru lesnar af öllum. Agatha er að verða klassisk. Þótt hún sé orðmörg, teygi lopann óheyrilega, smáatriða- gjöm og stundum yndislega hallæris- leg, þegar hún er að lýsa ástamálum. Hún hefur alltaf lag á að skapa spennu, búa til ótrúlega lifandi per- sónur - þótt sumar þeirra séu myrtar með köldu blóði áður en bókinni lýk- ur - og atburðarásin þótt hæg sé, heldur athyglinni. Með alls konar smábrögðum sem hún notar og eru oft sniðug og lukkast vel. Ég geri því nokkum veginn skóna að ég hafí lesið Þriðju stúlkuna ein- hvern tíma áður. Þóttist muna eftir ýmsu og áttaði mig á hver væri aðal- vondamanneskjan fyrr en venjulega. Því hef ég sem sagt lesið hana áður og hafði jafn gaman af henni núna. Þótt mér blöskraði að vísu dálítið undir lokin, hvað Agatha vanmetur lesendur sína. Kannski varð ég bara svona hrokafull. Af því að ég kannað- ist við málið frá fyrri tíð. Söguþráðurinn gengur út á að ung stúlka, Norma nokkur, leitar upp hinn óborganlega snjalla og yfír- gengilega hégómagjama og sjálfum- glaða Hercule Poirot. Hún heldur að hún hafi framið morð, en það er ekki víst. En áður en hún fæst til að létta á hjarta sínu við Poirot, missir hún áhugann og fínnst hann of gamall, það geti ekki verið að hann geti hjálpað henni. Hercule Poirot fær ekki afborið þessa niður- lægingu og fer á stúfana að kanna, hver þessi stúlkukind var. Til þess fær hann yndislega aðstoð Frú Oli- ver, sem gerir sér það til dundurs að semja sakamaálsögur. Norma býr með tveimur öðmm stúlkum í London, en úti í sveitinni á faðir hennar mikið og veglegt set- ur. Hann er nýkominn heim frá Afríku og hafði stungið Normu og móður hennar af fyrir mörgum ámm. Og nú hefur hann fengið sér nýja konu og það em ekki beinlínis dáleik- ar milli stjúpunnar og stúlkunnar. Leikur jafnvel gmnur á að stúlkan Norma hafi reynt að koma stjúp- móður sinni fyrir kattamef. Norma er á allan hátt ósköp ólánleg stúlka og óömgg. Kannski hún sé veil á geði og kannski er hún hættuleg, því að það gerist margt skrítið sem hún kann engar skýringar á. En eins og sæmir Agöthu er málið ekki svo einfalt. Og þegar þau leggja saman hinn íðilsnjalli wPoirot og frú Oliver skáldkona er nokkurn veginn pottþétt að málið muni upp- lýsast. Og hinir vondu fá makleg málagjöld og góða fólkið fer til Ástr- alíu...Fínn endir það. Hefur þú hugað að peningunum þínum... ... í dag? VERDBRffAMARKADS IDNADARBANKANS bera nú 9-11% ávöxtun umfram verðbúlgu Opnunargengi Sjóðsbréfa 1 og 2 verðuróbreytt kr. 1.000 dagana 7. tii 22. maí 1987 Á tímum hárra vaxta - en mishárra - geta menn farið mikils á mis ef ekki er gætt nægilega vel að ávöxtun. Hjá Verðbréfa- markaði Iðnaðarbankans vinnur starfs- fólkið við að ávaxta fé viðskiptavinanna - á hverjum degi! Til að geta sinnt þörfum þeirra enn betur en til þessa höfum við stofnsett tvo nýja verðbréfasjóði og bjóðum nú Sjóðsbréf 1 og Sjóðsbréf 2. Með Sjóði 1 er lögð áhersla á uppsöfnun og Sjóðsbréf 1 halda þannig áfram að ávaxtast meðan eigandinn þarf ekki á peningunum að halda. Þegar bréfin eru seld er sparnaöurinn tekinn í einu lagi, þ.e. höfuðstóllinn ásamt vöxtum, vaxta- vöxtum og verðbótum. Sjóðsbréf 2 eru ætluð þeim sem þurfa að lifa af eignum Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. sínum og hafa af þeim reglulegar tekjur. Tekjur Sjóðs 2 umfram hækkun láns- kjaravísitölu eru greiddar út á þriggja mánaða fresti til eigenda Sjóðsbréfa 2 eftir hlutdeild þeirra í tekjum sjóðsins. Tekjur Sjóðsbréfa 2 eru greiddar í mán- uðunum mars, júní, september og des- ember. Hjá Verðbréfamarkaðnum hugs- um við að ávaxta peninga - á hverjum degi! Síminn að Armúla 7 er 68-10-40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.