Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
19
Flj ótsdalshérað:
Tún orðin græn og
birki að laufgast
Geitagerði, Fljótsdal.
EFTIR mildan og snjóléttan vetur hefur vorað vel. Tún eru orðin
mikið til græn, sama er að segja um ierkiskóga og birki er að byrja
að laufgast. Látlausir þurrkar hafa tafið fyrir öllum gróðri, eins
svali á næturnar vegna heiðríkjunnar, þó hitinn hafi oft verið þetta
8-10 gráður og meira á daginn. Sauðburður hefst hér yfirleitt um
miðjan mánuðinn.
Nú stendur yfir á Hallormsstað
vinnuvika kennara við grunnskól-
ann þar en skólanum verður slitið
15. maí. Verið er að einangra að
utan og klæða Húsmæðraskólann
en það hús var reist 1930. Þar er
nú rekinn eini húsmæðraskóli
landsins og voru 18 nemendur þar
eftir áramót í vetur en fyrir áramót
eru haldin námskeið í heimilis-
fræðum fyrir efri bekki grunnskól-
anna á Austurlandi. Þann 23. maí
hefst í Húsmæðraskólanum nám í
sérkennslufræðum fyrir starfandi
kennara á Austurlandi. Berit John-
sen á Hallormstað hefur skipuiagt
þetta nám en Kennaraháskóli Is-
lands ber faglega og fjárhagslega
ábyrgð á því. Teknar verða 20 daga
lotur tvisvar á ári í fjögur ár og
samsvarar það eins áré heilsdags-
námi á háskólastigi og gefur 30
punkta.
greina um skólamál í dreifbýli og
er hún gefín út í tilefni af sextugsaf-
mæli Guðmundar Magnússonar
fræðslustjóra á Reyðarfírði.
G.V.Þ.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Inga Kristín Guðlaugsdóttir með Brúðu og lömbin fjögur.
Snæfellsnes:
Svefninn gleymist við sauð-
burðinn á bjartri vornótt
Á næstunni
Litríkt land —
kemur út bókin
lifandi skóli, safíi
Borg í Miklaholtshreppi.
MESTU annadagar ársins eru
nú þar sem sauðburður er kom-
inn í fullan gang. Allar ær hér
um slóðir bera I húsi, víðast hvar
eru gemlingar fengnir. Öll um-
hirða um burð við þessi skilyrði
eykur vinnu verulega. Á mörgum
bæjum koma sjálfboðaliðar heim
til foreldra og frænda til hjálp-
Borgarfjörður:
Ekki langt í næga
nál handa lambám
Grund, Skorradal.
NÚ þegar sauðburður fer í hönd lítur vel út með gróður í Borgar-
firði. Er gróðurinn yfirleitt kominn af stað og grænn litur farinn
að færast á tún. Ef hlýnar og sólfar verður næstu daga, verður
ekki langt þangað til næg nál verður handa lambánum á ræktuðu
landi, því ldakalaust er að verða og mikill raki í jörðu eftir óvenjum-
ikla úrkomu undanfarnar vikur.
ar. Á bjartri vornótt við slík störf
er svefninn aukaatriði og vill
gleymast, sllk er ánægjan við
sauðburðinn.
Gott útlit er með gróður þó nokk-
uð vætusamt hafi verið undanfarið.
Jörð er klakalítil og tekur því gróð-
ur fljótt við sér. Fréttaritari veit
ekki annað en að sauðburður gangi
vel og heilbrigði §ár sé í besta lagi.
Það er fleira en lömb sem fæð-
ast nú um þessar mundir. Nýbú-
greinum eins og refa- og
minkabúum er óðum að fjölga hér.
Aflaði ég mér upplýsinga um ástand
á gottíma hjá þremur búum sem
eru hér í grennd við mig. Ekki er
vitað með vissu um hvolpafjölda hjá
minkum þar sem ekki má kíkja í
ból þeirra fyrr en eftir nokkra daga,
en það sem vitað er munu vera 5-6
hvolpar hjá læðu. Refalæður eru
að byija að gjóta. í Söðulsholti eru
gotnar 13 iæður, undan 5 sem skoð-
að hefur verið hjá eru 65 hvolpar.
Vonandi er að velgengni fylgi þess-
ari búgrein. — Páll
A-Landeyjar:
Venjulega
þrílembd
— nú
fjórlembd
í annað
sinn
Selfossi.
ÆRIN Brúða á Voðmúlastöðum
í Austur-Landeyjum bar nýlega
fjórum lömbum sem öll eru hin
sprækustu. Brúða er 8 vetra og
hefur verið þrilembd frá því hún
bar fyrst, þriggja vetra, og þetta
er í annað sinn sem hún er fjór-
lembd. Á sex árum hefur Brúða
þvi borið 20 lömbum.
Eigandi Brúðu, Inga Kristín Guð-
laugsdóttir, neitaði því ekki að
Brúða væri í uppáhaldi hjá sér. Á
Voðmúlastöðum voru í fyrra tutt-
ugu þrílembur af 150 ám og í ár,
þegar bomar vom 15 ær, vom 3
þrílembdar og ein fjórlembd.
Sig. Jóns.
Aðaldalur:
Bændur bjartsýnir
eftir mildan vetur
Töluvert kal í Kinn og Fnjóskadal
Straumnesi, Aðaldal.
ÞAÐ VORAR vel eftir óvenjumildan vetur. Suðvestanátt og hlýindi
hafa verið hér ríkjandi i vor þar til á föstudag í síðustu viku en þá
kólnaði og snerist í norðanátt með slydduéljum. Tún hafa grænkað
eðlilega og klaki er mjög lítill í jörðu. Kal er í túnum í Kinn og
Fnjóskadal, tilfinnanlega mikið hjá einstaka bónda.
Annars virðist jörð komast vel heylausir en næg hey em í héraðinu
undan vetri og bændur bjartsýnir til að miðla. Bændur em byijaðir
um sumarið. Hey em nú víða lítil vorverk, einstaka byijaður að bera
og nokkrir bændur þegar orðnir á tún og sá grænfóðri. St.Sk.
Febrúar, mars og apríl, em að
jafnaði þurrviðrasamir mánuðir. En
nú, samkvæmt mælingu í Andakíls-
árvirkjun, var úrkoma í febrúar
111,1 millimetrar, í mars 155,8 mm
og í apríl 203,8 mm. Þessa þijá
mánuði komu því V12 hlutar af
meðalársúrkomunni, sem er mjög
óvenjulegt.
Vegir hér í uppsveitum Borgar-
íjarðar hafa víða verið illfærir
síðustu vikumar sökum aurbleytu,
enda viðhaldi þeirra mjög ábóta-
vant, sumsstaðar er þeim ekkert
haldið við. Vegimir em nú óðum
að þoma og em þeir að verða fær-
ir flestum bflum.
Á þeim bæjum sem ár vom sædd-
ar hófst sauðburður fyrstu daga
maímánaðar en annars staðar byij-
ar hann um eða uppúr 15. maí.
D.P.
Skagafjörður:
Meðalland:
Ærnar taka ekki mið af
væntanlegri skerðingu
Margar tvílembur og sumsstaðar þrílembur
Hnausum ( Meðallandi.
NÚ ER sauðburður nær allstaðar hafinn hér og gengur vel þar sem
vitað er. Ekki munu ærnar taka mið af væntanlegri skerðingu þvi
margt er tvílembt og sumstaðar ber nokkuð á þrflembi. Veður hefur
verið sæmilegt það sem af er sauðburði. Hefur það mikið að segja
því hús eru ekki meiri en það hér víðast hvar að ærnar bera á túnun-
um.
Sauðburði seinkað vegna
kvóta og nýs kjötmats
Voríð heilsar með þúsundum helsingja, folöldunum og lömbunum
VannahlSð.
HÉR í Skagafirði, svo sem víðast á landinu, höfum við lifað einn
mildasta vetur í manna minnum. Stanslaust blíðviðri frá haustnóttum
til vors ef frá eru taldir kaflar í lok nóvember og svo nú um mánaða-
mótin mars/apríl, en þá gerði hér alvörustórhríð á norðlenska vísu
og setti niður fönn sem fjöllin skarta enn um hríð.
Ekki þarf allstaðar að kvíða önn-
um vegna sauðburðar. í Skál á Síðu
var sauðfénu slátrað núna í aprfl
vegna gruns um riðuveiki, en á
síðasta ári var skorið niður sauðfé
í Austurhlíð og Hvammi í Skaftár-
tungu. Eru þetta vondar fréttir því
fram að þessu hefur héraðið milli
Mýrdals og Skeiðarársands verið
laust við sauðfjársjúkdóma þá sem
í seinni tíð hafa heijað hér á landi.
Var mikið flutt héðan af sauðfé
vegna Qárskipta þegar niðurskurð-
ur var vegna mæðuveiki.
Sumarfuglar eru allir komnir.
Englendingar hafa merkt álftir
undanfarið. Hafa þessir merktu
fuglar verið nokkuð áberandi hér.
Álftin er allmikið hér á vetrum en
sumt af henni hefur vetursetu á
Englandi.
— Vilhjálmur
Félagslíf í héraði hefur staðið
með blóma, svo sem fyrr. Kóramir
Heimir og Rökkurkórinn hafa lokið
vetrarstarfinu, nema karlakórinn
Heimir mun halda í söngferð suður
síðar í vor.
Leikfélag Skagfírðinga hóf æf-
ingar síðla vetrar á sjónleiknum
Sálir Jónanna og sýndi í Miðgarði
í kringum páskana. Aðsókn hefur
verið allgóð. Síðasta sýning var
fyrirhuguð 15. maí.
Vorið hefiir heilsað og helsingj-
amir hafa tyllt sér niður í Hólmin-
um svo þúsundum skiptir á sinni
árlegu reisu til varpstöðvanna á
Grænlandi. Vom þeir fyrr á ferð-
inni miðað við undanfarin ár, en
nokkm fyrir síðustu mánaðamót
sáust fyrstu fuglamir. Fleira minnir
á komu vorsins. Blessuð folöldin
koma í heiminn eitt af öðm. Koma
manni þá í hug orð Jóhannesar úr
Kötlum, er kvað: „Og í logni ljósrar
nætur, lítill hestur brölti á fætur,
enn eitt lífsins undur skeði, inn við
hjarta þessa lands.“
Sauðburður er hafínn og sam-
kvæmt heimildum munu sauðfjár-
bændur hafa seinkað burði þetta
vorið. Má ætla það afleiðingar af
kvóta, nýju kjötmati og fleiru, sem
er farið að setja svip sinn á búskap-
arhætti nú á tímum. Fyrir tilstuðlan
Sauðfjárveikivama hefur í vetur
verið unnið að samræmdum aðgerð-
um til útiýmingar riðu í sauðfé á
svæðinu milli Héraðsvatna og
Blöndu og em uppi hugmyndir um
að þær aðgerðir nái allt vestur í
Miðfjörð. Vitað er að skorið var
niður á nokkmm bæjum síðastliðið
haust og er ætlunin að fylgja því
eftir á komandi hausti og fullkomna
verkið.
Samkvæmt heimiidum em bygg-
ingarframkvæmdir með minna móti
hér í sveitinni. Nokkrir aðilar hafa
þó í hyggju að hefja loðdýrarækt
og hafa þá einkum í huga mink,
sem þykir vænlegasti kosturinn svo
sem staðan er í dag. Fyrirhuguð
er bygging á einu íbúðarhúsi hér í
Varmahlíð í sumar og því til við-
bótar em í byggingu tvö íbúðarhús
á vegum stjómar verkamannabú-
staða. Þá verður baðklefabygging
við sundlaug Varmahlíðarskóla fok-
held síðar í vor.
Skólamir em í þann mund að
ljúka vetrarstarfí sínu og haida
nemendur sælir og glaðir í annir
vordagsins í sveitinni þar sem þeir
komast í beina snertingu við at-
vinnulífið og það sem meira virði
er, komast í snertingu við náttúmna
sjálfa og gang lífsins. Sú reynsla
sem þannig fæst reynist mörgu
ungmenninu haldgott veganesti í
lífshlaupinu, það hefur reynslan
sýnt.
P.D.