Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
Eddie Fenech Adami sver embættiseiðinn sem forsætisráðherra Möltu.
Fenech Adami forsætisráðherra:
V-Evrópuríki ábyrg-
ist örvffffi Möltubúa
Vailettu, Reuter.
EDDIE Fenech Adami, nýkjörinn forsætisráðherra á Möltu, hét því
í gær að auka tengslin við Vestur-Evrópuríkin og sagði, að í efna-
hagsmálunum yrði markaðshyggjan höfð að leiðarljósi. Kyrrð er nú
komin á eftir ólætin, sem urðu í kjölfar sigurs Þjóðernisflokksins.
í ræðu, sem Fenech Adami flutti
við embættistökuna, lagði hann
áherslu á sættir meðal landsmanna
en þeir skiptast nokkum veginn
jafnt í stuðningi sínum við flokk-
ana, Þjóðemisflokkinn og Verka-
mannaflokkinn, sem nú missti
völdin eftir 16 ára stjóm. Sagði
hann, að losað yrði um ýmiss konar
höft í efnahagslífinu og sóst eftir
erlendum fjárfestingum.
„Við teljum, að öryggi Möltu
verði best tryggt með því, að vin-
veittar þjóðir í Vestur-Evrópu
ábyrgist það og munum beita okkur
fyrir samningum þar að lútandi,"
sagði Adami og tók fram, að sér-
staklega væri stefnt að því að efla
tengslin við Ítalíu og Evrópubanda-
lagið. Erlendum ríkjum verður þó
ekki leyft að koma upp herstöðvum
á Möltu enda er það bannað í stjóm-
arskránni.
Stuðningsmenn Þjóðemisflokks-
ins fögnuðu ákaft sigrinum og
gerðu þá sumir aðsúg að skrifstof-
um og félagsmiðstöðvum Verka-
mannaflokksins. Meiddust nokkrir
menn og linnti ekki látunum fyrr
en Adami skoraði á fólk að gæta
stillingar. Meðan Verkamanna-
flokkurinn hafði yfirhöndina máttu
stuðnkigsmenn Þjóðemisflokksins
oft sæta þessum kárínum en kosn-
ingar á laugardag fóru þó betur
fram en oft áður.
Tékkóslóvakía:
Dómar yfir Jass-
hópnum staðfestir
Prag. Reuter.
DÓMSTÓLL í Prag í Tékkósló-
vakiu staðfesti á þriðjudag dóma
yfir 5 forsvarsmönnum „Jass-
hópsins“ svokallaða. Höfðu þeir
áfrýjað dómnum, en sækandinn
farið fram á þyngingu hans.
Um 150 stuðningsmenn hópsins
söfnuðust saman fyrir utan dóms-
húsið og hrópuðu „Látið hópinn
lausan" og „Glasnost", sem er rúss-
neska orðið yfír meira upplýsinga-
flæði og frjálsræði er Gorbachev,
aðalritari Sovétríkjanna, hefur boð-
að. Forsvarsmenn Jasshópsins voru
sekir fundnir, fyrir tveimur mánuð-
um, um ólögleg viðskipti þar sem
þeir héldu áfram að gefa út bækur
og blöð eftir að hópurinn, sem var
hluti af samtökum hljómlistar-
manna, var bannaður af Innanríkis-
ráðuneytinu í október 1984. Voru
þeir leiddir handjámaðir inn í lög-
reglubíla, framhjá mann§öldanum
sem fagnaði þeim ákaft. Oeinkenn-
isklæddir lögreglumenn tóku
ljósmyndir af fólkinu er safnast
hafði saman.
Amnesty meðal þeirra sem
fengu Onassis-verðlaunin
Aþena, Reuter
AMNESTY-samtökin sem hafa
aðalskrifstofu sína i London, og
Arturo Riveira y Damas, erkibis-
kup San Salvador, deildu í gær
með sér Onassis verðlaununum
fyrir 1987, sem eru veitt einstakl-
inginum eða samtökum. Upp-
hæðin er nú eitt hundrað þúsund
dollarar.
Verðlaunin stofnaði skipajöfur-
inn Aristoteles Onassis til minning-
ar um son sinn, Alexander, sem
fórst í flugslysi. í greinargerð
stjómar sjóðsins segir að Amnesty
Int. vinni ómetanlegt starf í þágu
mannréttinda og beijist fyrir að lög
sé haldin. Um erkibiskupinn segir
að hann hafi sýnt ósérhlífni og
mannúð í því að beijast fyrir félags-
legu réttlæti og almennum mann-
réttindum í E1 Salvador.
Þá skiptu Alessandro Pertini,
fyrverandi forseti Ítalíu, Pugwash-
samtökin sem Einstein og Russel
stofnuðu 1955 gegn kjarnorkustríði
og Fomleifafélagið í Aþenu með sér
Onassis-verðlaunum þeim sem veitt
eru einstaklingum og umhverfis-
samtökum. Verðlaunin verða afhent
í Aþenu í næsta mánuði.
S-Kórea:
36 stúdentar handteknir
Seul, Reuter.
ÓEIRÐIR brutust út á háskóla-
svæðinu í Seul í gær, þegar eitt
þúsund námsmenn börðust við
óeirðalögreglu. Stúdentarnir
höfðu virt að vettugi bann lög-
reglu um að halda mótmælafund
gegn stjórn Chun forseta.
Danmörk:
Græulendingmn neitað
um hafrannsóknaskip
Vilja stunda eigin loðnurannsóknir
Kaupmannahöfn, frá N. J. Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins.
LARS Gammelgárd, sjávarút-
vegsráðherra Danmerkur, hefur
neitað landsstjórninni á Græn-
landi um afnot af hafrannsókna-
skipinu Dana. Vildi landsstjórnin
fá skipið lánað til rannsókna á
loðnustofninum við Austur-
Grænland og Jan Mayen.
Grænlendingar hafa hug á að
gera sínar eigin athuganir til að
hafa eitthvað í höndunum í viðræð-
um við íslendinga og Norðmenn um
skiptingu loðnuaflans en hingað til
hafa þeir orðið að reiða sig á upplýs-
ingar íslenskra fískifræðinga.
Moses Olsen, sem fer með sjávarút-
vegsmál í grænlensku landsstjóm-
inni, sagði í viðtali við útvarpið í
Nuuk, að miklu skipti fyrir Græn-
lendinga að stadna á eigin fótum í
þessum efnum.
Lars Gammelgárd, sjávarútvegs-
ráðherra Danmerkur, segist hins
vegar ekki geta séð af Dönu. Bæði
sé, að skipið er við aðrar rannsókn-
ir og svo hitt, að það kostar mikið
fé að halda því úti. Grænlenska
landsstjómin hafði hins vegar von-
ast til að fá skipið án þess að þurfa
að greiða allan rekstrarkostnaðinn
við rannsóknimar.
Námsmennimir höfðu uppi hróp
um að Chun segði af sér hið snar-
asta og spjöld vom á lofti, þar sem
skrifað stóð ^niður með einræðis-
stjórnina." Atökin hófust þegar
lögreglumenn ruddust inn á há-
skólasvæðið og ætluðu að handtaka
hóp forsvarsmanna stúdenta, alls
um sautján manns. Eftir áflogin,
gijótkast og gauragang urðu lyktir
þær, að 36 námsmenn vom gripnir
og varpað í dýflissu. Augljóst er
að fréttum frá Seul að gmnnt er á
ólgu meðal námsmanna og að þeir
hafa fengið stuðning fleiri hópa,
meðal annars verkamanna, upp á
síðkastið.
ERLENT
Sovétríkin:
Auka áfengissölu til að
geta greitt starfsfólki laun
Moskvu. Reuter.
VERSLANIR { Gorky-héraði austur af Moskvu hafa neyðst til
að auka áfengissölu í blóra við opinbera stefnu til þess að geta
staðið við almennar launagreiðslur til starfsfólks, að því er sagði
í grein í Pravda, hinu opinbera málgagni sovéska kommúnista-
flokksins, á þriðjudag.
Talsvert hefur verið um greina-
skrif í sovéskum blöðum um, að
áfengismálastefnan, sem stjóm-
völd tóku upp fyrir um tveimur
árum, eigi undir högg að sækja.
í greininni í Pravda sagði, að
verslanir hefðu lent í erfíðleikum
með að standa undir launagreiðsl-
um af almennri vömsölu og ekki
átt neinna annarra kosta völ en
auka áfengissöluna, þar sem
skortur var á flestum vömtegund-
um.
„Forráðamenn matvömversl-
ana kvarta mikið yfír því, að
skortur sé á físki, ostum og sæl-
gæti,“ sagði í greininni. „Ástandið
er skárra að því er varðar mjólkur-
vömr, en úrvalið er sáralítið."
Enn fremur sagði, að verslun-
arfólk í Gorky væri uggandi vegna
hugsanlegra breytinga í þá átt
að tengja laun þeirra afkomu fyr-
irtækjanna meira en verið hefur.
Sovéskir embættismenn hafa
sagt, að sala á vodka og öðm
sterku áfengi hafí dregist umtal-
svert saman undanfarin tvö ár.
Um leið hafa þeir þó vakið at-
hygli á, að framleiðsla og neysla
ólöglegs heimabmggaðs áfengis
hafí farið hraðvaxandi á sama
tíma.
f Moskvu, þar sem það heyrir
ekki til tíðinda að sjá langar biðr-
aðir fólks fyrir utan áfengisversl-
anir, lengdu yfírvöld opnunartí-
mann vegna tíðra kvartana fólks
um að barátta yfírvalda gegn vod-
kadrykkju bitnaði illilega á
hófsömum viðskiptavinum, sem
yrðu að híma langtímum saman
í biðröðum.