Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Eddie Fenech Adami sver embættiseiðinn sem forsætisráðherra Möltu. Fenech Adami forsætisráðherra: V-Evrópuríki ábyrg- ist örvffffi Möltubúa Vailettu, Reuter. EDDIE Fenech Adami, nýkjörinn forsætisráðherra á Möltu, hét því í gær að auka tengslin við Vestur-Evrópuríkin og sagði, að í efna- hagsmálunum yrði markaðshyggjan höfð að leiðarljósi. Kyrrð er nú komin á eftir ólætin, sem urðu í kjölfar sigurs Þjóðernisflokksins. í ræðu, sem Fenech Adami flutti við embættistökuna, lagði hann áherslu á sættir meðal landsmanna en þeir skiptast nokkum veginn jafnt í stuðningi sínum við flokk- ana, Þjóðemisflokkinn og Verka- mannaflokkinn, sem nú missti völdin eftir 16 ára stjóm. Sagði hann, að losað yrði um ýmiss konar höft í efnahagslífinu og sóst eftir erlendum fjárfestingum. „Við teljum, að öryggi Möltu verði best tryggt með því, að vin- veittar þjóðir í Vestur-Evrópu ábyrgist það og munum beita okkur fyrir samningum þar að lútandi," sagði Adami og tók fram, að sér- staklega væri stefnt að því að efla tengslin við Ítalíu og Evrópubanda- lagið. Erlendum ríkjum verður þó ekki leyft að koma upp herstöðvum á Möltu enda er það bannað í stjóm- arskránni. Stuðningsmenn Þjóðemisflokks- ins fögnuðu ákaft sigrinum og gerðu þá sumir aðsúg að skrifstof- um og félagsmiðstöðvum Verka- mannaflokksins. Meiddust nokkrir menn og linnti ekki látunum fyrr en Adami skoraði á fólk að gæta stillingar. Meðan Verkamanna- flokkurinn hafði yfirhöndina máttu stuðnkigsmenn Þjóðemisflokksins oft sæta þessum kárínum en kosn- ingar á laugardag fóru þó betur fram en oft áður. Tékkóslóvakía: Dómar yfir Jass- hópnum staðfestir Prag. Reuter. DÓMSTÓLL í Prag í Tékkósló- vakiu staðfesti á þriðjudag dóma yfir 5 forsvarsmönnum „Jass- hópsins“ svokallaða. Höfðu þeir áfrýjað dómnum, en sækandinn farið fram á þyngingu hans. Um 150 stuðningsmenn hópsins söfnuðust saman fyrir utan dóms- húsið og hrópuðu „Látið hópinn lausan" og „Glasnost", sem er rúss- neska orðið yfír meira upplýsinga- flæði og frjálsræði er Gorbachev, aðalritari Sovétríkjanna, hefur boð- að. Forsvarsmenn Jasshópsins voru sekir fundnir, fyrir tveimur mánuð- um, um ólögleg viðskipti þar sem þeir héldu áfram að gefa út bækur og blöð eftir að hópurinn, sem var hluti af samtökum hljómlistar- manna, var bannaður af Innanríkis- ráðuneytinu í október 1984. Voru þeir leiddir handjámaðir inn í lög- reglubíla, framhjá mann§öldanum sem fagnaði þeim ákaft. Oeinkenn- isklæddir lögreglumenn tóku ljósmyndir af fólkinu er safnast hafði saman. Amnesty meðal þeirra sem fengu Onassis-verðlaunin Aþena, Reuter AMNESTY-samtökin sem hafa aðalskrifstofu sína i London, og Arturo Riveira y Damas, erkibis- kup San Salvador, deildu í gær með sér Onassis verðlaununum fyrir 1987, sem eru veitt einstakl- inginum eða samtökum. Upp- hæðin er nú eitt hundrað þúsund dollarar. Verðlaunin stofnaði skipajöfur- inn Aristoteles Onassis til minning- ar um son sinn, Alexander, sem fórst í flugslysi. í greinargerð stjómar sjóðsins segir að Amnesty Int. vinni ómetanlegt starf í þágu mannréttinda og beijist fyrir að lög sé haldin. Um erkibiskupinn segir að hann hafi sýnt ósérhlífni og mannúð í því að beijast fyrir félags- legu réttlæti og almennum mann- réttindum í E1 Salvador. Þá skiptu Alessandro Pertini, fyrverandi forseti Ítalíu, Pugwash- samtökin sem Einstein og Russel stofnuðu 1955 gegn kjarnorkustríði og Fomleifafélagið í Aþenu með sér Onassis-verðlaunum þeim sem veitt eru einstaklingum og umhverfis- samtökum. Verðlaunin verða afhent í Aþenu í næsta mánuði. S-Kórea: 36 stúdentar handteknir Seul, Reuter. ÓEIRÐIR brutust út á háskóla- svæðinu í Seul í gær, þegar eitt þúsund námsmenn börðust við óeirðalögreglu. Stúdentarnir höfðu virt að vettugi bann lög- reglu um að halda mótmælafund gegn stjórn Chun forseta. Danmörk: Græulendingmn neitað um hafrannsóknaskip Vilja stunda eigin loðnurannsóknir Kaupmannahöfn, frá N. J. Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. LARS Gammelgárd, sjávarút- vegsráðherra Danmerkur, hefur neitað landsstjórninni á Græn- landi um afnot af hafrannsókna- skipinu Dana. Vildi landsstjórnin fá skipið lánað til rannsókna á loðnustofninum við Austur- Grænland og Jan Mayen. Grænlendingar hafa hug á að gera sínar eigin athuganir til að hafa eitthvað í höndunum í viðræð- um við íslendinga og Norðmenn um skiptingu loðnuaflans en hingað til hafa þeir orðið að reiða sig á upplýs- ingar íslenskra fískifræðinga. Moses Olsen, sem fer með sjávarút- vegsmál í grænlensku landsstjóm- inni, sagði í viðtali við útvarpið í Nuuk, að miklu skipti fyrir Græn- lendinga að stadna á eigin fótum í þessum efnum. Lars Gammelgárd, sjávarútvegs- ráðherra Danmerkur, segist hins vegar ekki geta séð af Dönu. Bæði sé, að skipið er við aðrar rannsókn- ir og svo hitt, að það kostar mikið fé að halda því úti. Grænlenska landsstjómin hafði hins vegar von- ast til að fá skipið án þess að þurfa að greiða allan rekstrarkostnaðinn við rannsóknimar. Námsmennimir höfðu uppi hróp um að Chun segði af sér hið snar- asta og spjöld vom á lofti, þar sem skrifað stóð ^niður með einræðis- stjórnina." Atökin hófust þegar lögreglumenn ruddust inn á há- skólasvæðið og ætluðu að handtaka hóp forsvarsmanna stúdenta, alls um sautján manns. Eftir áflogin, gijótkast og gauragang urðu lyktir þær, að 36 námsmenn vom gripnir og varpað í dýflissu. Augljóst er að fréttum frá Seul að gmnnt er á ólgu meðal námsmanna og að þeir hafa fengið stuðning fleiri hópa, meðal annars verkamanna, upp á síðkastið. ERLENT Sovétríkin: Auka áfengissölu til að geta greitt starfsfólki laun Moskvu. Reuter. VERSLANIR { Gorky-héraði austur af Moskvu hafa neyðst til að auka áfengissölu í blóra við opinbera stefnu til þess að geta staðið við almennar launagreiðslur til starfsfólks, að því er sagði í grein í Pravda, hinu opinbera málgagni sovéska kommúnista- flokksins, á þriðjudag. Talsvert hefur verið um greina- skrif í sovéskum blöðum um, að áfengismálastefnan, sem stjóm- völd tóku upp fyrir um tveimur árum, eigi undir högg að sækja. í greininni í Pravda sagði, að verslanir hefðu lent í erfíðleikum með að standa undir launagreiðsl- um af almennri vömsölu og ekki átt neinna annarra kosta völ en auka áfengissöluna, þar sem skortur var á flestum vömtegund- um. „Forráðamenn matvömversl- ana kvarta mikið yfír því, að skortur sé á físki, ostum og sæl- gæti,“ sagði í greininni. „Ástandið er skárra að því er varðar mjólkur- vömr, en úrvalið er sáralítið." Enn fremur sagði, að verslun- arfólk í Gorky væri uggandi vegna hugsanlegra breytinga í þá átt að tengja laun þeirra afkomu fyr- irtækjanna meira en verið hefur. Sovéskir embættismenn hafa sagt, að sala á vodka og öðm sterku áfengi hafí dregist umtal- svert saman undanfarin tvö ár. Um leið hafa þeir þó vakið at- hygli á, að framleiðsla og neysla ólöglegs heimabmggaðs áfengis hafí farið hraðvaxandi á sama tíma. f Moskvu, þar sem það heyrir ekki til tíðinda að sjá langar biðr- aðir fólks fyrir utan áfengisversl- anir, lengdu yfírvöld opnunartí- mann vegna tíðra kvartana fólks um að barátta yfírvalda gegn vod- kadrykkju bitnaði illilega á hófsömum viðskiptavinum, sem yrðu að híma langtímum saman í biðröðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.