Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 34

Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Eins og getið var í upphafi verð- ur lagt af stað héðan frá Fróni á Þorláksmessu og verður í fyrsta áfanga farið til London og gist þar eina nótt og á aðfangadag verður stigið um borð í Jumbo-breiðþotu og flogið sem leið liggur til Astr- Aukinn innflutningur veldur óhagstæðum vöraskiptajöfnuði INNLENT FYRSTU þrjá mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 1.253 milljónir kr., en á sama tímabili í fyrra var hann hagstæður um 441 millj. kr. á sama gengi. Vöru- skiptajöfnuðurinn var hagstæð- ur í marsmánuði. Mikil aukning innflutnings veldur þessum óhagstæða vöruskiptajöfnuði. í fréttatilkynningu frá Hagstof- unni kemur fram að í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 4.666 milljónir kr., en inn fyrir 4.369 milljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn í mars var því hagstæður um 297 Umferðaróhöppum fjölg- að það sem af er árinu „Viljum snúa þeirri þróun við“, segja forsvarsmenn Fararheill ’87 TJÓN af völdum umferðaró- happa fyrstu fjóra mánuði þessa árs eru 767 fleiri en á sama tíma- bili 1986 og 20 fleiri hafa slasast í umferðarslysum en á sama tíma í fyrra. Þessar upplýsingar komu fram á fundi með fréttamönnum, sem forsvarsmenn samtaka bi- freyðatryggingarfélaganna héldu í gær. Þar var meðal ann- ars gerð grein fyrir aðgerðum varðandi „Fararheill ’87“, sem er sérstakt átak tryggingarfé- laganna til að fækka umferðaró- höppum. Sigurðar Helgassonar, starfs- maður „Fararheill ’87“, sagði í samtali við Morgunblaðið, að átakið hefði hafíst um síðustu áramót, en Alþýðuflokkurinn: Guðmundur tekur við af Jóni Baldri Á FUNDI framkvæmdastjórnar Alþýðuf lokksins í gær var gengið frá ráðningu Guðmundar Einars- sonar sem framkvæmdastjóra flokksins. Hefur hann störf 15. maí við hlið núverandi fram- kvæmdastjóra, Jóni Baldri Lorange, sem sagði upp störfum í febrúar og hættir 1. júní. framangreindar tölur væru þó ekki marktækar þar sem svo skammt væri liðið á árið. Agerðir „Farar- heill ’87“ væru rétt að hefjast og róðurinn yrði hertur er líða tæki á árið. „Hins vegar eru þessar tölur síður en svo uppörvandi, þótt ef til vill megi búast við fjölgun umferð- aróhappa með stórauknum bflakosti landsmanna. Fram til þessa höfum við verið að koma aðgerðum okkar í gang og í þvi skyni verða meðal annars sýndar áróðursmyndir í sjónvarpi og sitthvað fleira. Tak- mark okkar er að fækka umferðaró- höppum og ég geri mér vonir um að okkur takist það og að við verð- um búnir að snúa þessari þróun við þegar lokatölur alls ársins verða gerðar upp,“ sagði hann. milljónir kr., en í mars í fyrra var hann óhagstæður um 44 milljónir kr. á sama gengi reiknað. Fyrstu þijá mánuði þessa árs voru fluttar úr vörur fyrir 9.750 milljónir kr. en inn fyrir 11.003 milljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður um 1.253 millj- ónir kr. á þessum tíma, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 441 milljón kr. á sama gengi. Fyrstu þrjá mánuði ársins var verðmæti vöruútflutningsins 7% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 75% alls útflutningsins og hafði verðmæti þeirra aukist um 9% frá fyrra ári. Útflutningur á áli var 30% meiri, en útflutningur kísiljáms 20% minni en á sama tíma í fyrra. Útflutnings- verðmæti annarrar vöru var 11% minna en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins þessa fyrstu þijá mánuði ársins var 27% meira en á sama tíma í fyrra. lnnflutningur til álverksmiðjunnar var miklum mun meiri en í fyrra, en hins vegar var olíuinnflutningur mun minni en í fyrra. Sé innflutn- ingur vegna stóriðju, olíu, skipa og Broddur seldur í Austurstræti KONUR úr Borgarfirði verða á útimarkaðinum í Austurstræti í dag, 14. maí, milli kl. 13.00 og 18.00. Konurnar munu selja þar brodd, bakkelsi og fleiri vörur. Xirkjukór Akraness. Kirkjukór Akraness flyt- ur tónverk eftir Haydn KIRKJUKÓR Akraness flytur inu Vinaminni á Akranesi og mun ur Jensdóttir sópran, Viktor tónverkið „Theresienmesse“ nú endurflytja verkið á sama stað Guðlaugsson tenór og’ Kristján eftir Joseph Haydn í Neskirkju föstudaginn 15. maí kl. 21.00. Elís Jónasson bariton. laugardaginn 16. maí nk. kl. Flytjendur auk kirkjukórs Undirleikari er Ann Toril Lind- 16.00. Akraness eru: Einsöngvaramir stad og söngstjóri Jón Ólafur Kórinn frumflutti verkið sunnu- Guðrún Ellertsdóttir sópran, Unn- Sigurðsson. daginn 3. maí sl. í safnaðarheimil- flugvéla frátalinn, reyndist annar innflutningur, sem nemur um 85% af heildarinnflutningnum, hafa orð- ið 40% meiri en í fyrra. Eldur í húsi við Barónsstíg ELDUR kom upp í húsi við Bar- ónsstíg um kl. 21 á þriðjudags- kvöld. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang reyndist eldur loga í msli í kjallaraherbergi hússins að Bar- ónsstíg 25, sem er þriggja hæða steinhús. Talsverður reykur var í stigagangi, en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Slökkvilið- ið hafði körfubíl tilbúinn til að hjálpa fólki af efri hæðum hússins, en ekki þurfti að nota hann í þetta skipti og sluppu allir íbúar ómeiddir. Að sögn slökkviliðsmanna er full ástæða til að benda fólki á að það er oft öruggast ef það heldur kyrru fyrir í íbúðum sínum og hleypir ekki reyk inn til sín. Lögreglan lýsir eft- ir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitnum að árekstri sem varð þriðjudaginn 28. apríl síðastlið- Áreksturinn varð á mótum Frakkastígs og Skúlagötu um kl. 12-12.30. Þar skullu saman Dodge Aris Station, grár að lit með skrá- setningarnúmerinu Y-5005 og Man dráttarbifreið, sem var ekið eftir Skúlagötu. Ef einhveijir hafa séð áreksturinn eru þeir beðnir um að gefa sig fram við slysarannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Leiðrétting í Morgunblaðinu sl. þriðjudag þar sem getið var um söluhæstu drengina hjá Rauða kross íslands misritaðist nafn eins þeirra. Rétt er nafnið Annþór Kristján Karls- son. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. íslenskir skát- ar á alheims- mót í Astralíu Síðasti skóladagurinn Síðasti skóladagurinn hjá 8. bekk í Holtaskóla í an tekin við, fyrsta prófíð fer senn í hönd og því Keflavík var á föstudaginn og af því tilefni brugðu er betra að vera vel undirbúinn. krakkamir á leik með söng og glensi. En nú er alvar- ÞANN 23. desember næstkom- andi mun hópur 120 íslenskra skáta halda á vit ævintýra i fjar- lægu landi. Ferðinni er heitið til Ástralíu þar sem íslensku skát- arnir munu verða á meðal þeirra 16.000 skáta sem taka þátt í 16. alheimsmóti skátahreyfingarinn- ar. Verða íslensku skátamir um margt merkilegir á þessu móti og ber þar helst að nefna, að það mun enginn annar skátahópur ferðast eins langt og sá íslenski til að kom- ast á motið sem haldið verður í Cataract Scout Park. alíu og þá 25 tíma sem flugið tekur munu íslensku skátamir halda upp á jólin. Mótið sjálft hefst svo þ. 1. janúar 1988 og stendur það í rúma viku. Bæði fyrir og eftir mót munu skát- amir vera í svokallaðri „home hospitality", þ.e.a.s. að skátamir verða á áströlskum skátaheimilum í Sidney og Melboume. Kostnaður við þessa ævintýra- ferð er kr. 115.000 á mann og til að standa straum af þessum kostn- aði mun íslenski hópurinn standa fyrir fjáröflun með ýmsum hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.