Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 39

Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 39 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ritstjóri óskast til að hafa umsjón með útgáfu Stúdenta- blaðsins. Stúdentaráð HÍ gefur blaðið út og er því dreift til 5000 námsmanna við Háskólann. í boði er líflegt og krefjandi starf, vinnutími og laun eftir samkomulagi sbr. taxta Blaða- mannafélags Islands. Okkur vantar mann sem býr yfir dugnaði, reynslu og þekkingu á málefnum náms- manna, eða vilja til að kynna sér þau. Til greina kemur að fleiri en einn skipti með sér starfinu. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu stúdenta- ráðs í síma 621080. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 29. maí merktar „Stúdentablaðið — 5153“. SHI STÚDENTARAÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS STÚDENTAHEIMIUNU V HRINGBRAUT Ritari — Lögmannsstofa Ritari óskast á lögmannsstofu sem allra fyrst. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Reynsla í meðferð tölvu æskileg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. maí nk. merktar: „Stundvísi og sam- viskusemi — 2182“. Framtíðarstarf Ein af stærri heildsölum landsins á sviði leik- fanga og gjafavöru óskar að ráða starfskraft í heilsdagsstarf. Starfið er fjölbreytt og tekur til flestra þátta heildsölunnar. í því felst sölu- mennska þ.m.t. söluferðir um landsbyggð- ina, pökkun og útkeyrsla. Viðkomandi (karl eða kona) þarf að vera áreiðanlegur og drífandi, geta unnið sjálf- stætt og eiga einnig gott með að vinna með öðrum. Reynsla af viðlíka störfum er æskileg en ekki nauðsynleg. Bílpróf er áskilið. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf skilist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „J - 11439“ fyrir 22. maí. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar — meinatæknar Óskum að ráða nú þegar: ★ Hjúkrunarfræðinga ★ Sjúkraliða ★ Meinatækni Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-3014 eða 94-3020 alla virka daga milli kl. 8.00 og 16.00. Matreiðslumeistari óskar eftir góðu starfi, helst dagvinnu. Margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Matreiðslumeistari — 1535“. Franska sendiráðið óskar að ráða blaðafulltrúa frá og með 1. júní. Starfið er fólgið í þýðingum á íslensku dagblöðunum. Nánari upplýsingar í símum 17621 eða 17622 milli kl. 14.00 og 17.00. Laus staða Við verkfræðideild Háskóla íslands er laus til umsóknar dósentsstaða í vélaverkfræði. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalgreinar verði á sviði vélhluta- og burðarþolsfræði með áherslu á sjálfvirkni og tölvuvædda hönnun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 7. maí 1987. Hafnarfjörður Ritari óskast á lögfræðiskrifstofu til afleys- inga í júní, júlí og ágúst. Umsóknir sendist í pósthólf 234, Hafnarfirði. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Sumarafleysing Starfsfólk vantar til sumarafleysinga við ræstingar á skurðstofugangi. Umsækjandi þyrfti að vera 18 ára eða eldri. Upplýsingar gefur ræstingarstjóri í síma 19600-259 alla virka daga milli kl. 10.00 til kl. 12.00. Reykjavík 12. maí 1987. Afgreiðslumaður Óskum eftir röskum afgreiðslumanni í verslun okkar. Framtíðarstarf fyrir góðan mann. Upplýsingar veittar á skrifstofunni (ekki í síma). Bílanaust hf., Borgartúni 26. Trésmiðir ath! Okkur vantar trésmiði til starfa á Reykjavíkur- svæðinu sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 641488. HAMRAR SF. Vesturvör 9 — 200 Kópavogi Sími 91-641488 Fatahönnuður Fatahönnuður, með klæðskeraréttindi og mikla reynslu getur tekið að sér einstök verkefni. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúm- er merkt: „Fatahönnun", í pósthólf 1597,121 Reykjavík. Rafvirkjar Vantar rafvirkja strax. Upplýsingar daglega milli kl. 13.00 og 14.00 í síma 681181. Rafþórhf., Síðumúla 29. Kennarar — kennarar Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður við grunnskólana á Akranesi: Við Grundaskóla sérkennara, raungreina- kennara, m.a. í tölvukennslu, tónmennta- kennara, smíðakennara og nokkra almenna kennara, einkum yngri barna. Upplýsingar veita skólastjóri Guðbjartur Hannesson, vinnusími 93-2811, heimasími 93-2723, og yfirkennari Ólína Jónsdóttir, vinnusími 93-2811, heimasími 93-1408. Við Brekkubæjarskóla skólastjóra, sérkenn- ara, smíðakennara og almenna kennara. Upplýsingar veita skólastjóri Viktor Guð- laugsson, vinnusími 93-1388, heimasími 93-2820, og yfirkennari Ingvar Ingvarsson, vinnusími 93-2012, heimasími 93-3090. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Skólanefnd. Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða starfsfólk á karla- og kvennasalerni. Góð laun í boði. ‘ÍCA SABLA NCA. * DJSCOTHEQUE Félagsmálastjóri Staða félagsmálastjóra hjá Borgarneshreppi er laus til umsóknar. Starfshlutfall 50%. Menntun og/eða reynsla á sviði félagsráð- gjafar áskilin. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Borgarnes- hrepps, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, fyrir 26. maí nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. Stýrimaður óskast á 54 rúml. bát sem gerður er út frá Norður- landi. Báturinn er á netaveiðum en fer síðan á rækjuveiðar. Upplýsingar í síma 95-6440 frá kl. 08.00 til kl. 17.00. Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: ★ Dyraverði. ★ Starfsfólk á bar. ★ Starfsfók í sal. ★ Ræstingar. Upplýsinga í síma 10312. NliWJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.