Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 48
% T'QA f TM » r»rrrt ryt/~r » MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Stefán Agúst Krisljánsson Afmæliskveðja: Það var haustið 1919, þegar við Stefán Ágúst hittumst fyrst á Bændaskólanum á Hólum í Hjalta- dal og áttum þar saman tvo indæla vetur í námi og leik. Sú vinátta, sem þar myndaðist okkar á milli hefur haldist síðan í nærfellt 70 ár. Á Hólum voru þá, einsog jafnan fyrr og síðar, mikilhæfír skólastjór- ar og kennarar. Má þar nefna Sigurð Baldvinsson, sem var ættað- ur úr S-Þingeyjarsýslu og stjómaði skólanum í forföllum Sigurðar Sig- urðssonar, er þá var kallaður til starfa í Búnaðarfélagi íslands í Reykjavík, en síðari vetur okkar á Hólum var Páll Zóphóníasson skóla- stjóri. Kennarar auk þeirra voru þá Loftur Rögnvaldsson, Gunnlaugur Bjömsson, Friðbjöm Traustason og Jón Sigurðsson. Þessir menn eru okkur minnisstæðir og gerðu námið hver á sinn hátt skemmtilegt og áhugavert. Eg tel raunar, að nám í bænda- skólum sé yfirleitt litríkt og standi náttúmfræði nær en nám í flestum skólum öðmm. Reyndin varð sú, að Stefán Ágúst og við flestir skóla- bræður hans tókum miklum fram- fömm í námi og starfi vetuma á Hólum og hafði dvölin þar mikil áhrif á lífsstarf okkar og framtíð. Félagslíf við bændaskólann var mjög gott. Málfundir vom haldnir hvert laugardagskvöld og oft dans- að á sunnudögum, þótt kvenfólk væri af skomum skammti, enda fátt um farartæki til þess að nálg- ast þær. Það kom fljótt í ljós, að Stefán Ágúst var liðtækur svo að um munaði á þessu sviði, ekki síður en við lærdóminn. Hann varð fljótt besti söngmaður skólans, söng bassa. Var æfður skólakór og sung- um við einu sinni eða oftar á Sæluviku Skagfirðinga á Sauðár- króki undir stjóm Friðbjöms Traustasonar. Var að sjálfsögðu farið fótgangandi og tók hvor ieið 5—6 klukkustundir. Á öðm sviði vom þó hæfileikar Stefáns með enn meiri yfirburðum yfír aðra skólabræður hans, en það var upplestur á sögum og kvæðum. Varla var nokkur samkoma haldin af okkur nemendum, að Stefán væri ekki fenginn til að lesa upp. Það þótti jafnan einn besti skemmtiþátturinn. Best man ég eftir upplestri hans á kvæðinu Kon- an í Hvanndalabjörgum eftir Jón Trausta. Stefán Ágúst fæddist f Glæsibæ við Eyjafjörð 14. maí 1897. Foreldr- ar hans vom hjónin Kristján bóndi og smiður þar Jónsson og Guðrún Oddsdóttir. Stefán ólst upp og vann að búi foreldra sinna þar til hann fór í Hólaskóla, en eftir það urðu áhrif félagsmálastarfa meiri. Hann fór að fást við kennslu, skrifstofu- störf og margskonar félagsmál. Hér verður aðeins drepið á nokkra veigamestu þætti í lífsstarfi hans. Eitt aðaistarf hans á Akureyri var framkvæmdastjórastaða við Sjúkrasamlag Akureyrar 1936—1970, en þá flutti hann til Reykjavíkur. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri Almannatrygg- inga 1946-1957. Söngmálin áttu hug hans á Akur- eyri og liggur þar eftir hann mikið og ijölþætt starf. Hann var einn af stofiiendum Karlakórsins Geysis 1922 og um árabil í stjóm hans. Var einn af stofnendum Tónlistafé- lags Akureyrar 1943 og formaður þess og framkvæmdastjóri um ára- bil. Á 30 ára afmæli þess félags 1973 var starfsins minnst með tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og veglegu samsæti. Þar voru hjón- in Stefán Ágúst og Sigríður Frið- riksdóttir heiðursgestir. Bjami Einarsson þáverandi bæjarstjóri lét svo ummælt í ræðu við það tæki- færi: „Þakkarskuld bæjarbúa við þetta félag og forystumenn þess er mikil, en ég held að ég lasti engan, þótt ég nefni hér sérstaklega nafii eins manns, sem lengst allra hefur staðið í fylkingarbijósti tón- listamnnenda á Akureyri og í forystu Tónlistafélagsins. Á ég þar við Stefán Ágúst Kristjánsson." Stefán átti mikinn þátt í stofhun Heklu, Sambands norðlenskra karlakóra og var þar formaður og framkvæmdastjóri 1935—1942. Stefán var í framkvæmdanefnd Stórstúku IOGT (kanslari) 1956—1958, umboðsmaður há- templars og forstjóri Borgarbíós IOGT um árabil. Hann var vígður { Oddfellowregluna 1940. Stefán Ágúst var kosinn heiðurs- félagi Stórstúku IOGT, st. Brynju nr. 99 á Akureyri og Tónlistafélags Akureyrar, einnig sæmdur fslensku Fálkaorðunni. í tómstundum sínum og eftir að hann lét af embætti vegna aldurs hefur Stefán fengist talsvert við skáld- og tónsmíðar. Skal hér talið nokkuð af því helsta, sem mér er kunnugt um: Hátíðarljóð á aldaraf- mæli Akureyrar 1962, Tónlistasaga Akureyrar, ágrip 1962, Hörpukliður blárra fjalla, ljóð 1977, Úr sagna- djúpi, söguleg ljóð í handriti o.fl., Ávarp Fjallkonunnar á Akureyri 17. júní 1954 og 1957, Angan bleikra blóma 1981. Sú bók er 200 tölusett eintök og tileinkuð minningu konu hans, Sigríðar Friðriksdóttur. í dag kemur út ljóðabók eftir Stefán — Þijátíu úrvalsljóð. Auk þess á hann í fórum sínum allmikið af ljóðum, sem ekki hafa verið prentuð. Má þar nefha ljóð um Hólaskóla í Hjaltadal 100 ára, Systir goðans o.fl. Stefán Ágúst var tvígiftur. Ifyrri kona hans var Biynhildur Eyjólfs- dóttir jámsmiðs á Akureyri Jóns- sonar. Hún fæddist 13. september Yfirbyggingin { smíðum inni á verkstæðinu. Bílgrindin fyrir framan verkstæðið. Selfoss: Við fáum bílana eins og við viljum hafa þá — segir Guðmundur Tyrfingsson á Selfossi sem smíðar sínar rútur sjálfur ásamt starfsmanni sínum _ Moi^unblaðið/SigurðurJónaaon. Guðmundur Laugdal og Guðmundur Tyrfingsson í rútunni sem er i smfðum. Selfossi. GUÐMUNDUR Tyrfingsson, hóp- ferðaleyfishafí á Selfossi, vinnur að þvi ásamt einura starfsmanna sinna að byggja yfir 62 manna rútubifreið á verkstæði sínu. Þetta mun vera eina rútan sem er í yfír- byggingu á landinu, en algengast er að rútubifreiðir séu fluttar inn. Þetta er tíundi bíllinn sem þeir félagar byggja yfir frá haustinu 1968 þegar þeir byijuðu slika starfsemi. Guðmundur Tyrfingsson vinnur þetta verk frá grunni ásamt starfs- manni sínum, Guðmundi Laugdal. Þeir taka bílgrindina með mótor og stýri inn á verkstæðið og út fer bíllinn fullfrágenginn. Guðmundur Laugdal sér um hönnun og teikningar og síðan smíða þeir yfirbygginguna í samein- ingu. „Þetta er eins og þegar smiður byggir hús frá grunni," segir Guð- mundur Laugdal. Bíllinn sem þeir félagar vinna að núna er sá stærsti sem þeir hafa smfðað yfir. Þeir byij- uðu á verkinu f september og áætla að fara í reynsluaksturinn um miðjan maí. Grindin og stærsti hluti efnisins er frá Þýskalandi. Guðmundur Tyrfingsson segist ekki sáttur við annað, en að smíða allt f rútuna. Sætin eru að þessu sinni keypt inn frá verksmiðju í Þýska- landi, en Guðmundur segir hægt að skapa mikla Qármuni með því að smíða sætin iíka og það hafa þeir reyndar gert í flesta bílana. Eina ástæðan fyrir þvf að sætin eru keypt tilbúin er sú að það sparar tíma. En sæti í 60 manna rútu kosta um eina milljón. „Með því að smfða bílana fáum við þá eins og við viljum hafa þá. Við fáum hús sem er miklu stöðugra og betra en á innfluttum bflum og sterk- ara að öllu leyti, gagnvart ryði og þau liðast miklu síður sundur," segir Guðmundur Tyrfingson um ástæðuna fyrir bílasmíðinni. „Með þessu nýtum við líka dauða tímann yfir veturinn." „Við göngum út frá því að það fari sem best um fólkið og við reynum að útiloka allan hávaða," segir Guð- mundur Laugdal þegar hann er spurður út frá hvaða grundvallarat- riðum sé gengið við hönnun bílanna. „Maður skoðar mikið af bílum og á sér svo sjálfur drauma, en sérstaka fyrirmynd hefur maður ekki. Grunn- atriðin eru íslenskar þarfir, að hafa bílinn hærri frá götu en gengur og gerist og gott lestaipláss, heldur meira en f innfluttum bílum. Við not- um staðlaða innflutta hluti f bílana eins og lúgur og þess háttar en öll smfðin fer fram hér,“ sagði Guð- mundur. Skipulagning vinnunnar fer fram á haustin og öllu er hagað þannig að verkið geti gengið snurðulaust fyrir sig. „Það er enginn bfll eins, en grundvallaratriðin eru þau sömu. Það er nauðsynlegt að þekkja alla hluti sem koma við sögu svo þeir passi á þá staði sem þeir eiga að fara á f bflnum,“ sagði Guðmundur Laugdal. Verkstæði Guðmundar Tyrfings- sona er í litlum bragga austan Suðurlandsvegar áður en komið er að Selfossi. Rútan sem þeir félagar vinna við fyllir verkstæðið, en með lagni og útsjónarsemi gengur verkið fljótt fyrir sig. Dóttir Guðmundar Laugdal segir þá sögu frá Frakklandi að þar eigi fólk bágt með að tfua þvf að á ís- landi séu smfðaðar rútur og svo er um fleiri. Eftirgangsmuni hefur þurft við fulltrúa í fjármálaráðuneytinu til þess að fá eftirgefna tolla á hlutum til smfðinnar eins og lög gera ráð fyrir. Jafnvel þó fulltrúi frá ráðuneyt- inu væri fenginn á staðinn til að sjá rútuna í smfðum. Framtak þeirra félaga er eftirtekt- arvert, ekki sfst fyrir það að bifreifr asmfði er mjög á undanhaldi. Á verkstæðum á Selfossi hefiir undan- farin ár nokkuð verið unnið við það að byggja yfir jeppa, en það hefur lagst af með breyttum tollalögum. Þeir félagar eru því þeir einu sem stunda raunverulega bflasmíði. Nýja rútan er sú nfunda í flotan- um, en Guðmundur Tyrfingsson hefiir stundað hópferðaakstur í 25 ár og er með bfla frá 12 til 62 manna. Þegar bflasmfði vetrarins lýk- ur tekur við hópferðaakstur á sumrin. Þetta eru hópferðir fyrir hvem sem er eins og Guðmundur orðar það. Hópferðamiðstöðin er milliliður milli hans og ferðaskrifstofanna. Við hvem bfl sem byggður er hefiir Guð- mundur selt einn af eldri bflunum og segist gera það einnig nú. — Sig. Jóns. Ólafsvík: Margar afmælis- kveðjur bárust BÆJARSTJÓRN Ólafsvíkur sendir alúðarþakkir til allra þeirra, sem sendu Ólafsvikingum gjafir og skevti 26. mars siðast- liðinn, þegar Ölafsvíkingar héldu upp á 300 ára verslunarafmæli kaupstaðarins. Eftirtaldar gjafír bárust: Frá Li- onsklúbbi Ólafsvíkur, útiskreyting á íþróttahús staðarins, frá Jóhann- esi Amasyni bæjarfógeta, gestabók f skinnbandi, frá embætti Bæjarfóg- etans í Ólafsvík, sveitabók frá árinu 1886, frá Þuríði Snorradóttur Sand- holti 34, mynd af Þorsteini SH, fyrsta dekkbátnum sem smíðaður var fyrir Ólafsvíkinga, frá mennta- málaráðherra, Sverri Hermanns- syni, Landnámabók frá Ragnari Kjartanssyni listamanni, líkan af kútter Ásu ásamt tveim líkönum af bátum, annað með breiðfirska laginu, frá Brunabótafélagi íslands, blómakarfa ásamt }rfirlýsingu um gjöf, frá Amarflugi, blómakarfa. frá bæjarstjóm Akraness, blóma- karfa, frá verslunareigendum í Ólafsvík, blómakarfa ásamt yfirlýs- ingu um gjöf, frá hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis, blómakarfa, frá hreppsnefnd Fróðárhrepps, blómakarfa, frá verkalýðsfélaginu Jökuli, blómakarfa, frá kennurum og nemendum við Grunnskóla Ól- afsvíkur, myndbönd um Ólafsvík. Aðalfundur Húnvetninga- félagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn mánudaginn 20. maí nk. kl. 20.00 i heimili félagsins Skeifunni 17. Á fundinum fara fram venjulega aðalfundarstörf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.