Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
49
1906, dó 26. febrúar 1927 eftir
tæplega tveggja ára sambúð. Síðari
konu sinni giftist Stefán 22. febrú-
ar 1930. Það var Sigríður Friðriks-
dóttir bónda í Amamesi
Guðmundssonar og konu hans
Önnu Guðmundsdóttur. Sigríður
fæddist 10. febrúar 1912, dó 6.
ágúst 1980. Þau Sigríður og Stefán
áttu tvö böm: Önnu Gabríellu, sem
er gift Magnúsi Ólafssyni lækni í
Reykjavík, og Friðrik Daníel við-
skiptafræðing og framkvæmda-
stjóra Stangaveiðifélags Reykjavík-
ur. Hann er kvæntur Ölafíu
Sveinsdóttur.
Frú Sigríður var glæsileg kona
og framúrskarandi myndarleg í öll-
um störfum innan heimilis sem
utan, enda eru ljóð Stefáns til henn-
ar í „Angan bleikra blóma" nokkuð
af því fegursta, sem eftir hann ligg-
ur.
í blaðið Einingu 6.-7. tölublað
1967 skrifaði ritstjórinn Pétur Sig-
urðsson afmælisgrein um Stefán
Ágúst sjötugan. Þar lýsir hann vel
áhuga og dugnaði hans að hveiju
sem hann gekk og tekur meðal
annars lýsingu úr norska blaðinu
Folket eftir ritstjóra þess Öystein
Söraa á vinnubrögðum Stefáns sem
hann hafði að nokkru kynnst í för
sinni til íslands 1964. Ummæli
Söraa eru tekin úr Einingu í þýð-
ingu Péturs Sigurðssonar:
„Hann er hugkvæmi eldhuginn
og athafnamaðurinn gæddur sam-
starfs- og samningshæfileikanum
flestum fremur, fróður um allt og
alla. Ávallt á staðnum hlýr og morg-
unhress, jafnvel langt fram á nótt,
í veisluskapi jafnt á fámennum
mannfundum sem í meiriháttar
samkvæmum." Og Pétur Sigurðs-
son bætir við frá eigin bijósti: „Ég
gat þess, að Stefán Ágúst virtist
oft vera að minnsta kosti tvíefldur
maður og væri það ekki einleikið.
Minntist ég þá orða Stefáns Zweig,
sem segir: „Ástfanginn maður er
tífaldur maður." Ég er ekki í nein-
um vafa um það, að hin ágæta
kona Stefáns, Sigríður Friðriks-
dóttir, hefur verið honum aflgjafi
og hin styrka stoð í athafnasömu
lífsstarfi. Hinum góðu konum má
ekki gleyma, þegar dugnaðarmönn-
um þeirra er að verðleikum hrósað.
Það er hveijum manni vorkunnar-
laust að vera ástfanginn af góðri
konu, þótt orðinn sé hann sjötugur.
Veit ég að Stefán vinur minn er
mér sammála um þetta.“
Hólasveinar gengu stundum upp
í Gvendarskál í Hólabyrðu og töldu
sig finna þar altarí Guðmundar
biskups hins góða á blágrýtissteini.
Spor okkar Stefáns þar eru löngu
máð og svo verður einnig um önnur
spor okkar, þegar tímar líða. Ég
þakka Stefáni fyrir þau spor, sem
við höfum gengið saman frá því um
haustið 1919 á Hólum og vona, að
við megum enn ganga saman nokk-
um spöl.
Guðmundur Jónsson
frá Hvanneyri
Nýja fiskverkunarhúsið í Hólmavík. Morgunbiaðið/Baldur Rafn
Nýtt fiskverkunar-
hús í Hólmavík
Hólmavik.
UM MIÐJAN aprU hófst vinnsla
í fiskverkunarhúsi Hleinar hf.
Er hér um að ræða 860 fermetra
hús og er það byggt af Loftorku
hf. í Borgamesi. Loftorkumenn
komu tii Hólmavíkur um miðjan
september á siðasta ári og tók
það þá um tvo og hálfan mánuð
að reisa húsið. Það má því segja
að Loftorkumenn hafi gengið
rösklega fram við að reisa hús
þetta. Eigendur hússins og jafn-
framt eigendur að bátunum
Sæbjörgu og Sigurbjörgu eru
Jóhann Guðmundsson og synir
hans, Guðmundur og Gunnar,
Gústaf Guðmundsson og sonur
hans, Guðmundur, og Jónas
Ragnarsson. Framkvæmdastjóri
Hleinar hf. er Gunnar Jóhanns-
son.
Fréttaritari heimsótti hið nýja
fiskverkunarhús Hólmvíkinga og
var þar mikið um að vera. Fólk var
á þönum við að salta fisk og vinna
hrogn. Guðmundur Jóhannsson
verkstjóri var einnig á hlaupum
hingað og þangað um húsið. Bauð
hann fréttaritara að litast um.
Vinnslusalurinn var mjög bjartur
og rúmgóður. Þá var mikið rými
fyrir skrifstofur, snyrtingu fyrir
starfsfólk og kaffistofu. Veiðar-
færageymsla var og mjög stór og
beitningarpláss.
í veiðarfærageymslunni hitti
fréttaritari einn eigendanna, Jó-
hann Guðmundsson, og kvaðst
hann vera mjög ánægður með það
hversu vel hefði gengið með húsið.
„Hús þetta gerbreytti öllu fyrir út-
gerð Sigurbjargar og Sæbjargar,.
því beitningar- og veiðarfærapláss
var að hruni komið, svo við urðum
að fara að byggja. Hér er mjög
gott að vinna við net og gera að
afla,“ sagði Jóhann.
Inni í vinnslusal ræddi fréttarit-
ari við einn starfsmann Hleinar
hf., Sigurð Vilhjálmsson, þar sem
hann var í óða önn að skera hrygg
úr fiski. Sigurður kvaðst hafa unn-
ið hjá Hlein í nokkra daga og hefði
jafnan verið unnið fram á kvöld.
Einnig taldi Sigurður húsið vera
mjög vel fallið til fískverkunar.
Guðmundur Jóhannsson verk-
stjóri mátti rétt vera að því að svara
spumingum fréttaritara. En það
fyrsta sem hann var spurður að,
var hver hefðu verið tildrög þess
að Hlein hf. hefði verið stofrað.
Guðmundur kvað það hafa verið
áhuga eigendanna um nokkurt
skeið að vinna afla úr sínum eigin
bátum. Svo var veiðarfæra- og
beitningarpláss orðið ónýtt. Einnig
voru stöðvaðar hrefnuveiðar og ýtti
það frekar á eigendur bátanna Sig-
urbjargar og Sæbjargar að koma
upp verkunar- og geymsluaðstöðu.
„Én við höfum ekki gefíð upp alla
von með hrefnuveiðar og ætlum
okkur þegar leyfi fæst að verka
hana í þessu húsi. Einnig munum
við kaupa allan þann afla sem okk-
ur býðst," sagði Guðmundur
Jóhannsson. Að lokum kvað hann
Kaupfélag Steingrímsflarðar hafa
veitt þeim alla þá aðstoð sem það
hefði verið beðið um, en vissulega
myndi koma til einhverrar sam-
keppni á milli þessara aðila og
væri það jákvætt fyrir báða aðila.
— Baldur Rafn
Færibðnd
fyrir ailan
iðnað
Getum útvegaö meö
stuttum fyrirvara allskonar
færibönd úr plasti og stáli
fyrir smáiðnað sem
stóriðnað; matvælaiðnað,
fiskvinnslu og
verksmiðjuiðnað.
Fjölbreyttir möguleikar.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OC HEILDVERSLUN
tískuhús
Austurstræti lOa, 4. hæð. Sími 22226.
1
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML672444
T
^^i^æthiðun^bara að
minna þig á ljúffenga
PRINCE súkkulaðikexið.
Metsölublad á hverjum degi!
fyrir æskuna
Nýjung
á Islandi
Á sumri komanda
mun Tölvufræðslan
leggja sitt af mörk-
um fyrir æskuna
með því að gefa
unglingum á aldrin-
um 9-14 ára kost á
ógleymanlegri dvöl
í sumarbúðum skól-
ans á Varmalandi í
Borgarfirði, undir
handleiðslu reyndra
starfsmanna á sviði
tölvu- og íþrótta-
kennslu.
Staður: Varmaland í Borgarfirði.
Boðið er uppá eftirfarandi:
Tölvukennslu,- íþróttakennslu, kvöldvök-
ur, hestamennsku.
Foreldrar, verið framsýn — tryggið framtíð
barna ykkar á tölvuöld.
Innritun í símum: 687590 — 686790.
TÖLVUFRÆÐSI
Borgartúni 28, Reykjavik.