Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 51 Þorbjörg G. Friðberts dóttir — Minning Fædd 14. ágúst 1905 Dáin 6. maí 1987 í dag er til grafar borin Þorbjörg Guðrún Friðbertsdóttir, fædd á Suðureyri við Súgandafjörð þann 14. ágúst 1905, elst sex bama sæmdarhjónanna Elínar Þorbjam- ardóttur og Friðberts Guðmunds- sonar. A Suðureyri var heimili hennar alla tíð, að síðustu 6 ámnum undan- skildum, en þau dvaldi hún í Reykjavík. Hún giftist þann 26. nóvember 1927 Gísla Guðmunds- syni skipstjóra frá Grundarfirði. Þau eignuðust fimm börn, þau Frið- bert Elí, Jóhannes, Gísla Pál, Karl Helga og Sesselju Sigurrós. Starfs- svið Þorbjargar var innan heimilis- ins og því starfi sinnti hún af einstakri alúð og ræktarsemi. Er ég kom fyrst á heimili hennar vakti þegar aðdáun mína sá myndarskap- ur í bakstri og matargerð sem einkenndi hana. Hún bar mikla umhyggju fyrir öllu sínu fólki, hún naut þess að hlúa að því og veita því allt sem í hennar valdi stóð. Hún gerði einnig vel við þá sem minna máttu sín og hennar dyr stóðu þeim ávallt opnar. Sorgin barði oft dyra og á þeim stundum kom skýrast fram hve trú hennar var einlæg og sálarstyrkur mikill. Hún missti eiginmann og þtjá syni. Gísli Páll lést af slysförum 1967. Ég minnist þess að er við komum vestur til líkfararinnar heilsaði hún okkur hlýlega og sagði með sinni alkunnu ró: „Hér hafa orðið snögg umskipti." Ekkert æðruorð. Arið 1980 kom styrkur hennar og trú aftur í ljós. Elsti sonurinn, Friðbert Elí, var þá hel- sjúkur og maður hennar á sjúkra- húsi er yngsti sonurinn, Karl Helgi, varð bráðkvaddur. Þegar sagt var við hana að mikið væri á hana lagt svaraði hún stillilega: „Guð er að reyna mig.“ Ári síðar missti hún eiginmann sinn. Hún var trygglynd og þau vin- áttubönd er hún batt entust ævi- langt. Orðvör var hún með eindæmum og þau 34 ár sem leiðir okkar lágu saman minnist ég þess aldrei að hún hafi hallmælt nokkr- um manni. Hún gerði engar kröfur sér til handa, var hlý og blíð, fyrir- gaf og breiddi mjúkar hendur yfir misgjörðir annarra. Hún trúði og treysti guði sínum og fól honum sig. Ég er fullviss að hún uppsker sem hún sáði. Hvíli hún í friði. Guðrún Erla í dag fer fram útför ömmu okk- ar, Þorbjargar Guðrúnar Friðberts- dóttur. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Hún tók ávallt á móti okkur opnum örmum og hvergi hefur kaffiilmurinn eða kökumar verið betri en hjá henni. Hún var hæglát kona sem lét ekki mikið yfir sér í daglegu lífi. Nægjusöm og gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig. Vann verk sín hljóð en það sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og heils- hugar. Hún sat aldrei auðum höndum, alltaf með einhvetja handavinnu. Þeir eru óteljandi vettl- ingamir og sokkamir sem hafa yljað ömmu- og langömmubörnum. Hún hafði yndi af að veita vel og gera öðrum gott. Hún bjó yfir einstöku jafnaðar- geði. Það kom best í ljós þegar hún missti syni sína og eiginmann. Hún trúði á guðlega forsjá og hún sagði að þegar erfíðleikar hefðu steðjað að hefði sér fundist sér styrkur sendur frá æðri máttarvöldum sem styrkti hana til að standast hverja raun. Fjölskylda hennar öll var henni kær og hugleikin. Hún lét sig miklu varða hvemig þeim leið og vegn- aði. Það var svo gott að finna hlýju hennar og góðvild. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki skropp- ið til hennar, rætt um daginn og veginn og liðna daga. Oft áttum við það líka til að hlæja lengi og innilega, kannski yfir einhverju smávægilegu. Hún hafði svo oft á orði: „Það er svo gott að hlæja inni- lega.“ Það er ómetanlegt að eiga góða ömmu og við munum eiga ljúfar minningar um hana í hjörtum okkar meðan við lifum. „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ (1. Kor. 13, 4-7.) Þorbjörg Hulda, Guðrún, Sigrún. Kveðjuorð: Jóhann Kr. Þorsteins son trésmiður Fæddur 30. ágúst 1927 Dáinn 27. febrúar 1987 Sortnar þú ský, suðrinu í og siga brúnir lætur. Eitthvað að þér, eins og að mér, amar ég sé þú grætur. (Jðn Thoroddsen) Þann 27. febrúar síðastliðinn andaðist í Landspítalanum í Reykjavík Jóhann Kr. Þorsteinsson eftir löng og ströng veikindi, er hann bar af stakri hetjulund. Jó- hann varð 59 ára að aldri. Þó ég sé aðeins 26 ára tókst með okkur góð vinátta. Jóhann var eldhugi og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var einnig með afbrigðum skemmtilegur. Sérstaklega var hann góður heim að sækja. Fannst mér ævintýri líkast að heimsækja hann. Síðasta heimili hans var Eggjavegi 3 í Smálöndum. Var hann búinn að endurbæta og laga hús sitt, svo þar var orðið mjög vistlegt. Jóhann var mikill dýravin- ur og átti kött einn er var i miklu uppáhaldi. Hef ég sjaldan séð stærri kött enda var hann vel fóðraður. í Smálöndum er mjög sumarfagurt og þótti mér paradís líkast að kom- ast þar að sumarlagi. Þessi perla er rétt við Reykjavík. Jóhann var maður músíkalskur og frábær harmonikkuleikari. Þá var oft tekið lagið og sungið undir. Man ég enn hvernig blómin ilmuðu í sumardýrð- inni og skreyttu holt og móa. Fuglamir sungu, er við sátum úti í garði við stórt viðarborð. Það var svo yndislega gaman. Móðir mín og stjúpi sögðu stundum í gamni að líkja mætti búgarðinum við hinn bandaríska „Southfork" úr Dallas- sápuþáttunum. Það var meira að segja gamall flugvöllur rétt við bæjardymar. Sá völlur var síðan úr stríðinu og mátti muna sinn fífíl fegri. En nú var hann kjörinn þyrlu- völlur, rétt eins og hjá Éwing-unum í Dallas. María, vinkona Jóhanns, bar ávallt fram veitingar af mikilli rausn og skörungsskap, og sá um að ekkert skorti á í mat og drykk. Hún var hans hægri hönd. En nú hefur sól brugðið sumri. Maðurinn með ljáinn kom og Jóhann vinur minn er allur. Ég mun ætíð minnast hans með eftirsjá og votta öllum vinum hans, ættingjum og aðstand- endum samúðarkveðjur. Verum þess minnug að aldrei er svo svart yfir sorgarranni að ekki geti birt fyrir eilífa trú. Ég bið guð að blessa minn kæra vin. Hvíli hann í friði. Grímur Þ. Jónasson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR JÓSEFSSON, Faxabraut 10, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Ólaffa Guðmundsdóttir, Sólveig Óskarsdóttir, Júlíus Guðmundsson, Sigríður Óskarsdóttir, Bragi Finnsson, Trausti Óskarsson, Jónas Óskarsson Jóhanna Long og barnabörn. t SVEINN S. BJÖRNSSON, Vföimel 21, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. maí kl. 10.30. Fyrir hönd aöstandenda. Gunnar Þorláksson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRNÓLFUR M. ÖRNÓLFSSON rafvirkjameistari, Gautlandi 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Stefanfa Ingileif Örnólfsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Örnólfur Örnólfsson, Sóley Örnólfsdóttir, Eva Ornólfsdóttir, Ólöf Örnólfsdóttir, AAalsteinn Örnólfsson og Guðmundsdóttir, Marinó Óskarsson, Jón Kristinn Valdimarsson, Elfa Sveinsdóttir, Kristján G. Bergþórsson, Ragnar Jónasson, Þorsteinn Bragason, Unnur Sæmundsdóttir barnabörn. t Maðurinn minn, fósturfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI S. HALLGRÍMSSON, Stórholti 24, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 15. maíkl. 13.30. Blóm afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Hjartavernd eða aörar líknarstofnanir. Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Lárusson, Hulda Lárusdóttir, Stefán Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka hjartanlega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, BJÖRNS HÖGNASONAR múrara, Stóragerði 12, Sigurdrífa Jóhannsdóttir. t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR VALDIMARS TÓMASSONAR vörubifreiðarstjóra, Hrafnistu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför GUÐNÝJAR STEFANÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Vffilsgötu 22, Reykjavfk. Magnús Brynjólfsson, Guðmundur H. Magnússon, Guðbjörg Richter, Hrafn Magnússon, Kristín Erlingsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfail og jarðarför SVEINBJÖRNS EGILSSONAR útvarpsvirkjameistara. Rannveig Helgadóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Þorgeir Þorsteinsson, Úlfar Sveinbjörnsson, Kristfn Steingrímsdóttir, Helgi Sveinbjörnsson, Björg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRNÝJAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Stigahlfð 34, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 32-A Landspítala. Nína Sveinsdóttir, Óli M. Andreasson, Sólrún Sveinsdóttir, Gauti Arnþórsson, Þorsteinn Sveinsson, Þurfður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ Vegna jarðarfarar ÓLA S. HALLGRÍMSSONAR, verður lokað hjá okkur föstudaginn 15. maí frá kl. 12.00-15.00. Hellusteypa Stétt, Hyrjarhöfða 8.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.