Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 52

Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14 MAÍ 1987 ffclk í fréttum Karólína með vöndinn. Reuter Blómarósin Karólína Nú hefur liðið a.m.k. vika síðan síðast birtist mynd af einhverjum. meðlimi Mónakó-slektisins og verður því snarlega úr því bætt hér. Myndin var tekin um sl. helgi og sýnir Karólínu prinsessu með rósavönd í hendi. Rósimar fékk hún þegar hún kom til að vera viðstödd alþjóðlega bómavandakeppni, sem fram fór í Monte Carlo. Theotheruigíil milka Imfof ca«e ofAIDS. Koch snýst gegn alnæmi Gene Edwards og Don Shanks kynntu myndina „The Legend of Grizzly Adams“, eða Þjóðsöguna um Bangsa-Adam, eins og hægt væri að snara heitinu yfir á íslensku. Sem sjá má er bangsi ekki vitund hættulegur, heldur gæðir hann sér á ís í mestu makindum. Reuter Paul Newman og Joanne Woodward létu sig ekki vanta, en þau voru að kynna myndina Glerdýrasýningin, sem Burt Harris (t.h. við Newman) framleiddi. Með i för var leikkonan Karen Allen. Misklíð er nú komin upp milli Ástrala og Líbýumanna. Astæðan er sú að Líbýumönnum þykir leiðtoga sínum hafa verið sýnd óvirðing með gamanþætti, þar sem óspart var gert gys að ótrúleg- ustu hlutum, þ.m.t. Moammar Gadhafi. Hafa Líbýumenn sagt að þátturinn, „Villihunda-reglan", sé hluti ófrægingarherferðar Ástralíu- stjómar á hendur byltingarleið- toganum. Baráttan gegn vágestinum ógurlega, alnæmi, harðnar æ, enda stendur hið fomkveðna að illt skuli með illu út reka. Hafa menn gripið til ýmissa ráða og höfða til alls litrófs mannlegra tilfinninga — frá móðurást til ofsahaturs. Á góðum stað stendur að sannleikurinn muni gera oss ftjáls og í samræmi við það telja menn að sjúkdómurinn verði helst heftur með því að upplýsa almenn- ing um staðreyndir málsins og höfða til skynseminnar. Ekki þyk- ir þó saka að grípa til myndræns kvíðavaka í bland og það er gert á auglýsingunni á myndinni. Það er borgarstjóri New York- borgar, Ed Koch, sem stendur við hlið auglýsingarinnar, er hann kynnti auglýsingaherferð borgar- innar gegn alnæmi sl. mánudag. Telja menn að berorðar auglýsing- amar eigi eftir að vekja ákafar Astralska „Villihunda- reglan“ reitir Líbýumenn til reiði Koch við auglýsinguna, en á henni er mynd af manni með innkau- papoka og við hliðina stendur: „Um daginn kom Kalli heim með einn litra af mjólk, brauðhleif og alnæmistilfelli". Neðst stendur: „Haldir þú þig öruggan, geturðu hengt þig upp á það að þú hef- ur rangt fyrir þér“. deilur í herbúðum klerka og engin önnur ráð reynist til nokk- stjómmálamanna, en Koch verst urs nýt, viti fólk ekki um þau og fímlega fyrirfram og bendir á að þekki óvininn. Hin gullfallega Diane Keaton var komin til Cannes til þess að kynna myndina „Heaven“, sem hún leik- stýrði. Sú mynd var framlag hennar til leikstjórakeppni, sem fram fer samsíða kvikmyndakeppninni í Cannes. Ennum . . . Ekki minnkar umferð stór- stima um Cannes eftir því sem úrslitin dragast nær. Er þar saman komið allt helsta stórmenni kvikmyndaiðnaðar hins fijálsa heims, að ógleymdum Qölda smá- Cannes menna sem ætla sér að verða stór. Og miðað við myndaflóðið þaðan hefur slíkur fjöldi Ijósmyndara sjaldan safnast saman, enda gegndarlaus gnótt ljósmyndunar- tækifæra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.