Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 57 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir I okkar ágætu „íslensku orðskvið- um“ segir. — Betra erað vera föðuriandsins æra, en að það sé hans æra, — þarflig lærdómsregla — Þessa lærdómsreglu mættu menn gjaman hafa hugfasta þegar seldar eru á erlendri grund viðkvæmar út- flutningsvörur eins og hvalafurðir og fiskur, — því betra er mannorð gott er mikili auður — segir í „Isl. orðskviðum". íslenski fiskurinn getur verið hinn besti matur ef hann er rétt með- höndlaður. Gott dæmi er: Fiskur bakaður m/kryddjurtum og parmesanosti 600—700 gr fiskur (ýsa eða þorskur) 1 sítróna 1 lárviðarlauf 1 msk. steinselja eða 1 tsk. þurrkuð hvítlauksduft salt pipar 2 msk. parmesanostur 1 msk. brauðmylsna 2 msk. bráðið smjörlíki 1. Fiskurinn er roðflettur og skorinn í hæfílega stór stykki. 2. Vatn er sett á pönnu eða í pott, það á rétt að vera um 2—3 cm að dýpt. Út í vatnið er bætt 1 msk. af sítrónusafa og lárviðarlaufí, brot- ið í tvennt, suðan er látin koma upp. 3. Fiskurinn er settur út í sjóð- andi vatnið og soðinn þar til hann er rétt soðinn í gegn. 4. Fiskstykkin eru síðan færð upp eldfast fat og er dreypt yfir þau 2 msk. af sítrónusafa. Yfir fiskinn er síðan stráð hvítlauksdufti og stein- selju, salti og pipar. Blandað er saman hvítlauksdufti, brauðmylsnu og því stráð á fiskstykkin og að síðustu er bráðnu smjörlíki hellt yfír ostamylsnuna. (Smjörlíki má þó sleppa). 4. Fiskurinn er síðan bakaður í 200 gráðu heitum ofni í 5—10 mínút- ur eða þar til osturinn hefur fengið ljósbrúnan lit. Þetta eru mjög bragðmiklar fisk- steikur en ekki bragðsterkar. Með þeim er gott að bera fram bragð- mild gijón eða bragðbætt eins og: Grjón með kryddjurtum 2 msk. matarolía 1 bolli grjón '/2 lítill laukur, saxaður 1 hvítlauksrif pressað 2 bollar vatn 1 ten. kjúklingakraftur V< tsk. timian 1 tsk. steinselja, söxuð ‘/2 lárviðarlauf 1. Matarolían er hituð í potti og eru grjón, laukur og hvítlaukur látin krauma í feitinni á meðan laukurinn er að linast upp. 2. Því næst er vatni, timian, lár- viðarlaufi, steinselju og kjúklinga- krafti bætt út í og blandað vel saman við gijónin. Þau eru síðan soðin í 15 mínútur. Sem meðlæti með þessum fisk- rétti og gijónum er gott að bera fram ferskt grænmeti eins og niður- skoma tómata. Verð á hráefni 700 gr. ýsa.......kr. 147,00 1 sítróna.........kr. 15,00 V2 pk gijón..........kr. 12,95 Vinningshafar ásamt fulltrúum frá myndbandaleigunum sem efndu til getraunarinnar. Vinningar dregnir út í ferðagetraun í VETUR efndu tvær mynd- bandaleigur í Reykjavík, Stjömuvídeó og Viron-vídeó, til getraunaleiks meðal viðskipta- vina sinna. Dregið hefur verið í getrauninni og fengu Bjarni Þór Olafsson, Margrét Ingibergs- dóttir og María J. Þráinsdóttir ferðavinninga frá Samvinnu- ferðum—Landsýn að verðmæti samtals 90 þúsund krónur. Getraunin fólst í því að viðskipta- vinir fengu afsláttarkort þar sem fimmta hver spóla var ókeypis. Þegar kortið var fullnýtt bauðst korthafa að svara einfaldri spum- ingu og skila svarinu í getrauna- kassa. Leikur þessi mun halda áfram hjá báðum myndbandaleig- unum út þetta ár og verður næst dregið úr ferðavinningum 1. janúar nk. VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Dreymir þig stundum að þú liggir á strönd og borðir góðan mat, að þú siglir á fallegum bát, spilir golf, akir um grænt landslag, stundir leikhús, tónleika, diskótek og hver veit hvað? Við þekkjum drauminn og bjóðum þér að upplifa skemmtilega og fjölbreytta daga hjá góðum grönnum okkar, Bretum. Flugleiðir fljúga allt að átta sinnum í viku til London í sumar og þrisvar í viku tii Giasgow. Hér koma örfá dæmi um ljúfa „breska daga“. fara hreinlega í „golfferð" um Skotland, aka milli spennandi golfvalla og góðra hótela. Flug og bátur Þú lætur þig líða urnkyrrlátt lcindslag Norfolk á bát eftir síkjum og ám, leggur að bryggjum lítilla bæja eða freistandi veitingastaða og kráa sem liggja víða meðfram bökkunum. Norfolk er náttúruvemdarsvæði ríkt af fuglalífi og vatnágróðri. Flug, bfll, hús og golf Á bíl ertu pinn eiginn fararstjori, heimsækir þá staði sem þig hefur dreymt um og hagar tímanum eftir þínum hentugleika. Skemmtilegt væri t.d. líka að leigja eitt af rómantískum BLAKES-SUMARHÚSUNUM í nokkra daga og aka stuttar ferðir í nágrenninu eða BLAKES-BÁTAR Flug+bátur í 1 viku kr. 20,824 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og Caribou bát. Mjög margir aðrir möguleikcir. L0ND0N Flug+bíll í 2 vikur kr. 14,605 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, í Ford Fiesta. GLASG0W Flug+bíll í 2 vikur kr. 13.169 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, í Ford Fiesta. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. Ath. Öll flugumferð Flugleiða til og frá Heathrow fer um Terminal 1. FLUGLEIÐIR Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100 < S Kr. 174,95 AUK hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.