Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Dagskrá ríkis-
útvarps raskast
vegna verkf'alls
DAGSKRÁ ríkisútvarpsins og
sjónvarpsins raskaðist verulega
í gær vegna verkfalls rafeinda-
virkja og rafvirkja sem vinna
hjá ríkinu, en það hófst að-
Leyft að reka
á afréttinn
á mánudag?
Vogum, Mývatnssveit.
Gróðurverndarnefnd Suður-
Þingeyjarsýslu leggur til að leyft
verði að reka fé á afréttinn vestan
Jökulsár á Fjöllum frá fyrsta júni
en reynt verði að dreifa upp-
rekstrinum á hálfan mánuð. Þetta
kom fram á fundi í Reynihlíð í
gær sem haldinn var eftir skoðun-
arferð á afréttinn.
f skoðunarferðina fóru meðal ann-
ars Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri, gróðurvemdunamefnd
Suður-Þingeyjarsýslu, Stefán
Skaftason héraðsráðunautur, sveit-
arstjóm Skútustaðahrepps, fulltrúar
landeigenda og fleiri.
Á fundinum kom fram að menn
telja gróður á afréttinum lengra á
veg kominn en um miðjan júní 1986
og mólendið að mestu fullgróið og
því muni sauðfé síður leita í mel-
grasið en vegna þurrka er hættta á
foki.
Kristján
faranótt föstudagsins. Samn-
ingafundur stóð yfir hjá
ríkissáttasemjara í allan gær-
dag en var í gærkvöldi frestað
til klukkan 10 í dag.
Verkfallið nær til 25-30 raf-
virkja og um 100 rafeindavirkja.
Rafvirkjamir sjá um viðhald á
ríkisspítölunum, viðhald vita og
um flugvalla- og aðflugsljós á
flugvöllum. Rafeindavirkjamir
vinna hjá Póst og símamálastofn-
un og sem tæknimenn hjá ríkisút-
varpi og sjónvarpi og því liggur
dagskrárgerð þar að mestu niðri.
Rafíðnaðarsambandið hefur þó
geflð undanþágur fyrir ríkisspítal-
ana þannig að regluleg starfsemi
þar raskast ekki vegna verkfalls-
ins og ekki verður komið í veg
fyrir að veðurfréttir verði lesnar
í útvarpi.
Magnús Geirsson formaður
Rafíðnaðarsambandsins sagði við
Morgunblaðið í gærkvöldi að
samningagerðin væri talsvert
flókin og tímafrek. Sambandið
væri að semja í fyrsta skipti fyrir
þessa félagsmenn sína, en þeir
gengu úr starfsmannafélögum
opinberra starfsmanna í Rafíðn-
aðarsambandið. Rafíðnaðarsam-
bandið væri að reyna að samræma
lq'ör þessara starfsmanna kjörum
starfsmanna hjá öðmm ríkisfyrir-
tækjum á borð við ríkisverksmiðj-
umar og RARIK.
BORGARRÁÐ samþykkti í gær
tillögu launamálanefndar
Reykjavíkurborgar um að vagn-
stjórar hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur og brunaverðir fái
tveggja launaflokka hækkun frá
1. júní. Fulltrúar brunavarða og
vagnstjóra segja að þessi launa-
hækkun sé ekki nægjanleg og
talsmaður brunavarða segir að
hætt sé við að allsherjar flótti
bresti nú á úr brunavarðarstarf-
inu í Reykjavík.
Eftir hækkunina em lágmarks-
laun vagnstjóra í Reykjavík 28.896
krónur en lágmarkslaun bmna-
varða 30.656 krónur fyrir vísitölu-
hækkun 1. júní. Að jafnaði þýðir
þessi tveggja launaflokka hækkun
1.700-2.000 króna hækkun á
gmnnlaun þessara stétta.
Baldur S. Baldursson talsmaður
bmnavarða sagði þá vera hund-
óánægða með þessa hækkun en
þeir höfðu gert kröfu um lágmarks-
laun iðnmenntaðra manna sam-
kvæmt ASÍ-VSÍ-samningunum sem
em nú rúmar 37.000 krónur. Þetta
væri langt frá þeim hugmyndum
sem þeir hefðu gert sér miðað við
þær kröfur sem gerðar em til
bmnavarða í starfi og þeir væm
hreinlega móðgaðir.
„Það er alveg augljóst á þeim
viðbrögðum sem hér hafa verið í
dag að menn em mjög óánægðir,"
sagði Baldur. „Það er hætt við að
það verði allsheijar flótti úr starfínu
nú en það er þegar kominn töluverð-
ur flótti í liðið. Raunar kom eitt
uppsagnarbréf í dag. Þetta er að
verða hættuástand fyrir borgarana
og það væri vítavert ef Bmnamála-
stofnun fer ekki að skipta sér af
þessu rnáli," sagði Baldur S. Bald-
ursson.
Hannes H. Garðarsson 1. trúnað-
armaður vagnstjóra SVR sagði að
þessi hækkun leysti ekki þann
vanda sem við væri að fást þar.
Krafan hefði .verið um að byijunar-
laun vagnstjóra væm ekki undir
30 þúsund krónum svipað og vagn-
stjórar í Kópavogi hafa.
„Þetta leysir ekki vanda fyrir-
tækisins því það tekst ekki að
manna flotann í sumar," sagði
Hannes. „Síðan er ljóst að menn
eiga eftir að hætta í framhaldi af
þessu. Það stríð sem verið hefur
hjá okkur hefur síðan ekki eingöngu
verið vegna gmnnlaunanna heldur
ýmislegs annars sem tengist raunar
kjömnum og þau mál em ekki að
fullu afgreidd ennþá," sagði Hannes
H. Garðarsson.
Yfirtekur
Víkingur
rekstur
leikskóla?
Knattspymufélagið Víkingur
hefur óskað eftir formlegum við-
ræðum við borgaryfirvöld um
möguleika á að taka yfír rekstur
á leikskólum og gæsluvöUum á
starfssvæði félagsins. Erindinu
var vísað tíl stjómar dagvistar
bama.
í bréfí knattspymufélagsins segir
að ný og markviss stefna borgar-
yfírvalda gagnvart íþróttahreyfíng-
unni sé farin að skila sér. Þar með
sé hreyfíngunni gert kleift að end-
urskipuleggja starf sitt og leggja
nýjan grundvöll að almennri félags-
starfsemi.
Reykjavík:
Húsin tíu í könnun
félagsmálaráðherra
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Davíð Oddssyni borgarstjóra
nær könnun á burðarþoli bygg-
inga er gerð var á vegum
félagsmálaráðuneytis til eftir-
talinna tíu húsa. Rétt er að taka
fram að burðarþol húsa A og
B hefur ekki verið kannað þar
sem teikningar lágu ekki fyrir
hjá embætti byggingarfulltrúa.
Hús Samþ. í bygg- ingamefnd Lýsing áteikningum Mat á burðarþoli
A Eldshöfði 18 B Eldshöfði 16 14.03.85 br. 30.04.87 14.02.85 Vantar að miklum hluta Engar Ekki athugað Ekki athugað
C Skipholt 50c D Foldaskóli 23.08.84 30.08.84 Vel gerðar Vel gerðar Ekki fullnægjandi Fullnægjandi en festing- ar útveggjaeininga skemmast við staðalálag Gögn vantar Áfátt Áfátt Áfátt Áfátt Áfátt
E Suðurlandsbr. 24 F Réttarháls 2 G Eldshöfði 14 H Bfldshöfði 16 I Bíldshöfði 18 J Suðurlandsbr. 22 28.07.83 30.04.81 30.10.84 13.05.82 24.06.82 1 ■§ |
Morgunblaðið/Júlíus
Sendibifreiðin gjöreyðilagðist í árekstrinum við Elliðaárnar í gær, en ökumaður hennar slapp
ómeiddur.
Sendibifreið
vafðist um staur
MJÖG harður árekstur varð á
mótum Sævarhöfða og Bílds-
höfða um kl. 16 í gær og þykir
mikil mildi að enginn slasaðist.
Áreksturinn varð með þeim
hætti að sendibifreið var ekið
norður Sævarhöfða. Fólksbifreið
var ekið niður Bfldshöfða, í vestur-
átt, og skall hún á hlið sendibif-
reiðarinnar. Höggið var mjög
mikið og kastaðist sendibifreiðin
jrfír veginn og stöðvaðist á staur.
Þykir það lán í óláni, því ella hefði
bifreiðin farið í Elliðaárnar. Bif-
reiðin er ónýt, en ökumaðurinn
skreið út úr flakinu heill á húfí.
Fólksbifreiðin er einnig mikið
skemmd, en ökumaðurinn slapp
ómeiddur. Lögreglumaður, sem
fór á vettvang, sagði að hann
hefði verið þess fullviss að stór-
slys hefði orðið, þegar hann sá
bifreiðartiar tvær, og ótrúlegt
væri að ekki skyldi hafa farið verr.
Reykjavíkurborg:
Vagnstjorar og bruna-
verðir hækkaum 2 flokka
Skýrsla um burðarþol húsa:
Byggingarfulltrúi skilar grein-
argerð til byggingarnefndar
„ÞAÐ ER engin spurning um að burðarþol húsa er mál sem við
verðum að taka á,“ sagði Hilmar Guðlaugsson formaður byggingar-
nefndar Reylqavíkur, en embætti byggingarfulltrúa heyrir undir
byggingarnefnd.
„Ég hef óskað eftir skriflegri
greinargerð frá byggingarfulltrúa,
sem verður lögð fyrir næsta fund
í byggingamefnd," sagði Hilmar.
Hann benti á að borgarráð er búið
að samþykkja nýjar reglur varðandi
hönnun húsa sem fela í sér strang-
ara og betra eftirlit hvað teikningar
varðar. „Burðarþolsteikningar
koma aldrei fyrir byggingamefnd,"
sagði Hilmar. „Það eru einungis
byggi ngamefndarteikningar sem
koma fyrir nefíidina, það er útlit
og fyrirkomulag húsa sem við at-
hugum og að byggingamar séu í
samræmi við hverfaskipulag auk
annarra reglna sem við vinnum eft-
ir. Burðarþolsteikningar og útreikn-
ingar em lagðir beint fyrir embætti
byggingarfulltrúa sem fer yfír þær
og stimplar en með þessum nýju
reglum þarf uppáskrift verkfræð-
inga á teikningar af öllum eininga-
húsum, opinberum byggingum,
skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og
íbúðarhúsum, sem em hærri en fjór-
ar hæðir, áður en þær em lagðar
fyrir byggingamefnd."