Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 5

Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 5 Suðureyri: Trillukarlar selja Dönum þorskinn sinn LjósmyndA^estfirzka fréttablaðið Stálgrindarhús Köguráss er að verða tilbúið. OBBINN af trillukörlum á Suð- ureyri við Súgandafjörð, 14 samtals, hafa nú stofnað fyrir- tækið Kögurás. Það mun safna saman fiski félagsmanna og ganga frá honum til útflutnings i gáma vikulega í sumar. Fiskur- inn, eingöngu þorskur, er seldur hlutafélaginu IceDan á föstu verði, sem er nokkru hærra en verð er almennt innanlands. Júlíus Einarsson, einn starfs- manna Köguráss, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væru fé- lagsmenn að byggja stálgrindarhús, samtals um 500 fermetra á tveimur hæðum. í því yrði meðal annars kæligeymsia og í hana yrði fiski félagsmanna safnað saman yfir vik- una. Síðan yrði gengið frá honum í gáma, sem færu utan vikulega. Væntanlega yrði hægt að helja móttökuna í fyrstu viku næsta mánaðar. „Húsið kostar okkur fjórar til fimm milljónir króna. Þetta er dýr aðstaða, en nauðsynleg fyrir trillu- karla, ætli þeir að standa í útflutn- ingi á ferskum fiski í gámum í einhveijum mæli. Þess vegna er okkur hagur af þvi, að hafa samið við IceDan um fast verð á fískinum yfir sumartímann, þegar útflutn- ingur á gámafiski er ótryggur. Við höfum samið fyrir ákveðinn fjölda mánaða í sumar og semjist um verð á næsta ári, fer fiskurinn sömu leið aftur. Við gefum verðið ekki upp, en það er nokkru hærra en almennt gengur og gerist hér innanlands. Við þurfum heldur ekki að gera annað, en hafa fiskinn tilbúinn til útflutnings í gámum ákveðinn dag í viku hverri," sagði Júlíus. Bygging hússins er fjármögnuð af heimamönnum og er enginn af hluthöfum Köguráss hluthafi í IceDan. IceDan var stofnað á síðasta ári og er í eigu íslendinga og Dana. Fyrst í stað mun það flytja fískinn út á markað, en hygg- ur síðar á fiskvinnslu. Fyrirlestur Kurt Schier KURT Schier, prófessor við há- skólann í MUnchen, flytur fyrirlest- ur f Odda á mánudaginn kl. 17:15. Schier, sem er prófessor í norr- ænni málfræði, bókmenntum og germanskri menningarsögu, nefnir lestur sinn „Textar, myndir, fom- minjar.“ Hann ætlar að sýna með dæmum, að fomnorrænar bókmennt- ir svo sem hetjusögur og Ekidukvæði vom líka til í Svíþjóð, ekki sem bók- menntir heldur myndir, svo sem hellaristur. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna bókmenntimar vom skráðar hér á landi en tjáðar í mynd- um í Svíþjóð. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og síðar gefinn út á þýsku. Öllum er heimill aðgangur. á mottum, dreglum, dúkum og teppum Nýkomið gott úrval af portúgölskum bómullar- mottum í fjölmörgum litum, mynstrum og stærðum. Ákjósanlegar á íbúðina og sumar- bústaðinn. Mikið úrval af mottum og dreglum í öllum stærðum með sígildum mynstrum (oriental). Stærðir frá 60 x 120 upp í 250 x 350 cm. Mottur með tískumynstri. Stærð 140 x 200 cm. Nýleg mynstur frá Danmörku og Belgíu í ullar- og gerviefnum. ©Style Line gólfteppi frá EGE í Danmörku. Nýir ferskir sumarlitir og mynstur í gólfteppum, sem henta vel á stofuna, skrifstofuna og vinnuher- bergið. 5 ára slitþolsábyrgð. ©Marida berber gólfteppi. Efnismikil ullar- blanda; sígilt berber teppi. Fjölbreytt úrval annarra teppa á sumartilboði. Vestur-þýskir gólfdúkar í fjölbreyttu úrvali. Tískulitir og mynstur. Líttu um leið á nýja dúkaúrvalið frá Tarkett. sumarbústaðinn. Einnig gott að nota gervigras undir útigrillið. Þolir vel bleytu. Breidd 200 cn OKEYPIS HANDBOK FYRIR TEPPAKAUPENDUR °< Teppalanda Dúkaland Grensásvegi 13, Reykjavík, ET 83577 VjS/VSQ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.