Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistarmaður: ÉG TRÚIEKKI Á ÖRLÖG GUÐRÚN Svava Svavarsdóttir opnaði um síðustu helgi einka- sýningu í FÍM —salnum við Garðastræti 6 í Reykjavík. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14 og stendur til 8. júní. Er þetta fjórða einkasýn- ing Guðrúnar Svövu og nefnist „Land og fólk.“ Fyrsta sýning hennar var í Gallerí Súm árið 1977, önnur sýning á Kjarvals- stöðum árið 1981 og á Akur- eyri hélt hún sýningu árð 1985. Á sýningunni í FIM—salnum eru einvörðungu teikningar, 26 stak- ar og ein þrístæða. „Ég hef alltaf haft teikningar með, nema þegar ég sýndi á Akureyri," segir Guð- rún Svava. „Þá var ég með vatnslitamyndir og málverk." Nú kallar þú sýninguna „Land og fólk,“ en landið og fólkið er ekki aðskilið hjá þér „Ætli það sé ekki vegna ein- hverrar óskhyggju. Kannski er þetta upprunaleit. Ég hef unnið mikið með landslag og fólk í lang- an tíma, en í sitthvoru lagi, þar til núna. Ég hef líka verið að hugsa um þetta gagnsæi í mynd- unum, sem kom fram strax á fyrstu sýningu minni. Þar var ég með mynd af systur minni sem er ballettdansari. Hún kom svífandi niður af himnum og var algerlega gagnsæ, mest efst, en gagnsæið minnkaði eftir því sem neðar dróg og var vart hægt að greina það næst jörðu. Síðan hef ég ekkert fengist við þetta fyrr en núna. Alveg frá því ég var bam hef- ur sú tilhugsun heillað mig að maðurinn geti flogið. Það er auð- velt að gera þetta á mynd, en ekki í raunveruleikanum. Ég fæ þessa tilfínningu þegar ég sé mjög fallegan ballett þar sem dansaramir geta svifið. Það er þó ekki gagnsæið sem er í þess- um myndum. Fólkið er ekki svífandi, heldur rennur það meira saman við landið. Landið hefur jafn mikið vægi og manneskjan. Það er eiginlega ekki hægt að segja hvort þetta eru myndir af manneskjum eða landslagi. Væg- ið er jafnt og svona þyrfti það að vera í veruleikanum. Enda hefur öruggiega verið til þess ætlast í upphafi. í myndunum er enginn hlutur sem er búinn til af manna hönd- um. Ég ætlaði að setja einn hlut inn í þrístæðuna, en hann átti ekki heima þar, svo ég hætti við það. Flestar myndirnar eru af kon- um. Er það spurning um hinn svokallaða reynsluheim? „Já, konan er algengt við- fangsefni hjá mér. En það er ekkert skrýtið, heimurinn er full- ur af konum og þær hafa verið meginviðfangsefni myndlistar- manna í gegnum tímann. Konan er bara svo falleg. Hún hefur form og lögun^ sem er heillandi að vinna með. Ég hef mikið unn- ið með mannslíkamann. Fyrir mér eru þessar myndir misjafnar að því leyti að sumar eru yfir- borðsblíðar en aðrar ætlaðar til túlkunar. Ég get ekki neitað því, að í sumum myndanna er ég að reyna að ná fram depurð, ör- væntingu eða einhverju í þeim dúr. Þá nota ég formið, mann- eskjuna, og byggi stemmingu í kring með landslagi og veðri. Þessar myndir eru frá misjöfn- um tíma. Það má segja að elstu myndimar séu stilltari, blíðari, en í þeim nýrri er meiri ókyrrð. í eldri myndunum er meiri ná- kvæmni í vinnubrögðum. En mig langaði til að losa mig út úr þessu kyrra ástandi og lýsa meira áhrif- um og skapferli." Þrístæðan hefur ekki gagn- sæið sem þú varst að tala um og er mjög ólík hinum mynd- unum á sýningunni. Er hún ný? „Já, þetta er nýjasta myndin mín og heitir „Valkostir." Ég byijaði á henni fyrir nokkuð löngu, en lauk henni rétt áður en ég opnaði þessa sýningu. Hún hefur mjög mismunandi áhrif á fólk. Sumum finnst hún fyndin, öðrum fínnst hún grimm. En hún er um það val sem fólk hefur í lífínu. Sjáðu til, fyrir mér hefur fólk val. Það fær þetta líf sem (Morgunblaðið/ÓI.K.M.) Guðrún Svava við verk sitt „Af moldu........“ Litblýantur, olía og tússpensill frá 1986 það lifír og getur farið með það nákvæmlega eins-og það vill. Það er alltaf um tvennt að velj, það er lágmark. Það er alveg sama hvaða smá- ræði er í lífínu, maður á alltaf val, meir að segja þegar manni fínnst maður algerlega settur út í hom. Manneskjan ræður alltaf hvað hún gerir við líf sitt og hvaða veg hún gengur. Ég trúi ekki að til séu önnur örlög en þau að okkur er gefíð þetta líf. Ef maður verður fyrir slysi eða deyr, er það tilviljun. Það sem við köllum. örlög er oft afleiðing af því sem fólk býr sér til. Bílslys eru afleiðing af því að til eru bílar og bílar eru eitthvað sem mennimir hafa búið til. Menn geta líka tapað lífínu vegna þess lífsmynsturs sem þeir temja sér. Þeir geta farið illa með líkamann og sálartötrið í sér. Þeir hafa meðal annars valið að hætta því ekki og það er ekk- ert leyndardómsfullt við það val.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Full búð af fötum ....töskum ....og skóm JOSS^V Laugavegi 101, ^v' JOSSv\ Laugavegi 101, ^ljSV JOSS\V Laugavegi 101, sími 17419. sími 17419. sími 17419.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.