Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
23
Ijóam./Hans Vollertsen
Úr Árbæjarsafni: f.v.: Smiðshús, Þingholtsstræti 9, Reykhólar, Dillonshús, Lindargata 43A.
svolítið þorp með flestu því sem þar
á heima — eiginlega má líkja staðn-
um við lítinn heim sem lýtur sínum
eigin lögmálum.
Mér fínnst borgarjrfírvöld gera
vel við safnið og sé ekki ástæðu til
að kvarta. Þetta fjárhagsár höfum
við t.d. 4 milljónir til viðhalds og
endursmíði húsa og fleiri liði mætti
upp telja.
Við sem hér vinnum fínnum fyr-
ir því að fólki þykir vænt um þetta
safn. Sumir sem hafa komið hingað
fyrir mörgum árum koma aftur með
böm og bamaböm. Við stefnum
líka að því að gera safnið hér og
umhverfið eins lifandi og hægt er
— hafa starfsemina fjölbreytta svo
staðurinn geti orðið sjálfsagður
áfangastaður í útivistarlífí fjöl-
skyldunnar.
Ég legg líka áherslu á mikilvægi
kennslu fyrir skólaböm hér. Það
er gott að leggja snemma gmnd-
völlinn að kynnum bama við fortíð
sína því þannig em tryggðir vinir
og stuðningsmenn safnsins í fram-
tiðinni - og starfsemin hér nær
aldrei tilgangi sínum nema þeir sem
eiga það — borgarbúar — veiti því
brautargengi."
Grímsey-
ingar kom-
ast í sam-
band við
lottóið
40 milljónir kr. greiddar
eignaraðilum lottósins
GRÍMSEYINGAR geta tekið þátt
í lottóinu eins og allir aðrír lands-
menn eftir mánuð eða svo ef allt
fer samkvæmt áætlun. Þórður
Þorkelsson, stjómarformaður
íslenskrar getspár, segir að for-
ráðamenn lottósins og fyrirtæk-
isins sem leigir þeim kassana
hefðu áhuga á að koma upp kassa
í Grímsey, til að spanna allt
landið, og hefðu þessir aðilar
ákveðið að kosta það sameigin-
lega að koma kassanum þar upp.
í kringum húsin. En nú er verið að
vinna að heildarskipulagi fyrir allt
svæðið á vegum borgarskipulags —
bæði að því er varðar staðsetningu
húsa og götu og útilýsingar.
Ragnheiður Þórarinsdóttir var
spurð hvað fleira væri helst á döf-
inni varðandi sumarstarfíð en safnið
verður opnað 31. maí næstkomandi.
„Þá má geta þess að í Eimreiðar-
skemmunni verður í sumar sýning
um slökkviliðið í Reykjavík. Þar
hefur verið komið fýrir gömlum
glæsibifreiðum úr eigu borgarinnar
sem eru hreint augnayndi og ýms-
um tækum sem tengjast starfí
slökkviliðsins. Þar er einnig sýning
um gatna- og hafnargerð. I ráði
er að opna smiðjuna andspænis
gamla Árbænum svo fólk geti séð
þar inn. Þá er í ráði að girða í kring-
um einhver húsanna og koma upp
húsagörðum eins og tíðkuðust áð-
ur. Haldið verður áfram viðgerð á
skipinu „Aðalbjörgu" RE5 sem var
gefín safninu í fyrra og víkingaskip-
ið, þjóðargjöf Norðmanna tillslend-
inga á 11 hundruð ára afmælinu,
er komið í hús og viðgerð á því er
hafin. Þegar henni er lokið verður
það sett út og viðgerð hefst á göml-
um nótabát en þeir tilheyra nú
liðinni tíð.
Ætlunin er að fara að huga að
viðgerð á Suðurgötu 7 sem sett var
hér niður til bráðabirgða og við
verðum að búa okkur undir að taka
á móti Lækjargötu 4. Uppgröftur-
inn í Viðey fer einnig fram á vegum
safnsins en starfsmaður héðan,
Mjöll Snæsdóttir, hefur stjóm þess
verks með höndum. Loks má geta
þess að árbók safnsins sem gefín
verður út í tilefni 30 ára afmælisins
er í vinnslu og kemur út í sumar,
en starfsmenn safnsins skrifa þar
hver um sinn þátt.
Kirkjan verður leigð út að venju
og gefnar hafa verið út reglur varð-
andi leiguna til hagræðingar fyrir
alla aðila og þá er einnig í bígerð
að setja upp vandaða vegvísa á
safnsvæðið til að auðvelda gestum
yfirferð.
Þá má geta þess að þótt við séum
mest í gamla tímanum höfum við
tekið í okkar þjónustu nýtísku tækni
og höfum tölvuvæðst og gerir það
alla skráningu safnmuna miklu auð-
veldari.
Á efri hæðinni í Laugavegi 62
hefur verið innréttað fundaherbergi
og kennslustofa fyrir skólabama-
hópana. Þar er líka aðstaða til
myndbandasýninga og ráðgert er
að sýna Reykjavíkurmynd Lofts
Guðmundssonar þar í sumar. Og
þar geta félög fengið leigða fundar-
aðstöðu á kvöldin.
Áhugi fyrir safninu er alltaf að
aukast," segir Ragnheiður. „Á því
er enginn vafí. Menn eru famir að
gera sér betur grein fyrir því að
Arbæjarsafn er meira en safn húsa.
Hér em geymdir merkir gripir úr
sögu Reykjavíkur og sumir hvergi
annars staðar til. Hér er að skapast
Úr Smiðshúsi. .
LjÓ8m./Hans Vollertaen
Ljósm./Hans Vollertsen
Nýlenda, Smiðshús og Hábær.
Ljósm./Hans Vollertsen
Gamall stigabíll úr eigu slökkviliðsins í Reykjavik.
Ljósm./Hans Vollertsen
Ford 1923 í eigu Þjóðminjasafnsins. „Bríet“ í baksýn.
Eigandi lottókassanna, Gteck
corporation í Bandaríkjunum, legg-
ur til lottókassann sem Grímseying-
ar fá, en hann kostar 350 þúsund
krónur, en íslensk getspá kostar
símalínuna. Stefnt er að því að
kassinn verður settur upp um mán-
aðarmótin júní-júlí að viðstöddum
fulltrúum frá bandaríska fyrirtæk-
inu. Þessar vikumar er verið að
fjölga lottókössum, en viðbótar-
kassamir eru einkum settir upp á
helstu sumdardvalarstöðum lands-
ins.
Stjóm íslenskrar getspár ákvað
í vikunni að greiða eignaraðilum
sínum 40 milljónir kr. af hagnaði
lottósins. Með þessu hefur íslensk
getspá greitt 115 milljónir til eig-
endanna, sem er 34% af heildarsöl-
unni. íþróttasamband íslands hefur
fengið 53,7 milljónir af hagnaðin-
um, Öryrkjabandalag íslands 46
milljónir og Ungmennafélag íslands
15,3 milljónir kr. 40% af veltunni
fer í vinninga. Þórður sagði að
reikningsári Islenskrar getspár lyki
1. júní og eftir uppgjör þá yrði Ijóst
hver rekstrarkostnaður og raun-
verulegur hagnaður eigendanna
yrði.
Krístín Ómarsdóttir
Ljóðabók
eftii’ Kristínu
Ómarsdóttur
ÚT ER komin ljóðabókin „í hús-
inu okkar er þoka . . .“ eftir
Krístínu Ómarsdóttur.
Bókin inniheldur ljóð, ljóðabálka
og ljóðaleik. Bókin er 100 síður og
myndskreytt af Lars Emil Ámasyni
sem einnig hannaði kápu.
Þetta er fyrsta bók höfundar en
áður hafa birst ljóð eftir Kristínu í
blöðum og tímaritum auk þess sem
Þjóðleikhúsið frumsýndi einþáttung
hennar „Draumur á hvolfí" á litla
sviðinu sl. vetur.
Bókin er til sölu í Bókabúð Máls
og menningar og hjá höfundi en
það er höfundur sem gefur bókina
út.