Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Lánasjóður íslenskra námsmanna: Miima tillit tekið til tekna námsmanna „Við lentum í vandræðum vegna mannfæðar, ef ekki kæmi til þessi sumaráætlun." Gunnar Guðjónsson eftirlitsmaður, Hörður Gislason skrifstofustjóri og Sveinn Björnsson forstjóri S.V.R. Strætisvagnar Reykjavíkur: Ný sumaráætl- un tekur gildi TÍMABILIÐ 1. júní til 28. ágúst í sumar munu vagnar Strætis- vagna Reykjavíkur aka eftir sérstakri sumaráætlun. Hún er í þvi fólgin, að á leiðum 02 til 12, að báðum meðtöldum, verður ferðatíðni frá frá kl. 07 - 19 20 mín., mánudaga til föstudaga. Akstur kvöld og helgar verður óbreyttur nema á leið tvö. Ekki hefur áður verið í gildi sum- aráætlun hjá S.V.R., en samkvæmt upplýsingum. fyrirtækisins eru ástæðumar m.a. þessar í fyrsta lagi sé þetta gert til þess að ná betra jafnvægi milli framboðs og eftirspumar, þar eð farþegar með vögnunum em tals- vert færri yfir sumarmánuðina en aðra mánuði, eða sem samsvarar 1/6. Einnig sé á það að líta, að fargjaldatekjur séu í lágmarki á þessum árstíma, jaftiframt því sem allur tilkostnaður er í hámarki vegna sumarafleysinga vagnstjóra. I öðm lagi er bent á það af hálfu S.V.R., mjög erfitt sé að manna stöður um þessar mundir og muni sumaráætlunin létta þetta álag. í þriðja lagi muni reynast auð- veldara að mæta sérstökum álag- stoppum á annatímum en ella, með auknum sveigjanleika varðandi vagnakost og mannskap. Að endingu er það nefnt, að stuðst verði við reynslu af sumará- ætluninni og til hennar gripið, ef til þess kemur að meiri háttar tmf- lanir verði vegna ófærðar að vetri til. Jafnframt taka gildi 1. júni eftir- farandi breytingar varðandi ein- stakar leiðir: Leið 2: Á kvöldin og um helgar verður aðaltímajöfnun leiðarinnar í Hafiiarstræti (stæði leiðar 16) og er vögnunum flýtt um 16 mín. frá Öldugranda. Leið 8 og 9: Ferðatíðni verður hér 20 mín. í stað 30 mín. áður. Vagn- amir aka um Lönguhlíð, þ.a. Stakkahlíð fellur út. Leið 10: Endastöð þessarar leiðar í Selási verður einungis við Þingás. Leið 15 A: Vagninn ekur nú í hverri ferð að Hesthömmm á leið að Lækjartorgi. Brottför er flýtt um 2 mín. frá Lækjartorgi og Reykjafold. Leið 15 B: Vagninn ekur um Borg- armýri á leið í Grafarvog árdegis, en síðdegis á leið frá Grafarvogi. Vagninn ekur að Hesthömmm í hverri ferð á leið að Reykjarfold. Leið 13 og 100: Þessar leiði hafa skiptst á stæðum á Lækjartorgi, þannig að leið 13 fær stæði á Kal- kofnsvegi (á sama stað og leið 14), en leið 100 við torgið. S.V.R. hafa nýlega gefið út nýja leiðabók, sem fæst á helstu skipti- stöðvum. Upplýsingar um ferðir er einnig unnt að fá í símum 82533 og 12700. Sumaropnunartími Borgarbókasafns FRÁ 1. júní til 31. ágúst verða breytingar á opnunartímum Borgarbókasafns. Aðalsafnið í Þingholtsstræti, Bústaðasafn, Sólheimasafn og Borgarbókasafn í Gerðubergi verða opin allt sumarið, en samkvæmt venju skerðist starfsemi Hofsvalla- safns og bókabflanna, og lestrarsal í Þingholtsstræti 27 er lokað. Aðalsafnið og stóm útibúin verða í sumar opin kl. 9.00-21.00 á mánu- dögum, þriðjudögum og fímmtu- dögum, en kl. 9.00-19.00 á miðvikudögum og föstudögum og á laugardögum er lokað. Hofsvallasafn verður lokað frá 1. júlí til 17. ágúst og bókabflamir verða ekki í ferðum frá 6. júlí til 17. ágúst. Skólagarðar Reykja- víkur hefja starfsemi SAMKVÆMT nýjum úthlutunar- reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem menntamála- ráðherra hefur samþykkt, koma tekjur námsmanns umfram framfærslukostnað að helmingi til frádráttar, í stað 65% áður. Samkvæmt spá stjórnar mun lán- þegum LÍN fækka á þessu námsári, í fyrsta sinn í mörg ár. Stjóm Lánasjóðsins kynnti á mið- vikudaginn nýjar úthlutunarreglur, sem gilda munu fyrir námsárið 1987 - 88. Helstu breytingar em þessar: Tekjur námsmanns, sem hann aflar sér umfram framfærslu í leyfí koma 50% til frádráttar. Grundvöll- urinn, sem framfærslan miðar við hefur hins vegar ekki verið leiðrétt- ur, en hann var skertur um 15 - 20% í janúar í fyrra. Grunnfram- færslan miðað við einn mánuð er nú 24. 390 kr. Framfærsla námsmanns í for- eldrahúsum hækkar úr 60% í 70% af gninnframfærslu. Er nú 17. 073 kr. á mánuði í stað 14. 634 kr. Framfærsla einstæðs foreldris hækkar um 50% fyrir hvert bam samkvæmt þessum reglu, en sam- kvæmt eldri reglum hækkaði hún um 50% vegna fyrsta bams, 30% vegna annars og 20% vegna hvers bams umfram tvö. Hins vegar telj- ast nú mæðralaun og meðlags- greiðslur til tekna og koma til frádráttar. Framfærsla námsmanns í hjóna- bandi hækkar um 25% fyrir hvert bam. í fyrri úthlutunarreglum hækkaði framfærsla um 20% vegna fyrsta bams og 15% vegna hvers bams umfram eitt. Maki námsmanns getur haft allt að tvöfaldri framfærslu námsmanns í leiguhúsnæði, án þess að það hafí áhrif á lán til námsmanns. Tekjur maka umfram það koma að fullu til frádráttar á láni námsmanns. Skólagjöld, sem námsmaður greiðir og sannanlegur rannsóknar- kostnaður allt að upphæð styrks hafa ekki áhrif á lán til fram- færslu. Allir styrkir teljast til tekna. Samkvæmt upplýsingum Þor- bjöms Guðjónssonar framkvæmda- stjóra LÍN leiða þessar tillögur sem slíkar ekki til neins spamaðar, og er reyndar fyrirsjáanlegt að sögn hans, að minnkað tillit til tekna leiði til allt að 90 milljóna króna út- gjaldaaukningar. Hitt vegur upp á móti, að talið er að lánþegum LÍN fækki á næsta skólaári. SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur hefja starfsemi sina nú eftir helgina. Skólagarðar eru reknir á sex stöðum í Reykjavík, í Skerjafirði, við Ásenda, í Laug- ardal, við Stekkjarbakka og Jaðarsel i Breiðholti og Ártúns- holti í Árbæ. Innritun hefst mánudaginn 1. júnf kl. 8.00-16.00. Öllum bömum á aldrinum 9-12 ára er heimil þátt- taka og er þátttökugjald kr. 300. í Skólagörðum Reykjavfkur fá böm leiðsögn við rælrtun á græn- meti og plöntum, auk þess að fara f leiki og stuttar gönguferðir í ná- grenni við garðana til náttúruskoð- unar og fræðslu um borgina. Til Rómar og heim fyrir 12.500 krónur FERÐASKRIFSTOFAN Úrval auglýsti um síðustu helgi flugfar til Rómar og heim aftur fyrir 12.500 krónur. Farið verður frá íslandi 25. júlí og komið aftur 19. ágúst og er aðeins um þessa einu ferð að ræða. Knútur Óskarsson framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta verð byggðist á því að gerður var sérstakur samningur við ftaiska ferðaskrifstofu um að leigja flugvél hjá Flugleiðum. Farið verður með farþega frá íslandi til Ítalíu þann 25. júlí. Þar tekur vélin far- þegar á vegum ftölsku ferðaskrif- stofynnar og verður flogið með þá til íslands. Leiguvélin fer sfðan frá íslandi til Rómar með ítölsku farþeganna 19. ágúst og íslensku ferðalangam- ir koma með henni heim. Knútur Óskarsson sagði að hér væri um 150 sæti að ræða og væri þegar búið að selja um 60% þeirra. Ekki sekur um þjófnað í frétt Morgunblaðsins af Hæsta- réttardómi í svokölluðu Lagarfoss- máli var rangt farið með hvað varðaði einn sakbominganna, Kristján Aðalsteinsson. í fréttinni sagði að hann hefði verið dæmdur í undirrétti fyrir þjófnað á sparisjóðsbókum frá borgarfógeta- embættinu. Þetta er ekki rétt, Kristján hlaut sex mánaða dóm f undirrétti fyrir skjalafals og hylmingu en var ekki dæmdur fyrir þjófnað. Biðst Morgunblaðið afsökunar á þessu ranghermi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.