Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 og þaðan er sprottin hugmyndin að Hallveigarstöðum. Einnig báru konumar mjög fyrir brjósti að stofnuð yrði fæðingardeild í Reykjavík og var þetta mál í mörg ár eitt aðaláhugamál bandalags- ins. Þá beittu þær sér fyrir ýmiss konar löggjöf, sem varðar konur og þá sérstaklega kosningarétti. Á fundum sínum ræddu þær mögu- leika á að koma á ellistyrkjum og mæðralaunum og afstöðuna til óskilgetinna bama og að fjölga og bæta þyrfti leikvelli bama, allt mál sem konur láta sér ennþá mjög annt um. Árið 1921 beittu konurnar sér fyrir fjársöfnun til hjápar börnum í Reykjavík. Varð sumardagurinn fyrsti fyrir valinu og miklu fé var safnað. Ári seinna að konur vinni saman að góðum málum, sem horfa til heilla fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. I mínum huga er Bandalag kvenna í Reykjavík fyrst og fremst samnefnari fyrir þau félög kvenna, sem starfa innan vébanda þess, hvort sem það em líknarfélög, kirkjukvenfélög, verkalýðsfélög eða stjórnmálafélög. Um fjórtán þúsund konur starfa í þessum fé- lögum. Fyrir utan hin almennu þjóð- þrifamál, sem samtökin sinna, lít ég svo á að sérstakt verkefni okk- ar sé að standa við hlið kvenna, gæta hagsmuna þeirra og ekki síst að styðja við bakið á konum, sem veljast til forystustarfa. Kon- umar eiga að finna að þær standa Kristín Guðmundsdóttir er formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. í tilefni sjötíu ára afmælis banda- lagins verður opnuð sögusýning í húsnæði þess á HaUveigarstöðum. Viljum styðja við bakið á konum Undirbúningsnefnd að stofnun bandalagsins, sitjandi frá vinstri: Inga Lára Lárusdóttir, Steinunn H. Bjarnason, Ragnhildur Péturs- dóttir. Standandi: Hólmfríður Pétursdóttir, Hólmfríður Ámadóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir. Fjórar af þessum konum gegndu for- mennsku í bandalaginu árið 1917-1943, Steinunn, Inga, Ragnhildur og Hólmfríður Árnadóttir. Bandalag kvenna í Reykjavík á sjötíu ára afmæli sunnudaginn 31. maí næstkomandi. Bandalagið, sem er samband fjölmargra og mjög svo ólíkra félaga kvenna í Reykjavík, hyggst minnast þess- ara tímamóta með ýmsum hætti. Haldin verður veglegur hátíðar- fundur í Gamla bíói laugardaginn 30. maí og hefst hann klukkan tvö. Þar verða flutt ávörp og minnst helstu atriða í sögu sam- takanna. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, mun heiðra bandalagið með nærveru sinni. Fjórir fyrrverandi formenn banda- lagsins verða heiðraðir, það eru þær Guðrún P. Helgdóttir, María Pétursdóttir, Unnur Schram Ágústsdóttir og Geirþrúður Hildur Bemhöft. Listamenn munu koma fram á hátíðarfundinum, þar á meðal fé- lagar úr íslenska dansflokknum, sem munu dansa ballett, sem Ingi- björg Bjömsdóttir, skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, hefur samið í tilefni afmælisins. Geirlaug Þorvaldsdóttir, leikkona, mun flytja ljóð eftir ljóðskáld, sem starfað hafa innan samtakanna. Að hátíðarfundinum loknum verður opnuð sögusýning aðildar- félaganna, á Hallveigarstöðum, en þar hefur Bandalag kvenna í Reykjavík aðsetur sitt. Sýningin hefur verið skipulögð þannig, að hvert félag innan bandalagsins, eru tuttugu og átta að tölu, hefur sérstakan kynning- arbás. Verður sýningin opin í þijá daga eftir hátíðarfundinn. Einnig hefur verið gefið út myndarlegt afmælisblað á þessum tímamótum. Núverandi formaður Bandalags kvenna í Reykjavík er Kristín Guðmundsdóttir. Við ræddum við Kristínu á dögunum um hlutverk bandalagsins í nútímaþjóðfélagi og hugmyndagrundvöll þess. „Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað fyrir sjötíu árum vegna nauðsynjar á því að konur ynnu saman að ákveðnum málefnum. í lögum félagsins segir að ætlunar- verk bandalagsins séu að efla samúð og samvinnu milli félag- Hinn 30. maí næstkom- andi eru liðin sjötíu ár frá stofnun Bandalags kvenna í Reykjavík, sem er stærsta svæða- sambandið innan Kvenf élagasambands íslands. Af því tilefni verður efnt til marg- háttaðra hátíðarhalda, sem hefjast nú um helg- ina. anna, að styrkja sérhvert gott málefni bæjarins og þjóðfélagsins, eftir því sem kraftar þess leyfa, einkum þau er snerta þroska kvenna og uppeldi barna og styðja að stofnun slíkra sambanda víðsvegar um landið og myndun allshetjarsambands þeirra á milli. Fyrsti formaður félagsins var Steinunn H. Bjamason. Hún var einnig meðal stofnenda Slysa- vamadeildar Reykjavíkur og starfaði mikið í Lestrarfélagi kvenna, var lengi í ritnefnd mán- aðarrita þess og ritaði þar greinar um ýmis málefni. Eitt fyrsta mál Bandalags kvenna í Reykjavík tengdist fram- boðsmálum til bæjarstjómar. Töldu stjórnarkonur sjálfsagt að bandalagið tæki þátt í kosnin- gaundirbúningi með því að leita samvinnu við karlmenn utan stjórnmálaflokka um sérstakan lista, sem skipaður yrði bæði kon- um og körlum. Einnig var á þessum fyrstu fundum fjallað um samvinnu milli norðlenskra og sunnlenskra kvenna um útgáfu- mál, þannig að segja má að stefnumörkun bandalagsins hafi verið lögð þegar á fyrstu fundun- um.“ Á fyrstu ámm bandalagsins beittu konur sér fyrir ýmsum góð- um verkum eins og að aðstoða fjölskyldur sem bjuggu við bágan fjárhag. Eftir því sem Reykjavík stækkaði varð svo meiri þörf til að sérhæfa hina ýmsu starfsemi kvenna og var þá stofnuð Mæðra- styrksnefnd, sem_ hefur unnið þetta starf síðan. Á þessum árum kom upp hugmynd að samkomu- húsi fyrir kvenfélögin í Reykjavík var Bamavinafélagið Sumargjöf stofnað og rann það fé, sem safn- ast hafði, til Sumargjafar. Má því segja að Sumargjöf sé skilgetið afkvæmi bandalagsins. Þær tóku þátt í alþjóðastarfi kvenna og árið 1920 stofnuðu þær til samskota, sem runnu til nauðstaddra barna í ófriðarlöndum. Þær létu sér mjög annt um velferð heimilanna og ítrekuðu hvað eftir annað áskoran- ir til stjórnvalda um að konur ættu sæti í öllum opinberum nefndum, sem fjölluðu um heimil- in, menningar- og skólamál og verslunarmál, þar á meðal inn- flutningshöft, sem heimilm voru mjög háð á þessum tíma. Á síðari árum hefur Bandalagið gengist fyrir námskeiðum ýmiss konar, einnig fyrirlestrum og haldið opin- bera fundi, sem vakið hafa áhuga kvenna í Reykjavík." — Hefur ekki hlutverk Banda- lagsins breyst með árunum? „Þjóðfélagið hefur tekið stakka- skiptum á þeim tíma, sem liðinn er síðan Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað. Grunn- tónninn er þó ennþá hinn sami, ekki einar heldur eigi sér bakhjarl í öðrum konum, sem fylgjast með þeim og eru stoltar, þegar þær standa sig vel sem einstaklingar og í trúnaðarstöðum, á heimilun- um eða í atvinnulífínu.“ — Vinna ekki mörg félög innan ykkar vébanda störf sem sam- félagið ætti annars að inna af hendi? „Jú, það er rétt, að öll þau verk- efni, sem félög innan bandalagsins vinna að eru í eðli sínu samfélags- leg. En reynslan er sú, að einstakl- ingar og samtök þeirra eru oft á tíðum fljótari að bregðast við í mannúðar- og félagsmálum, en hið opinbera, sem er svifaseinna. Þetta vita starfsmenn og áhrifa- menn í stofnunum í heilsugæsl- unni, svo ég nefni dæmi. Undanfarin ár hafa mörg félag- anna innan Bandalagsins gefið mikið til sjúkrahúsa, til dæmis til kvennadeildar Landspítalans og Barnaspítala Hringsins, að ótöld- um gjöfum til kirkjubygginga. Stærsta verkefnið, sem nú er á döfinni, er að safna fyrir tölvu- sneiðmyndatæki handa röntgen- Núverandi stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík: Ragnheiður Viggósdóttir, Gunnlaug Emilsdóttir, Stclla Guðnadóttir, Ingibjörg Magnús- dóttir, Helga Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sigríður Asgeirsdóttir og Erla Kristjánsdóttir. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.