Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 deild Borgarspítalans, sem kostar um þrjátíu milljónir króna.“ — Flest ykkar störf vinnið þið í kyrrþey, er það rétta leiðin að þínu mati? „“Já, það er rétt að við leggjum áherslu á að mikla okkur ekki af verkum okkar eða auglýsa þau. Ég tel þó að það séu að verða úrelt viðhorf að kynna ekki þá góðu vinnu, sem félög og samtök kvenna standa að.“ — Hyggist þið beita ykkur á nýjum vettvangi í framtíðinni? „Við lifum á upplýsingaöld og ég er þeirrar skoðunar, að banda- lagið verði að færa sig inn á nýjar brautir með hag kvenna framtí- ðarinnar að leiðarljósi. í því skyni fínnst mér að Bandalag kvenna í Reykjavík ætti að beita sér fyrir því að setja á stofn eins konar fræðslumiðstöð fyrir konur, hvort sem þær starfa úti í atvinnulífínu, vilja fara út á vinnumarkaðinn eða vilja helga sig félagsmálum. Marg- ar konur finna sig vanbúnar til að takast á við ýmis verkefni á þessum sviðum og eiga rétt á að geta leitað sér leibeininga." — Innan Bandalags kvenna í Reykjavík starfa konur með mis- munandi stjómmálaskoðanir, hvemig gengur þeim að vinna saman? „Ef ég ætti að nefna aðeins eitt, sem mér finnst merkilegt í starfi Bandalags kvenna í Reykjavík þá er það hve vel konumar vinna saman þrátt fyrir mjög ólíkar skoðanir á þjóðmálum. Þann tíma, sem ég hef gegnt formennsku í bandalaginu, sem er reyndar ekki langur, man ég ekki eftir því að skorist hafí í odda. Við setjum okkur ákveðin markmið og beij- umst síðan sameinaðar og af hörku að því að ná þeirn." — Hver er skoðun þín á stöðu konunnar nú? „Hún hefur breyst mikið til batnaðar. Margt mætti þó betur fara. Fyrst og síðast þarf að breyta hugsunarhætti varðandi afstöðu til kynjanna og ala bömin upp við jafnrétti á heimilunum, því þar mótast viðhorf þeirra. Þá er afar brýnt, að hægt verði að lifa af lágmarkslaunum og koma á raun- hæfu launajafnrétti kynjanna. Þörf er á því að konur sæki inn á sem flest svið atvinnulífsins, en einblíni ekki á hefðbundin kvenna- störf. Atvinnurekendur þyrftu líka að breyta viðhorfum sínum og gefa konum í auknum mæli tæki- færi á svokölluðum karlastörfum. — Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík skoraði nýlega á alla landsmenn að standa vörð um hagsmuni heimilanna og hag húsmóðurinnar. Berið þið ugg í bijósti varðandi framtíð fjölskyld- unnar? „Eins og kom fram í þeirri ályktun, sem við létum frá okkur fara um þetta mál, þá telur banda- lagið heimilið homstein þjóðfé- lagsins, þar sem fjölskyldan ber jafna ábyrgð. í vestrænum þjóð- félögum bendir ýmislegt til upplausnar fjölskyldunnar, eins og auknir hjónaskilnaðir og vímu- efnavandamál. Það þarf því að hlúa betur að fjölskyldunni og að því þurfa að vinna bæði opinberir aðilar, atvinnurekendur og foreldr- ar. Það væri til dæmis æskilegt að koma á sveigjanlegum vinn- utíma, þar sem það er mögulegt. Einnig þyrfti að gera foreldrum kleift að vera meira heima hjá börnum sínum en nú er. Aherslu verður að leggja á að að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á umönnun og uppeldi bama sinna og samfélagið verður að láta sig uppeldismál varða.“ — Hvaða ósk átt þú til handa Bandalagi kvenna í Reykjavík á sjötíu ára afmælinu? „Ég ber þá von í bijósti að Bandalag kvenna í Reykjavík haldi áfram að vera traustur vettvangur félagsstarfs kvenna í Reykjavík, eins og til var stofnað í upphafí. MIÐ-EVRÓPA Ertu með? Flug, bdl, sumaihús! < 1 ö E * Viltu njóta lífsins við fagurt vatn í friðsælu fjallaþorpi þaðan sem stutt er í stórborgarmenninguna? Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alftaf þurfa að glíma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á seglbretta- námskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar heim kemur eða liggja á vef völdum vatnsbakka, grilla þig í sólinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur“? Ertu sælkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta í mat og drykk? Þá eru Biersdorf í Þýskaiandi, Waichsee eða Zeil am See í Austurríki staðir fyrir þig Þú getur haft bflaleigubfl til umráða og ekið hvert sem þú vilt eða tekið þátt í skipulögðum skoðunar- ferðum með okkar traustu og reyndu fararstjórum. FLUGLEIDIR — fyrir þig _ Vlltu fara þínar eigin leiðir? Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað sér að ferðast eftir fyrirfram gefinni áætlun er það að sjálfsögðu engin spuming hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bfl. Spumingin er bara: Hvar viltu byija? í Lux, Frankfurt, París eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú að bflaleigubflarnir í Lux em þeir ódýmstu í Mið-Evrópu. Leiðsögumappan og Mið-Evrópu bækiingurínn Fiug, bfll og sumarhús em komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrifstofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalarstaðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamla landakortið, ræddu málin við fjölskylduna í ró og næði og hringdu svo í okkur. LUXEMBORG: Elug+híll í 2 viknr frá kr 11 903 á mann. SUPER-APEX verð. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-l 1 ára, og bíl í B-flokki. WALCHSEE: Elug+íbúð á llgerhnf í 2 viknr frá kr 18 2fin* á mann. Flogið til Salzburg. Tímabilið 17. maí til 5. júlí. ZELLAMSEE: Ebig+íbúð í Hagleitner í 2 viknr frá kr 10 Ílfi7* Flogið til Salzburg. Tímabilið 7. júní til 5. júlí. BIERSDORF: Hug+íbúð í 2 yiknr frá kr 15 834* á mann. Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 13. júní til 11. júlí. *MedaltaIsverd á mann midad við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja—11 ára. Nánari uppiýsingar veita söluskrifstofur Flugleida, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upptýsingasími 25 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.