Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1987
33
Flaug óséður frá Helsinki til Moskvu:
V estur-þýskt ungmenni
lendir á Rauða torginu
Moskvu, Reuter.
HERMENN og öryggisverðir í Moskvu yfirheyra nú 19 ára Vest-
ur-Þjóðveija, Mathias Rust, sem flaug frá Helsinki og lenti í
Kreml á fimmtudagskvöld án þess að loftvarnarkerfi Sovétmanna
tækju við sér. Sovéskir fjölmiðlar greindu ekki frá lendingunni
fyrr en sóiarhring síðar og var maðurinn þá sakaður um að hafa
rofið sovéska lofthelgi.
Tass-fréttastofan sagði að Rust
flogið óhindrað frá Helsinki til
Moskvu og komið inn í sovéska
lofhelgi skammt frá bænum
Kokhtla-Yarve í Eistlandi. Sagði
að verið væri að rannsaka málið.
Að sögn sovéskra heimildar-
manna miða yfírheyrslumar að
því að fínna út hvaða leið ungmen-
nið flaug flugvélinni, sem er
fjögurra sæta af Cessna-gerð, og
hvers vegna för hennar var ekki
stöðvuð fyrr en flugmaðurinn lenti
í útjaðri Rauða torgsins í Moskvu.
Þegar sólarhringur var liðinn
frá því að maðurinn lenti höfðu
sovéskir flölmiðlar ekki greint frá
atvikinu og er óvíst að nokkuð
hefði frést af málinu, ef erlendir
ferðamenn í Moskvu hefðu ekki
greint vinum sínum í blaðamanna-
stétt frá því.
Finnar segja að maðurinn hafí
lagt upp frá einkaflugvelli
skammt frá Hamborg 13. maí til
Noregs. Hann kom einnig til ís-
lands áður en hann hélt til
Finnlands.
Sjónarvottar segja að kona hafi
einnig verið um borð í vélinni.
Erlendir stjómarerindrekar í
Moskvu kváðust afar undrandi á
því að drengurinn hefði getað
flogið Cessnunni 900 km leið milli
Helsinki og Moskvu án þess að
hans yrði vart og hnitað síðan
hringa yfír Kreml, þar sem æðstu
ráðamenn Sovétríkjanna sitja.
„Þetta segir sína sögn um vam-
ir Sovétmanna og einnig um það
hversu auðveldlega styijöld getur
hafíst fyrir mistök ein,“ sagði
stjómarerindreki einn.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
kvaðst í gær hafa flogið sömu
leið og Rust á sama tíma og hann,
„en því miður varð ég hans ekki
var“. Gerasimov var spurður
hvers vegna maðurinn hefði kom-
ist fram hjá sovéskum loftvörnum:
„Ef til vill tóku þeir eftir honum,
en skutu hann ekki niður," svar-
aði talsmaðurinn.
Að sögn sjónarvotta veifaði
maðurinn til viðstaddra þegar
hann sté út úr flugvélinni og
veitti forvitnum Moskvubúum,
sem virtust halda að verið væri
að taka kvikmynd, eiginhandarrá-
ritun.
Juliet Butler frá Bretlandi varð
vitni að atburðinum. Sagði hún
að óbreyttir, einkennisklæddir
lögregluþjónar hefðu gengið að
flugvélinni og virst fullkomlega
rólegir í fyrstu.
„Þegar ég gekk að þeim og
mundaði myndavélina fóm þeir
að flissa. Þeir höfðu greinilega
ekki fengið neinar fyrirskipanir
að ofan,“ sagði Butler.
Maðurinn var leiddur á brott,
en það tók lögreglu nokkra stund
að gera sér grein fyrir að lending-
in var nokkuð, sem ekki hafði
verið gert ráð fyrir.
Smám saman tókst lögreglu þó
að koma skipulagi á hlutina. Sex
herbíla bar að, flugvélin var girt
af og Rauða torginu lokað.
Vestrænir sérfræðingar telja
með ólíkindum að Rust hafi getað
flogið frá Helsinki til Moskvu án
þess að vera stöðvaður. í Prövdu,
málgagni sovéska kommúnista-
flokksins birtist gi-ein um loft-
varnir Sovétmanna árið 1985.
Sagði þar að sovésk loftvamar-
kerfí gætu skotið hvaða loftfar,
sem er, niður og skipti engu máli
á hvaða hraða eða i hvaða hæð
er flogið, eða hvernig veður er.
Sérfræðingar segja að Rust hljóti
að hafa flogið mjög lágt alla leið-
ina til að sleppa við ratsjár
Sovétmanna. Aðspurðir kváðu
þeir ósennilegt að hefði villst af
leið: „Hann hlýtur að hafa gert
þetta viljandi," sagði einn.
Rust sagði við flugtuminn á
Malmi-flugvelli í Finnlandi þegar
hann lagði af stað til Moskvu að
hann ætlaði til Svíþjóðar, eina
Norðurlandsins, sem hann kom
ekki til á ferðalagi sínu fyrir há-
skaförina.
I upphafi flaug hann sem leið
lá til Svíþjóðar, en síðan breytti
hann um stefnu í átt til Sovétríkj-
anna. Flugbjörgunarmiðstöðin í
Helsinki fylgdist með ferðum hans
og var ítrekað reynt að ná sam-
bandi við Rust í gegnum talstöð.
Þær tilraunir báru ekki árangur.
Martti Mantela, yfirmaður mið-
stöðvarinnar, kvað útilokað að
Rust hefði villst af leið. „Hann
gæti hafa flogið yfir Sovétríkin
án þess að tekið yrði eftir í ratsjá
með því að fljúga lágt og nota
tijátoppa, dali og lautir til að dylj-
ast,“ sagði Mantela. „En hann
hlýtur að hafa skoðað kort mjög
vel fyrir fram.“
Monika Rust, móðir Mathias,
sagði í viðtali við Reuter-frétta-
stofuna í gær að sonur sinn hefði
ætíð hringt heim til sín áður en
hann lagði í flugferð. Mathias
Rust gerði undantekningu þar á
þegar hann hóf vél sína á loft frá
Finnlandi á fímmtudag. Hún sagði
að Mathias væri gagntekinn af
fluginu og fæm allir hans pening-
ar í áhugamálið. Hún efaðist um
að pólitískar ástæður lægju að
baki lendingunni á Rauða torginu.
Helmut Gass, varaforseti flug-
klúbbsins Aero-Club Hamborg,
sem' Rust er félagi í, sagði í gær
að Rust fengi ekki að fljúga aftur
og hefði flugleyfí hans verið aftur-
kallað.
Reuter
Flugmaðurinn fífldjarfi, Mathias Rust, sem flaug á fimmtudag
óséður frá Helsinki og lenti á Rauða torginu í Moskvu, ásamt
bróður sinum Ingo. Myndin var tekin á flugvellinum í Hamborg,
þar sem fjölskylda Rust býr.
„Rauðatorgsvélin“ á íslandi:
Grunsemdir um fálkaþjófnað
MATHIAS Rust, nítján ára Vestur-Þjóðveiji, lenti á fimmtudags-
kvöld á Rauða torginu í Moskvu og komst hann óséður þangað frá
Helsinki á lítilli flugvél. Viku áður kom Rust hingað til lands og
kvaðst hann þá vera að æfa sig í langflugi.
Flugvélin, sem er af gerðinni
Reims-Cessna 172 Skyhawk, kom
til Reykjavíkur 15. maí frá Ham-
borg í Vestur-Þýskalandi og dvaldi
hér í viku.
Við komuna kvaðst Rust vera
að æfa sig í langflugi og bætti við
að sig langaði til að skoða sig um
á íslandi í leiðinni. Meðan Rust var
hér flaug hann víða um land og
vakti það tortryggni hjá íslenskum
áhugaflugmanni, sem fannst eitt-
hvað dularfullt við ferðir hans.
Flugmaðurinn ræddi við fugla-
fræðing hjá Náttúrufræðistofnun,
þar sem hann grunaði Rust um
að vera fálkaþjófur, eða í vitorði
með fálkaþjófum.
Leit var gerð í vél Rusts á
Reykjavíkurflugvelli 17. maí er
hann var nýkominn úr útsýnisflugi
um Vestfirði og reyndist grunurinn
ekki á rökum reistur. Pétur Jo-
hnson ljósmyndari frétti af leitinni
og tók myndir þegar leitað var í
vélinni.
Reuter-fréttastofan ræddi við
Svein Bjömsson hjá Flugþjón-
ustunni á Reykjavíkurflugvelli:
„Drengurinn hafði mjög hægt um
sig. Ekkert virtist geta raskað ró
hans,“ sagði Sveinn. „Hann varði
mestum hluta tíma síns í að ganga
um flugvöllinn."
Rust flaug frá Reykjavík til
Hornafjarðar 22. maí og hélt þaðan
daginn eftir til Hjaltlandseyja.
Viku síðar flaug hann frá Helsinki
í gegn um vamarkerfí Sovétmanna
alla leið til Moskvu.
Morgunblaðið/PPJ
Flugmaðurinn Mathias Rust (t.h.), sem lenti á Rauða torginu í Moskvu á fimmtudag, i fylgd Gísla
Guðmundssonar, fulltrúa útlendingaeftirlitsins, á Reykjavíkurflugvelli 17. maí.
Fulltrúar vestrænna iðnríkja funda í París:
Sameinast um að hefta
hry ðj u verkastarf semi
París, Reuter.
EMBÆTTISMENN frá níu vest-
rænum ríkjum áttu í gær fund í
París þar sem rætt var um hvern-
ig samræma mætti baráttu gegn
hryðjuverkastarfsemi. Er fundur
þessi talinn marka tímamót því
samkomulag náðist um að leið-
togar sjö helstu iðnrikja hins
fijálsa heims muni framvegis
ræða hvernig hefta megi starf-
semi hryðjuverkamanna. Hingað
til ríki Vestur-Evrópu eingöngu
rætt um samstarf á þessu sviði
en að þessu sinni tóku fulltrúar
frá Bandaríkjunum, Kanada og
Japan þátt i viðræðunum.
Embættismenn frá sjö stærstu
iðnríkjum Vesturlanda; Bretlandi,
Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, It-
alíu, Japan, Kanada og Banda-
ríkjunum sátu fundinn auk fulltrúa
frá Danmörku og Belgíu. Edwin
Meese, dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna sagði að með þessu væri
brotið blað í baráttuni gegn al-
þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og
spáði hann því að fulltrúar ríkjanna
myndu koma saman til funda þegar
þörf krefði. „Við höfum aldrei náð
meiri árangri við að hefta hryðju-
verkastarfsemi en í ár,“ sagði hann.
„Við viljum tryggja að sá árangur
glatist ekki,“ bætti hann við. Meese
kvað ríkin hafa orðið ásátt um að
ræða framvegis samstarf og sam-
ræmdar aðgerðir gegn hryðjuverka-
mönnum á árlegum fundum
leiðtoga sjö helstu iðnríkja Vestur-
landa. Næsti fundur þeirra verður
í Feneyjum 8. til 10. júní.
Stjórnmálaskýrendur lýstu í gær
yfir ánægju sinni með þessa þróun
mála. Þótti þeim athyglisvert að
Frakkar skyldu hafa fallist á leið-
togar iðnríkja skyldu framvegis
ræða baráttu gegn hryðjuverka-
starfsemi á fundum sínum því
franska ríkisstjórnin hefur ævinlega
lagst gegn því að á þeim fundum
verði önnur mál en efnahagsmál
tekin til umræðu. Þegar leiðtogar
iðnríkjanná sjö áttu viðræður í
Tókýó í fyrra neyddist Mitterrand
Frakklandsforseti til að láta undan
þrýstingi frá Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta og Margaret
Thateher, forsætisráðherra Bret-
lands, og skrifaði hann undir yfir-
lýsingu þar sem hryðjuverk, einkum
ódæðisverk Líbýumanna, voru for-
dæmd.
I gær var undirritaður samningur
milli Spánveija og Frakklands um
samstarf gegn hryðjuverkastarf-
semi og eiturlyfjasmygli. í honum
er kveðið á um að ríkin muni skipt-
ast á sérfræðingum og upplýsingum
og munu fulltrúar þeirra funda þeg-
ar þörf krefur. Sagði Jopse Barri-
onuevo, innanríkisráðherra Spánar,
að með undirritun samningsins
hefðu ríkin tvö hafið formlegt sam-
starf gegn hryðjuverkastarfsemi
aðskilnaðarhreyfíngar baska.
Gengi
gjaldmiðla
London, Reuter.
GENGI Bandaríkjadollars hækk-
aði gagnvart helstu gjaldmiðlum
Evrópu. I London kostaði dollar-
inn 144,05 jen og liafði hann ekki
verið hærri gagnvart jeni frá því
í byijun apríl. Gull lækkaði í
verði.
Sterlingspundið kostaði 1,6255
dollara á hádegi í London. Gengi
annarra helstu gjaldmiðla var með
þeim hætti að dollarinn kostaði:
1,3410 kanadíska dollara,
1,8200 vestur-þýsk mörk,
2,0500 hollensk gyllini,
1,5120 svissneska franka,
37,70 belgíska franka,
6,0690 franska franka,
1314,00 ítalskar lírur,
143,90 japönsk jen,
6,3450 sænskar króhur,
6,7500 norskar krónur,
6,8500 danskar krónur.
Gullúnsan kostaði 451,50 dollara.