Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 35

Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 35
T8GI TAM .08 HUOAOKAOUAI aiaAjavniOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1987 Suður-Afríka: Tambo gagmýnir Bandarí kj amenn London, Reuter. OLIVER Tambo, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, hefur harðlega gagnrýnt þá tillögu öldunga- deildar Bandaríkjaþings að lagt verði bann við aðstoð til þeirra ríkja sem styðja hreyfingu skæruliða í Suður-Afríku. Tambo sagði á fréttamannafundi í gær að með þessu væri verið þröngva rikjum Afríku til fylgis við kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu stjórnar hvíta minnihlutans í Suður- Afríku. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku tillögu þar sem Bandaríkjastjóm er gert skylt að knýja fram yfirlýsingu þeirra ríkja sem þiggja fjárstuðning frá Bandaríkjunum um að þau fordæmi hvers konar hryðjuverk. Þá er ná- grannaríkjum Suður-Afríku meinað að skjóta skjólshúsi yfir skæmliða Afríska þjóðarráðsins. „Ég fæ ekki skilið hvað Banda- ríkjastjórn á sökótt við þessi ríki,“ sagði Tambo á fréttamannafundi, Bandaríkin: Mislukkaður risaþjófnaður Hugðst ræna verðbréfum fyrir þijá milljarða dollara Reuter Oliver Tambo á fréttamanna- fundinum í London. sem haldinn var í gær í London. „Við emm ákaflega undrandi á því að' ríki þessi séu neydd til að sam- þykkja kynþáttaaskilnaðarstefnuna sem er glæpur gegn mannkyninu," sagði hann. Sagði hann að svo virt- ist sem Bandaríkjaþing vildi með þessu lýsa yfir stuðningi við stjórn- arhætti hvíta minnihlutans. Tillaga öldungadeildarinnar verðu brátt lögð fyrir fulltrúadeild- ina og sögðu bandarískir embættis- menn í gær að Bandaríkjastjórn þiýsti á þingmenn um að fella hana þegar hún kemur til afgreiðslu þar. Sri Lanka: Stjórnarherinn kveðst hafa náð norðurhlutanum Colombo, Reuter. STJÓRNARHERINN á Sri Lanka kveðst hafa náð undirtökunum í norðurhluta landsins, þar sem skæruliðar tamíla hafa verið hvað áhrifamestir. Það hefur verið yfirlýstur tilgangur yfir- manna hersins að ná þessu svæði á sitt vald frá því átök hófust fyrir alvöru milli tamila og sin- halesa. Svæðið heitir Vadarac- hichi, og þar er aðalborgin Jaffna, sem að mestu er bygfgð tamilum. Fréttir frá Colombo segja að auk þess að stjómarherinn hafi nú tögl og hagldir í Jaffna, hafí hann einn- ig náð bænum Valvettiturai, sem er bækistöð og heimabær Velupillai Prabhakaran, leiðtoga langsterk- ustu skæruliðasamtaka tamlíla. Öryggismálaráðherra landsins sagði fréttamönnum, að þrátt fyrir að framsókn stjórnarhersins í norð- urhlutanum „gengi að óskum" væri verkinu ekki lokið. Stjómmálaf- réttaritarar hafa túlkað það svo, að stjórnarhermenn hafi mætt meiri mótspyrnu en þeir vilji vera láta. Fréttamönnum hefur verið meinað að fara til norðurhlutans og því er ekki ljóst, hversu áreiðanlegar fregnirnar eru um, að stjórnarher- inn hafi tekið Jaffna. I fréttum segir einnig, að mikið mannfall óbreyttra ^borgara hafí orðið, en talsmenn stjórnarinnar í Colombo báru það til baka. Þeir sögðu að í bardögum síðustu daga hafi alls 190 látið lífið, hermenn, skæruliðar og óbreyttir borgarar. Aftur á móti hermdu fréttir frá Madras á Indlandi að 500 óbreyttir borgarar hefðu verið drepnir í þess- um síðustu aðgerðum stjómar- hermenn. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, fordæmdi í gær harðlega það sem hann kallaði slátrun á sak- lausu fólki, sem hefði það eitt til saka unnið að vera af kynþætti tamíla. Gagnrýni Gandhis var tekin mjög óstinnt upp í Colombo. ERLENT New York, Reuter. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur komið upp um ráða- gerðir þriggja manna um að ræna verðbréfum að verðmæti þriggja milljarða dollara. Lög- reglunni bárust upplýsingar um ráðabrugg þetta tveimur vikum áður en mennirnir létu til skarar skriða. Mennirnir höfðu í hyggju að ræna brynvarðan bíl, sem notaður er við flutninga á hlutabréfum , er unnið var við að afferma hann í fjármálahverfi New Yorkborgar. Að sögn Thomas Sheer, aðstoðar- forstjóra FBI, hefði ránsfengur mannanna geta numið þremur mill- jörðum dollara og hefði það orðið mesti verðbréfastuldur sögunnar. Hins vegar hefði endursöluverð bréfanna orðið um tíundi hluti þeirr- ar upphæðar eða um 300 milljónir dollara. Tveir menn voru handteknir á fimmtudagsmorgun er þeir nálguð- ust flutningabílinn og reyndust þeir vera vopnaðir. Einn varðanna í bílnum var einnig handtekinn og er talið að hann hafi átt þátt í að skipuleggja ránið gegn því að hann fengi hluta ránsfengsins. Verði mennirnir fundnir sekir mega þeir búast við að veija næstu 20 árum ævinnar bak við Iás og slá. Thomas Sheer sagði að rán sem þetta væri aðeins unnt að fram- kvæma með aðstoð manna sem þekktu fyrirkomulag verðbréfa- flutninga og öryggisgæslu til hlítar. Kunna því fleiri menn að hafa stað- ið að baki tilrauninni og er enn unnið að rannsókn málsins. 0 Skoðanakönnun á Italíu: Sósíalistaflokk- urinn bætir við sig Róm. Reuter. 14. júní nk. fara fram þingkosn- ingar á Ítalíu og voni niðurstöð- ur fyrstu skoðanakönnunar sem gerð hefur verið vegna þeirra, birtar á miðvikudag Samkvæmt þeim nýtur kommúnistaflokkur landsins, sem er sá stærsti á Vesturlöndum, fylgis aðeins fleiri kjósenda en Kristilegir Demókratar, er hingað til hafa verið stærsti flokkurinn. Samkvæmt könnuninni, er blaðið La Republica lét gera, tapa kom- múnistaflokkurinn og Kristilegir demókratar fylgi frá síðustu kosn- ingum. Sósíalistaflokkur Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra, er sá eini af stærri flokkunum er bætt- ir við sig og er talið að kjósendur þakki Craxi fyrir stöðugleika þann er ríkt hefur um skeið í ítölskum stjórnmálum, en ríkisstjóm sú er hann veitti forstöðu er hin langlí- fasta frá stríðslokum. Samkvæmt könnuninni em óákveðnir kjósendur um 12% og mun kosningabaráttan, sem þótt hefur fremur lágkúruleg og ómál- efnaleg hingað til, án efa snúast um það á næstunni að ná til þess- ara kjósenda. Fijáls á daginn í fangelsi á kvöldin Santiago, Reuter. BLAÐAMAÐURINN Juan Pablo Cardenas verður að afplána álj- án mánaða fangelsisdóm í Santiagofangelsi á næstunni. Dómurinn þykir hinn sérstæð- asti; Cardenas fær að vera frjáls á daginn, en verður að gefa sig fram í fangelsið á kvöldin, fyrir ákveðinn tíma. Cardenas er gefið að sök, að hafa rægt Augustu Pinochet, for- seta, í skrifum sínum. Cardenas fékk fyrir skömmu alþjóðleg verð- laun sem nefnd eru „Golden Pen of Freedom“ og þykja hin virðule- gustu. Hann fékk leyfí stjórnvalda til að fara til Helsinki, þar sem verðlaunin voru veitt. Cardenas er ritstjóri vikurits í Santiago, sem einatt hefur sætt miklu ámæli stjómvalda fyrir skrif sín um stjómarfarið í landinu. Utan Chile hefur Cardenas og starfslið hans fengið lof fyrir hugdirfsku og snöfurlegan fréttaflutning og heið- arlegan. Sumaráætlun SVR 1987 1. júní - 28. ágúst LEIÐIR 02-12 Ferðatíðni á leiðum 02-12 verður 20 mín. frá kl. 07-19 mánud. - föstud. Tíðni verður óbreytt kvöld og helgar og á öðrum leiðum. Nánari upplýsingar í leiðabók og á viðkomustöðum vagnanna. LEID FRA: MIN. YFIR HEILA KLST. 02 GRANDAGARÐI 13 33 53 02 SKEIÐARVOGI 35 55 15 03 SUÐURSTRÖND 17 37 57 03 UÁALEITISBRAUT 09 29 49 04 ÆGISÍÐU 05 25 45 04 HOLTAVEGI 42 02 22 05 SKELJANESI 03 23 43 05 LANGHOLTSVEGI 28 48 08 06 IÆKJARTORGI 15 35 55 06 ÓSLANDI 36 56 16 07 IÆKJARTORGI 05 25 45 07 ÓSLANDI 19 39 59 08 HLEMMI 13 33 53 08 GRENSÁSI 28 48 08 09 HLEMMI 13 33 53 09 GRENSÁSI 28 48 08 10 HLEMMI 05 25 45 10 ÞINGÁSI 28 48 08 11 HLEMMI 00 20 40 11 SKÓGARSELI 22 40 02 12 HLEMMI 05 25 45 12 ÁLFTAHÓLUM 27 47 07 Aðrar breytingar: LEIÐ | 02 Kvöld og helgar verður LEID 15A Er flýtt um 2 míniitur. vögnunum flýtt frá Öldu- granda að Lækjartorgi. LEID 15B Vagninn ekur um Borgar- LEIÐIR 08/09 Hætta akstri um Stakkahlíð. mýri á leið í Grafarvog árdegis, en síðdegis á leið frá Grafarvogi. Aka á 20 mín. fresti. LEIÐ 10 | Ekur í öllum ferðum að LEIÐ 100 | Endastöð flyst að Lækjar- torgi. Þingási. LEIÐ 13 i Endastöð flyst á Kalkofnsveg. S>VK II! 2 0 n m GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.