Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
39
Þorsteinn skilaði umboðinu í gær:
Telur undirtektir Framsóknar
of dræmar til að reyna áfram
ÞORSTEINN Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins gekk á
fund frú Vigdísar Finnbogadótt-
ur, forseta íslands kl. 10 í
gærmorgun og skilaði af sér
umboði til stjórnarmyndunar.
Hann sagði á fundi með frétta-
mönnum að hann hefði rætt við
Steingrím Hermannsson, form-
ann Framsóknarflokksins í
fyrradag, en að þeim viðræðum
loknum hefði hans niðurstaða
verið sú að undirtektir Fram-
sóknarflokks við sljómarmynd-
unarviðræðum með Sjálfstæðis-
flokki og Alþýðuf lokki verið það
dræmar, að hann hefði ákveðið
að skila umboðinu. Þessa
ákvörðun kynnti hann á þing-
Sex loka-
prédikanir
við Háskólann
í DAG, laugardag, fara fram
lokaprédikanir við guðfræði-
deild Háskóla íslands. Sex
guðfræðikandidatar prédika I
kapellunni.
Hópnum er skipt þannig að
Bjami Þór Bjamasson, Hróbjartur
Ámason og Jens Hvidtfeldt Nielsen
prédika kl. 13.30. En Ólöf Ólafs-
dóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir og
Stína Gísladóttir flytja sínar prédik-
anir kl. 15.00. Athafnirnar em
opnar almenningi. Organisti er
Hörður Áskelsson lektor.
flokksfundi í fyrradag og var
hún samþykkt þar einróma.
Á fundinum rakti Þorsteinn
gang þeirra viðræðna sem hann
hefur leitt undanfamar tvær vikur.
Hann sagði m.a.: „Það var ljóst
að þessir aðilar vom sammála því
markmiði að það þyrfti að móta
stefnu til þess að styrkja stöðu
þeirra lakast settu í þjóðfélaginu.
Við sjálfstæðismenn lögðum fram
hugmyndir sem byggðu á þeim
gmndvelli að slík stefna yrði mótuð
á þann veg að ríkisvaldið í kjara-
samningum við opinbera starfs-
menn setti fram tillögur um
lágmarkslaun og dreifingu launa-
hækkana. þannig að mest kæmi í
hlut þeirra sem lægst hafa launin.
Við vildum ekki fara lögbindingar-
leið og ekki hlutast til um fijálsa
kjarasamninga á almennum vinnu-
markaði."
Hann sagði að niðurstaða um-
ræðnanna hefði orðið sú að
Kvennalisti hefði ekki getað fallist
á að fara þá leið að þessu marki
sem sjálfstæðismenn hefðu lagt
til, heldur viljað fara leið einhliða
aðgerða og lagasetningar.
„Okkar mat var hins vegar það,
að slík aðgerð myndi auka líkumar
á því að þessi stefna færði launa-
hækkanir þeirra lægst launuðu upp
allan launastigann og samkvæmt
þeim upplýsingum sem við höfum
frá Þjóðhagsstofnun, myndi 25%
hækkun sem þannig færi upp allan
launastigann leiða til yfir 90%
verðbólgu í lok ársins og við vorum
MorgunblaðiS/Svemr
Datner ogKushnir taka lagið
Fjöldi baraa dreif að þegar þeir félagar Datner og Kushnir frá
ísrael héldu tónleika fyrir utan nýja útvarpshúsið við Efstaleiti
á föstudaginn. Á þessum tónleikum lék einnig hljómsveitin
Grafík og tóku þeir Datner og Kushnir lagið með söngkonu
hljómsveitarinnar, Andreu Gylfadóttur.
ekki reiðubúnir að taka þá áhættu
að fara þessa leið að markinu í
ljósi þessara upplýsinga og því
náðu þessar umræður ekki lengra,"
sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að sjálfstæðis-
menn hefðu við svo búið gert upp
hug sinn til þess að líklegasti kost-
urinn til myndunar þriggja flokka
ríkisstjómar, sem skilað gæti ár-
angri og starfað af nokkurri festu
væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks. „Ég hlaut því í framhaldi
af því að upp úr slitnaði í viðræðum
um samstjórn okkar, Alþýðuflokks
og Kvennalista að íhuga þessa
stöðu. Mat mitt var það, eftir að
hafa kynnt mér viðhorf Framsókn-
arflokksins að þar væri ekki
nægjanlegur áhugi á að taka þátt
í viðræðum um slíka stjóm til þess
að það gæfi okkur ástæðu til að
halda áfram. Ég tel að það þurfi
að vera fyrir hendi verulegur vilji
þessara þriggja aðila áður en al-
vömtilraun til þess að reyna að
mynda slíka stjóm. Eftir viðræður
við formann Framsóknarflokksins
í gær, þá var það mitt mat að
þessi vilji væri ekki nægjanlegur.
Ég gerði þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins því grein fyrir því í gær
að ég myndi skila því umboði sem
forseti íslands fól mér í þeim til-
gangi að gera tilraun til myndunar
ríkisstjómar og þingflokkurinn var
Morgunblaðið/Emilfa
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins er hann kom
af fundi forseta íslands í gær-
morgun.
sammála því mati. í morgun gekk
ég á fund forseta íslands og til-
kynnti þessa niðurstöðu," sagði
Þorsteinn.
Þingflokkur Framsóknarflokksins:
„Ekki ginnkeyptir fyrir
samstarf i við Alþýðuflokk“
ÞIN GFLOKKUR Framsóknar-
flokksins hélt tæplega tveggja
stunda fund í gær þar sem af-
staða þingflokksins til stjóraar-
myndunaryiðræðna var til
umræðu. Á fundinum kom fram
að skoðanir manna eru skiptar,
og telja þingmenn Framsóknar
að einkum komi tveir stjórnar-
myndunarmöguleikar til greina:
Samstjórn Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks, eða samstjórn Sjálfstæð-
isflokks, Framsóknarflokks og
Borgaraflokks. Þetta upplýsti
Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins
fréttamenn um að fundinum
loknum.
„Við vitum ekki hvað forseti
gerir. Við vitum ekki hvort hún
felur nýjum aðila umboðið eða
hvort hún gefur okkur fijálsar
hendur í einhvem tíma. Okkar af-
staða mótast að sjálfsögðu mikið
af því hvað forsetinn gerir," sagði
Steingrímur.
Hann sagði að þingflokkurinn
hefði fjallað um hugsanlegt sam-
starf við hvem sem væri hinna
stjómmálaflokkanna. Hann var
spurður hvað vefðist fyrir fram-
sóknarmönnum varðandi hugsan-
legt samstarf við Sjálfstæðisflokk
og Alþýðiiflokk: „Þeir hafa nú ekki
sýnt okkur þá virðingu upp á
síðkastið að við hlaupum til og
kyssum vöndinn,“ sagði Steingrím-
ur, „Hefur Jón Baldvin ekki sagt
hvað eftir annað að það væri ekk-
ert annað við okkur að gera en
ýta okkur úr stjóm. Hann hefur
farið mörgum þeim orðum um
Framsóknarflokkinn að framsókn-
armenn almennt em ekkert
ginnkeyptir fyrir samstarfi. Og það
vekur líka undmn hjá ýmsum
framsóknarmönnum, eftir ijögurra
ára gott samstarf að okkar sam-
starfsflokkur skuli velja alla aðra
kosti fyrr. Það er því ekkert undar-
legt að við teljum okkur ekki skylt
að hlaupa til.“
„Við vitum um stuðning Borg-
araflokksins við stjóm sem ég
leiði," sagði Steingfrímur þegar
hann var spurður hvaða kost hann
teldi vænlegastan ef hann fengi
umboðið. „Það mætti kannski fyrst
varpa fram þeirri spumingu hvort
það væri útilokað að mynda stjóm
Framsóknarflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Borgaraflokks.“ Hann
sagðist ekki hafa kannað það og
aðspurður hvort hans menn hefðu
kannað þann möguleika, sagði
Steingrímur: „Þú verður að tala
við mína menn um það, ég hef
ekki kannað neitt.“
Steingrímur var spurður hvort
samstarf Framsóknarflokks við
Kvennalista kæmi enn til greina:
„Við höfum alltaf talið það koma
til greina, en við munum ekki taka
neina áhættu í sambandi við verð-
bólgu. Ég er þeirrar skoðunar að
lögbinding launa sé ófær leið eins
og staðan er í dag. Ef lögbinding-
in er ófrávíkjanlegt skilyrði frá
Kvennalista, þá verð ég því miður
að svara því játandi að samstarf
við þær er útilokað."
Steingrímur sagðist telja að til
greina kæmi að mynda minnihluta-
stjóm með Sjálfstæðisflokki og
stuðningi Stefáns Valgeirssonar,
en minnihlutastjóm hlyti alltaf að
vera lokakostur og reyna bæri
aðra áður.
„Það er alls ekki meirihluti þing-
flokksins á móti samstarfí við
Alþýðuflokk. Það fer eftir munstr-
inu og málefnunum að sjálfsögðu,"
sagði Steingrímur og sagði að í
því sambandi hefði það vafalaust
áhrif hver yrði forsætisráðherra
ef reynt yrði að mynda samstjóm
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks. Steingrím-
ur sagði að það væri ekki skilyrði
af hálfu Framsóknarflokksins, ef
slík stjórn yrði mynduð að hann
yrði forsætisráðherra.
Steingrímur sagði að niðurstaða
einskonar skoðanakönnunar á
þingflokksfundinum um heppileg-
asta stjómarmynstrið væri sú að
tveir kostir væm efstir og jafnir:
Samstjóm Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks annars vegar og Samstjóm
Framsóknarflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Borgaraflokks hins
vegar.
Stuðmenn efna til söngva-
keppni í öllum kjördæmum
HLJ ÓMS VEITIN Stuðmenn
fylgir hljómplötu sinni „Á Gæsa-
veiðum" úr hlaði með tónleika-
ferð sem hefst nú um helgina.
Verður farið um öll kjördæmin
átta. Á ferð sinni um lands-
byggðina hyggjast hljómsveitar-
meðlimir standa fyrir leit að
söngsljörnum undir yfirskrift-
inni „Leitin að látúnsbarkan-
um.“ Á hverjum viðkomustað
gefst fimm hljómleikagestum
kostur á að flytja lag með sveit-
inni eða við eigin undirleik. Þeir
sem sigur bera úr bítum f þess-
ari forkeppni mætast sfðan i
sjónvarpssal 5. júlí næstkomandi
þar sem dómnefnd krýnir sigur-
vegara kvöldsins, Látúnsbar-
kann.
í fréttatilkynningu hljómsveitar-
innar kemur fram að tónleikaferðin
hefst á Vestfjörðum en lýkur í
höfuðborginni 28. júní. Um Hvíta-
sunnuna spila Stuðmenn á Hvíta-
sunnuhátíð í Logalandi.
Þeir sem tilkall gera til Látúns-
barkans eru beðnir um að skrá sig
í síma Stuðmanna að Templara-
sundi í Reykjavík. Keppendur ráða
sjálfír því lagi sem þeir flytja svo
fremi að það sé úr söngasafni Stuð-
manna, til á nótum eða snældu sem
skrifstofu keppninnar verður að
berast þremur dögum fyrir keppni.
í leikreglum er kveðið á um að
þátttakendur séu alsgáðir, aðeins
einn keppandi flytji hvert lag í einu
og að hugur skuli fylgja máli.
Dómnefnd á hvetjum stað velur
besta keppandann með tilliti til
sönghæfíleika, sviðsframkomu,
frumleika og þeirra þátta sem
prýða mega góðan skemmtikraft.
Sigurvegara lokakeppninnar býður
ferð til Lundúna, tónleikahald,
plötusamningur og verðlaunagrip-
ur.