Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 41 Sýning’ á framleiðslu- vörum Blikksmiðjunnar hf BLIKKSMIÐJAN hf. sýnir í dag framleiðsluvörur sínar ásamt hlutum og tækjum til notkunar í lofthita- og loftræstikerfum. Verkstæðinu hjá Blikksmiðjunni hf. hefur verið breytt í sýningarsal og sýnisgripum verið komið fyrir á borðum og veggjum. Þetta er í fyrsta skipti sem Blikksmiðjan hf. heldur slíka kynn- ingu. Markmiðið með sýningunni er að kynna þeim sem áhuga hafa, s.s. hönnuðum, verktökum, blikk- smiðum o.fl., þær vörur sem eru á boðstólum. Sönghópurinn The Flying Pickets, sem heldur tónleika í Há- skólabíói 8. og 9. júní. The Flying- Pickets halda tvenna tónleika Lágt verð á ferskum fiski VERÐ á ferskum fiski í Bretlandi hefur verið fyrir neðan meðallag síðustu daga og i Þýzkalandi hefur verðið verið mjög lágt. Stafar þetta meðal annars af hlýnaudi veðri og auknu framboði, bæði héðan og frá öðrum þjóðum. Sólborg SU seldi á miðvikudag 62,8 lestir, mest ýsu og þorsk, í Hull. Heildarverð var 3,5 milljónir króna, meðalverð 55,11. Þijú skip seldu í Bretlandi á þriðjudag og var verð hjá þeim svipað. Verð úr gámum hefur verið undir meðallagi þessa viku og fór á fímmtudag niður í 50 krónur. Mikið framboð og sumarhitar í Þýzkalandi hafa valdið verðhruni þar síðustu vikur. Nú hefur dregið úr framboði héðan enda verð aðeins um og yfir 40 krónur fyrir kíló að meðal- tali. Verkföll í Færeyjum hafa hins vegar haft þau áhrif, að mikið hefur borizt af físki þaðan inn á þýzka markaðinn og fellt verðið. Söngleik- ur í Tónabæ SÖNGLEIKURINN Friðarplpuf- aktorían 1, 2 og 3 eða 4, 5 eftir meðlimi hljómsveitarinnar Jóa á hakanum verður frumsýndur I Tónabæ laugardaginn 30. maí. Að söngleiknum stendur Happý og harmónýhópurinn og alls taka um 30 manns þátt í uppsetningu hans. Að sögn Ragnars Omarssonar með- lims hljómsveitarinnar Jóa á hakan- um fjallar söngleikurinn um baráttu góðs og ills. Friðarpípufaktorían verður sýnd tvisvar sinnum. Fyrri sýningin verður í Tónabæ laugardaginn 30. maí, eins og áður segir, og hefst hún kl. 17.03. Seinni sýningin verður á sama stað kl. 21.02 mánudaginn 1. júní. I sýningarsal Blikksmiðjunnar hf., talið frá vinstri: Steinn Þorgeirsson, Hinrik Winther og Ólafur A. Jóhannsson. Þrettánhundruð fjörutíu og einu sinni.„TAKK” HLJÓMSVEITIN The Flying Pic- kets heldur tónleika hér á landi I Háskólabíói 8. og 9. júni næstkom- andi. The Flying Pickets ætti raunar fremur að kalla söngsveit en hljóm- sveit, því sexmenningarnir nota engin hljóðfæri við tónlistarflutninginn, heldur syngja sjálfír alla hljóma. Þeir komust í fyrsta sæti í Bretlandi um jólin 1983 með lagið Only you og var lagið í fímm vikur í efsta sæti vin- sældarlista þar í landi. Litla platan með laginu var þriðja söluhæsta plat- an í Bretlandi það ár og lagið náði einnig miklum vinsældum hérlendis. Nýjasta plata The Flying Pickets er Take my breath away, en það lag er úr kvikmyndinni Top Gun, sem sýnd var hér á landi fyrir skömmu. Það er ný umboðsskrifstofa sem stendur að komu The Flying Pickets hingað til lands og ber hún nafnið Ice Management HF. Forráðamenn umboðsskrifstofunnar ætla að standa fyrir fleiri tónleikum erlendra gesta hér á landi í framtíðinni. Miðar á hljómleikana í Háskólabíói verða seld- ir þar, á veitingastaðnum Duus og í hljómplötuverslunum Steinars. (Úr fréttatilkynningu) Landsbankinn hefur ríka ástæðu til þess að þakka krökkum um allt land fyrir framúrskarandi áhuga og þátttöku í Landsbankahlaupinu 1987, 16. maí síðast liðinn. Alls voru þátttakendur 1341, allir fæddir árin 1974 - 1977. Fjölmargir unnu til verðlauna, sumir settu persónuleg met, aðrir kepptu í hlaupi í fyrsta skipti á ævinni og þó nokkrir urðu Kjörbók með dálítilli innstæðu ríkari. En allir stóðu sig með mestu prýði. Við þökkum öllum þátttökuna og FRÍ fyrir samstarfið um framkvæmdina. Vonandi sjáumst við sem flest að ári f Landsbankahlaupi 1988. Landsbanki Isiands Banki allra landsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.