Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
45
Stiörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Hin síunga nótt
í undanfomum laugardags-
greinum hef ég fjallað um
sögu stjömuspeki og stiklað
á stóru í gegnum aldir. Það
er tilhugsunin um aldir og
árþúsundir sem er kveikjan
að eftirfarandi hugleiðingu
um stjömuspeki. Mér dettur
nefnilega í hug hversu gömul
stjömuspekin raunvemlega
er. Það rennur upp fyrir mér
ljós að þetta er fag sem hefur
fylgt manninum í gegnum
þúsundir ára. Ég sé að
stjömuspeki er ekki tískufag,
ekki sumartískan í ár, né deila
áratugarins. Hún lýsir ekki
aldarandanum, hún spannar
ekki nokkrar aldir, heldur
þúsundir ára og þess vegna
ártugaþúsundir, því svo langt
aftur sem við getum horft f
sögu mannsins sjáum við
stjömuspeki. Þetta er f raun
merkilegt. Á hinn bóginn er
ég hræddur um að við getum
ekki gert okkur grein fyrir
þessu; einfaldlega vegna þess
að við eigum erfitt með að
hugsa í öldum og árþúsund-
um.
Gagnrýni
Gagnrýnendur stjömuspeki
og þeir sem ætla sér að „af-
sanna" hana í eitt skipti fyrir
öll, eða hugsa um hana með
lítilsvirðingu, ættu að reyna
að gera sér grein fyrir þessum
mikla aldri stjömuspekinnar
og þeirri staðreynd að hún
hefur fylgt manninum í gegn-
um árþúsundir. Þeir ættu
kannski að spyija sig af
hverju maðurinn hafi burðast
með stjömuspeki allan þenn-
an tíma. Er það fyrir tilviljun
eða misskilning? ICða er hún
arfleyfð úr myrkri sögu
mannsins, dæmi um heimsku
mannsins á fyrri öldum? Eða
er aidurinn í réttu hlutfalli við
gagnsemi hennar?
AlþýÖutrú
Sumir segja að maðurinn sé
í eðli sínu hjátrúarfullur og
auðtrúa og að stjömuspeki sé
alþýðutrú sem höfði helst til
þeirra sem em illa menntaðir
og illa gefnir. En þegar sagan
er skoðuð sjáum við að það
era jafnt vísindamenn, kon-
ungar, páfar, stjómmála-
menn, hermenn, bændur,
kaupsýslumenn, verkamenn
og alþýðufólk sem hafa að-
hyllst stjömuspeki í gegnum
aldimar. Hún höfðar því til
margra mannlegra eiginda og
ekki eingöngu til lægri hvata
mannsins.
Timatal
Ég held persónulega að gagn-
semi hennar hafi alltaf verið
mikil. í upphafi var tfmatal
okkar byggt á stjömuspeki.
Við vitum kannski að klukkan
á hendi okkar er sólúr?
Stjömuspeki hjálpaði mannin-
um að ná tökum á landbúnaði
og siglingum. Tengsl hennar
við menningarsögu mannsins
era f raun of mörg til að
hægt sé að nefna einstök
dæmi. Jafnvel þegar hún hef-
ur verið útskúfuð hefur hún
notið mikilla vinsælda.
Mannlegt fag
Það er kannski vegna þess
hversu nátengd hún er sögu
mannsins og hversu fjöl-
breytileg saga hennar er að
undirritaður hefur hrifist af
stjömuspeki. Hún er mann-
legt fag. Hún segir okkur svo
margt um hugarheim manns-
ins. Ekki bara þegar hún situr
í hásæti, heldur einnig þegar
hún er í lægð. Það sem ég á
við er, að þó stjömuspekin
hafi oft látið leiðast út á hálar
brautir gefur hún eigi að síður
innsýn f sögu mannsins og
mannlegt eðli. Hún varpar
ljósi á þörf mannsins fyrir að
skilja sjálfan sig og stöðu sfna
f heiminum.
GARPUR
i eay/cMRFENXiM SNýR
6AR.POR BARÞA6ANUM SÉ.R. /
SUOtUA,GUM/UIAFMAF.
þETTA Æ-TV 4E> UERA
NÓ6 ÆFtNG í
OAG!
U/E> SICU.UH KUE&JU VK/CAR T/L
//U*5/S KOMU/tSS.þ/D ER U£>
AlOUBUNPN/RbeSSA STUMO/MA!
GRETTIR
HVAP HEITIKÐU SyO,
SÆTAKRDTT ?
( KLUKKAN 7ANJN-)
yADKvÖLD?FlNT' /
deVyCN TIWGAR-
ÞDLL.T SKAKtíT
NÚ/MEK
DYRAGLENS
T
HAKALPUR, E<3 HEF
£AGT ÞÉR Ap HALPA þlQ
FIÖV 6ÖMIXJ KONUNNI l'
GARPINUM. „þESSAKI
MBÐ Bf2AUP/VfO LA NA j
\-----
(/1F HVERJO \
12-22.
UOSKA
I 06 pú -X JÁ,œ HÚN :
|VAKST VITNI ) VARlRAUÐ'
AP SuMSILKI-
NÓ, PAÐ E(? EKKI HÆGT AP
BÚAST VIE> tvi AP /AAEKJR
TAKI EFTlR ÖLLU!
FERDINAND
SMAFOLK
MERE'5 AN ARTICLE ABOUT
UOHATYOO SHOULP P0 WITH
YOUR BA5EBALL 6L0VE
FOR THE WINTER...
1 PUT YOUR 6L0VE AUJAY
IN A PRY PLACE WHERE
THE D06 CAN'T FIND IT"
Hérna er grein um hvað
þú átt að gera við bolta-
hanzkann þinn að vetrin-
um ...
°IF YOURE A DOG,
PUT YOUR GLOVE AUJAY
IN A PRY PLACE WHERE
THE KID5 CAN'T FINPIT"
„Settu hanzkann á þurran
stað þar sem hundurinn
finnur hann ekki.“
„Ef þú ert hundur þá settu
hanzkann á þurran stað
þar sem krakkarnir finna
hann ekki.“
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Stöðuhækkun innan fyrirtæk-
is fylgja aukin völd og áhrif.
Menn skipta meira máli og geta
færst meira í fang — stöðu
sinnar vegna. Nákvæmlega
sama gildir um spilin. Það er
að vísu erfitt að hækka ásinn
(forstjórann) í tign, en oft er
hann gerður að trompi (stjómar-
formanni) um stundarsakir og
hefur þá geysileg völd. Smáspil-
in er hins vegar oft hægt að
hækka í miðju spili.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 87
♦ 95
♦ G106542
♦ ÁK6
Vestur Austur
♦ Á96 ...... ♦ G3
♦ ÁK874 11 *G63
♦ 83 ♦ 97
♦ G43 ♦ D109752
Suður
♦ KD10542
♦ D102
♦ ÁKD
♦ 8
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 1 grand Pass 3 spaðar
Pass Pass 4 spaðar Pass Pass
Vestur leggur niður fram-
kvæmdastjóra hjartadeildarinn-
ar í útspilinu og skrifstofustjór-
inn fylgir í kjölfarið. Þar hafa
tveir merkismenn lagt sitt af
mörkum í vöminni og stjómar-
formaðurinn í spaða tryggir
bókina. En einn slag vantar enn
til að fella keppinautinn.
Vestur leggur höfuðið í bleyti
og sér að trompnían er fyililega
tíu virði ef gosinn veitir henni
rétta aðstoð. Og spilar hjarta.
Sagnhafi drepur slaginn
heima og spilar trompkóng.
Vestur hleypir stjómarformann-
inum strax að og spilar svo
sendli í hjarta. Austur trompar
með fulltrúanum og sagnhafi
verður að yfirtrompa með
drottningu.
Spaðanían hefur skyndilega
tekið völdin og tryggt sér gullúr
á 50. starfsárinu.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
f landskeppni Frakka og Sviss-
lendinga, sem er nýafstaðin, kom
þessi staða upp í skák Frakkans
D. Roos, sem hafði hvítt og átti
leik gegn Keller, Sviss.
25. Rxg5! - Rf5 (25. - fxg5,
26. Hxe5 er augljóslega vonlaust,
því Rd4 og Kh8 era báðir í skotlínu
hvíta biskupsins á b2. 25. — Had8,
26. Bxd4 - Hxd4, 27. Hxd4 -
Bxd4, 28. Re6 bjargaði heldur
ekki neinu). 26. Df3 — fxg5, 27.
Hxe5 — Dg7, 28. Hxf5! og svart-
ur gafst upp. Svisslendingar
sigraðu lD/z—8Ví í keppninni og
munaði mestu um það að Viktor
Korchnoi lagði alþjóðameistaraniT'
Sharif 2—0 á fyrsta borði. Mikil
forföll vora í liði Frakka. Munaði
þar mestu um Boris Spassky.
Korchnoi gegn Spassky! hafði
staðið á auglýsingaskiltum fyrir
keppnina en þegar til kom reynd-
ist heimsmeistarinn fyrrverandi
of dýrkeyptur fyrir franska skák-
sambandið.