Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 54
öð
54
raer Iam oí? jmriAnfrArvrTA r mnA TfrvrunfinM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Minning:
Robert G. Jensen
mjólkurfræðingnr
Fæddur 16. ágúst 1910
Dáinn 21. maí 1987
I dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Selfosskirkju Robert G. Jensen
mjólkurfræðingur Háengi 15, Sel-
fossi. Hann lést aðfaranótt 21. maí
á Landspítalanum eftir erfið veik-
indi.
Tendgafaðir minn hét fullu nafni
Robert Georg Jensen og var fæddur
í sveitaþorpinu Gamle Hasseris við
Alaborg á Jótlandi. Foreldrar hans
voru Johanna og Marius Jensen
klæðskerameistari og var hann 4.
í röðinni af sjö sonum þeirra og er
nú elsti bróðrinn.Jens, einn eftir á
lífi þeirra bræðra, níræður að aldri.
Orlögin höguðu því þannig til að
Erling, yngsti bróðirinn, lést aðeins
tveimur dögum fyrr en Robert.
Ekki var auði fyrir að fara á
bemskuheimilinu fremur en á öðr-
um bammörgum heimilum þeirra
tíma, en við festu og reglusemi ól-
ust drengimir upp og í arf hlutu
þeir allir listhneigð og góða greind.
Veit ég vel að tengdafaðir minn
átti kærar minningar úr foreldra-
húsum. Hugur hans stóð til mennta,
en ekki vom tök á slíku fyrir fátæk-
an pilt og strax að lokinni fermingu
fór hann að vinna fyrir sér sem
vinnumaður á sveitabæjum, oft við
misjafnan kost.
Um tvítugsaidur hóf hann nám
í mjólkurfræði. í þá daga var því
nami þannig hagað að nemendur
bjuggu á mjólkurbúunum þar sem
þeir unnu og þurftu að skifta um
dvalarstað nokkmm sinnum á
námstímanum, en þannig dvaldi
hann á nokkmm stöðum. Kæmst
var honum þó dvölin á litlu mjólkur-
búi við Flensborgarfjörðinn nálægt
Þýsku landamæmnum. Margar
vom, skemmtilegar sögumar, sem
hann sagði okkur frá þeim tíma,
þar sem hann að auki æfði stíft
sund í firðinum og aðrar íþróttir.
Gæddur var hann slíkum frá-
sagnarhæfíleikum, að staðir og
atburðir urðu Ijóslifandi, svo góður
sögumaður var hann. Þessi æskuár
urðu honum alla tíð mjög kær.
A þessum ámm, kreppuámnum,
var erfitt um atvinnu í Danmörku,
iem annars staðar. Ungur var hann
g útþráin bjó í brjósti hans og ef
■il vill þess vegria tók hann tilboði
um atvinnu á íslandi. í júní 1935
sigldi hann með gamla Gullfossi frá
Danmörku til íslands, til ársdvalar
við Mjólkurbú Flóamanna á Sel-
fossi. En árin urðu alls 52.
Fljótlega eftir komuna hingað
kynntist hann konunni, sem átti
efír að verða lífsfömnautur hans.
Þann 4. júlí 1938 kvæntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu
Gissurardóttur frá Votmúla í
Sandvíkurhreppi, ljúfri mannkosta-
konu, sem hann mat alla tíð mikils.
Þau eignuðust þrjú böm, sem
em: Bjöm, rennismiður á Selfossi,
kvæntur Guðrúnu Á. Halldórsdótt-
ur frá Búrfelli, þau eiga tvo syni
Halldór og Róbert; Gissur, mjólkur-
fræðingur _ á Selfossi, kvæntur
Hansínu Á. Stefánsdóttur skrif-
stofumaður Þau eiga tvo syni,
Stefán Róbert, unnusta hans er
Sigrún Sigurðardóttir frá Laugar-
vatni og Axel Þór. Jóhanna,
bankamaður búsett á Hellu, gift
Svavari Bjamhéðinssyni rafmagn-
seftirlitsmanni, þau eiga þrjú böm,
Katrínu Jónu, Steinunni Bimu og
Ivar Om.
Ollu þessu fólki var hann ástríkur
eiginmaður, faðtr, tengdafaðir og
afí. Heimilið og fjölskyldan var hon-
um ávallt efst í huga.
Jóna og Robert hófu fyrst sinn
búskap í Múla, hér á Selfossi, sem
nú er eitt af elstu húsum staðarins,
í sambýli við foreldra Jónu, Katrínu
Bjömsdóttur og Gissur Gamalías-
son. Gissur lést á fyrstu búskapará-
mm þeirra, en Katrín dvaldist á
heimili þeirra til dauðadagsárið
1963. Mér gat ekki dulist að hann
minntist þeirra ætíð með hlýju og
virðingu.
Eftir lát Gissurar fluttu Guðrún
systir Jónu og eiginmaður hennar,
Sigursteinn Ólafsson, ásamt ungum
syni, Sævari, einnig í húsið Múla
og þar bjuggu þessar tvær fjöl-
skyldur saman í góðu sambýli, þrátt
fyrir þröngan húsakost í nær tvo
áratugi. Síðan eignuðust þessar
tvær fjölskyldur hvor sitt húsið á
Sunnuveginum, hlið við hlið, báðum
fjölskyldum til ánægju.
Síðustu árin bjuggu Jóna og
Róbert á Háengi 15. Alls staðar þar
sem heimili þeirra stóð.sat sama
snyrtimennskan í fyrirrúmi, bæði
innandyra sem utan, og naut Ro-
bert þess í ríkum mæli að rækta
garðinn sinn. Hann gladdist yfír
hveiju blómi, hve smátt sem það
var og áhugasamur fylgdist hann
með vexti og þroska tijánna sinna.
Hann var ræktunarmaður í orðsins
fyllstu merkingu. Hann var mikill
náttúruunnandi og naut þess að
ferðast úm ísland, sem varð honum
sifellt kærara, og tel ég að hann
hafí verið meiri íslendingur, en
margur landinn.
Á sínum yngri árúm stundaði
hann allmikið sportveiðar, bæði
skotveiðar og stangveiði. Muna
áreiðanlega margir eldri Selfoss-
búar hann þeysandi um götumar á
mótorhjólinu sínu með veiðistöng-
ina eða byssuna um öxl. Laxveiðin
heillaði hann allt til þess síðasta.
Marga góða stundina átti hann á
bökkum Ölfusár, öll þessi ár, meira
segja síðastlíðið sumar, þótt sjúkur
væri stóð hann margan daginn með
stöngina sína upp við á. Eins og
góðum veiðimanni sæmdi var það
ekki veiðivonin ein sem dró, heldur
samveran við náttúruna og góða
félaga.
Eins og áður er sagt hóf hann
störf við Mjólkurbú Flóamanna á
Selfossi vorið 1935 og starfaði hann
þar, allt þar til hann varð sjötugur.
Oft mun vinnudagurinn hafa verið
langur og strangur, einkum fyrr á
árum, þegar mannshöndin varð að
vinna erfíðustu verkin, sem vélam-
ar hafa nú tekið við. En þar
eignaðist hann marga kæra og góða
vinnufélaga sem hann minntist ætíð
með hlýhug.
Að leiðarlokum er mér ríkt þakk-
laeti í huga til tengdaföður míns.
Ég mun aldrei gleyma fallega bros-
inu hans, þegar hann bauð mig
velkomna í fjölskylduna fyrir tæp-
um 26 árum, ekki heldur síðasta
brosinu hans til okkar, þegar hann
átti fáar stundir ólifaðar. Hér á
okkar heimili stendur eftir ófyllt
skarð nú þegar hann er horfinn,
því í öil þessi ár var hann nær dag-
legur gestur. Gott var að ræða við
hann, skemmtilegur var hann og
gæddur ríkri kímnigáfu. Góðri tón-
list unni hann og hafði hann góða
þekkingu á því sviði. Einnig hafði
hann yndi af lestri góðra bóka.
Skapmikill maður var hann og
tilfínningaríkur, en undir sló hlýtt
og viðkvæmt hjarta. Ég mun aldrei
gleyma æðruleysi hans og karl-
mennsku í erfíðum veikindum, sem
stóðu yfír í tvö ár. Elsku tengdaföð-
ur mínum þakka ég allar liðnar
samverustundir og bið Guð varð-
veita hann á hinum nýju leiðum.
Góður Guð styrki og styðji Jónu,
tengdamóður mína, hún heftir mest
misst. Megi ljúfar endurminningar
hugga hana og alla sem syrgja
góðan mann. Blessuð sé minning
Roberts Jensen.
Guðrún Á. Halldórsdóttir
Minning:
Oskar Guðmundsson
frá Vestra-Fíflholti
Fæddur 4. september 1907
Dáinn 23. maí 1987
Hvað er hel?
Öllum líkn sem lifa vel
engill, sem til lífsins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sólarbros, er birta él,
heitir hel.
(M.J.)
I dag, 30. maí, verður jarðsung-
inn tengdafaðir minn Óskar
Guðmundsson frá Vestra-Fíflholti,
Vestur-Landeyjum.
Óskar var fæddur 4. september
1907 í Vestra-Fíflholti en þar
bjuggu foreldrar hans. Ungur
missti hann móður sína og ólst upp
hjá föður sínum og stjúpmóður
ásamt bróður sínum, systur og fóst-
ursystur.
Hann vann við bú föður síns og
fór til vers í Vestmannaeyjum líkt
og'gerðist um unga menn á þeim
tíma. Á unglingsárum eignaðist
Óskar tvöfalda hnappaharmonikku
og spilaði hann þá tíðum fyrir dansi
og mun það oft hafa verið erfítt,
því að fara þurfti yfír óbrúaðar ár
ýmist á hestum eða fótgangandi á
dansstaðina og spila síðan alla nótt-
ina því dansað var þar til birta fór
af degi og hugsa þurfti til morgun-
mjalta.
Þann 1. júlí 1944 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína Ingi-
björgu Jónsdóttur frá Miðkoti og
tóku þau þá við búi í Vestra-Fífl-
holti og bjuggu þau þar til ársins
1974 en þá fluttu þau á Hvolsvöll
þar sem þau hafa búið síðan.
Óskari þótti ætíð mjög vænt um
búsmala sinn og er mér minnis-
stætt hversu hann sýndi sauðfé sínu
mikla alúð og umhyggjusemi um
sauðburðinn og mun þá svefntími
bóndans ekki alltaf hafa verið lang-
ur. Einnig þótti Óskari gaman að
fara á hestbak og gerði hann það
oft á góðum dögum þegar tími gafst
frá bústörfunum.
Óskar var tónlistarunnandi og
auk þess að spila á harmonikku
söng hann í kirkju sinni um árabil.
Eina dóttur eignuðust þau Óskar
og Ingibjörg og býr hún nú ásamt
fjölskyldu sinni á Hvolsvelli, einn
son átti Ingibjörg sem Óskar gekk
í föðurstað og býr hann og fjöl-
skylda hans í Bandaríkjunum;
Síðustu vikumar dvaldist Óskar
á sjúkrahúsi Suðurlands en þar lést
hann 23. maí sl.
Ég sendi starfsfólki sjúkrahúss-
ins bestu þakkir fyrir góða
umönnun sem Óskar var aðnjótandi
þar.
Að lyktum þakka ég tengdaföður
mínum samfylgdina og bið Guð að
styrkja tengdamóður mína og
blessa minningu hins látna.
Innilegar kveðjur og þakkir frá
dóttur og afabörnunum.
Gunnar Marmundsson
í dag
Hagkaup
Skeifunni
Opið alla daga frá kl. 9-6
Laugardaga frá kl. 10-12 og 1 -3.
LERKi HF.
Skeifunni 13 á
símar 82877 og 82468