Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Minning:
Guðrún Magnúsdótt■
ir, Grundarbrekku
Fædd27.júní 1906
Dáin 20. maí 1987
í dag verður borin til grafar frá
Betel, kirkju hvítasunnumanna í
Vestmannaeyjum, Guðrún Magnús-
dóttir frá Grundarbrekku. Hún lést
í sjúkrahúsinu í Eyjum 20. maí sl.
eftir langa sjúkdómslegu. Lauk þar
ævi merkrar og mjög ágætrar konu.
Guðrún Guðríður, eins og hún
hét fullu nafni, var fædd 27. júní
1906 í Fagradal í Vestmannaeyjum,
dóttir þeirra hjóna, Þorbjargar
Jónsdóttur, Mýrdælings (f. 1872,
d. 1945), og Magnúsar Eyjólfsson-
ar, Skaftfellings (f. 1862, d. 1940).
Þau Þorbjörg og Magnús giftust
aldamótaárið. Var Þorbjörg þá í
vinnumennsku í Þorlaugargerði, en
þau bjuggu síðan í Dölum og
Fagradal uns þau reistu árið 1913
hús sitt, Grundarbrekku, þar sem
þau áttu heima til æviloka að kalla.
Þeim hjónum varð þriggja bama
auðið: Halldórs (f. 1904, d. 1978),
Guðrúnar, sem nú kveður síðust
bama þeirra, og Þórarins (f. 1912,
d. 1978). Þau systkinin bjuggu öll
og störfuðu í Eyjum mestalla sína
tíð og bræðumir lengst af saman í
Fiskimjölsverksmiðjunni, en Þórar-
inn varð fyrir slysi ungur maður
og bjó við tæpa heilsu æ síðan.
Guðrún átti auk þess tvö eldri hálf-
systkini, samfeðra, tvíburana
Guðrúnu og Gísla, útgerðarmann í
Skálholti.
Búskapur þeirra Þorbjargar og
Magnúsar á Grundarbrekku var
með lfku sniðu og á öðrum heimilum
í Eyjum á fyrri hluta þessarar ald-
ar. Magnús stundaði sjómennsku
og önnur störf í landi sem til féllu,
en Þorbjörg stjómaði búinu og rak
mötuneyti fyrir vermenn og leigði
auk þess nokkrum þeirra í kjallar-
anum hjá sér. Þau höfðu skepnur,
tvær til þrjár kýr, kindur og hænsni,
og ennfremur stunduðu þau þó
nokkra garðrækt.
Við þessar aðstæður óx Rúna á
Grundarbrekku úr grasi og er þó
tvennt ótalið sem mjög setti svip
sinn á líf hennar á yngri árum.
Annars vegar var það atvinnubylt-
ingin í Eyjum sem hófst fæðingarár
hennar, 1906, þegar vélbátaútgerð
var fyrst stunduð af krafti og með
svo miklum árangri að íbúum Eyj-
anna fjölgaði úr um 800 það árið í
á fjórða þúsund tveimur áratugum
seinna. Þessum breytingum fylgdu
mikil umsvif og rót og jafnframt
geysileg húsnæðisekla. Hitt var trú-
boð hvitasunnumanna á íslandi sem
hófst sumarið 1921 er Erik Ásbö
kom til Eyja. Hjónin á Grundar-
brekku tóku trú og voru meðal
stofnenda hvítasunnusafnaðarins í
Eyjum, voru skírð niðurdýfing-
arskím ásamt sautján öðrum
Eyjamönnum í febrúar 1926. Þá
hafði söfnuðurinn nýlega vígt sam-
komuhús sitt, Betel. Áður en Betel
var reist, og reyndar síðar þegar
ekki voru aðstæður til að kynda
húsið, voru samkomur haldnar í
heimahúsum, einkum á Grundar-
brekku. Rúna var því í mikilli
snertingu við safnaðarstarfið og
kynntist vel Ásbö og sporgöngu-
mönnum hans, einkum Nils
Ramselius, sem verið hafði sóknar-
prestur í sænsku þjóðkirkjunni, og
Eric Ericson, skógarhöggsmanni
sænskum, sem var mjög atorku-
samur forstöðumaður í Eyjum og
síðar í Reykjavík og víðar. Guðrún
tók skím árið 1927 hjá Ramseliusi,
sem hún dáði mjög, og upp frá því
varð henni ekki hvikað af þeirri
braut. En trú sína bar hún afar
vel, hún var einlæg og djúp, en aldr-
ei borin á torg með glamri og ekki
reynt að þröngva henni inn á neinn
sem ekki var tilbúinn að þiggja af
reynslu hennar fúslega.
Árið 1930 giftist Guðrún Jónasi
Guðmundssyni, Húnvetningi, frá
Mið-Gili í Langadal, sem þá hafði
verið verkamaður og sjómaður í
Eyjum í fáein ár og m.a. haft her-
bergi og fæði á Grundarbrekku.
Þau voru nokkuð misaldra, Jónas
20 árum eldri, en það skyggði ekki
á hamingju þeirra. Hjónabandið
stóð í tæp 40 ár. Jónas var óvenju-
legur maður og naut mikilla líkams-
og sálarkrafta fram á síðustu ár,
og vinnusamur með afbrigðum.
Hann lést 20. febrúar 1979, tæp-
lega 93 ára gamall.
Þau Rúna og Jónas eignuðust sex
böm. Elst var Jóhanna, f. 1931.
Hún dó aðeins sjö ára að aldri og
var missir hennar þeim mikið
harmsefni. Næstur var Jóhann
Hilmar, umsjónarmaður bama-
heimila, f. 1934, kvæntur Ester
Ámadóttur fóstm, þau búa í Mjölni
í Eyjum og eiga tvö böm; Einar
Guðni, múrari, f. 1938, kvæntur
Halldóru Traustadóttur ljósmóður
frá Skaftafelli, búa í Reykjavík og
eiga fjögur böm; Jóhann, umsjónar-
maður Safnahússins, f. 1940,
ókvæntur og bjó með móður sinni
á Grundarbrekku, Sigurbjörg, hús-
móðir í Vestmannaeyjum, f. 1942,
gift Viðari Óskarssyni rafvirkja,
þau eiga tvö börn, og Magnús Þór,
framkvæmdastjóri Herjólfs _ hf., f.
1947, kvæntur Guðfínnu Óskars-
dóttur sjúkraliða frá Siglufirði, þau
eiga þrjú böm.
Skömmu eftir andlát Jóhönnu, í
marsmánuði árið 1940, tilkynntu
þau Jónas og Guðrún við guðs-
þjónustu í Betel um stofnun
minningarsjóðs, sem bæri nafn
hennar, en hlutverk hans er að efla
kristniboð í Afríku. Stofnframlagið
sem þau hjón lögðu fram nam
tveimur mánaðarlaunum verk-
manna á þeim tíma, vissulega
göfugt framlag fólks sem hafði fyr-
ir stóm heimili að sjá, auk þess sem
Jónas gekk þá ekki heill til skógar.
Ávöxturinn lét heldur ekki á sér
standa og er nú risinn 40 manna
skóli í Svasilandi sem að miklu leyti
er kostaður af þessum minningar-
sjóði.
Ég kynntist Rúnu á Grundar-
brekku fyrir rúmum tuttugu árum,
þegar við Jónas maður hennar unn-
um saman í fískmóttöku Hraðfrýsti-
stöðvarinnar og síðar á skreiðarloft-
inu í Suðurhúsinu, ásamt Jóni
Jónssyni, sem kenndur var við Gróu
konu sína. Allmikill aldursmunur
var á okkur Jónasi, hann stóð þá á
áttræðu en ég var 17 ára. Samt
varð þetta upphaf mikillar vináttu,
því að Jónas var einstakur vinnufé-
lagi, glettinn og léttur í lund, spakur
og fróður og mjög hjálpsamur. Þá
tók ég að venja komur mínar á
Grundarbrekku og mætti þar hlýju
viðmóti hjá Rúnu og eðlislægri
gestrisni hennar.
Á Grundarbrekku var allt í föst-
um skorðum og enginn lausungar-
bragur á neinu. Það var því alltaf
skemmtilegt ævintýri að koma
þangað, fræðast af þeim hjónum
og ekki síður gleðjast með þeirn.
Rúna var falslaus kona, hrein og
bein og sagði álit sitt umbúðalaust,
en þó með háttvísi. Hún var kreddu-
laus. Rúna var forvitin í bestu
merkingu þess orðs, fróðleiksfús og
ævinlega tilbúin að leiðrétta skoð-
anir sínar á mönnum og málefnum
ef tilefni var til þess. Hún var létt
í lund, var orðheppin, sagði
skemmtilegar sögur og hló hjartan-
lega ef menn voru sæmilega fyndnir
í návist hennar.
Það var mjög auðfundið hjá Rúnu
að hún saknaði þess mjög að hafa
ekki átt þess kost að sitja lengur í
skólum og læra, og ferðast meira
um heiminn og kynnast framandi
þjóðum. Sjálf var hún bráðþroska
og var tekin í bamaskóla ári á und-
an jafnöldrum sínum því að skóla-
stjórinn hafði ekki bijóst í sér til
þess að vísa frá grátandi stúlkukind
á skólatröppunum. Hún varð strax
læs og gat því hjálpað skólasystkin-
unum að stauta, t.a.m. þeim Einari
ríka og Binna í Gröf, en þeir voru
þegar á þeim árum með hugann
við margt annað en skólalærdóm.
Rúna hvatti því böm sín til náms.
Loks tók hún sig upp, hátt á sex-
tugsaldri, og fór til Danmerkur,
ferð sem henni varð mjög minnis-
stæð.
Það varð þó hlutskipti Rúnu, eins
og flestra annarra kvenna, að
standa fyrir heimili, stóm heimili,
því að auk bamanna voru hjá henni
foreldrar hennar og kostgangarar,
jafnframt því sem á hennar herðum
hvíldi skepnuhirðing og margvíslegt
bústang annað. Samt virtist hún
hafa tíma og ráð til að sinna ýmsu
öðru, einkum ef vinkonur hennar
þurftu á hjálp að halda.
Á síðari árum átti Guðrún við
talsverða vanheilsu að stríða, var
næstum farlama, og nú hin síðustu
misseri var heilsan þannig að hún
naut sín engan veginn. Óllu þessu
tók hún þó með hægð og virtist
ekki haggast mikið, enda var líf
hennar byggt á mikilli trúarvissu.
Hún reyndi eins lengi og fært var
að vera heima á Grundarbrekku,
þar sem heimili hennar hafði staðið
alla tíð, en dvaldist síðustu mán-
uði, frá því í október sl., í sjúkrahús-
inu í Eyjum. Þar lést hún
miðvikudaginn 20. maí sl.
Með Guðrúnu Magnúsdóttur á
Grundarbrekku er gengin mæt
kona. Á langri ævi sinni lifði hún
miklar breytingar, meiri en aðrar
kynslóðir hafa séð í þessu landi.
En hún var sjálf svo styrk og vel
undir lífið búin að hún gat lagað
sig að því sem að höndum bar.
Hafi hún þökk fyrir það sem hún
veitti mér.
Það má vera bömum og bama-
bömum Rúnu á Grundarbrekku
mikill styrkur að eiga svo góða og
bjarta minningu um móður sína og
ömmu nú þegar hún er horfín og
stýrir ekki lengur húsi sínu, þangað
sem gott var að koma og hjartarúm
var mikið.
Helgi Bernódusson
DagnýLára Jónas
dóttir — Minning
Fædd 1. apríl 1975
Dáin 25. maí 1987
Hún Dagný Lára er dáin.
Þó svo að við hefðum fengið
nokkra daga til að undirbúa okkur
undir þessa fregn, þá erum við allt-
af varbúin dauðanum, ekki síst
þegar um svo unga stúlku er að
ræða.
Dagný Lára var ein af 26 nem-
endum 5. bekkjar Grunnskólans í
Stykkishólmi. Hún var einstaklega
dagfarsprúður nemandi, sem hafði
ekki þörf fyrir að vekja á sér at-
hygli. Samt sem áður vissum við
vel af henni, augu hennar sögðu
mikið og hennar hlýja viðmót, sem
við öll urðum vel aðnjótandi.
Dagný Lára var alltaf tilbúin til
að hjálpa, hver sem í hlut átti. Hún
var mikið gefín fyrir böm og gladd-
ist því mjög þegar hún eignaðist
lítinn bróður fyrir tæpu ári. Einnig
var hún mjög hænd að dýrum og
bauðst gjaman til að gæta þeirra.
Skólanum okkar, hér í Stykkis-
hólmi, má líkja við stóra fjölskyldu,
sem nú hefur verið höggvið í stórt
skarð, á óvæntan og óvæginn hátt.
Minningin um Dagnýju Láru mun
lifa áfram meðal beklqarfélaga,
skólafélaga, kennara og starfsfólks
skólans.
Höfum hljótt,
hún á nú svo hægt og rótt.
Vertu sæl, vor Ijúfa litla,
litla stund vér hljótum skilja
Hvíl í Guði, góða nótt!
Höfum hljótt!
(Matthías Jochumsson.)
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar innilegustu samúð. Guð blessi
minningu Dagnýjar Láru.
Nemendur og starfsfólk
Grunnskólans í Stykkishólmi.
Mig langar til að fá í örfáum
orðum að minnast hennar litlu
frænku minnar, Dagnýjar Láru Jón-
asdóttur. Hún fæddist í Stykkis-
hólmi þann 1. apríl 1975, en var
. svo mjög snögglega frá okkur tekin
þann 26. maí 1987, og var því rétt
nýlega orðin 12 ára. Hún sem alltaf
var svo kát og glöð. Það var iðu-
lega glatt í kringum hana. Ósjálf-
rátt hugsar maður til þess að hún
eigi ekki eftir að koma í heimsókn
til okkar oftar, þó svo við vitum öll
að hún verður með okkur.
„Af hveiju hún, af hverju ekki
einhver annar?" Hún sem var í
blóma lífsins. En það er líka sagt
að guðirnir kalli þá fyrr til sín sem
þeir elski.
Mikill verður missir okkar og
stórt skarð er þar sem þessa litlu
stúlku vantar. En sárastur verður
missirinn hjá foreldrum, bræðrum,
öfum og ömmu. Ég bið því guð að
styrkja og vernda ykkur elsku
Jonni, Inga, Steini, Vignir, Sigurður
Grétar og Bogga.
„Þú lifðir góðum guði,
í guði sofnaðir þú.
í eilífum andarfiiði
ætíð sæl lifðu nú.“
Bidda og Arnar
Hún Dagný Lára, besta vinkona,
mín og bekkjarsystir, er dáin.
Það er svo erfítt að trúa því, en
Guð ræður. Ég veit að nú líður
henni vel í faðmi Jesú á himnum.
Ég sakna hennar mikið. Við vorum
svo góðar vinkonur. Ég vil því
þakka henni fyrir allar okkar góðu
stundir, sem við áttum saman. Ég
mun aldrei gleyma Dagnýju Láru.
„Vaktu minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.“ (Sálur)
Elisabet
„Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor I hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem' ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson)
Með þessum línum kveðjum við
litla vinkonu og þökkum af öllu
hjarta árin, sem hún var í návist
okkar.
Hún hefur skilað því hlutverki,
sem henni var ætlað í þessu lífi,
og lifír nú á hærra tilverustigi. Jes-
ús sagði: Ég lifi og þér munuð lifa.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja foreldra hennar og bræður
og aðra ástvini í sorg þeirra.
Minning hennar mun lifa.
Gunna, Baldur og dætur.
t
Eiginmaður minn,
GUNNAR HVANNBERG,
andaðist 28. maí.
Ebba Hvannberg.
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON
frá Bolungarvík,
Jaðarsbraut 41, Akraneai,
lést í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 29. maí.
Systur hins lótna.
t
Móðir mín, amma, langamma og systir,
MARÍA DAVÍÐSDÓTTIR,
Hverfisgötu 104b,
andaðist í Borgarspítalanum 27. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sjöfn Aðalsteinsdóttir.