Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
57
Guðni Ág. Þórarins-
son húsasmíða-
meistari—Minning
Fæddur 17. júlí 1906
Dáinn 15. maí 1987
í dag, laugardaginn 30. maí,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju,
tengdafaðir minn, Guðni Þórarins-
son, Miðvangi 41, Hafnarfirði.
Guðni var fæddur á Grunnavatni á
Jökuldal 17. júlí 1906. Foreldrar
hans voru hjónin Helga Guðnadótt-
ir frá Kleif í Fljótsdal og Þórarinn
Ketilsson frá Höfn í Borgarfirði
eystra og var Guðni einn af fimm
bömum þeirra hjóna, hin voru: Ólaf-
ur, lést ungur, Bergljót látin, Signý,
búsett á Akureyri og Alfreð, búsett-
ur í Reykjavík.
Frá Grunnavatni fluttist Guðni
með foreldrum sínum og systkinum
að Grund, en þar missti hann móð-
ur sína, þá aðeins 11 ára gamall.
Þórarinn flyst síðan með böm sín
að Amarvatni en þar kvænist Þór-
arinn seinni konu sinni, Salínu
Einarsdóttur frá Þorbrandsstöðum
í Vopnafirði. Áttu Þórarinn og
Salína saman §ögur böm: Jónínu,
búsetta í Reykjavík, Ólaf, látinn,
Friðjón, látinn og Helga, búsettan
í Reykjavík. Oft minntist Guðni
þess hve Salína hafi verið þeim
bömum góð og sem besta móðir.
Um tvítugsaldur hóf Guðni nám
hjá Sigurði Hannessyni, húsasmiða-
meistara á Norðfirði og lauk þar
námi með mjög góðum vitnisburði
árið 1929. Guðni flyst til Akureyrar
árið 1930, og þar kynnist hann
konuefni sínu, Jóhönnu Kristjáns-
dóttur, ættaðri úr Öxnadal. Guðni
og Jóhanna gengu í hjónaband 14.
maf árið 1931. Þau áttu tvö böm:
Ólöfu Helgu, búsetta í Garðabæ,
gift undirrituðum og Viðar, búsett-
an í Kópavogi, kvæntur Guðríði
Ólafsdóttur. Jóhanna tengdamóðir
mín lést 6. desember 1983. Þau
hjón Jóhanna og Guðni voru búsett
á Akureyri til ársins 1945, en þá
flytjast þau hingað suður og vann
Guðni hjá Stefáni Thorarensen, lyf-
sala, við byggingar o.fl. Voru þau
hjón þá búsett í Saltvík á Kjalar-
nesi og bjuggu þar í ellefu ár. Síðan
flytjast þau hjón til Hafnarfjarðar
og vann Guðni hjá Reykdal og síðan
við skipasmfðar f Dröfn. Það mun
hafa verið árið 1966 sem Guðni
fann fyrst fyrir þeim sjúkdómi er
síðar varð honum að aldurtila. Eftir
það vann Guðni lítið enda mjög
heilsutæpur þau ár sem hann átti
eftir ólifuð, og ófáar ferðimar á
sjúkrahús þessi ár.
Árið 1960 kaupa þau sér hús í
Garðabæ og búa þar til ársins 1977
Hótel Saga Simi 1 2013
Blóm og
skreytingar
við ölltœkifœri
V^terkurog
k J hagkvæmur
auglýsmgamiðill!
að þau minnka við sig og kaupa
sér litla íbúð á Miðvangi 41, Hafnar-
fírði og bjuggu þar til dauðadags.
Ég kynntist Guðna fyrir 23 árum
er ég kvæntist dóttur hans, og hafa
það verið góð kynni svo ekki sé
meira sagt. Guðni hafði kynnst
bæði gleði og sorg í lífinu, en aldr-
ei lét hann bugast þó móti blési,
hann bar ekki veikindi sín á torg.
Guðni fylgdist vel með öllu og var
vfðlesinn. Þá kunni hann vel að
segja frá og var minni hans óbrigð-
uit til hinsta dags.
Fyrir um það bil 10 ámm fórum
við Guðni ásamt fleirum austur á
Jökuldalsheiði og komum að
Grunnavatni, sem nú em bara rúst-
ir einar. Veður var eins og best
getur verið, glampandi sól og hiti.
Guðni mældi þá upp rústimar og
kunni góð skil á öllu. Síðan teikn-
aði hann bæinn upp þegar heim var
komið og með því framtaki hafa
bjargast góðar heimildir. Guðni var
einn af stofnfélögum Bræðrafélags
Garðakirkju og starfaði í því til
æviloka.
Guðni unni mjög bömum sínum
og bamabömum og bar hag þeirra
fyrir bijósti og ekki má gleyma
langafastráknum sem hann hafði
ómælda ánægju af. Guðni hafði
hlakkað svo mjög til að geta verið
við útskrift tveggja dætra okkar,
en kallið kom viku of snemma til
að það gæti orðið.
Síðustu árin var hann af og til á
verkstæði mfnu og ekki verða of-
þakkaðar þær samverustundir sem
við áttum þar. Það er mikil gæfa
að fá að eiga slfkan vin sem Guðni
var. Hann var mikill mannkosta-
maður og ljúfmenni hið mesta.
Minningin um hann mun verða
geymd. Ég bið honum blessunar
guðs.
Benedikt Björnsson
Með örfáum orðum viljum við
minnast afa okkar, Guðna Þórarins-
sonar, húsasmfðameistara, Mið-
vangi 41, Hafnarfirði. Afi fæddist
17. júlí 1906 og hefði því orðið 81
árs í sumar. Við ætlum ekki að
rekja langan og viðburðaríkan
lífsferil afa, heldur með fáum og
fátæklegum orðum þakka fyrir allar
stundimar sem við áttum saman.
Afi var óþijótandi sagnabrunnur
og eyddi ófáum stundunum í að
ri§a upp með okkur liðna atburði
úr lífí sínu og ömmu, en hún lést
fyrir fjórum árum. Afi sagði
skemmtilega frá, skildi sig frá
skarkala nútímans og endurlifði
atburðina sem hann var að segja
frá. Starfsviljinn og minnið var
óhagganlegt fram á hans síðasta
dag. Ymsir sjúkdómar hijáðu hann
en lífsviljinn var þeim ávalit yfir-
sterkari. Á verkstæðinu hjá pabba
vann hann heilu dagana við trésmíði
og fékkst einnig við að binda inn
og lagfæra gamlar bækur.
Um helgar hittist flölskyldan oft
í Garðabænum hjá mömmu og
pabba og var það þá ljósið í bæn-
um, Ingvar, fyrsta bamabama-
bamið, sem átti þá hug hans allan.
Ingvar tveggja ára og „afí lang“
fengu sér þá gjaman í nefið saman
og þótti báðum ansi skondið.
Þrátt fyrir harða baráttu við
sjúkdóma vildi afi alltaf vera þátt-
takandi í lífi okkar systranna.
Við kveðjum nú afa og þökkum
honum fyrir allar samverustundim-
ar og þann kærleika sem hann
veitti okkur.
Guð blessi minningu hans.
Jóhanna, Rósa,
Hrönn og Hildur.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtár af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
KRISTRÚN V. JÓNSDÓTTIR,
Nýlendugötu 29,
verður jarðsungin fró Fríkirkjunni mánudaginn 1. júní kl. 15.00.
Jón Ásbjörnsson,
Fríða V. Ásbjörnsdóttir,
Ásbjörn Jónsson,
Baldur Steingrímsson,
Halia Danfelsdóttir,
Stelngrímur Baldursson.
Asdfs Jónsdóttir,
Hóðlnn Steingrfmsson,
Gunnar Steingrfmsson.
t
Útför konunnar minnar,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Böðvarsgötu 10,
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 30. maf kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast ióti Ifknarstofnanir
njóta þess.
Haukur Kristinsson.
t
Bróðir okkar,
JÓHANN SIGMUNDSSON,
Miðstræti 1,
Neskaupstað,
andaðist í Landspítalanum 27. maí.
Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl.
15.00.
Sigrún Sigmundsdóttir
Sveinlaug Sigmundsdóttir,
Árnfna Sigmundsdóttir,
Guðrfður Sigmundsdóttir,
Guðrún Sigmundsdóttir,
Stefán Sigmundsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og útför föður okkar
og tengdaföður,
DANÍELS KRISTINSSONAR,
Einarsnesi 54.
Sveinn Magni Danfelsson, Fanney Dóra Kristmannsdóttir,
Halla Danfelsdóttir, Jón Ásbjörnsson,
Auður Danfelsdóttir, Jakob Ágúst Hjálmarsson.
t
Alúöar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og jaröarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
FREYGERÐAR A. ÞORSTEINSDÓTTUR,
Strandgötu 9,
Ólafsfirði.
Andrés Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Jón Sigurðsson,
Margrót Sigurðardóttir,
Valgerður Sigurðardóttir,
og
Jensfna Þórarinsdóttir,
Baldur Snorrason,
Halldór Jónsson,
Matthlidur Antonsdóttir,
Ólafur Þór Jónsson,
Hilmar Þorsteinsson
barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar
mfns og bróður okkar,
GEIRS GUÐBRANDSSONAR
frá Sigluflrði.
Ásgerður fsaksdóttir
og systkini.
t
Þökkum af alhug öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og útför míns elskulega eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNS H. JÚLÍUSSONAR
hafnarstjóra,
Hlfðargötu 23, Sandgerði.
Rósa Jónsdóttir,
Júlíus Jónsson, Ingibjörg Magnúsdóttir,
fna Jónsdóttir, Guðmundur Jónasson,
Alma Jónsdóttir, Jón Friðriksson,
Birgir Jónsson,
Hallvarður Þ. Jónsson,
Vfðir S. Jónsson,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við fráfall og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR
stórkaupmanns.
Guðrún Lilja Halldórsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.