Morgunblaðið - 07.06.1987, Qupperneq 22
4
22 S
ffclk í
fréttum
poor TTXTtr r> orm t. nr rr/t/t tp nio» TCWTmanM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
Fegurðar-
drottningarí
glæsikjólum
Æ
Aföstudagskvöld voru kynntar í
veitingahúsinu Broadway stúlkurnar tíu,
sem keppa munu um titlana „Fegurðardrottning
___Islands 1987“ og „Fegnrðardrottning
Reykjavíkur 1987“. Við það tækifæri komu
stúlkurnar m.a. fram í kvöldkjólum, þeim er hér
sjást.
Sjálf aðalkeppnin fer fram annað kvöld, annan
í hvítasunnu, á svonefndu „gala-kvöldi“. Er ekki
að efa að þá verði aldeilis kominn spenningur í
stúlkurnar um það hver þeirra hreppi hnossið,
en það er ekki ónýt nafnbót að vera kjöriu
F egurðardrottning íslands, ekki síst þegar um
jafnföngulegan hóp ræðir og líta má hér til hliðar.
Má dómurum enda vera vandi á höndum að þurfa
að skera úr um hver þessara gullfallegu stúlkna
skuli nú teljast fallegust.
Gestir voru á einu máli um hversu vel kvöldið
hefði heppnast, bæði vegna góðs málsverðar og
skemmtiatriða, en ekki síst vegna glæsilegrar
frammistöðu keppendanna tíu, sem hér sjást í
sínu fínasta stássi. Vöktu kjólamir enda mikla
hrifningu gesta, ekki síður en tíguleg framkoma
stúlknanna.
Uppmni kjólanna er margvíslegur, en gjarnan
komu mæður stúlknanna við sögu. Satín og silki
vom greinilega vinsæl efni, auk palíettuefnis, sem
vitaskuld er kjörið við tækifæri sem þetta, þegar
stúlkurnar þurfa bókstaflega að skina af fegurð
I sviðsljósinu.
Þá er bara að bíða úrslitanna á mánudagskvöld.
COSPER
OPH
— Guð hjálpi mér! Maðurinn minn hefur alveg gleymt að
þú ætlaðir að koma f kvöld, Fía frænka — hann er heima.
Þóra Birgisdóttir var i
kóngabláum kjól úr
palíettuefni og silki, sem
var hannaður og saumaður
af Sigríði Pétursdóttur.
Hildur Guðmundsdóttir
klæddist einnig kjói eftir
Jórunni Karlsdóttur, en sá
var dökkbleikur úr
sanseruðu thai-silki,
skreyttur með palíettum.
Hér er Anna Margrét
Jónsdóttir á svörtum kjól
úr satíni og silki. Kjólinn
hannaði hún sjálf, en
móðir hennar, Marín
Elísabet Samúelsdóttir,
saumaði. Skartgripimir,
sem hún ber, eru frá Jens.
íris Guðmundsdóttir var í
hvítum satinkjól, sem
Guðný Tryggvadóttir
hannaði og saumaði.
Skartgripirnir eru
hinsvegar frá
snyrtivöruversluninni
París á Laugavegi.
Kristín Jóna Hilmarsdóttir
var í fjólubláum kjól úr
satini og palíettuefni, en
pifan er úr satíni. Það var
Guðlaug Hansdóttir, sem
hannaði kjólinn og
saumaði.
Bergrós Kjartansdóttir
skrýddist hvitum kjól, en
skartgripina fékk hún
lánaða hjá Messinu á
Laugavegi.