Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
ÚTVARP/SJÓNVARP
Löggulíf
Fimmtudagsleikritin á rás 1 eru
hinn fasti punktur í tilveru fjöl-
miðlarýnisins og bjarga honum oft
frá þeirri angist er fylgir auðum
skermi eða þegar velja skal á milli
fjölmargra girnilegra dagskrárat-
riða. En fátt er svo með öllu gott
að ekki boði nokkuð illt, ef þannig
má snúa alkunnum málshætti.
Smæð íslensks samfélags birtist
einkar ljóst í leikhúsinu þar sem
sömu leikaramir mæta æ og síð og
alla tíð til leiks. í hinu hefðbundna
leikhúsi á leikhússgagnrýnandinn
þess kost að rýna hinn sjónræna
þátt sýningarinnar, og minnist ég
gjaman þeirra augnablika frá leik-
húsgagnrýnendaferlinum er hinn
sjónræni þáttur sýningarinnar
stýrði pennanum. í útvarpsleik-
húsinu er það hins vegar rödd
leikarans er fyllir ein út í persónuna
og því er gagnrýnandanum nokkur
vandi á herðum er sömu raddimar
hljóma í sífellu. Oft ber þó við að
velskrifað hlutverk lyftir gamal-
kunnugri rödd leikarans yfir stað
og stund. A því augnabliki hreyfír
persónan, er höfundur og leikari
lífguðu á hinu ósýnilega sviði, ekki
aðeins við penna gagnrýnandans
heldur tilfínningum hans og hugsun
er rúmast ekki öll í prentsvertunni.
Já útvarpsleikurinn er dularfullur
galdur og hlýtur að vera óskastund
hvers leikara að lífga við leikper-
sónu — með röddina eina að vopni.
Fimmtudagsleikritinu; Brot úr
sekúndu eftir Dennis Mclntyre var
lýst þannig í fréttatilkynningu Foss-
vogshæðaleikhússins: Leikritið
gerist í einu af skuggahverfum New
Yorkborgar. Svartur lögregluþjónn,
Val Johnson, sem er þar við gæslu,
hefur komið auga á ungan hvítan
mann sem er að bijótast inn í bíl.
Johnson handtekur manninn sem
ögrar honum með ókvæðisorðum
um litarhátt hans. Þar kemur að
Johnson er nóg boðið og hann skýt-
ur manninn fullur haturs. Þessi
atburður veldur honum sálarkvöl
og áleitnar siðferðislegar spuming-
ar sækja á huga hans.
Stefán Baldursson leikstjóri valdi
Valdimar Öm Flygenring til að
leika bílþjófinn lánlausa. Valdimar
er ekki mjög þjálfaður útvarpsleik-
ari en það kom ekki að sök því
hann hæfði smáþjófínum og mellu-
dólginum frá Bronx. Slíkur maður
talar náttúmlega ekki „Oxford-
ensku“ og Valdimar sneyddi vendi-
lega framhjá hinum norðlenska
framburði, sem er honum máski
ekki eðlislægur. Helgi Bjömsson er
Iék félaga Vals lagði líka áherslu á
hinn harðbeitta framburð. Pálmi
Gestsson lék Parker lögreglufull-
trúa er yfírheyrði Val skömmu eftir
að skotið hljóp út byssunni. Pálmi
er prýðilega skýrmæltur þótt hann
sé ekki að norðan og fannst mér
hann hér ná þessu hljómfalli er ein-
kennir góðan útvarpsleik en Róbert
Amfínnsson er lék hér föður Vals,
býr einmitt yfír þessu næmni á
hljómfall raddarinnar. Sigurður
Skúlason lék sjálfan Val Johnson.
Sigurður er ákaflega innlífur og
einlægur leikari en stöku sinnum
er einsog hljómfall raddarinnar
breytist án þess að innihald textans
hafí gefíð tilefni til slíkrar áherslu-
breytingar. Hér gerist undirritaður
máski full smámunasamur og
sennilega tilheyra áherslubreyting-
amar bara eðlilegri málvitund
leikarans en svona þróast nú heym-
amæmni þess er situr árið um kring
með eyrað límt við fímmtudagsleik-
ritin. Tinna Gunnlaugsdóttir lék
konu Vals og fannst mér hún of-
leika ögn á stundum enda skammt
frá Yermu. Birgir Sigurðsson þýddi
þetta verk ágætlega og náði næst-
um „bronxmállýskunni" mdda-
fengnu. Að lokum legg ég til að
leikritið verði flutt í Lögregluskóla
Ríkisins því það vekur upp ýmsar
áleitnar spumingar um áhrif lög-
reglustarfsins á sálarlífíð.
Ólafur M.
Jóhannesson
Rás 2:
VIÐ GRILLIÐ
■■■■ í kvöld klukkan I
1 Ö00 18 er á dagskrá
rásar 2 þáttur
sem ber heitið „Við Gril-
lið“. Eins og nafnið gefur
til kynna kemur matargerð
nokkuð við sögu þáttarins.
Ýmsir landsþekktir menn
gerast kokkar í eina
klukkustund og koma með
skemmtilegar uppskriftir
að grillréttum og fleim,
spjalla við hlustendur og
leika létta tónlist. Kokkur
að þessu sinni er Karl
Ágúst Úlfsson.
Karl Ágúst Úlfsson
UTVARP
©
LAUGARDAGUR
4. júlí
6.45 Veöurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir
hlustendur". Pétur Péturs-
son sér um þátlinn. Fréttir
eru sagöar kl. 8.00, þá lesin
dagskrá og veðurfregnir
sagðar kl. 8.15. Að þeim
loknum heldur Pétur Péturs-
son áfram að kynna
morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.15 i garðinum með Haf-
steini Hafliðasyni. (Endur-
tekinn þáttur frá miðviku-
degi.)
9.30 I morgunmund. Guðrún
Marinósdóttir sér um barna-
tíma. (Frá Akureyri.)
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Óskalög sjúklinga.
Alma Guömundsdóttir
kynnir. Tilkynningar.
11.00 Af Torginu. Brot úr
þjóðmálaumræðu vikunnar
i útvarpsþættinum Torginu
og einnig úr þættinum Frá
útlöndum. Einar Kristjáns-
son tekur saman.
11.40 Næst á dagskrá. Stiklað
á stóru í dagskrá útvarps
um helgina og næstu viku.
Umsjón: Trausti Þór Sverris-
son.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Sinna. Þáttur um listir
og menningarmál. Umsjón:
lllugi Jökulsson.
15.00 Nóngestir. Tónlistar-
þáttur í umsjá Eddu Er-
lendsdóttur.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá.
16.16 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpiö.
17.00 Stundarkorn í dúr og
moll með Knúti R. Magnús-
syni. (Þátturinn verður
endurtekinn nk. mánudags-
kvöld kl. 00.10.)
17.50 Sagan: „Dýrbítur" eftir
Jim Kjeldgaard. Ragnar Þor-
steinsson þýddi. Geirlaug
Þorvaldsdóttir les (8).
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Bandarísk tónlist.
a. „Holyday" eftir Charles
Ives.
b. Lög úr „Túskildings-
óperunni" eftir Kurt Weill.
c. Lög úr „Porgy og tíess"
eftir George Gershwin.
20.00 Harmoníkuþáttur. Um-
sjón: Sigurður Alfonsson.
20.30 Úr heimi þjóðsagnanna.
Sjöundi þáttur:,, Skugga-
valdi, skjólið þitt" (Útilegu-
mannasögur). Umsjón:
Anna Einarsdóttir og Sól-
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR
4. júlí
16.30 íþróttir.
18.00 Garðrækt.
Tíundi þáttur. Norskur
myndaflokkur í tfu þáttum.
Þýðandi Jón O. Edwald.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið.)
18.30 Leyndardómar gull-
borganna.
(Mysterious Cities of Gold)
— Áttundi þáttur. Teikni-
myndaflokkur um ævintýri i
Suður-Ameríku fyrr á
tímum. Þýðandi Sigurgeir
Steingrímsson.
19.00 Litli prinsinn.
Fimmti þáttur. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Sögu-
maður Ragnheiður Stein-
dórsdóttir. Þýðandi
Rannveig Tryggvadóttir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Tommahamborgara-
mótið. Umsjónarmaður Erla
Rafnsdóttir. •
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Lottó.
20.40 Allt í hers höndum.
(’Allo 'Allol) - Fjórði þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur í sjö þáttum. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.16 Kvöldstund í Fillmore-
hljómleikahöllinni.
Sumarið 1986 voru haldnir
tónleikar í San Francisco og
komu þar saman ýmsir þeir
listamenn sem settu svip á
sjöunda áratuginn. Þar á
meðal má nefna Joan Baez,
Joe Cocker, Donovan,
Country Joe, Sly & The Fam-
ily Stone, Paul Butterfield,
John Lee Hooker, Al Koop-
er, Carlos Santana og fleiri
gamlar kempur.
22.15 „í góðsemi vegur þar
hver annan"
(The Thomas Crown Affair)
— Bandarísk bíómynd frá
1968. Leikstjóri Norman
Jewison. Aðalhlutverk: Faye
Dunaway og Steve Mc-
Queen. Auðkýfingur nokkur
styttir sér stundir við að
skipuleggja og fremja full-
komið bankarán og hyggst
með því andmæla ríkjandi
þjóöfélagsskipan. Fyrr en
varir kemst þó glæsilegur
starfsmaður tryggingafé-
lags viökomandi banka á
slóð hans. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
00.05 Dagskrárlok.
r)
0
STOD2
LAUGARDAGUR
4. júlí
i 091.00 Kum, Kum. Teikni-
mynd.
i 09.40 Jógi björn. Teikni-
mynd.
i 09.40 Alli og íkornarnir.
Teiknimynd.
i 10.00 Högni hrekkvísi.
Teiknimynd.
i 10.20 Ævintýri H.C. Ander-
sen. Ljóti andarunginn. Fyrri
hluti. Teiknimynd með
islensku tali.
} 10.40 Herra T. Teiknimynd.
} 11.30 Fimmán ára (Fifteen).
í þessum þáttum fara ungl-
ingar með öll hlutverk.
»12.00 Hlé.
j 16.00 Ættarveldið (Dyn-
asty). Fallon lendir í bílslysi
og er flutt á spítala. Þar
fæðist henni sonurog Blake
Carrington heldur vart vatni
af ánægju.
} 16.45 Islendingar erlendis.
í þessum þætti er Helgi
Tómasson balletdansari og
listastjóri San Francisco-
ballettsins sóttur heim.
Umsjónarmaður er Hans
Kristján Árnason og upp-
töku stjórnaði Ágúst Bald-
ursson.
117.30 bíladella (Automania).
Julian Pettifer ferðast um
heiminn og kannar hvernig
yfirvöld reyna að hafa hemil
á og draga úr bíladellu
manna. I Hong Kong stend-
urt.d. til að láta menn borga
sérstakt vegagjald f hvert
skipti sem þeir aka bílnum
sínum, (Tokyo er mælt fyrir
stæði áöur en mönnum leyf-
ist að kaupa bíl og i suður
Kóreu heyrir bílpróf til opin-
berra sýninga.
§ 18.00 Golf. Framvegis mun
golf vera á dagskrá Stöðvar
2 á laugardögum. í þetta
sinn er sýnt frá Opna ítalska
meistaramótinu (Italian
Open).
i 19.00 Lucy Ball. Oft hefur
verið sagt að konur hafi
ekki húmor og geti ekki ver-
ið skemmtilegar. Lucille
Ball kveöjur þessar raddir i
kútinn í sjónvarpsþáttum
sínum sem þykja með þeim
skemmtilegri sem sýndir
hafa veriö.
19.30 Fréttir.
20.00 Undirheimar Miami
(Miami Vice). Bandarískur
spennuþáttur með Don Jo-
hnson og Philip Michael
Thomas í aðalhlutverkum.
Tubbs og Crockett gruna
franskan Interpol lögreglu-
mann um græsku.
} 20.45 Spáspegill (Spitting
Image). Bresku háðfuglun-
um er ekkert heilagt.
} 21.10 Bráðum kemur betri
tíð (We’ll Meet Again).
Breskur framhaldsþáttur
um lífið og ástandsmálin í
smábæ í Englandi I seinni
heimsstyrjöldinni. 12. þátt-
ur.
} 22.05 Hollywood — til ham-
íngju (Happy Birthday
Hollywood). Um þessar
mundir á Hollywood 100
ára afmæli sem miðstöð
kvikmyndageröar i heimin-
um. Haldiðer upp á afmælið
með glæsisýningu, eins og
þeirra er von og vísa, þar
sem fram koma helstu
stjörnur hvíta tjaldsins fyrr
og nú. Meðal þeirra sem
fram koma eru Clint East-
wood, Liza Minelli, Olivia
De Havilland, Katherine
Hepburn, Bob Hope, Molly
Ringwald og margir fleiri.
§ 00.30 Áhættusöm iðja (Acc-
eptable Risks). Bandarísk
sjónvarpsmynd með Cicely
Tyson, Brian Dennehy og
Kenneth McMillan i aðal-
hlutverkum. Leikstjóri er
Rick Wallace. I meir en 30
ár hefur efnaverksmiðja fært
ibúum Oakbridge atvinnu
og velmegun. Þó heyrast
raddir sem halda því fram
að ekki sé allt sem skyldi í
öryggismálum verksmiðj-
unnar og að hún sé tíma-
sprengja sem geti sprungiö
hvenær sem er. En flestum
íbúunum verða á þau mis-
tök að halda: Svona kemur
ekki fyrir okkur.
§ 02.05 Dagskrárlok.
veig Halldórsdóttir. Lesari
með þeim: Arnar Jónsson.
Knútur R. Magnússon og
Sigurður Einarsson völdu
tónlistina.
21.00 íslenskir einsöngvarar.
Garöar Cortes syngur lög
eftir Árna Thorsteinsson,
Sigvalda Kaldalóns og Ey-
þór Stefánsson. Krystyna
Cortes leikur með á píanó.
21.20 Tónbrot. Umsjón: Krist-
ján R. Kristjánsson. (Frá
Akureyri.) (Þátturinn verður
endurtekinn nk. mánudag
kl. 15.20.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Stund með Edgar Allan
Poe. Viðar Eggertsson les
söguna „Langa kistan".
23.00 Sólarlag. Tónlistarþátt-
ur í umsjá Ingu Eydal. (Frá
Akureyri.)
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón Örn Marinósson.
01.00 Veöurfregnir.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
LAUGARDAGUR
4. júli
01.00 Nætun/akt útvarpsins.
Þorsteinn G. Gunnarsson
stendur vaktina.
6.00 ( bitið. — Rósa G. Þórs-
dóttir.
Fréttir á ensku sagöar kl.
8.30.
9.03 Með morgunkaffinu.
Umsjón: Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
11.00 Fram að fréttum. Þáttur
í umsjá fréttamanna út-
varpsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Laugardagsrásin. Um-
sjón: Kristín Björg Þor-
steinsdóttir, Sigurður
Sverrisson og Stefán Sturla
Sigurjónsson.
18.00 Við grillið. Kokkur að
þessu sinni er Karl Ágúst
Úlfsson.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldrokk. Umsjón:
Ævar Örn Jósepsson.
22.05 Út á lífið. Þorbjörg Þóris-
dóttir kynnir dans- og
dægurlög frá ýmsum
tímum.
00.05 Næturvakt útvarpsins.
Óskar Páll Sveinsson stend-
ur vaktina til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 12.00, 16.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.00—19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5.
Fjallað um íþróttaviöburöi
helgarinnar á Norðurlandi.
LAUGARDAGUR
4. júlí
08.00—12.00 Jón Gústafsson
á laugardagsmorgni. Jón
leikur tónlist úr ýmsum átt-
um, lítur á það sem fram-
undan er um helgina og
tekur á móti gestum. Fréttir
kl. 08.00 og 10.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—15.00 Ásgeir Tómas-
son á léttum laugardegi.
Öll gömlu uppáhaldslögin á
sínum stað. Fréttir kl. 14.00.
15.00—17.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Hörður Arnar-
son kynnir 40 vinsælustu
lög vikunnar.
Fréttir kl. 16.00.
17.00—20.00 Rósa Guð-
bjartsdóttir leikur tónlist og
spjallar við gesti.
18.00-18.10 Fréttir.
20.00—23.00 Anna Þorláks-
dóttir í laugardagsskapi.
Anna trekkir upp fyrir helg-
ina.
23.00—04.00 Þorsteinn Ás-
geirsson nátthrafn Bylgj-
unnar heldur uppi helgar-
stuðinu.
04.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Ólafur Már
Björnsson með tónlist fyrir
þá sem fara seint í háttinn
og hina sem fara snemma
á fætur.
/ FM 10Z.J
LAUGARDAGUR
4. júlí
8.00—10.00 Rebekka Rán
Samper. Það er laugardag-
ur og nú tökum við daginn
snemma með laufléttum
tónum sem Rebekka raðar
saman eftir kúnstarinnar
reglum.
10.00-12.00 Jón Þór Hann-
esson. Með á nótunum, svo
sannarlega á nótum æsk-
unnar fyrir 25 til 30 árum.
11.55 Stjörnufréttir.
12.00—13.00 Pia Hanson. Pia
athugar hvað er að gerast
á hlustunarsvæði Stjörn-
unnar, umferðarmál, sýn-
ingar og uppákomur.
Blandaður þáttur.
13.00—16.00 Örn Petersen
Helgin er hafin. Hér er Öm
í spariskapinu og tekur létt
á málunum, gantast við
hlustendur með hinum
ýmsu uppátækjum, sann-
kallaöur laugardagsþáttur
með ryksugu-rokki.
16.00—18.00 Jón Axel Ólafs
son. Á ferð í laugardags-
skapi.
17.30 Stjörnufréttir.
18.00—22.00 Árni Magnús-
son ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur,
22.00— 3.00 Helgi Rúnar
Óskarsson. Stjörnuvakt.
23.00—23.10 Stjörnufréttir.
3.00— 8.00 Bjarni Haukur
Þórsson vaktar stjörnurnar
og gerir ykkur lífiö létt með
tónlist og fróöleiksmolum.
ALFA
Éi.npiim
FM 102,9
LAUGARDAGUR
4. júlí
13.00 Skref í rétta átt. Stjórn
endur: Magnús Jónsson
Þorvaldur Daníelsson og
Ragnar Schram.
14.30 Tónlistarþáttur. í um
sjón Hákonar Muller.
16.00 Á þeinni braut. Ungl-
ingaþáttur. Stjórnendur:
Gunnar Ragnarsson og
Sæmundur Bjarklind.
17.00 Hlé.
22.00 Vegurinn til lífsins: Tón
listarþáttur með lestri úr
Ritningunni.
24.00 Dagskrárlok.