Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Grábölvað fyrir Eyjarnar að eiga ekki mann á þingi Morgunblaðið/Sig. Jóns. Árni Johnsen, myndin er tekin á Selfossi. Rætt við Arna Johnsen Selfossi. Kosningaúrslit þykja ávallt tíðindi, ekki sízt þegar þau eru á þann veg að breytingar verða á liðskipan á Alþingi. Starfi þingmanna er þannig farið að þeir mega gjöra svo vel og hlíta því að bera verk sín undir dóm kjósenda og er sá dómur endanlegur. Honum verður ekki hnikað né áfrýjað. í nýafstaðinni kosningabaráttu sigldu frambjóðendur krappan sjó í snarpri orrahríð og þegar upp var staðið höfðu orðið þær breytingar á þingliði Sunnlendinga að Árni Johnsen hafði misst sitt umboð og verður utan þings næsta kjörtímabil. Þau tíðindi urðu og að Vestmannaeyingar geta nú ekki kennt neinn úr þingliði Sunnlendinga við Eyjarnar. Það er grábölvað — Hvemig er sú tilfinning, Ámi Johnsen, að horfa upp á þingmanns- lausar Eyjar? „Það er grábölvað, því þótt Vest- mannaeyjar séu hluti af Suður- landskjördæmi, þá er sérstaða Eyjanna á svo margan hátt að það þarf í rauninni Eyjamenn til þess að sinna því hlutverki. Ég hef þó lagt kapp á það undanfarin ár að vinna fyrir allt kjördæmið og um allt kjördæmið og ég hef beinlínis lagt áherzlu á það að ekki sé verið að flokka menn niður eftir svæðum, en það virðist erfítt að vinna þeirri skoðun fylgi þótt hún vinni vissu- lega á. Vestmannaeyjar eru stærsta þéttýlissvæðið í kjördæminu, stærsta verstöð landsins og auðvit- að vegur það þungt í skipan mála, en lengst af hafa menn náð að taka eðlilegt tillit til þess innan raða sjálfstæðismanna í kjördæminu." — Menn tala um Suðurland ann- arsvegar og Vestmannaeyjar hins vegar. Finnst þér þingmönnum hætta til að gleyma Eyjunum, þar býr jú sterkt samfélag sem er sjálfu sér nægt um margt? „í stjórnmálum liðinna alda var alltaf talað um ísland annars vegar og Vestmannaeyjar hins vegar, enda voru Vestmannaeyjar lengi séreign konungs og þá kallaðar Gullkista íslands. Ég held að menn gleymi í rauninni ekki Vestmanna- eyjum, en vegna mikilvægis Vestmannaeyja sem stærstu ver- stöðvar landsins sem skilar á milli 10 og 20% af framleiðsluverðmæti sjávarafurða, úr höndum 1,6% íbúa landsins, þá skiptir máli að það sé metið í stjórnsýslunni, því það skipt- ir þjóðarbúið í heild svo geysilega miklu máli að vel gangi í Vest- mannaeyjum. Vestmannaeyjar sem pláss eru ein bezta mjólkurkýr landsins og slíkt hljóta menn að meta. Vestmannaeyjar eru í raun og veru atvinnutæki sem er í gangi allan sólarhringinn alla daga ársins. Hlutir ganga hratt fyrir sig í Eyjum og það þarf að sjá um að allt sé klárt. Þörfín er þannig meiri en víðast hvar annars staðar á landinu fyrir alhliða þjónustu hvort sem er í atvinnulífi eða mannlífí. Mér fannst ég órétti beittur — Þú sagðir einu sinni að storm- urinn væri þitt veðurlag og að þú efldist við mótbyr. Ef við lítum á stöðuna í dag, ertu þá fokinn um koll? „Nei, nei, ég er ekkert fokinn um koll, en það hefur hins vegar hvesst í mér sjálfum. Mér líkar að hafa bratta framundan, taka á verkefnum til árangurs. En það er rétt, það hefur stormað og ég tek þann storm í fangið." — Hvernig á það eftir að koma fram? „Það verður að fínna sér farveg. Það er ekkert launungarmál að mér fannst ég órétti beittur þegar ég var fluttur til um sæti á framboðs- lista sl. haust. Mér fannst óeðlilegt að gera slíka breytingu nema með sömu aðferð og upp var stillt þegar ég vann 2. sætið í nær 5000 manna prófkjöri í almennu opnu prófkjöri og að auki höfðum við tveir efstu menn engan tíma til að taka þátt í baráttu um sætaskipan innan raða þröngs hóps trúnaðarmanna, við vorum á kafí í gegningum fyrir Alþingi og kjördæmi okkar, Þor- steinn sem ráðherra, ég í fjárveit- inganefnd sem vinnur í vetrarbyij- un alla daga vikunar og nær öll kvöld. Því var haldið fram að þetta hafí verið gert vegna ákveðins munsturs, vegna þess að ég væri sterkari í 3. sætinu, baráttusætinu, en mitt álit er það að ef maður dugar ekki í 3. sætið í þesu tilviki, þá dugar hann enn siður í 2. sætið. Þá er verið að misbjóða fólki með óeðlilegri verzlun og það er vond pólitík, sem margir hljóta að hundsa.“ Það er ekki bara líðandi stund — í harðri baráttu hlýtur að koma upp sú hugsun hvort það sé þess virði að beijast. „Með blússandi hvatningu og baráttuglöðum samheijum er það sannarlega þess virði. Menn verða auðvitað að meta stöðuna á hveijum tíma. Með samstilltu átaki áttum við þrátt fýrir allt góða möguleika. Það þurfti að vísu dálítil heppni að fylgja eins og alltaf þegar staðan veikist. En það á auðvitað eingöngu að efla menn til að standa sig þá enn betur. Sem gamalreyndur spretthlaupari hefur mér alltaf líkað best við endasprettinn og það var svo sannarlega tekið á með hörku- liði, það var skemmtilegt en við erfiðar aðstæður og samheijar okk- ar um allt kjördæmið tóku á af miklum krafti. Við áttum miðað við allt að koma enn sterkar út úr þessari innrás í okkar landhelgi, sem ég kalla Suð- urlandskjördæmi, vegna þess að það er engin hemja fyrir lands- byggðarmenn að vera að byggja undir apparat eins og Bogaraflokk- inn sem kemur til vegna ákveðinna vandamála i höfuðborg landsins. Við höfum mörg verk að vinna á landsbyggðinni þó svo við séum ekki að skipta okkur af innan- búðarvandamálum í Reykjavík sem Albert Guðmundsson er og hefur lengi verið þó svo hann hafí verið skemmtilegur og umdeildur per- sónuleiki sem stjómmálamaður — að vísu með eilífar sérþarfír. Það er bara allt annað mál. Auðvitað á þorri þeirra sem kusu Borgaraflokkinn samleið með Sjálf- stæðisflokknum inn í framtíðina, því það er miklu meira í húfi en svo að samúð með einum manni vegna óhapps hans í einu máli geti verið næg ástæða til þess að höggva varanlegt skarð í það móðurskip sem Sjálfstæðisflokkurinn’ er íslensku þjóðlífí. Það er líka mörg- um brugðið í þeirri stöðu sem nú er. í Albertsmálinu var enginn góð- ur kostur, allar leiðir út úr því voru erfiðar og sá í raun ekki fyrir end- ann á neinni. Slík mál verða hins vegar ekki leyst með óvinafagnaði og flokksstofnun til slíks getur ekki átt að vara lengi. Það er margt undarlegt sem kemur upp í pólitík- inni, margt sem menn átta sig ekki á í fljótu bragði. Það er til dæmis í raun undarlegt að helsta gagnrýn- in á Þorstein Pálsson er sú að hann segi aldrei neina vitleysu, tali aldrei af sér.“ — Það fer orð af eindæma kosn- ingabaráttu í heimabyggð þinni, Vestmannaeyjum. „Frá því ég man eftir mér hef ég aldrei fundið aðra eins stemmn- ingu í pólitík eða annarri félagslegri vinnu. Það kannski lýsir Eyjamönn- um dálítið vel því þeir voru ekkert sáttir við þetta upphlaup sem varð og þessa röð atvika sem breytti bæði sætasikpan og pólitískum vindum. Þeir eru vanir því að taka fast á þegar á þarf að halda. Það þýðir aldrei að bíða með að beita skipi upp í vindinn ef á hefur hall- að. Það þýðir heldur ekkert að bíða með að hreinsa lestina eða spúla dekkið. Það veður að gera hlutina strax og ákveðið og það gerðu þeir í þessari kosningabaráttu. Ef fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins hefðu skilað sér eins vel á landsmæli- kvarða hefði þetta ekki getað verið nein spurning og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð, Eyjamenn.“ — Hvað er eftirminnilegast úr orrahríðinni? „Ákaflega hvetjandi stuðningur fólks úr öllum áttum í kjördæminu við mig persónulega í erfíðri stöðu. Það sem er kannski eftirminnileg- ast í þessu sambandi er ekki í rauninni neitt einstakt atvik heldur mörg atvik þar sem fólk úr ýmsum áttum tjáði manni hug sinn, fólk sem maður átti ekki von á að færi að tala sig út um hvað það ætlaði að gera í kosningum, en hvatti til harðrar baráttu. Það er eftirminni- legast og gaf manni sól í sinni." I lausu lofti — Hvaða tilfínning fylgir því að horfa á bak þingsæti og vinnuvett- vangi? Norræna húsið: ,tSól, Hnífar, Skip“ Jóns Gunnars Arnasonar á sumarsýningn SUMARSÝNING Norræna húss- ins verður að þessu sinni helguð verkum Jóns Gunnars Árnasonar og verður sýningin opnuð í dag, laugardaginn, klukkan 15. Jón Gunnar kallar sýningu sýna „Sól, Hnífar, Skip“. Þetta er í tólfta sinn sem Nor- ræna húsið stendur fyrir sérstakri sumarsýningu á verkum íslenskra listamanna til þess að kynna nor- rænum ferðamönnum og öðrum athyglisverðar hliðar íslenskrar list- ar, segir í frétt frá Norræna húsinu. Jón Gunnar hefur um árabil verið einn ákafasti brautryðjandi nýrra hugmynda meðal íslenskra lista- manna, segir í frétt frá Norræna húsinu. Hann var einn af stofnend- um SÚM-hópsins og tók þátt í uppbyggingu Nýlistasafnsins. „í list sinni hefur hann kunnað að tengja saman ólíkar hugmyndir, endumýja höggmyndalistina og skapa sér full- komlega persónulegt rými í íslensku listalífí," ritar Gunnar Kvaran í sýn- ingarskrá. Á sýningunni eru hátt í 50 verk, skúlptúrar og teíkningar, sem spanna feril listamannsins allt frá 1961 til 1987. Jón Gunnar sagðist í samtaii við Morgunblaðið gera hátt í 20 málverk og ef til vill um hundrað teikningar áður en hann byggi til skúlptúr. Jón Gunnar staldraði ungur við í Handíða- og myndlistaskóla Islands. Hann nam jámsmíði við Iðnskólann, setti á fót lítið jámsmíðaverkstæði og vann að margvíslegum listrænum tilraunum. Það sem skipti þó hvað mestu fyrir Jón voru kynni hans af listamanninum Dieter Roth, sem búsettur var um skeið hér á landi, segir í frétt frá Norræna húsinu. Síðastliðinn áratug hefur Jón Gunn- ar sótt yrkisefnið í samevrópska goðafræði sem tengist táknfræði sólarinnar. Hvort sem um er að ræða sólvagn, sólauga, fugl eða bát þá eru þessi verk líkt og óður til sólarinnar - orku lífsins, segir í fréttatilkynningu. Sumarsýningin verður opin dag- lega í Norræna húsinu frá kl. 14 til 19 til 2. ágúst. Morgunblaðið/Sverrir Jón Gunnar Árnason við eitt verka sinna „Skip“ sem Ibúasamtök Vesturbæjar gáfu Reykjavíkurborg á 200 ára afmælinu í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.