Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 17

Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 17 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 394 í prentun síðasta þáttar féll niður merkið < (= orðið til úr) í eftirfarandi málsgrein: „Hún [Þórunn Guðmundsdóttir] man eftir orðinu úr Völuspá, úr bæjar- nafninu Undirfell < Undomfell og staðhæfir að undorn hafi verið til í talmáli út 19. öld.“ ★ Baldur Jónsson prófessor skrif- ar mér svohljóðandi: „Kæri Gísli. Nýlega minntist þú á íslenskt orð um „robot" í Morgunblaðinu. Af því tilefni datt mér í hug að senda þér ljósrit úr minnisbók málstöðvarinnar. Þar höldum við til haga hugmyndum um þýðingar eða nýyrði sem við fréttum af eða til verða í samskiptum okkar við aðra og í dagsins önn hér í mál- stöðinni.“ Um leið og ég þakka Baldri bréfið og góðar óskir, birti ég hér efni þess ljósrits sem hann sendi mér: „robot Á fundi í orðanefnd Skýrslu- tæknifélags íslands einhvem tímann á árinu 1986 stakk Þor- steinn Sæmundsson upp á því að þetta yrði kallað á ísl. vélfæri, hk. Jón Þorvaldsson, Auglýsinga- stofunni Argusi, leggur til að welding robot verði þýtt með orðinu suðuþræll og robot verði endranær þýtt með orðinu þræll, a.m.k. í samsetningum. Hann taldi að þá myndi vélfæri reynast of langt.“ Þetta minnisblað var dagsett 8.5.1987. Eg tek undir með Jóni að sam- sett orð henta ekki í nýjum samsetningum. Má ég enn biðja menn að hugleiða orð eins og mennill eða þjaki. Er nokkur leið að endurvekja eins atkvæðis orðið þý(þír) í þessari merkingu? ★ Þá er að svara Þórunni Guð- mundsdóttur um húfinn, og verður það að mestu samhljóða því sem segir fyrr (272. þáttur). Hvort heldur við erum heil á húfi (hófi) eða mikið er í húfi, þá held ég að_ hvort tveggja sé sami húfurinn. í Lexieon poeticum segir að húfr sá karlkynsorð og merki „plankerække, den 3. og 4. i skibets side fra kölen af (yfir- húfr og undirhúfr)... ofte som pars pro toto skibsiden eller hele skibet", það er að segja „hluti fyrir heild“ í merkingunni skips- hliðin eða skipið allt. Síðan eru þar tekin mörg dæmi úr fomum kveðskap þessu til staðfestingar. I Fritznersorðabók er húfr = „Skibsidens Bug, hvortil höfuð- bendur er fæstede". Vitnað er í Flateyjarbók svolátandi: „Sig- mundr þrífr upp fork einn, er lá í skipi hans, ok rekr út í húfinn á skipi þeirra svá hart, at því næst horfði kjölrinn upp á skip- inu; hann færði forkinn í þann húf skipsins, er seglit hafði ofan farit ok þagat hallaðist áðr.“ Blöndalsorðabók miðlar og þeim fróðleik að verið hafi „ældre Form hófur og til hafi verið hvor- ugkynsmyndin húf. Merking er annars að mestu greind eins og í Lexicon poéticum, en við bætt í yfirfærðri merkingu heill á húfi (hófi) = „sund og rask“ og vera í húfi (hófi) = staa paa Spil; það er ekkert (mikið) í húfi = „der er ingen Fare“. Vitnað er í ljóð Stephans G. Stephanssonar: [því] það setur enginn með almennings trú þær elskuðu guðsgjafir þannig í húf. [Bandinginn] Að lokum er þar vitnað til bréfa Jóns Sigurðssonar forseta, þar sem orðasambandið að vera í húfi merkir að vera í athugun. Um uppruna orðsins húfur held ég helst að rót orðsins muni tákna eitthvað „hvelft eða bogið“. Má í því sambandi minna á lat. cupa = tunna eða eitthvert þvílíkt ílát. Lýkur svo þessu húftali með vitnun í Grím Thomsen: . þáttur Annað skip með ýta þjáða upp hann tók á Bjargamiði, fram þá rétti fætur báða, fjutu þijú með sama sniði. Öll þau lentu heil á hófí, en - heldur sár var Þorbjöms lófí. (Þorbjöm kólka) ★ Eftirtektarverður munur kom fram í textaþýðingum frétta á Stöð 2 annars vegar og í ríkissjón- varpinu hins vegar kvöldið 27. þ.m. Sagt var frá slysi í Banda- ríkjunum, og á Stöð 2 var svo til orða tekið í texta fréttamyndar- innar að: „þrjár konur brunnu illa“. Ljótt er að heyra. Það er eins og verið sé að lýsa eldivið sem illa logar f. Ríkissjónvarpið má eiga það, að þar var betur og rétt frá sagt: „Þtjár konur brenndust illa.“ En Adam er stopull í þeirri Paradís. Skömmu áður sagði fréttamaður sjónvarpsins um langa upptalningu: „frá a til z“. Þetta er ekki íslenska. Þótt enska stafrófið endi á z, höldum við ís- lendingar áfram til ö. Vilji menn taka þetta stafræna tal eftir en- skumælandi mönnum, verðum við a.m.k. að halda okkur við eigið stafróf. I dagskrárkynningu þótti mér óbjörgulegt að heyra ungan og stæðilegan mann komast svo að orði, að hlusta mætti á „hefðar- mærina". Menn hlusta annað hvort á mey eða meyju. Og enn verð ég að undrast hversu furðulega mönnum gengur illa að fara með jafneinfalt orð og fyrirtækisheitið Höldur. Það beygist nákvæmlega eins og hest- ur: Höldur, um Höld, frá Höldi, til Hölds. Menn fara út á Höld, vinna á Höldi og tala máli Hölds. P.s. Eru það nokkrar fréttir að hey skrælni? Er ekki hey skrælnað gras? En það kunna að þykja fréttir að gras skrælni vegna þurrka á Suðurlandi. ur H. Þorsteinsson sýnir íslenzkan flugpóst í fímm römmum. Hann sýndi einnig flugpóst á HAFNIU 76 og hlaut það safn silfurverðlaun. Ekki veit ég, hvort nú er um sama eða svipað safn að ræða og fyrir tíu árum. — Jón Aðalsteinn Jónsson sýnir Danmörku 1870 til 1904 í fímm römmum, og er það í fyrsta skipti, sem það safn fer á alþjóða- sýningu. Það fékk silfur á FRIMEX 87 nú í vor. — Sigurður H. Þor- steinsson á svo tvær bækur í bókmenntadeild: Um frímerkja- söfnun. Kennslubók fyrir safnara og verðlistann íslensk frímerki 1987. — Þór Þorsteins sýnir nýút- komna bók sína: Pósthús og bréfhirðingar á íslandi, og Lands- samband íslenzkra frímerkjasafn- ara sendir tímarit sitt, Grúsk, í bókmenntadeild HAFNIU. Þjóðskjalasafn íslands og Lands- bókasafn íslands sýna í boðsdeild forfrímerkjabréf frá 1790 til 1869, bæði innanlands og til útlanda. Eins verða sýnd úr skjalasöfnum þessum bréf frá danska tímabilinu 1870 til 1872 og svo íslenzk skildingaum slög, bæði almenn og þjónustu. Margt af þessu efni hefur aldrei verið sýnt áður og raunar óþekkt fram að þessu. — Þá verður safn Hálfdánar Helgasonar af íslenzkum bréfspjöldum í deild dómara og af skiljanlegum ástæðum utan sam- keppni. Ég veit, að umboðsmaður HAF- NIU 87 hefur áhuga á, að farin verði hópferð íslenzkra safnara á sýninguna í október. Mun hann vera að athuga það mál um þessar mundir, enda er tíminn fljótur að líða til haustins. Ég vil benda þeim, sem hug hafa á þátttöku í slíkri hópferð, á að hafa samband við Gunnar R. Einarsson, en heimilis- fang hans er Kolgerði 1, 600 Akureyri. Brids Arnór Ragnarsson Fjórir riðlar í sumarbrids sl. fimmtudag 53 pör mættu til leiks í sum- arbrids sl. fimmtudag. Að venju var spilað í 4 riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 245 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 238 Bragi Björnsson — Þórður Sigfússon 236 Gunnar Þorkelsson — Lárus Hermannsson 228 Björn Blöndal — Guðmundur Pétursson 223 B-riðill: Gróa Guðnadóttir — Guðrún Jóhannesdóttir 194 Anna Þóra Jónsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 192 Árni Loftsson — Sveinn Eiríksson 190 Anton R. Gunnarsson — Guðni Sigurbjamason 185 Hermann Tómasson — Jón Ingi Bjömsson 156 C-riðill: Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 133 Bernharður Guðmundsson — Sigurður Karlsson 120 Erlendur Jnsson — RagnarÖm Jónsson 111 Magnús Ólafsson — Páll Þ. Bergsson 110 D-riðill: Baldur Bjartmarsson — Guðmundur Þórðarson 191 Einar Jónsson — Steinberg Ríkharðsson 187 Gísli Stefánsson — Oddur Jakobsson 173 Gylfí Ólafsson — Kristján Ólafsson 171 Úlfar Guðmundsson — Þorfinnur Karlsson 164 Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur Óskarsson 164 Og eftir 14 kvöld í sumarbrids er staða efstu spilara orðin þessi: Jacqui McGreal 206 Sveinn Sigurgeirsson 200 Jón Stefánsson 181 Þorlákur Jónsson 178 Þórður Björnsson 124 Anna Þóra Jónsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir — Óskar Karlsson 122 Ragnar Jónsson 114 Anton R. Gunnarsson 105 Og sem fyrr, spilað er alla þriðju- daga og fimmtudaga í Sigtúni 9 í sumarbrids. Húsið opnar kl. 18 (tæplega þó) á þriðjudögum en kl. 17.30 á fímmtudögum. Um leið og hver riðill fyllist, hefst spila- mennska í síðasta lagi kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk velkomið meðan húsrúm leyfír. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir að er nú nokkuð um liðið síðan að hér í Heimilishomi birtist listi yfír nokkur almenn orð, sem fínna má á matseðlum veitingahúsa víða um heim, og íslenskum þýðing- um þar á. Margoft hefur sú ósk verið borin upp við umsjónarkonu þáttarins að listinn yrði birtur aftur, og verður orðið við þeim tilmælum nú. Tíminn ætti að vera heppilegur þar sem vitað er, að margir eru að undirbúa sumarleyfísferðir til fjarlægra staða um þessar mundir, menn eiga því fyrir höndum að þurfa að bjarga sér á erlendum tungumálum á mat- stöðum sem annars staðar. a la mode: Þýðir í raun „í móð“. Ábætisréttir „a la mode“ eru bomir fram með ís. Kjöt „a la mode“ = brúnað kjöt með grænmeti og sósu. amandine: Matreitt með, eða borið fram með möndlum. au gratin: Réttir sem bakaðir eru í ofni með brauðmylsnu eða osti ofan á. au jus: Kjöt „au jus“, safinn úr kjötinu sem kemur við steikingu er eina sósan, þ.e. kjöt í eigin safa. au naturel: Maturinn tilreiddur og borinn fram á einfaldan hátt. bisque: Þykk matarmikil súpa oft- ast búin til úr skelfiski en einnig úr grænmetismauki. blanquette: Kálfa-, lamba- eða kjúklingakjöt í hvítri sósu ásamt lauk og sveppum. bombe: Frosnir ábætisréttir úr formi, ís eða krapís. brochette: Teinn, „en brochette“ = matur matreiddur á teini. cocotte: Ofnföst skál eða annað til að setja í ofninn. Matur „en coc- otte“ = réttur matreiddur í og borinn fram í slíkri skál. Oft átt við einstaklingsskammta. ChantiIIy: Matur búinn til úr, eða borinn fram með, þeyttum ijóma. croute: Skorpa eða deigskel. Matur „en croute" er bakaður með deigi ofan á svo skorpa myndast. deviled: Matur tilreiddur með sterku kryddi, sinnepi, auðri papr- iku o.fl. t—. filet: Beinlaust kjöt /gsgáœ! eða fiskur. flambé: Matur, sem borinn er fram logandi, þ.e. hellt er líkjör eða víni á tilbúinn matinn og kveikt í um leið og borið er fram. garni: Skreyting, það sem notað er til skreytingar á mat. gratiné: Réttir með rifnum osti eða brauðmylsnu ofan á, bakað í ofni. jardiniere: Matur skreyttur með grænmeti. julienne: Oftast grænmeti skorið í þunnar ræmur, t.d. í súpu. Lyonnaise: Réttir lagaðir með lauk. medallion: Matur, oftast kjöt, borið fram í kringlóttum eða egg- laga stykkjum. mocha: Með kaffí — eða kaffi- og súkkulaðibragði. Montmorency: Borið fram með kirsubeijum. mousseline: Sósa eða annað sem þeyttur tjómi eða þeyttar eggja- hvítur er settar í. Parmigiana: Réttir með permes- an osti í. pilaf (eða pilau): Soðin hrísgtjón með kryddi eða kryddjurtum. Smátt brytjað kjöt oft með. prosciutto: ítalskt reykt svína- kjöt. purée: Mauk eða súpa úr t.d. grænmeti, soðið og sett í gegnum sigti eða í blandara. quiche: Botn úr bökudeigi með eggjum og fleiru í fyllingu. ragout: Smátt skorið kjöt og grænmeti í sósu, oftast bragð- sterkt. roulade: Kjötrúlla með fyllingu innan í. Sömuleiðis rúlluterta. risotto: Hrísgijón brúnuð á pönnu og soðin með kryddi. scallopini: Þunnar kjötsneiðar steiktar á pönnu. scampi: Rækjur, — rækjur í hvítlaukssósu. smitane: Matur með sýrðum ijóma í. sub gum: Blanda af kínversku grænmeti. table d’hóte: Ákveðinn matseðill á föstu verði, venjulega eru það nokkrir réttir. tempura: Japanskur matur, grænmeti eða sjávarfang, difíð í deigblöndu og síðan steikt. iXái vinaigrette: Sósa ^ \ “r ec^'k’> °'1U °S Vjn) kryddi. Aðallega á salöt. Fjallað um lífeyr- issjóðamál opin- berra starfsmanna Hinn 1. júlí 1987 var haldinn i Munaðarnesi sameiginlegur fundur stjórnar BSRB og for- manna aðildarfélaga bandalags- ins. Fundinn sátu einnig fulltrúar lífeyrissjóða opinberrra starfs- manna. Til umræðu voru lífeyris- sjóðamál opinberra starfsmanna. A fundinum var einróma sam- þykkt svofelld tillaga: „Sameiginlegur fundur stjómar BSRB og formanna aðildarfélaga bandalagsins er samþykkur þeirri ákvörðun stjórnar BSRB 25. maí 1987 að gera samkomulag um frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem 17 mannanefndin skilaði fjármálaráðherra 4. júní s.l. Með hliðsjón af stöðu lífeyris- sjóðamála opinberra starfsmanna eftir samninga ASI og VSÍ í febrú- ar 1986 og eftir að frumvarp 8 manna nefndar þeirra samtaka o.fl. var lagt fram í 17 manna nefnd 20. nóvember 1986, telur fundurinn að sú lausn sem bráðabirgðaákvæði III í frumvarpinu gerir ráð fyrir, sé sú trygging fyrir óbreyttum lífeyrisréttindum sem viðunandi er. Fundurinn samþykkir að kjósa 9 manna nefnd til þess að fylgja lífeyrissjóðamálinu eftir við af- greiðslu þess hjá ríkisstjórn og Alþingi í samráði við stjórn BSRB og aðildarfélögin. Þá telur fundurinn stjóm banda- lagsins og stjórnun einstakra bandalagsfélaga að kynna stöðu lífeyrismálanna á almennum fund- um eftir sumarleyfístíma félags- manna í sumar.“ (Frétlatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.