Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Mikil aðsókn hefur verið að safninu síðan það var opnað. Listasafn kvenna opnað í Washington Eitt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum LISTASAFN þar sem ein- göngu eru sýndir listmunir er konur hafa gert, var ný- lega opnað í Washington, höfuðborg Bandarikjanna. Er það talið eitt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Stend- ur þar nú yfir sýning á 500 verkum eftir konur hvað- anæva að úr veröldinni. Um er að ræða málverk, teikn- ingar, höggmyndir, ljósmyndir og svartlistarverk, sem unnin hafa verið á tímabilinu frá því á 16.öld og fram á þá tuttugustu. Safnið, sem er til húsa rétt við Hvíta húsið, var stofnað af Wilhelminu Cole Holladay, er gaf í byijun 300 gripi úr einkasafni sínu. Sagði Holladay að eftir ferð um Evrópu hefði sér orðið ljóst hve lítið væri um listaverk eftir konur á söfnum, Byggingin er hýsir safnið var reist fyrir Frímúrararegluna árið 1907, en var síðar notuð sem kvikmyndahús. þótt af nógu væri að taka. Vildi hún því leggja sitt af mörkum til þess að auka hróður kynsystra sinna er lagt hefðu stund á list- sköpun. Frumkvæði Holladay hefur verið vel tekið og hafa 70.000 manns látið skrá sig sem styrktarmenn safnsins. Þú verður hissa! > Gróðrastöðin BORG, Hveragerði, inngangur austan EDEN. Sími 99-4438 Fallegar garðplöntur og verðið kemur þægilega á óvart. Tré og runnar um 100 tegundir, t.d. birkikvistur á 150 kr. Úlfareynir, gullregn, glansmispill, koparreynir, loðvíðir, lerki og fura. Einnig sumarblóm og um 200 tegundir af fjölærum blómum. Opið alla daga kl. 9.00-22.00. Heimsnýjung áfUAtfDt! p to r> CO Gódan daginn! Suður-Afríka: Ræða við Afríska þjóðarráðið Jóhannesarborg, Reuter. 50 HVÍTIR menn, sem allir eru þekktir I Suður-Afríku, munu halda til Senegal á miðvikudag- inn til viðræðna við hina útlægu skæruliðahreyfingu ANC eða Afríska þjóðarráðið. Litið er á för þeirra sem ögrun við suður- afrísk stjómvöld. Meðal hinna fímmtíu eru kaup- sýslumenn, fræðimenn, stjómmála- menn, rithöfundar og listamenn, sem flestir eru búar af hollenskum ættum. Tilgangurinn með förinni mun vera að koma af stað viðræð- um milli hvítra afríkana og afrískra þjóðemissinna, að sögn talsmanns hópsins. Viðræðumar munu snúast um „framtíðarskipulag stjómkerfis og efnahagsmála í Suður-Afríku“. Suður-afrísk stjómvöld hafa enn ekkert sagt um för fímmtíumenn- inganna til Senegal, en þau hafa hvað eftir annað neitað öllum við- ræðum við Afríska þjóðarráðið og stundum ógilt vegabréf þeirra, sem haft hafa í hyggju að fara til við- ræðna við samtökin. BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 6B7BOO ÞYSKAN, NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. JAPANSKAN, SÆNSKAN EÐA AMERÍSKAN BÍL. EIGUMÁ LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA Úrvals varahlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.