Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
Grænland:
Leitin að
flugvélinni
ber ekki
árangnr
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSK stjórnvöld
telja, að bandaríska flugvélin,
sem hvarf í nágrenni Kulusuk
á Austur-Grænlandi á mánu-
dag, hafi farist, og er
flugmaðurinn talinn af. Um-
fangsmikil leit að flugvélinni
hefur engan árangur borið.
Bandaríski flugrnaðurinn til-
kynnti flugvellinum í Syðri-
Straumfírði á mánudag, að hann
ætti við erfiðleika að etja vegna
gangtruflana í vél og mundi reyna
að lenda í Kulusuk. Þá var hann
um 15 sjómílur frá flugvellinum.
Bandaríkjamaðurinn lagði af
stað í þessa ferð frá flugvellinum
í Frobisher Bay í Kanada og var
á leið til Reykjavíkur. Flugvélin,
sem var af Piper-gerð, var í eigu
fyrirtækisins Orient Air í Minnea-
polis í Bandaríkjunum.
Um klukkutíma eftir tilkynn-
ingu flugmannsins var hafín leit.
Stóð hún allan mánudaginn og
þriðjudaginn með þátttöku þyrlna,
flugvéla og skipa, en bar engan
árangur.
Reuter
*
Isól og
snjóíSviss
Þegar sumarsólin hellir heit-
um geislum sínum yfir láð og
lög sækjast flestir eftir að
geta flatmagað á ströndinni
en þeir finnast þó, sem kjósa
heldur svalann og hreint
fjallaloftið. Þetta fólk, sem
var ýmist gangandi eða lét
skíðin létta sér leiðina, hittist
fyrir nokkrum dögum í rúm-
lega 4000 metra hæð í Allalin-
horn-fjalllendinu í Sviss og er
ekki annað að sjá en bærilega
hafi viðrað þá stundina.
Deilur vaxa innan Jafn-
aðarmannaflokksins
Tekst David Owen að afstýra samein-
ingn við Frjálslynda flokkinn?
Sovétríkin:
Karl Linnas
léstí
fangelsis-
sjúkrahúsi
Moskvu, Reuter.
Stríðsglæpamaðurinn Karl Linn-
as, sem var Bandaríkjastjórn
framseldi Sovétmönnum í apríl
sl., lést i fyrradag á sjúkrahúsi
i Leningrad. Kom þetta fram i
frétt frá Tass-fréttastofunni so-
vésku.
í Tass-fréttinni sagði, að Linnas
hefði látist úr hjartabilun í fangels-
issjúkrahúsi í Leningrad en þangað
var hann fluttur frá Tallinn í Eist-
landi. Skömmu eftir að Linnas hafði
verið framseldur kom í ljós, að hann
var alvarlega veikur og þrátt fyrir
tvær aðgerðir reyndist ekki unnt
að bjarga lífí hans.
Linnas, sem var 67 ára að aldri,
var dæmdur til dauða í Sovétríkjun-
um árið 1962 fyrir að hafa átt þátt
í dauða 12.000 manna þegar hann
var yfírmaður útrýmingarbúða í
eistnesku borginni Tartu á stríðsár-
unum. Þegar dómurinn var kveðinn
upp var Linnas búsettur í Banda-
ríkjunum og hafði verið frá árinu
1951 en í vor ákvað hæstiréttur
Bandaríkjanna, að hann skyldi
framseldur. Árið 1981 var hann
sviptur bandarískum borgararétti
og fangelsaður fyrir rúmu ári til
að hann gæti ekki flúið land.
London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni,
MIKLAR deilur hafa nú risið inn-
an breska Jafnaðarmannaflokks-
ins (SDP) vegna hugmynda um
að sameina flokkinn Frjálslynda
flokknum. Er David Owen, leið-
togi jafnaðarmanna, kominn upp
á kant við flesta aðra forystu-
menn vegna ágreinings um það
með hvetjum hætti skuli unnið
með Fijálslynda flokknum á
komandi árum.
Allt frá því Frjálslyndi flokkur-
inn, með David Steel í fararbroddi,
tók að vinna að því strax eftir nýaf-
staðnar þingkosningar að fijáls-
lyndir og jafnaðarmenn sameinuðu
krafta sína í einum flokki hafa geis-
að deilur innan Jafnaðarmanna-
flokksins um viðbrögð við þessari
málaleitan. David Owen hefur ávallt
verið andvígur slíkri sameiningu en
fremur viljað halda áfram á þeirri
braut, sem þegar hefur verið mörk-
uð með náinni samvinnu flokkanna
tveggja um helstu málefni og sam-
eiginlegum framboðum. Owen
heldur því fram, að enn sé ágrein-
ingur fijálslyndra og jafnaðar-
manna í nokkrum málum slíkur,
að fráleitt sé og ótímabært að
stefna að aigerum samruna flokk-
anna í nánustu framtíð. Hefur hann
einkum skírskotað til vamarmála í
þessu sambandi og meðal annars
bent á þann mikla nljómgrunn sem
hugmyndin um einhliða afvopnun
hlaut á landsþingi Fijálslynda
flokksins á síðasta ári.
David Owen hefur lýst afdráttar-
laust yfír því, að hann muni ekki
ganga til liðs við nýjan flokk, sem
myndaður yrði við samruna þeirra
tveggja flokka sem jafnaðarmenn
og fijálslyndir skipa nú. Hafa yfír-
lýsingar í þessa veru hleypt illu blóði
í þá forystumenn Jafnaðarmanna-
flokksins sem beita sér nú af alefli
fyrir því að flokksmenn leggi bless-
un sína yfír samruna í atkvæða-
greiðslu, sem fyrirhuguð er síðar á
þessu ári. Meðal helstu talsmanna
slíks samruna eru þrír þeirra sem
ásamt David Owen skipuðu á sínum
tíma „fjórmenningaklíkuna" svo-
kölluðu, sem sagði skilið við
Verkamannaflokkinn með miklum
fréttaritara Morgunblaðsins.
Gengi gjaldmiðla
London. Reuter.
GENGI Bandaríkjadollars hækk-
aði gagnvart flestum helstu
gjaldmiðlum á gjaldeyrismörk-
uðum Evrópu í gær. Verð á gulli
lækkaði.
Síðdegis í gær kostaði sterlings-
pundið 1,6125 dollara, en annars
var gengi dollars þannig að fyrir
hann fengust:
1,3265 kanadískir dollarar,
1,8355 vestur-þýsk mörk,
2,0678 hollensk gyllini,
1,5270 svissneskir frankar,
38,07 belgískir frankar,
6,1175 franskir frankar,
1329 ítalskar lírur,
148,35 japönsk jen,
6,4025 sænskar krónur,
6,7175 norskar krónur,
6,9525 danskar krónur.
Gullúnsan kostaði 443,40 doll-
David Owen - vill ekki samein-
ingu og leggur pólitíska framtíð
sína að veði.
Bandalagið verði ekki traustvekj-
andi kostur í augum kjósenda fyrr
en það komi fram sem einn flokkur
með einn leiðtoga. Andstaða við
samruna muni ekki aðeins vinna
Bandalagi fijálslyndra og jafnaðar-
manna ógagn, heldur einnig koma
í koll Jafnaðarmannaflokknum
sjálfum og öllu því, sem hann hefur
staðið fyrir. Kostimir séu því skýr-
ir, annaðhvort vinni fijálslyndir og
jafnaðarmenn saman í einum flokki
eða fari hvorir sína leið með þeirri
óhjákvæmilegu afleiðingu, að Jafn-
aðarmannaflokkurinn legði smám
saman upp laupana.
Ljóst er, að meðal liðsmanna
Jafnaðarmannaflokksins á hug-
myndin um samruna við Fijálslynda
flokkinn töluverðu fylgi að fagna.
Þykir David Owen því tefla djarft
er hann lýsir afdráttarlaust yfír, að
hann muni hvergi koma nálægt
nýjum flokki, sem stofnaður yrði
við síkan samruna. Með slíkum yfir-
lýsingum hefur þessi leiðtogi
Jafnaðarmannaflokksins teflt
pólitískri framtíð sinni í mikla
tvísýnu því að samþykki flokks-
menn samruna við Fijálslynda
flokkinn verður Owen staddur á
pólitísku flæðiskeri, flokkslaus og
áhrifalítill. En David Owen hefur
áður tekið pólitíska áhættu, verið
dæmdur úr leik en síðan staðið
uppi með pálmann í höndunum.
Hann er vinsæll í röðum flokks-
bræðra sinna og tryggð við Owen
mun vafalaust hafa áhrif á afstöðu
margra liðsmanna Jafnaðarmanna-
flokksins er þeir ganga síðar á
þessu ári til atkvæða um framtíð
flokksins og hugsanlegan samruna
við Frjálslynda flokkinn.
The Economish
ara.
. . . og Shirley Williams - féllu
af þingi og vilja sameinast Fijáls-
lynda flokknum.
látum. Þetta eru þau Bill Rodgers,
Roy Jenkins og Shirley Williams en
ekkert þeirra náði kjöri í nýafstöðn-
um þingkosningum.
Jafnaðarmannaflokkurinn
hreppti einungis fimm þingsæti af
þeim 22, sem komu í hlut Banda-
lags fijálslyndra og jafnaðarmanna
{ þingkosningunum. Innan þing-
flokks Jafnaðarmannaflokksins
gætir lítils stuðnings við hugmynd-
ina um samruna við Fijálslynda
flokkinn og er raunar vitað, að fjór-
ir af fímm þingmönnum jafnaðar-
manna eru slíkum samruna
andvígir. Með David Owen í broddi
fylkingar halda þeir því fram, að
verði af samruna flokkanna tveggja
muni gerast hvort tveggja í senn,
Frjálslyndi flokkurinn muni gleypa
Jafnaðarmannaflokkinn með húð
og hári og breskur almenningur um
leið glata þeim mikilvæga kosti,
sem Jafnaðarflokkurinn hafí boðið
upp á, lýðræðislegri jafnaðarstefnu.
Talsmenn samrunans segja hins
vegar, að nú sé að hrökkva eða
stökkva. Ljóst sé, að fijálslyndir og
jafnaðarmenn nái ekki viðunandi
árangri með þeirri losaralegu sam-
vinnu sem verið hafi til þessa.
Waldheim er folóra-
böggull heimsins
í BRESKA blaðinu The Economist birtist nýlega leiðari þar sem sú
skoðun er látin í Ijós að heimurinn hafi fundið sinn blóraböggul í
Kurt Waldheim, forseta Austurríkis. Jóhannes Páll, páfi, hafi, er
hann tók á móti Waldheim i páfagarði i siðustu viku, gefið til kynna
að hann áliti þetta ekki réttmætt.
Blaðið segir að í páfagarði hafí
verið gefnar þijár ástæður fyrir því
að taka á móti Waldheim: hann
hafí verið kosinn forseti í lýðræðis-
legum kosningum í landi þar sem
meirihluti íbúa sé kaþólskur og
páfi ætli að heimsækja á næsta
ári; Waldheim hafí staðið sig vel
sem framkvæmdastjóri Sameinuðu
Þjóðanna og hann hafí sjálfur farið
fram á að tekið yrði á móti sér. í
páfagarði hafí verið tekið á móti
ýmsum gestum þ. á m. Yasser Ara-
fat, þrátt fyrir gagnrýni utanað
komandi aðila og svo verði gert
áfram.
The Economist spyr hvort her-
ferðin gegn Waldheim sé líkleg til
að auka samúð með gyðingum og
kemst að þeirri niðurstöðu að svo
sé ekki. Það spyr einnig hvort hægt
sé að taka gagnrýnina á Waldheim
góða og gilda þegar þeir sem að
henni standi hafí viðurkennt og við-
urkenni stjómir, er menn á borð
við Idi Amin, Ferdinand Marcos og
Nicolae Ceausescu hafí verið og séu
í forsvari fyrir. Að lokum er spurt
hvers vegna Waldheim hafi orðið
blóraböggull.
Að mati blaðsins er svarið að
hann hafí legið svo vel við höggi.
Honum hafí gengið vel í lífínu og
tekist að halda sér í áhrifastöðum,
þrátt fyrir fortíð sína er nú hafi
verið grafín upp. Waldheim hafí
verið svo óheppinn að vera, viðrið-
inn nokkur af þeim óhæfuverkum
Nasista, er fólk hrylli við enn þann
dag í dag, 40 árum eftir að þau
voru framin. Hann hafi logið til um
gerðir sína á stríðsárunum og sum-
ir segi að hann ljúgi enn. En The
Economist vekur athygli á því að
lögin sem Bandaríkjamenn bera