Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 29

Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, síml 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Opera - hluti menn- ingarlegs fullveldis Samkomulag hefur verið undirritað milli mennta- málaráðuneytis, fjarmála- ráðuneytis og íslenzku óperunnar, sem vonandi tryggir starfsgrundvöll henn- ar til langrar framtíðar. Að sögn Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, mun ríkið greiða laun fastra starfs- manna óperunnar og rekstur húsnæðis hennar. í annan stað er samið um ógreidd gjöld óperunnar til ríkisins frá fyrri árum. Loks er í samkomulag- inu ákvæði um fjármagn til óperunnar, sem gerir henni kleift að hefja störf með eðli- legum hætti á hausti kom- anda. Viðbrögð Sverris Her- mannssonar, menntamálaráð- herra, og Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, við rekstr- arerfiðleikum íslenzku óper- unnar eru fagnaðarefni. Óperan hefur sannað fagleg- an tilverurétt sinn. Hún hefur á að skipa hæfu starfsfólki, sem opnað hefur íslenzkum almenningi leið til að njóta margs hins bezta sem heimur- inn hefur að bjóða í þessari stórkostlegu listgrein, auk þess sem stofnun af þessu tagi færir í raun út íslenzka menningarlandhelgi. Lokun óperunnar, sem við blasti, hefðu verið hryggileg mistök. Við erum fámenn þjóð með aðeins 120 þúsund vinnandi einstaklinga, sem standa und- ir fullvalda ríki, með öllum og margvíslegum tilheyrandi kostnaði. Sú staðreynd gerir meiri kröfur til hvers einstakl- ings en gengur og gerist með milljóna- og tugmilljónaþjóð- um — og jafnframt til aðhalds og forsjálni í meðferð fjár- muna. Við viljum hinsvegar flestöll axla þessar fullveldis- byrðar, einnig og ekki sízt í menningarlegu tilliti. Að- standendur Islenzku óperunn- ar hafa lagt nótt við dag næstliðin ár við að byggja upp starfsemi hennar með góðum árangri, sem raunar hefur farið fram úr björtustu von- um. Það er því eðlilegt að samfélagið bregðist við með þeim hætti, sem gert hefur verið, til að tryggja framhald þessa menningarstarfs. Óperan býr að eigin húsi, sem hún eignaðist fyrir arf eftir heiðurshjónin Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánsson, sem lengi ráku verzlun hér í Reykjavík. Garð- ar Cortes, óperustjóri, segir í viðtali við Morgunblaðið í vik- unni, að þetta hús megi gera vel úr garði sem óperuhús fyrir innan við 150 milljónir króna. Það ætti að vera við- ráðanlegt verkefni áður en langir tímar líða með sam- átaki áhuga- og opinberra aðila. Meginmálið er að viðbrögð viðkomandi ráðherra mennta- mála o g fjármála hafa væntanlega tryggt rekstur íslenzku óperunnar til næstu framtíðar. Óperustjórinn segir í viðtali við Morgunblaðið að Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hafi ítrekað tekið málstað óper- unnar, „á almannafæri, í blöðum, í sjónvarpi og á um- ræðufundum um framtíð hennar“. Nú hafa ráðherrar mennta- og fjármála tekið málstað óperunnar í verki með þeim hætti að rekstur hennar getur væntanlega hafist með eðlilegum hætti að hausti. Það er ánægju- og fagnaðarefni. Sverrir Hermannsson hefur sem menntamálaráðherra haft frumkvæði um sitthvað til styrktar íslenzkri menn- ingu. Hér verða aðeins nefnd tvö dæmi af mörgum. Annars- vegar Stofnun Sigurðar Nordals, sem hefur það meg- inhlutverk að efla og styrkja rannsóknir og kynningu á íslenzkri menningu heima og heiman sem og stuðla að tengslum fræðimanna á sviði íslenzkra fræða hvar sem þeir starfa í veröldinni. Hinsvegar m-hátíðir svonefndar, sem hafa þann höfuðtilgang að gefa strjálbýlisfólki betri kost á að kynnast hvers konar list og menningarstarfi, bæði úr heimahögum og utanað- komnu. Á liðnu starfsári tókst ís- lenzka óperan á við viðamestu óperusýningu á íslandi til þessa, Aidu, sem sýnd hefur verið fyrir fullu húsi rúmlega þijátíu sinnum. Því ber að fagna að óperan vaknar til nýs starfs að hausti — á traustari grundvelli en til þessa. Megi sú starfsemi auðga íslenzkt menningarlíf um langa framtíð. Hvers vegna sýkjast sumir af alnæmi en aðrir ekki? Uppgötvun breskra vísindamanna bendir til að fólk af evrópsk- um uppruna sé ónæmara fyrir sjúkdómnum en Afríkumenn Sérfræðingar um heim allan glíma nú við að finna ráð gegn alnæmi. í grein þeirri, sem hér birtist, er lýst rannsóknum Breta á erfðavísunum. Á myndinni sjáum við hins vegar fræga sérfræðinga í alnæmi. Frá vinstri: Flossie Wong Staal, Heilbrigðisstofn- un Bandaríkjanna, dr. Robert Gallo, sem greindi alnæmisveiruna einna fyrstur, Dani Bolognese, Duke- háskóla og William Jarrett, Glasgow- háskóla. Þeir sitja þarna á þriðja alþjóðlega þinginu í Washington um alnæmi og hlýða á dr. Daniel Zagury frá Frakklandi lýsa tilraun, sem hann hefur gert á sjálfum sér með bóluefni gegn hinum banvæna sjúkdómi. Margir vísindamenn eru nú komnir á þá skoðun, að takist þeim að ráða niðurlögum alnæmis, munu þeir geta sigrast á næstum hvaða sjúkdómi sem er. Stafar það ekki aðeins af því, að meiri rannsóknir fara fram á alnæmi en nokkrum öðrum sjúkdómi fyrr og síðar, heldur einnig af því hvað alnæmisveiran er fjölhæf. Skilningur á öllum hennar lævísu brögðum mun líklega leiða til skilnings á flestum öðrum sjúkdómum, allt frá krabbameini til kvefs. Fyrsta vísbendingin um að þessi spádómur sá á rökum reistur kom í ljós snemma í maí sl. þegar skýrt var frá einhverri merkustu upp- götvuninni um sjúkdóminn síðan menn fundu veiruna, sem veldur honum. Breskir vísindamenn hafa fundið eina af ástæðunum fyrir því, að sumir smitast ekki af al- næmi þótt þeir komist í tæri við veiruna og hvers vegna svo marg- ir af þeim, sem smitast, sýna engin einkenni í langan tíma. Hér er ekki aðeins um að ræða mesta leyndardóminn við alnæmið, heldur eina af mörgum óráðnu gátum allra smitsjúkdóma. Hvers vegna skyldu t.d. 20 milljónir manna hafa fallið í valinn fyrir inflúensu strax að lokinni fýrri heimsstyijöld þegar fólk nú á dögum leggst aðeins í rúmið í nokkra daga? Hvað er það, sem stjómar sóttarþunganum og smitnæminu? Erfðavísarnir ráða miklu Það eru erfðavísarnir, sögðu bresku vísindamennimir. Sumir hafa blá augu og aðrir brún, sumir hafa erfðavísa, sem hindra alnæm- issmit, en aðrir ekki. Menn hafa lengi vitað, að með kynslóðum á sér stað lífeðlisfræðileg aðlögun hjá skordýrum og fómarlömbum þeirra; mótstöðuafl þeirra síðar- nefndu eykst en krafturinn í þeim fyrrnefndu dvínar. Til skamms tíma héldu menn, að erfðavísar fómar- lambsins skiptu mestu máli í þessu sambandi, en bresku vísindamenn- imir hafa sýnt fram á, að hvort tveggja ræður miklu. Það er auðvelt að láta sér detta í hug, að erfðavísamir komi hér við sögu, en að finna þá réttu er þraut- in þyngri. Dr. Anthony Pinching, dr. Keith Nye, dr. Lesley-Jane Eales og samstarfsmenn þeirra við St. Mary’s-sjúkrahúsið í London fundu rétta erfðavísinn næstum fyrir til- viljun. Þau voru að kanna hvort einhveijir ákveðnir erfðavísar væru algengari í alnæmissjúklingum, en fólki almennt, en svo reyndist þó ekki vera með þá erfðavísa, sem þau beindu sjónum sínum að. Dr. Nye tók hins vegar eftir því, að annar erfðavisir, sem hann hafði skoðað áður, var vissulega algeng- ari í alnæmissjúklingum en ósýktu fólki. Þessi vísir, sem er kallaður „Gc“, getur verið þrenns konar: lf, ls og 2. Þar sem menn hafa tvö eintök af hveijum vísi geta sam- setningamar verið sex: lf-lf, lf-ls, ls-ls, 2-lf, 2-ls og 2-2. Dr. Pinc- hing og menn hans komust að því, að þeir, sem hafa lf-afbrigðið eru líklegri en aðrir til að smitast af alnæmi og að þeir, sem hafa 2- afbrigðið ólíklegri en gerist og gengur. Þeir, sem hafa samsetning- una lf-lf eru í mestri hættu en þeir, sem hafa 2-2, em tiltölulega ömggastir. Rannsókn bresku vísindamann- anna náði aðeins til 375 manna og því kann að vera, að hún gefi ekki endanlega mynd. Tölfræðilegar nið- urstöður hennar vom samt sem áður mjög afdráttarlausar: Af hópi samkynhneigðra karlmanna, sem ekki höfðu sýkst þrátt fýrir að hafa haft regluleg mök við sýkta karla og án þess að gæta nokkurrar var- úðar, hafði enginn Gc lf-lf-sam- setninguna; 25% þeirra höfðu Gc lf-lf. í samanburðarhópi heil- brigðra og ósamkynhneigðra manna höfðu 9% 2-2 og við 1% lf-lf. Sialic-sýra hjálpar veirunum Enginn veit nákvæmlega hvernig á þessu stendur. Gc-erfðavísirinn framleiðir eggjahvítuefni, sem leggst á yfirborð fmmunnar og tek- ur þátt í að flytja inn í hana D-vítamín. Meginmunurinn á eggjahvítuefnum lf, ls og 2 er sá, að lf hefur meira af efni, sem kall- ast sialic-sýra, á yfirborði fmmu- himnunnar en Gc ls, en Gc 2 hefur ekkert af því. Það er tilgáta dr. Pinchings, að sialic-sýran hjálpi á einhvem hátt alnæmisveimnni við að komst í gegnum himnuna. Við rannsóknina kom einnig fram, að sömu erfðavísamir hafa áhrif á hve þunglega alnæmið leggst á sýkta einstaklinga. Þeir, sem hafa Gc lf em líklegri en aðr- ir til að fá full einkenni fljótlega eftir smit, en þeir, sem hafa Gc 2 ólíklegri til þess. Það er því ekki ósennilegt, að sialic-sýran auðveldi veimnni að komast frá einni fmm- unni til annarrar. Alnæmissmit og adrar veirusýkingar Þetta síðastnefnda kemur ekki síst á óvart því að vísindamenn hafa lengi talið, að það eina, sem veki sofandi veiruna — og þar með alnæmið — væri tíminn og aðrir smitsjúkdómar. Raunar virðist það vera svo, að verði ónæmiskerfi líkamans fyrir áreitni annarra sjúk- dóma eykst hættan á að veiran vakni. I nýbirtri skýrslu kemur fram, að samkynhneigðir alnæmis- sjúklingar í Bandaríkjunum og ósamkynhneigðir alnæmissjúkling- ar í Zaire í Afríku eiga eitt sameig- inlegt, sem skilur þá frá ósýktu fólki — miklar sýkingar af fjórum öðmm veimm: cytomeglo-veim, Epstein-batt-veim, herpes og hep- atitis-B. Nýlega kom það upp í bandaríska hemum, að þar töldu menn, að bólusóttarbólusetning hefði mmsk- að við alnæmisveim í einum nýlið- anna. Varð það aftur til að koma því á kreik, að árangursrík herferð WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, á hendur bólusóttinni fram til 1980 hefði hmndið af stað al- næmisfaraldrinum. Þetta er að sjálfsögðu út i hött. Eina vísbend- ingin og hún ekki mikil er, að saman fóm tíminn og landfræðileg upptök sjúkdómsins. Hugsanlega getur bóluefnið auðveldað alnæmisveir- unni starfið, en það á engan þátt í smitinu. Alnæminu veldur út- breiðsla nýrrar veiru, ekki afdrifa- rík breyting á annarri algengri. Sem dæmi má nefna, að alnæmið barst til Zambíu eftir 1980, löngu eftir að bólusóttarherferðinni lauk. Það em góðar fréttir, að Gc- Kjarvalsstaðir: Aður ósýnd verk eftir Kjarval SUMARSÝNING á verkiun Kjarv- als verður opnuð i dag kl. 14 á Kjarvalsstöðum. Sýnd verða um 100 verk og hefur um helmingur myndanna ekki verið áður til sýn- is. í formála að sýningarskrá Kjarv- alssýningarinnar segir að á þessari sumarsýningu hafí verið leitast við að draga fram myndir þar sem mynd- skáldið Kjarval kemur fram. Þar verða myndir sem hann málaði fyrir sjálfan sig og sýndi aldrei. Verkin á sýningunni em úrval úr því 5000 mynda safni sem Kjarval ánafnaði Rey kj avíkurborg. Myndimar völdu Einar Hákonar- son, Sigurður Örlygsson og Daði Guðbjömsson og nutu aðstoðar Steinunnar Bjarman sem skrásett hefur Kjarvalssafn Reykjavíkurborg- ar. Að sögn þeirra þremenninga er inntak þeirra mynda sem nú eru sýndar allt annað en landslagsmynd- anna, náskyldar hinu nýja málverki. Töldu þeir því að sýningin ætti eftir að koma mörgum á óvart. Sýningunni á Kjarvalsstöðum er þannig skipt að í Kjarvalssal eru málverk, en á göngum hússins eru sýnd áður ósýndar myndir. Sýningin stendur til 30. ágúst. erfðavísirinn skuli hafa áhrif á alnæmisveiruna. í fyrsta sinn bend- ir margt til, að núverandi mat á útbreiðslu sjúkdómsins kunni að vera ýkt. Það er erfðafræðilegur munur á þeim, sem líklegir eru til að veikjast fljótt, og þeim, sem ekki gera það, og það gefur aftur til kynna, að þeir, sem ekki fá sjúk- dómseinkennin fljótlega eftir smitun, fái þau ef til vill aldrei. Það bendir einnig til, að dánartíðnin verði mest á fyrstu árum faraldurs- ins því að þeir, sem hættast er við smiti, eru auk þess líklegastir til að fá full einkenni. Góð tíðindi fyrir suma — verri fyrir aðra Þessi uppgötvun boðar góð tíðindi fyrir Evrópumenn og Norð- ur-Ameríkumenn, en öllu verri fýrir Afríkumenn. í fólki í Mið-Afríku er Gc lf-erfðavísirinn miklu algeng- ari og Gc 2 miklu fágætari, en í fólki af evrópskum uppruna. Afríkumenn eru því hugsanlega erfðafræðilega næmari fýrir al- næmisveirunni, en Evrópumenn og skýrir það e.t.v. að nokkru þá stað- reynd, að sjúkdómurinn virðist hafa breiðst miklu hraðar út í Afríku, en í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta skýrir kannski einnig hvers vegna alnæmið leggst með óeðlilegum þunga á svertingja í áhættuhópun- um í Bandaríkjunum. í svörtum Bandaríkjamönnum er Gc lf-erfða- vísirinn algengur eins og í kyn- bræðrum þeirra í Afríku. Flestir Asíumenn eru mitt á milli Evrópu- manna og Afríkumanna hvað tíðni þessa erfðavísis áhrærir. Viðbúið er, að margir vilji nú komast að því hvaða afbrigði af erfðavísinum þeir hafa. Við það er beitt tiltölulega einfaldri aðferð, en þó nokkuð kostnaðarsamri. Dr. Pinching vill þó vara fólk við og segir, að enn séu niðurstöðumar ekki svo áreiðanlegar, að þeir, sem hafa Gc 2-2, geti þess vegna látið alla aðgát lönd og leið og kastað burt veijunum. Hugsanlegt er, að í framtíðinni verði unnt að beijast gegn alnæminu með því að fram- leiða mótefni gegn Gc lf, en sem stendur breytir þessi uppgötvun engu um faraldurinn — hún eykur aðeins þekkingu manna á hinum veiku hliðum veirunnar. (Heimild: The Economist.) Morgunblaðið Einar Falur Sumarsýning á verkum Kjarv- als verður opnuð í dag. Á myndinni er Alfreð Guðmunds- son, forstöðumaður Kjarvals- staða. Innfellda myndin er af einu verka Kjarvals sem ekki hefur áður verið til sýnis opin- berlega. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÓLAF Þ. STEPHENSEN Sala hátæknibúnaðar til Sovétríkjanna: Oryggi NATO-rílga í Norð- urhöfum er í hættu stefnt SALA norska fyrirtækisins Kongsberg Vápenfabrikk og jap- önsku verksmiðjanna Toshiba Machine á hátæknibúnaði til Sovétríkjanna hefur sannarlega dregið dilk á eftir sér. Búnaður- inn hefur gert Sovétmönnum kleift að smíða afar lágværa kafbáta, sem eiga mun auðveldara með að sleppa fram hjá kaf- bátavarnarkerfi NATO en eldri gerðir. Sú staðreynd raskar valdajafnvæginu á úthöfunum og það mun kosta Atlantshafs- bandalagið stórfé að endurnýja kafbátavarnir sínar. Sala búnaðarins brýtur einnig í bága við samþykktir Vesturlanda sín á milli og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir samskipti Japana og Norðmanna við Bandarikin. Það var á árunum 1982-1983 sem Kongsberg Vápenfa- brikk seldi Sovétmönnum stýrit- ölvur, sem notaðar voru til að stjóma málmskurðarvélum í kaf- bátasmíðastöðvum Rauða flotans. Skurðarvélarnar voru keyptar frá dótturfyrirtæki japanska stórfýr- irtækisins Toshiba, Toshiba Machine. Með þessum búnaði er hægt að skera skutskrúfur kaf- báta af slíkri nákvæmni, að kafbátarnir verða miklu hljóðlát- ari en ella. Þetta mun valda Atlantshafs- bandalaginu ómældum erfiðleik- um og skapar ijölmörg ný vandamál, sem þarf að leysa með hraði. Fram til þessa hafa kaf- bátar Vesturlanda verið miklu lágværari en hinir sovésku og Sovétmenn hafa ekki yfir nægi- lega fullkomnum hlustunarbúnaði að ráða til þess að hafa eftirlit með kafbátum NATO. Herir NATO hafa hins vegar einkum treyst á hlustunarbúnað sinn til þess að fýlgjast með ferðum sov- éskra kafbáta. Bandalagið hefur yfir að ráða víðfeðmu neti hlustunarbúnaðar á sjávarbotninum þar sem mikil- vægast er að fýlgjast með umferð sovéskra kafbáta, til dæmis í GIUK-hliðinu milli Grænlands, íslands og Skotlands. Einnig fylgjast flugvélar, skip og aðrir kafbátar með þeim með hlustun- artækjum sínum. Hlustunarkerfið úrelt Nú er hætt við að NATO neyð- ist til að hætta að leggja allt sitt traust á hlustunarkerfið. Kafbátar Sovétmanna, sem búnir eru nýju skrúfunum, verða ekki uppgöt- vaðir fyrr en í tíu mílna fjarlægð, að áliti vestrænna sérfræðinga. Þeir geta þannig komist óséðir inn á Norður-Atlantshafið og athafn- að sig þar að vild. Á stríðstímum merkir það að kafbátar, sem í reynd eru neðansjávarskotpallar fyrir langdrægar kjarnorkuflaug- ar, geta skotið á nánast hvaða skotmark sem er í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu. Einnig ættu þeir hægt um vik að ráðast á skipalestir á aðflutnings- leiðum NATO frá Ameríku til hersveita í Evrópu. Það er því bráðnauðsynlegt fyrir Atlants- hafsbandalagið að smíða sem allra fyrst nýtt kafbátaleitarkerfi. Varnarmálasérfræðingar banda- lagsins telja að slík smíði muni kosta um 30 milljarða Banda- ríkjadala eða 1.200 milljarða króna, sem er hvorki meira né minna en fertugföld fjárlög íslenska ríkisins. Bandaríkjamenn bregðast hart við Samkvæmt svonefndu COCOM-samkomulagi, sem NATO-ríkin og Japan hafa með sér, er bannað að selja vestrænan hátæknibúnað til Sovétríkjanna. Viðskipti norska og japanska fyr- irtækisins eru talin skýlaust brot á þessu samkomulagi og í lögreg- lurannsókn á málum Kongsberg- verksmiðjunnar kom fram að sala allra hluta norska búnaðarins braut í bága við COCOM-sam- þykktina. Bandaríkjamenn hafa brugðist mjög hart við þessum samningsbrotum fyrirtækjanna og skella skuldinni á opinbera aðila í löndunum tveimur, sem þeir segja að hafi brugðist þeirri skyldu sinni að hafa nægilegt eft- irlit með útflutningi til Sovétríkj- anna. Bandarískir fulltrúadeildar- þingmenn og ýmsir fleiri embætt- ismenn hafa viljað grípa til mjög harðra aðgerða gegn Noregi og Japan vegna þessa máls. Nú þeg- Johan Jörgen Holst, varnar- máiaráðherra Norðmanna, hefur verið í Washington und- anfarið að reyna að endurreisa orðstír Norðmanna. Honum tókst ekki að koma í veg fyrir refsiaðgerðir gegn Kongsberg. ar hefur bandaríska varnarmála- ráðuneytið rift stórum hergagna- samningi við Toshiba og öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt bann við öllum innflutningi á vörum frá fyrirtæk- inu, þar með töldum sjónvarps- og myndbandstækjum. Mörgum Bandaríkjamönnum er ekki of vel við Japani þessa dag- ana vegna tregðu þeirra að jafna viðskiptahalla Bandaríkjanna við Japan og hafta, sem enn eru lögð á bandarískan innflutning til Jap- an. Einnig þykir þingmönnum Japanir hafa tekið mjúklega á Toshiba Machine-fyrirtækinu er uppvíst varð um athæfi þess. Þetta kann að eiga þátt í hörðum viðbrögðum þingmanna, en sumir hveijir hafa þeir gengið svo langt að krefjast þess að Japanir bæti Bandaríkjamönnum upp tapið, sem hlotist hefur af hinum ólög- legu viðskiptum og greiði hvorki meira né minna en 1.200 milljarða króna. Ólíklegt þykir að gerð verði alvara úr slíkum kröfum, en nú hafa Japanir fallist á að ganga til samvinnu við Bandaríkjamenn um hönnun nýs kafbátaleitarbún- aðar. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, hélt til Japan í síðustu viku til þess að ganga frá samkomulagi þjóð- anna um samstarf á þessu sviði. Kongsberg á barmi glötunar Afleiðingar þessa máls fýrir Norðmenn eru einnig alvarlegar. Þrátt fyrir að Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, hafi ritað Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta formlegt afsökunar- bréf vegna slælegs útflutningseft- irlits og heitið því að hér ■ eftir verði bætt þar úr, lagði öldunga- deild þingsins bann við öllum viðskiptum við Kongsberg um leið og innflutningur frá Toshiba var bannaður. Kongsberg Vápenfabrikk er fyrirtæki í ríkiseigu. Verksmiðj- umar hafa átt í miklum fjár- hagskröggum undanfarin ár og hafa nýlega verið endurskipulagð- ar í spamaðarskyni. Þær hafa bundið einna mestar vonir við samning um sölu „Mörgæsar"- flugskeyta til Bandaríkjanna. Nú lítur út fyrir að ekkert verði af þeim viðskiptum og telja ýmsir að það muni ríða fyrirtækinu að fullu. Undanfama daga hafa Johan Jörgen Holst, varnarmálaráð- herra Norðmanna, og Kari Stolt- enberg, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, verið í Bandaríkjunum til þess að reyna að blíðka þingmenn og aðra þá, sem haft geta áhrif á aðgerðimar gegn Noregi, en ekki haft árangur sem erfiði í því að bjarga viðskipt- um Kongsberg. Aftur á móti hafa þau Holst og Stoltenberg náð samkomulagi við Bandaríkjamenn um að sam- starf þjóðanna á sviði kafbáta- vama verði aukið og Norðmenn hafa lýst sig reiðubúna að veija til þess allháum upphæðum til þess að reyna að bæta tjónið. Þeir hafa gripið til fleiri aðgerða í því skyni að blíðka vini sína i Vesturheimi, svo sem herts út- flutningseftirlits og nýrra reglna um útflutning ríkisfyrirtækja. Hvemig svo sem Norðmönnum og Japönum tekst að ávinna sér traust Bandaríkjamanna á ný, er ljóst að hinn ólöglegi útflutningur þeirra hefur valdið vömum Vest- urlanda gífurlegum skaða, sem erfitt verður að bæta. Reyndar hafa Sovétmenn verið smátt og smátt að vinna upp forskot Vest- urlanda á sviði kafbátahemaðar á síðustu árum, en það er ljóst, að tækin frá Kongsberg og Tos- hiba Machine flýttu fyrir þeim um nokkur ár, sem NATÖ-ríkin hefðu getað notað til að bregðast við tækniframförum Rauða flotans. Sá tími verður ekki endurheimtur með peningum, og Vesturveldin mega hafa sig öll við, eigi valda- jafnvægi austurs og vesturs ekki að raskast verulega. Heimildir: Aftenposten, Newsweek, Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.