Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 33 Fiskfóðurverksmiðjan ístess: 800 tonn af fisk- fóðri til Færejrja ÍSTESS, fiskfóðurverksmiðjan við Krossanes, hefur nú fram- ieitt um 1.500 tonn af fiskafóðri og þar af hafa um 800 tonn ver- ið seld til Færeyja. Afgangurinn fór á innanlandsmarkað. Pétur Bjamason, markaðsstjóri ístess, sagði í samtali við blaðið að tveir þriðju hlutar framleiðslunnar færu næstu árin til Færeyja, en kvaðst svo reikna með að hlutur innanlandsmarkaðar myndi vaxa Orgeltón- leikar í Akur- nokkuð á næstu árum þannig að þeir færu í auknum mæli að fram- leiða fyrir hann. „Markaður í Færeyjum á reyndar eftir að stækka því þeir eru nú með seiðamagn, sem samsvarar 6.000 tonnum, þegar seiðunum verður slátrað eftir tvö ár,“ sagði Pétur. „Eftir það reikna ég ekki með að aukning í fiskeldi eigi sér stað hjá þeim, en á sama tíma má búast við að markaðurinn hér heima stækki töluvert." ístess hefur nú verið starfandi í tæp tvö ár. Hjá fyrirtækinu starfa 18 manns, þar af einn í Færeyjum. eyrarkirkju ORGELTÓNLEIKAR eru fyrstu tónleikarnir í röð sumartónleika 1987 og hefjast þeir i Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17.00. Þýski organistinn Gabriele Liebhold leikur þá verk eftir Bach, Mendelson og fleiri. Gabriele Liebhold lagði stund á orgelnám við tónlistarháskólann í Heidelberg, auk þess sem hún hefur sótt alþjóðleg námskeið í orgelleik í öðrum löndum. Hún mun einnig verða með tón- leika í Húsavíkurkirkju og Reykja- hlíðarkirkju og verða þeir fyrmefndu haldnir mánudaginn 6. júlí, klukkan 20.30, og þeir síðar- nefndu verða daginn eftir og hefjast þeir á sama tíma. Gabriele Liebhold er núna organisti við St. Martini-kirkju í Brunsch- weig. Morgunblaðið/Krístinn Eirikur Sigfússon, bóndi á SUastöðum, ásamt dóttur sinni, Auði, að huga að kartöflugrösum. Uppskeruhorfur á kartöflum sróðar Morgunblaðið/Kristinn Unnið við að sekkja hveitifóður hjá ístess. „UPPSKERUHORFUR eru með eindæmum góðar hérna hjá okk- ur á félagsbúinu á Sílastöðum og ef satt skal segja man ég ekki eftir þeim svona góðum í langan tíma,“ sagði Eiríkur Sigf- ússon, bóndi á SUastöðum, i samtali við Morgunblaðið. „Þetta hefur verið svo einstakt vor og þó svo að nokkuð hafi verið um þurrka þá kom rigningin alveg á réttum tíma fyrir okkur. Það má því búast við að kartöflur verði snemma á ferðinni í vor," sagði Eiríkur á Sílastöðum. Það höfðu þó ekki allir sömu sögu að segja um væntanlega kart- öfluuppskeru og Eiríkur. Guðmund- ur Þórisson, bóndi í Hléskógum og formaður Félags kartöflubænda, sagði að hæpið væri að segja nokk- uð um uppskeruna ennþá. „Þurrkar hafa verið það miklir það sem af er sumri að grös hafa ekki náð að Tillögnr menningarmálanefndar um framkvæmdaáætlun 1987-1990: Reist verði 1000 fm hús við Amtsbókasafnið Menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar hefur lagt fram tillögur til bæjarstjórnar um framkvæmdaáætlun fyrir næstu þrjú ár. í þessari framkvæmda- áætlun er að finna tillögu um að 1.000 fermetra hús verði reist norðan til við Amtsbókasafnið með tengibyggingu milli hús- anna. Einnig hefur hún lagt til að Davíðshús og Matthíasarhús verði lagfærð og að lagfæringum við „gamla barnaskólann" ljúki ekki seinna en 1990. Tillagan um viðbygginguna við Amtsbókasafnið kveður á um að það verði hannað með þarfír bóka- safnsins í huga og jafnframt gert ráð fyrir u.þ.b. 250 fermetra sal til sýninga og tónleikahalds. í tillögum um lagfæringar á Davíðshúsi og Matthísarhúsi er Morgunblaðið/Kristinn Norðurgafl Amtsbókasafnsins, en lagt er til að við hann tengist 1.000 fermetra hús. sérstaklega kveðið á um lagfæring- ar með tvennt í huga: í fyrsta lagi að aðstaða safnanna verði bætt þannig að þau standist kröfur sem gera þarf til safnhúsa af þessu tagi Nýnemar í MA175 NÝNEMAR á fyrsta ári við menntaskólann verða að Iíkind- um 175 í haust. í fyrra voru nokkru færri nemendur teknir inn, eða 150, og í vetur verða nemendur 575 talsins. Jóhann Siguijónsson, rektor, sagði að ennþá væru umsóknir um skólavist að berast, en það væru umsóknir sem aðrir skólar hefðu hafnað og kvað hann litlar líkur á að fleirum yrði veitt innganga að sinni þar sem 40 umsækjendum hefði verið vísað frá nú þegar. Jóhann bætti því við að fjöldi nemenda við skólann væri orðinn það mikill núna að það þyrfti að „skásetja" skólann, eins og hann orðaði það, en það þýðir að á morgn- ana byija bekkimir missnemma og eru þeim mun lengur í skólanum fram á daginn. og í öðru lagi að kannaðir verið möguleikar á að efri hæð Sigur- hæða fáist keypt og því komið þannig fyrir að íbúðin þar, ásamt íbúð á neðri hæð Davíðshúss, verði lánaðar listamönnum, skáldum og fræðimönnum. í tillögum um „gamla bamaskól- ann“ er farið þess á leit að hann verði innréttaður með það í huga að hann gegni í framtíðinni hlut- verki sem listasmiðja fyrir myndlist og handíðir. Þar er hægt að koma fyrir vinnustofum af ýmsum gerð- um og er hugmynd menningarmála- nefndarinnar að Akureyrarbær greiði allan rekstrarkostnað af hús- inu og úthluti vinnustofunum síðan til nokkurra mánaða í senn. Er gert ráð fyrir að viðkomandi lista- menn greiði þóknun fyrir aðstöðuna og þá gjaman með eigin verkum. Morgunblaðið/Kristinn Jón Kristinsson. Hjólar til Reykjavíkur Jón Kristinsson, 71 árs Akur- eyringur, ætlar sér að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur í fjár- öflunarskyni fyrir hjúkrunarde- ild, sem verið er að koma upp við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, ætlar Jón að leggja af stað sunnudaginn 12. júlí og ætlar hann að koma við á helstu stöðum á leiðinni, jafnframt því að safna áheitum til styrktar hjúk- runardeildinni, sem kölluð hefur verið Sel II. þroskast eðlilega miðað við hversu snemma við vorum á ferðinni í vor,“ sagði Guðmundur. „Auk þess hafa komið frostnætur héma í júlí og ég man eftir því að grös hafí falliö' 20. júlí. Það er því alltof snemmt að segja nokkuð til um uppskeruna að sinni." Guðmundur var að því spurður hveijar horfur væru í sölumálum hjá kartöflubændum og sagði hann að þær væru ekki sem ákjósanleg- astar. Neysla hefði dregist saman allnokkuð og sagði hann að það væri í og með vegna þess að ekki væri hugsað nógu vel um vöruna og einnig væri dreifingu ábótavant. „Markaðurinn er ekki það stór að hann geti borið marga aðila. Það sem þarf að gera er að koma á meiri og markvissari sölustarfsemi °g fylgjast með því hvemig farið er með varninginn í verslunum. Þaö er alltof mikið um að kartöflur séu geymdar á of björtum stöðum í of miklum hita og í of langan tíma. Ég þekki dæmi þess að kartöflur hafi spírað í verslunum þannig að það er ekki furða að neysla dragist saman þegar verið er að bjóða slíka vöru,“ sagði Guðmundur að lokum. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina íbílnum og orð hennar hugföst þegarþiðakið i Drottinn Guó, veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2a, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 50.- Orð dagsins, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.