Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 42
' T86I ÍJÍJL .{• 5TII0A0HA0UAJ .UIGA.IH/UOHOW 42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Minning: Eiríkur Ag. Guðna- son Vestmannaeyjum Fæddur 28. mars 1933 Dáinn 26. júní 1987 Júnímánuður skartar sínu feg- ursta. Það er sem allt lifni og dafni, blómin springa út og lundin hjá okkur mannfólkinu léttist við birtu og yl sólarinnar. En sorgin gleymir engum. Einn þessa fögru júnídaga dó vinur okkar og félagi, Eiríkur Guðnason, langt um aldur fram. Það er táknrænt þegar maður fer að huga að því eftirá, að þegar við Týrarar fréttum af andláti hans, seint um kvöld 26. júní síðastliðinn vorum við saman komin í Bama- skóla Vestmannaeyja, að ljúka erfiðum degi í starfsemi félagsins. Svokölluðu Tommahamborgara- móti Týs. En Eiríkur var einmitt skólastjóri Bamaskólans um árabil. Hér á árum áður þróaðist í Vest- mannaeyjum þróttmikið íþróttalíf er gaf af sér frábæra íþróttamenn á sviði frjálsra íþrótta. Og sumir voru svo flölhæfír að þeir kepptu í íþróttunum jafnframt því að sinna félagsstörfum. Eiríkur var einn af þeim. Hann gekk í Tý strax í æsku og keppti mikið í fijálsum íþróttum. Eiríkur átti Vestmannaeyjamet í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Eiríkur þótti hlaupari góður og var í hlaupasveit Týs í mörg ár og stóð sig vel. Hann keppti á nokkrum unglingameistaramótum í frjálsum íþróttum og svona mætti lengi telja. Eiríkur tók við for- mennsku í Knattspymufélaginu Tý árið 1955-56 og var mikið viðloð- andi hin ýmsu félagsstörf síðar meir. Eiríkur var einn af mörgum Týmrum sem eftir hið hörmulega gos í Eyjum 1973 tóku sig til og tyrfðu Herjólfsdalinn, svo hægt væri að halda þar þjóðhátíð og fé- lagið þar með endurheimt. eina sína bestu tekjulind. Þessi upptalning er aðeins brot af því starfí er Eiríkur lagði fram í þágu íþróttahreyfingarinnar í Eyj- um. Þessi fátæklegu orð em aðeins skrifuð um þátt Eiríks í starfí og keppni fýrir Tý og fátt eitt upptal- ið. En eins og allir vita em vegir Guðs órannsakanlegir og hann einn veit um tilganginn. Kannski er ekki gott fyrir okkur mennina að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Við Týrarar þökkum honum samfylgd- ina og hvað hann var alltaf fús til starfa fyrir félagið sitt. Eiríkur var einn af þessum fáu er bera í sér saman félagsanda og að starfa af hugsjón í anda félagsins. Það er gæfa að fá að kynnast slíkum manni og fá að starfa með slíku fólki. Eftirlifandi eiginkonu Eiríks, Gunnhildi Bjamadóttur, og §öl- skyldu flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur á erfíðri stundu. Birgir Guðjónsson, formaður Týs. Tengdafaðir minn, Eiríkur Ágúst Guðnason í Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur 26. júní síðastliðinn og fer útför hans fram frá Landa- kirkju í dag. Við sem þekktum Eirík sjáum nú á bak einstökum dreng- skaparmanni og félaga. Það var fallegt sumarkvöld í Hraunbænum þegar síminn hringdi og öll héldum við, að Eiki afí í Vestmannaeyjum væri í símanum og ætlaði að spjalla við okkur, eins og hann hafði gert undanfarin kvöld. En höggið var þungt, þegar okkur var sagt, að hann hefði feng- ið hjartaáfall og væri dáinn. Það var sárt til þess að hugsa, og erfítt að trúa því, að samverustundimar með honum yrðu ekki fleiri, það yrði ekki oftar farið í leiki við Eika afa, hann myndi ekki segja okkur fleiri frábærar sögur, ekki teikna fleiri flugvélar og hann myndi ekki smíða fleiri leikföng í kjallaranum á Strembugötunni. Á erfiðri stundu er mikill styrkur af því að vita, að ekki fínnast aðrar minningar um Eika en góðar minn- ingar. Styggðaryrði voru ekki til í málfari hans, og hjá honum giltu hvorki boð né bönn. Þau voru óþörf og hann hélt einfaldlega aga með því að vera hann sjálfur, svo einlæg- ur, svo hreinn og beinn. Minnug þess að Eiki fékk slæmt hjartaáfall fyrir fímm árum og líf hans hékk um stund á bláþræði, þá skulum við einnig vera þakklát fyrir það að hafa haft hann hér á meðal okk- ar síuðstu árin, stálhraustan að því er virtist og fullan af lífsgleði. Betri gjöf er ekki hægt að hugsa sér. Eiki afí hafði einstakt lag á böm- um. Hann umgekkst böm á full- komnum jafnréttisgmndvelli og það færðist ró yfír þau í nærveru hans. Það var enda æði oft að spurt var: „Afí viltu koma að leika?“ Og alltaf virtist vera nægur tími til að sinna slíku kalli. Leikimir við afa voru ekki einasta skemmtilegir heldur einnig afar lærdómsríkir, bæði fyrir þá sem þátt tóku í þeim og eins fyrir þá fullorðnu, sem stóðu álengdar og fylgdust með. Þetta voru leikir án kynslóðabils. Á kveðjustund brestur mig orð til að þakka samfylgdina með Eika og ég veit, að það skilja þeir er til þekkja. En eftir stöndum við öll með bjartar minningar um einstak- an mann, sem styrkja munu okkur um ókomna tíð. Blessuð sé minning Eiríks Guðnasonar. Egill Jónsson I dag er til moldar borinn Eiríkur Ágúst Guðnason, skólastjóri Barna- skóla Vestmannaeyja, en hann lézt 26. júní sl. Kallið kom snöggt, kall- ið kom óvænt, þrátt fyrir að hann væri leiddur að landamærum lífs og dauða fyrir tæplega fímm árum. Þeim, sem bezt fylgdust með hon- um, virtist hann hafa náð þeim bata, er björtustu vonir stóðu til. En enginn flýr örlög sín. Enn stönd- um við frammi fyrir óráðnum gátum tilverunnar — maður á góð- um aldri, fullur starfsorku, er kvaddur burt. Eiríkur fæddist 28. marz 1933, í Vestmannaeyjum, þar sem hann ól nánast allan sinn aldur. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson, skipstjóri frá Ólafshúsum og kona hans Anna Eiríksdóttir, Vegamótum. Á Vega- mótum ólst Eiríkur upp ásamt þremur yngri systkinum sínum. Var hann löngum síðan kenndur við æskuheimili sitt. Þegar Eiríkur var tæplega ellefu ára gamall fórst faðir hans, sem þá var skipstjóri á vélbátnum Nirði, ásamt allri áhöfn í aftakaveðri á öndverðri vetrarvertíð 1944. Nú stóð móðir hans ein uppi með fjög- ur ung böm. Á þessum árum var opinber aðstoð léttvæg borið saman við það sem nú er. Anna varð því fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig til að sjá sér og börnum sínum farborða. Á sinn hægláta og hljóða hátt tókst henni einkar vel að skila í senn móður- og föðurhlutverki. Þegar Eiríkur hafði lokið miðskóla- prófí frá Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, settist hann í Kennaraskóla íslands haustið 1950. Geta má sér þess til, að móður Eiríks hafí ekki þótt fýsilegur kost- ur, að hann fetaði í fótspor föður síns og gerðist sjómaður. Þó hafði hann alla burði til þess, var ein- stakt þrekmenni. Það kann einnig að hafa valdið nokkru um þessa ákvörðun Eiríks, að móðurafí hans, Eiríkur Hjálmarsson, stundaði bamakennslu í Vestmannaeyjum í tæplega íjörutíu ár. Að loknu kennaraprófí 1954 hóf Eiríkur kennslu við Bamaskóla Vestmannaeyja, þar sem hann starfaði allan sinn kennaraferil. Það kom fljótt í ljós, að þeir mannkost- ir, sem Eiríkur var búinn, dugðu honum vel í kennarastarfínu. Hæg- látur en þó ákveðinn og með sitt sérstæða skopskyn vann hann strax hugi nemenda sinna. Ekki sízt var hann dáður af yngstu nemendun- um. Því fór vel á, að samhliða kennslunni við Bamaskólann hélt hann smábarnaskóla í félagi við samkennara sína. Um árabil var hann stundakennari við Iðnskóla Vestmannaeyja og Stýrimannaskól- ann í Vestmannaeyjum. Eiríkur varð yfírkennari við Barnaskólann 1966 og gegndi því starfí til ársins 1973, en það ár fékk hann leyfi frá störfum og vann við smíðar. Að ári Iiðnu hafði skólinn heimt hann aft- ur, enda naut Eiríkur sín hvergi betur í starfí en við kennarapúltið. Árið 1979 varð Eiríkur skólastjóri við Bamaskólann í Vestmannaeyj- um og gegndi því starfí til dauða- dags. Eiríkur naut trausts og virðingar nemenda sinna og samkennara. Með rúmlega þriggja áratuga kennslustarfí markaði hann djúp spor í skólasögu heimabyggðar sinnar. Skarð hans verður vandfyllt. Á sumrum stundaði Eiríkur ýmis störf, lengst við smíðar. Lauk hann sveinsprófí í húsasmíði og öðlaðist síðar meistararéttindi í greininni. Fjöldi trúnaðarstarfa hlóðst á Eirík. Kom þar margt til. Hann var félags- lyndur að eðlisfari, naut trausts samborgara sinna og greiðasemi var ríkur eðlisþáttur í fari hans. Fyrir samtök kennara gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum, var lengi í bamavemdamefnd og formaður Barnavemdarfélags Vestmannaeyja. Hann vann mikið að félagsmálum innan íþróttahreyf- ingarinnar og var um hríð formaður Knattspymufélagsins Týs. Á yngri ámm stundaði hann mikið iþróttir. Trúarleg málefni áttu sterk ítök í Eiríki. Um langt árabil starfaði hann fyrir K.F.U.M., stóð m.a. fyr- ir sunnudagaskóla. Um tíma var hann meðhjálpari og sat í sóknar- nefnd Landakirkju. Þá var hann lengi stjómarmaður í Vestmanna- eyjadeild Rauða kross íslands. Eiríkur fékkst nokkuð við rit- störf. Hann samdi og þýddi einkum bamaefni. Á góðra vina fundi kyij- aði hann gjaman framsaminn gamanbrag eins og honum einum var lagið. Eiríkur hafði óþijótandi áhuga á flugi. Löngum stundum sat hann við teikniborðið og gerði uppdrætti eða smíðaði líkön. Flugnám hóf hann fyrir nokkram árum, en varð að hætta því vegna hjartasjúkdóms. Það vora því mikil gleðitíðindi fyrir Eirík, þegar hann fékk þann úr- skurð í sumar, að hann gæti haldið flugnáminu áfram. Hann var ein- mitt að búa sig undir flugtíma, þegar hann mætti örlögum sínum. Eiríkur var gæfumaður í eink- alífí. 17. júní 1959 kvæntist hann Gunnhildi Bjamadóttur frá Breið- holti í Vestmannaeyjum. Einkadótt- ir þeirra er Anna Guðný sjúkraþjálf- ari, gift Agli Jónssyni verkfræðingi frá Egilsstöðum. Þau búa í Reykjavík. Tvo syni eiga þau, og ber sá eldri nafn Eiríks afa síns. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Gunnhildur og Eiríkur í Breiðholti í skjóli foreldra Gunnhildar, Bjama Bjamasonar dýralæknis og Sigur- bjargar Einarsdóttur. Ekki hafði búskapur ungu hjónanna staðið lengi, þegar þau reistu sér hús að Strembugötu 14, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Gestkvæmt var á heimili þeirra, enda var þeim báðum gestrisni í blóð borin. Lífshlaup okkar Eiríks hefur ver- ið óvenju samtvinnað. Á kveðju- stund hrannast upp minningar. Ungir að áram héldum við saman í okkar fyrstu ferð til meginlands- ins. Ferðinni var heitið austur undir Eyjafjöll, en þá var alsiða, að dreng- ir úr Vestmannaeyjum væra í sveit á sumram. Báðir dvöldum við þar nokkur sumur. Enn lágu leiðir saman, þegar við reistum okkur hús á sömu landar- eigninni. Æ síðan hefur verið órofa vinátta með fjölskyldum okkar. Dætur okkar jafnaldra bundust sterkum vináttuböndum. Þegar ég hóf kennslustörf, hafði Eiríkur þegar öðlast nokkra reynslu á þeim vettvangi. Var hann óspar að miðla mér af reynslu sinni. Nán- ast var samstarf okkar að skólamál- um, þegar við í sameiningu unnum að því í Reykjaík að koma skólum okkar á fót að nýju í kjölfar jarðeld- anna á Heimaey. Var þá lögð nótt við dag, svo að röskun á námi nem- endanna yrði sem minnst. Þægi- legra og áreynsluminna hefði verið að þiggja góð boð annarra skóla, sem vildu deila nemendum okkar á milli sín. Ekki vafðist fyrir' okkur eitt andartak, að bezt þjónuðum við hagsmunum nemenda okkar á þann veg, að þeir gætu áfram verið í sínum eigin skóla. Langt og ánægjulegt samstarf áttum við að málefnum Rauða krossins, en þar vora Eiríkur og Gunnhildur mjög virkir félagar. Um leið og ég og Qölskylda mín þökkum Eiríki samfylgdina, vottum við Gunnhildi, Önnu Guðnýju og Agli og sonum þeirra, móður Eiríks og systkinum, tengdaforeldram og öðram ættingjum, einlæga samúð. Þeirra styrkur er minningin um góðan dreng, sem var hvers manns hugljúfí. Eyjólfur Pálsson í dag, 4. júlí, kveðjum við kæran samstarfsmann okkar, Eirík Guðnason, skólastjóra, sem varð bráðkvaddur að kvöldi 26. júní, aðeins 54 ára að aldri. Eiríkur fæddist í Vestmannaeyj- um 28. mars 1933. Foreldrar hans vora hjónin Anna Eiríksdóttir og Guðni Jónsson. Faðir hans andaðist er Eiríkur var bam að aldri, en móðir hans dvelur nú í sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Eiríkur lauk kenn- araprófí 1954. Starfaði hann við Bamaskóla Vestmannaeyja að loknu kennaraprófí allt til dauða- dags og síðustu 8 árin sem skóla- stjóri. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Gunnhildi Bjamadóttur, kvæntist hann 17. júní 1959. Hún hefur starfað í allmörg ár á skrifstofu skólans. Eignuðust þau eina dóttur, Önnu Guðnýju, sem er sjúkraþjálf- ari að mennt. Hún er gift Agli Jónssyni vélaverkfræðingi og eiga þau tvo syni, Eirík og Helga. Eiríki vora falin mörg trúnaðar- og félagsstörf, því hann var traust- ur og ábyggilegur. Hann var þeim hæfíleikum búinn, að umgangast allt samstarfsfólk sitt sem jafningja og gaf sér alltaf tíma til að setjast niður og reyna að leysa hvers manns vanda. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða vanda kenn- ara, nemenda eða persónuleg mál. Þetta viðmót Eiríks setti mildan blæ á skólastarfið og þeir sem minna máttu sín vissu, að þeir áttu traust- an vin á skólastjóraskrifstofunni, sem þeir gátu alltaf leitað til, hver sem þeirra vandi var. Eiríkur átti mörg áhugamál enda íjölhæfur; bar þar hæst áhuga á flugi og öllu sem því viðvék. Við nefndum skólastjóraskrifstofuna stundum „sálfræðideildina okkar", þegar Eiríkur sat þar inni með nem- endum, sem vildu fá tilsögn í flugmódelasmíði og hálfsmíðaðar flugvélar þöktu skrifborð skóla- stjórans. Við samstarfsfólk Eiríks kveðjum hann með virðingu en þungum söknuði og þökkum samstarfið við þennan góða dreng og allan þann stuðning, sem hann veitti okkur. Við sendum Gunnhildi, Önnu Guðnýju, Agli, afadrengjunum og öðram aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng verða sorginni yfírsterkari. Samstarfsfólk í Barnaskóla Vestmannaeyja t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES HJARTARSON, til heimilis á Holtsgötu 14, Ytri-Njarövík, lést á heimili sínu 2. júlí. Jaröarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR JÓNSSON loftskeytamaður, Löngufit 10, Garðabæ, lést 3. júlí á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Dagbjört Guðmundsdóttir. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON, Esjubraut 6, Akranesi, verður jarðsettur frá Akraneskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Guðrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, SÓLEYJAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hólabergi 56, Reykjavik. Sigríður Guðjónsdóttir, Óli Ómar Ólafsson, Svala Varmdal, Reynir Helgi Ólafsson, Smári Bjarni Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.