Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
tfttmiMafcife
STOFNAÐ 1913
159.tbl.75.árg.
FOSTUDAGUR 17. JULÍ 1987
Prentsmiðja Morgiinblaðsins
Poindexter leysir frá skjóðunni:
Reagan fól Þjóðaröryggis-
ráðinu að styðja skæmlíða
Wiushiiigton, Reuter.
JOHN Poindexter, fyrrverandi
öryggisráðgjafi Reagans Banda-
ríkjaforseta, sagði á öðrum degi
þingyfirheyrslna yfir honum í
gær að Reagan hefði falið Þjóð-
aröryggisráðinu að aðstoða
kontra-skæruliðana f Nicaragna
eftir að þingið bannaði allan
stuðning við þá. Hann skýrði
einnig frá þvi að hann hefði hald-
ið öllum upplýsingum um aðstoð
Þjóðaröryggisráðsins við skœru-
liðana leyndum fyrir þinginu, þó
svo að hann teldi að aðstoðin
hefði verið lögleg.
„Forsetinn vildi að starfslið
Þjóðaröryggisráðsins sæi til þess
að kontra-skæruliðahreyfingin
héldi velli, þar til okkur tækist að
snúa atkvæðahlutfallinu í þinginu
við ," sagði Poindexter og vitnaði
þar til atkvæðagreiðslu í þinginu
snemma á síðasta ári, þar sem bón
Reagans um 100 milljóna dala
stuðning við kontrana var hafnað.
Poindexter sagði að Reagan hefði
ekki undirritað nein skjöl í þessum
tilgangi, hann hefði gert vilja sinn
ljósan á fundum þeirra, sem voru
nánast daglega. „Hann vissi um
stuðninginn við kontraskæruliða,"
sagði ráðgjafinn fyrrverandi.
Poindexter sagðist einn bera alla
íransstjórn hefiir í
hótunum við Frakka
Parfs, Reuter.
ÍRANSKA utanríkisráðuneytið
kallaði fyrsta sendiráðsritara
Frakka í Teheran fyrir í gær og
skýrði honum frá því að yrði lög-
regluvörslu við íranska sendiráð-
íð í Paris ekki aflétt innan
þriggja sólarhringa myndu íran-
ir rjúfa stjórnniálasamband við
Frakkland.
Frakkar standa hins vegar fastir
fyrir og segjast ekki munu senda
lögregluvörðinn um sendiráðsbygg-
inguna heim fyrr en þeir hafi fengið
framseldan einn af starfsmönnum
sendiráðsins, Vahid Gordji, sem
þeir gruna um aðild að hryðjuverk-
um og vilja fá að yfirheyra. Chirac,
forsætisráðherra Frakka, hefur
sagt að verði Gordji ekki framseld-
ur, kunni svo að fara að stjórn-
málasamband landanna slitni.
Talið er að hörð afstaða Frakka
kunni að hafa afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir franska gísla í Líbanon.
Hizbollah-samtökin, sem hliðholl
eru írönum og Frakkar telja að
hafi franska gísla í haldi, vöruðu
Frakka við því að styggja írani og
sögðu það geta „skaðað franska
hagsmuni í arabalöndum".
ábyrgð á því að nota ágóðann af
leynilegri vopnasölu til íran til
stuðnings skæruliðunum. Hann
sagðist aldrei hafa sagt Reagan frá
tilfærslu fjármunanna, en sagðist
hafa verið sannfærður um að hann
væri að framkvæma hina víðtæku
stefnu forsetans um öflugan stuðn-
ing við uppreisnarmenn í Nic-
aragua. Poindexter sagðist vera
þess fullviss að forsetinn hefði ver-
ið sammála fjárstyrknum, hefði
hann vitað um hann.
Talsmenn Hvíta hússins létu í
gær í ljós létti yfir því að Poindext-
er hefði firrt forsetann ábyrgð á
gjörðum, sem hugsanlega væru
ólöglegar, en ítrekuðu að forsetinn
hefði aldrei samþykkt slíkt athæfi
ef hann hefði haft um það upplýs-
ingar.
Poindexter vildi ekki fallast á þá
skoðun margra þingmanna, að að-
stoð Þjóðaröryggisráðsins • við
skæruliða hafi verið ólögleg. í svo-
Reuter
Poindexter við þingyfirheyrsl-
urnar í gær.
kölluðum Boland-lögum, sem þingið
samþykkti 1984, er sérstaklega til-
greint að CIA, utanríkis- og
varnarmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna og öðrum upplýsingaþjón-
ustum sé bannað að styðja
uppreisnaröfl í Nicaragua. Þing-
menn segja að Þjóðaröryggisráðið
falli undir þessa skilgreiningu, en
Poindexter sagði: „Mér fannst við
fara í einu og öllu eftir anda og
bókstaf laganna. Það eina sem ég
viðurkenni, er að hafa haldið upp-
lýsingum leyndum fyrir þinginu."
Reuter
Franska lögreglan hreyfði sig hvergi þrdtt fyrir hótanir írana. Hér
fylgist lögregluþjónn með íranskri konu á leið inn í sendiráðið.
Filippseyjar:
Múslimum boð-
in sjálfstjórn
Manilla, Reuter.
RÍKISSTJÓRN Corazon Aquino, forseta Filippseyja, gerði í gær
aðskilnaðarsinnuðum múslimum á syðri eyjum ríkisins tilboð um sjálf-
stjórn. Tilboðinu er ætlað að þagga niður í sífelldum stríðshótunum
aðskilnaðarsinna, og samkvæmt því geta tíu héruð fengið sjálfstjórn
innan tveggja vikna.
Leiðtogar múslima sögðust í gær
vera að athuga tilboðið. Mikill órói
hefur lengi verið í múhameðstrúar-
héruðunum á suðurhluta eyjanna,
en þar búa fimm milljónir múslima.
Hersveitir kommúnista hafa átt þar
fylgi og á áttunda áratugnum féllu
Sovéskur hagfræðingur:
Hvetur til Qölskyldubúskapar og
samdráttar í samyrkjurekstri
Moskvu, Reuter og Financial Times.
SOVÉTMENN geta margt lært af umbótastefhu Kínverja i land-
búnaðarmálum. Kom þetta nú í vikunni fram hjá dr. Leonid
Abalkin, forstöðumanni Hagfræðistofhunarinnar í Moskvu, en
hann sagði ennfremur, að nauðsynlegt væri að taka upp fiöl-
skyldubúskap og draga úr umsvifum samyrkjubúanna.
Fréttaritari breska blaðsins
Financial Times hefur það eftir
Abalkin, að fjölskyldubúin
kínversku hafi gefið ákaflega
góða raun og margfaldað afrakst-
urinn af landinu. Þessa leið verði
Sovétmenn einnig að fara og
draga úr vægi samyrkjubúanna,
sem hafi valdið því að sovéskur
landbúnaður er dragbítur á efna-
hagslegar framfarir. Þótt hann
gleypi þriðjung allrar fjárfesting-
ar í Sovétríkjunum hefur fram-
leiðslan lftið aukist frá þvi
snemma á sfðasta áratug. Sagði
Abalkin, að nauðsynlegt væri að
láta markaðsöflin ráða meiru um
landbúnaðarframleiðsluna.
í grein í blaðinu Moskovskaya
Pravda segir hagfræðiprófessor-
inn Vyacheslav Dashichev, að
Stalín hafi komið á svo kolómögu-
legu efnahagskerfi, að það hefði
ógnað framtíð þjóðarinnar. „Ef
ekkert hefði verið að gert, hefði
sósíalismanum, velferð lands-
manna og framtíð verið stefnt í
stóra hættu," sagði Dashichev.
um 100.000 manns í baráttu músl-
ima fyrir sjálfstjórn á eynni
Mindanao, sem er næststærsta eyj-
an í eyjaklasanum.
í fyrradag undirritaði Aquino til-
skipun um takmarkaða heimastjórn
ættflokka, sem samtals telja um
milljón manns, í Cordillera-fjall-
lendinu á Luzon-eyju. Embættis-
menn segja að tilskipunin sé ekki
trygging fyrir fullri sjálfstjórn
svæðisins, en það megi eiga von á
henni eftir hálft annað ár.
Stjórnmálaskýrendur telja að
stjórnin hafi ákveðið einmitt nú að
grípa til aðgerða í málinu til þess
að það verði ekki kæft í þinginu,
sem mun koma saman 27. júlí.
Þeir sögðu að stjórnin vildi að leið-
togar múslima svöruðu af eða á
þegar í stað, ef þeim væri í mun
að fá sjálfstjórn. Ef svar þeirra
drægist, yrðu þeir upp á ákvörðun
þingsins komnir.
Aquino forseti sagði í gær að hún
ætlaði að friða land sitt áður en
kjörtímabili hennar lyki árið 1992.
Hún lagði einnig ríka áherslu á að
eining filippseyska ríkisins yrði ekki
rofin, þótt einstök svæði kynnu að
fá sjálfstjóm.