Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 ftttímiWMItíb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvln Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Frjálsræði, hag- vöxtur og lífskjör Marktækasti mælikvarði á almenn lífskjör eru þjóð- artekjur á hvern vinnandi mann. Þessar tekjur eru mjög mismunandi eftir löndum. Tvennt er það sem öðru frem- ur hefur áhrif á þjóðartekjur, auk misverðmætra auðlinda^ sem þjóðir heims búa að. I fyrsta lagi almenn og fagleg menntun og þekking. í annan stað þjóðfélagsgerðin. Með öðrum orðum það frjálsræði, sem atvinnulífið - verðmæta- sköpunin - býr við. Þau skilyrði til tækniþróunar og vaxtar, sem framtaki og fyrirtækjum eru búin. Engin tvö þjóðfélög eru al- veg eins að þessu leyti. I grófum dráttum má þó skipta þjóðfélögum heims í tvær meg- ingerðir. Annarsvegar sam- keppnisþjóðfélög, sem byggja ekki sízt á einstaklings- og atvinnufrelsi. Hinsvegar þjóð- félög marxisma eða sósíal- isma, sem leggja höfuðáherzlu á skipulagshyggju, miðstýr- ingu og ríkisforsjá. Þjóðartekj- ur á hvern vinnandi mann eru mun hærri í samkeppnisþjóð- félögum en ríkjum sósíalisma, ósjaldan margfaldar á hvern vinnandi mann. Einstaklings- bundin mannréttindi eru og verulegra rýmri í fyrrtöldu þjóðfélagsgerðinni. Á tímum tveggja heimstyrj- alda, 1914-1918 og 1939-1944, gripu flestar Evr- ópuþjóðir, þar á meðal íslend- ingar, til neyðarráða vegna ófriðarástandsins, sem meðal annars fólust í margs konar miðstýringu, höftum og skömmtun. Flestar Evrópu- þjóðir lögðu höftin fyrir róða flótlega eftir að friður og eðli- leg samskipti réðu ríkjum á ný. Höftin héldu þó velli hér á landi lengur en víðast annars staðar og hreytur þeirra há enn eðlilegri framþróun í þjóð- arbúskapnum. Viðreisnarstjórnin, sem hér var við völd 1959-1971, steig fyrstu stóru skrefin til frjáls- ræðis í atvinnulífi og þjóðarbú- skap eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, 1974-1978, sigldi þjóðarskútunni áfram til sömu áttar - og sama má segja um ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, 1983-1987. Sjálfstæðisflokkurinn átti að- ild að þessum þremur ríkis- stjórnum og setti mark sitt á stefnu þeirra og störf. Enn eru þó hnútar óleystir, sem fjötra framtak í samfélaginu. í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar, kaflanum um eflingu og nýsköpun atvinnu- lífsins, er að finna fyrirheit um framhald á göngu þjóðarinnar til aukins frjálsræðis. Þar er sagt að „ríkisafskipti og ríkis- rekstur á atvinnufyrirtækjum verði sem minnstur", „starfs- háttum og stjórn fjárfesting- arlánasjóða verði breytt" til að jafna stöðu atvinnugreina hvað lánsfjármagn áhrærir, „tryggingastarfsemi verði sem frjálsust undir tryggingareftir- liti ríkisins", „gjaldeyrisverzl- un og fjármagnshreyfingar milli Islands og og annarra landa verði frjálsari en nú er og dregið úr skilaskyldu á gjaldeyri", „erlent áhættfé geti komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun atvinnu- fyrirtækja hér á landi" og að „skipan útflutningsverzlunar verði einfölduð og færð í átt til meira frjálsræðis þar sem aðstæður á erlendum mörkuð- um leyfa". Þessi stefnumörkun er fagnaðarefni. Reynslan er sú að því meira frjálsræði sem ríkir í þjóðarbúskapnum, þeim mun meiri gróska er í atvinnu- lífinu, þeim mun hærri verða þjóðartekjurnar á hvern vinn- andi mann; þeim mun stærri verður þjóðarkakan, sem einkaneyzla og samneyzla fólks er sótt til. Orð eru að vísu eitt og efnd- ir annað. Og þeir eru til sem spá því að róðurinn til aukins frjálsræðis verði þungur, enda tveir af þremur stjórnarflokk- unum, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, ríkisfor- sjárflokkar að eðli og uppruna. A það er hinsvegar að líta að báðir þessir flokkar hafa breytzt nokkuð. Alþýðuflokk- urinn átti aðild að viðreisnar- stjórninni, sem stórtækust var í þróun samfélagsins til frjáls- ræðisáttar. Framsóknarflokk- urinn leiddi síðustu ríkisstjórn, sem steig ýmis farsæl frjáls- ræðisspor. Þess er því að vænta að ný ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn leiðir, hafi gæfu til ganga áfram til góðs sömu farsældargötuna til ennnú betri tíðar. Unnið að rannsóknum á Kolbeinsey með aðstoð þyrlu Landhelgisgæsl- Kolbeinsey unnar, TF-GRO. Kolbeinsey: Hættuleg sjofareii verði niðurbrot ekl - segir Sigurður Sigurðarson verk- fræðingur hjá Hafiiarmálastofhun „LJÓST er að verja verður Kolbeinsey ef hún á ekki að verða hættuleg sjófarendum í framtiðinni. Eyjan er ekki að hverfa, en augljóslega er hún að brotna og hefur lengd hennar til dæmis minnkað úr 71 metra í 39 metra á tæpum 50 árum. Annars vegar er lagt til að sett verði upp sjómerki og hinsvegar að rannsóknum varðandi heftingu niðurbrots . verði haldið áfram," sagði Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur hjá Hafnarmálastofnun, í samtali við Morgunblaðið. SigurðurogKristjánSæmundsson, unnj. Myndmælt hefur verið kort af jarðfræðingur hjá Orkustofnun, hafa unnið að athugunum á eynni. Sótt var um fé á fjárlögum þessa árs til að setja upp sjómerki og radarsvara á eynni þar sem hún sést illa í radar þegar sjó tekur að þyngja og til að gera frekari dyptarrannsóknir við. eyna svo hægt sé að setja fram tillög- ur um hvernig hefta beri niðurbrot hennar. Ekkert fé fékkst til fram- kvæmdanna í ár, en Hafnarmála- stofnun hefur sótt um tvær og hálfa milljón til þeirra á næsta ári. Oryggi og lögsaga Einkum eru það tvö sjónarmið sem ráða því að mikilvægt er að Kolbeins- ey haldist ofan sjávar. Þau eru öryggissjónarmið fiskiskipa og fisk- veiði- og efnahagslögsaga íslendinga þar sem ekki hefur ennþá verið sam- ið við Dani um lögsögu. Frekari dýptarmælingar þyrftu að fara fram við eyna þar sem ekki er vitað hve aðdjúpt er að henni, en sú vitneskja er grundvallaratriði þegar fjallað er um hvernig hefta beri niðurbrot, að sögn Sigurðar. „Það ríkir mikill vilji hjá Vita- og hafnarmálastofnun fyrir því að varðveita eyna með einhverjum hætti. Við Kolbeinsey hafa fiskimið ávallt verið gjöful og eigum við veru- legra hagsmuna að gæta þar. Þá hefur Landhelgisgæslan verið hlið- holl verkefninu, enda þyrfti að notast bæði við þyrlur og skip Gæslunnar til að styrkja eyna ef sú leið yrði farin." Alþingi samþykkti Þann 20. apríl 1982 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu, þar sem ríkisstjórninni var falið að sjá svo um að sjómerki yrðu sett upp á Kolbeinsey og að athuganir færu fram á því hvort og hvernig tryggja mætti „að eyjan standist heljaröfl stórviðra og ísa", eins og segir í tillög- eynni og áætlar Kristján að miðað við sama niðurbrotshraða og verið hefur á undanförnum árum, verði eyjan að mestu horfin um miðja næstu öld. Styrking yfirborðs ekki nægjanleg í skýrslu sinni leiðir Kristján að því rök að líklega séu lárétt skil á fárra metra dýpi undir eynni og að þessi skil séu veikleiki, sem valdi því að smámsaman grafíst undan eynni, blokkir losni og hverfi í sjóinn. Sé þessi tilgáta rétt er ekki nægjanlegt til að hefta niðurbrot eyjarinnar að styrkja yfirborð hennar með stein- steypu. Dýptarmæling og borun í eyna myndu leiða í ljós hvort þessi veikleiki sé fyrir hendi. Auk sjó- merkja er lagt til að komið verði upp steinsteyptum píramíta með innfelld- um radarspeglum. Slík sjómerki hafa verið sett upp á skerjum fyrir Suð- austurlandi. Kolbeinseyjar er fyrst getið í Hauksbók Landnámu, sem rituð var rétt eftir 1300. Eyjan er á virku eld- stöðva- og sprungubelti syðst á Kolbeinseyjarhrygg. Eldgos hafa orð- ið á þessum slóðum á sögulegum tíma. Árið 1372 skaut upp ey, en staðurinn er óviss, segja þeir Sigurð- ur og Kristján í grein sem þeir rituðu f tímaritið Ægi. Kolbeinsey stendur á sökkli, sem er nálægt 4 km í þver- mál. Fimm hundruð metra norðvestur af eynni er boði og umlykur tíu metra dýptarlína boðann og eyna. Sökkull- inn undir Kolbeinsey er um 300 m hár að austan og vestan, en um 150 m að norðan og sunnan. Bergið í Kolbeinsey er basalthraun svo til al- veg ferskt og gráleitt, en nokkuð oxað. Heillegasta bergið er í neðri hluta eyjarinnar, en ótraust berg er í efsta hluta hennar og nær frá toppi hennar á austurhlutanum niður í sjó Kolbeinsey sumarið 1932, séð úr suðri Kolbeinsey í ágíist 1985. Vesturhöfðinn burði við þá mynd er tekin var 1932. að vestanverðu. Hættulegustu sprungurnar í eynni eru svokallaðar höggunarsprungur, sem fram hafa komið við brotahreyfingar löngu eftir að eyjan myndaðist, og eru þær einn helsti veikleiki eyjarinnar, segir í Ægi. Nokkrar slfkar sprungur liggja í gegnum Kolbeinsey. Augljósar breytingar Þeir félagar segja í grein sinni að með tilliti til niðurbrots og eyðingar- hraða megi skipta eynni í þrennt, austur- og vesturhöfðann og sprungukerfið sem er á milli. „Af loftmyndum, sem teknar voru 1958 og 1985, má glöggt sjá breytingar sem orðið hafa á þessum 27 árum. Blokkir hafa losnað úr austurhöfðan- um. Sprungan í miðri eynni hefur lengst og bergflísar plokkast úr henni. Mestu breytingarnar eru á vesturhöfðanum. Norðvestast hefur al le Þ' rc' oi aJ ai m v; m hi ai sl in is k. V( ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.