Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987
21
Reutcr.
Stjórnarformenn British Airways og British Caledonian, Kmg lávarð-
ur (t.v.) og Sir Adam Thomsen, tókust að sjálfsögðu í hendur þegar
gengið hafði verið frá samningnum um sameiningu flugfélaganna.
Bretland:
British Airways
kaupir Caledoniu
London, Reuter.
TALSMENN breska flugfélags-
ins British Airways skýrðu frá
því i gær, að það hefði keypt
meirihluta i flugfélaginu British
Caledonian Airways fyrir 237
milljónir sterlingspunda. Eni
kaupin gerð til að treysta stöðu
BA og gera því kieift að glíma
við bandarísku risana i þessum
rekstri.
„Sameining fyrirtækjanna gefur
BA einstakt tækifæri til að láta
verulega að sér kveða á heimsmark-
aðnum," sagði stjórnarformaður
BA, King lávarður, en BA, sem
ræðuryfir 160 flugvélum, mun taka
að sér áætlunarflug BCA til Saudi-
Arabíu, Vestur-Afríku og nokkurra
borga í Suðurríkjum Banda-
ríkjanna.
Á síðasta ári var 19,3 millj. punda
halli á rekstri BCA en 162 millj.
punda hagnaður af rekstri BA. Fór
BCA verr út úr samdrættinum í
Atlantshafsfluginu en BA auk þess
sem það hefur stundað áætlunar-
flug á ýmsum lítt arðbærum flug-
leiðum.
Ekki hillir enn undir, að Evr-
ópuríkin gefi flugreksturinn ftjáls-
an en stóru flugfélögin vilja samt
hafa allan vara á og eru farin að
búa sig undir aukna samkeppni.
Sem dæmi um það má nefna SAS
og belgíska flugfélagið Sabena en
þau hyggjast treysta sína stöðu
með því að sameina flugreksturinn.
Surinam:
30 skæruliðar felldir
Paramaribo í Surinatu, Reuter.
STJÓRNIN í Suður-Ameríkurík-
inu Surinam sagði í fyrradag að
stjórnarherinn hefði fellt 30
skæruiiða, þar á meðal þrjá evr-
ópska málaliða, í bardaga í
austurhluta landsins nú í vikunni.
Skæruliðarnir voru undir forystu
stjórnarandstæðíngsíns Ronnie
Brunswijk, en hann og menn hans
hafa háð frumskógastríð gegn ríkis-
stjórn Desi Boutersees hershöfð-
ingja, sem komst til valda í byltingu
árið 1980.
Herstjórnin hefur nú heitið að
koma á borgaralegri stjórn í landinu
að nýju og ætlar að efna til kosn-
inga seint í nóvember. Til þess að
styrkja stöðu borgaranna, hafa þrír
stærstu stjórnmálaflokkar landsins
nú sameinast fyrir kosningarnar.
Firestone
tadial hjöSbaróarni
tsyggja öryggi þitt
og annarra
FIRESTONE radial hjólbaröarnir eru framleiddir undir ströngu
gæðaeftirliti sem tryggir Öryggi þitt og fjölskyldu þinnar.
Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á
malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi i
akstri, innanbæjar sem utan.
FIRESTONE eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir
jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki.
Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist
og endist...
UMBOÐSMENN UM
LAND ALLT!
Landsbankinn
býður örugg
skuldabréf
10,8% AVÖXTUN UMFRAM
VERÐTRYGGINGU__________
Skuldabréf Lýsingar hf. eru til 3ja ára með
10,8% ársávöxtun umfram verðtryggingu.
Þau eru í 100.000,- kr. einingum. Söluverð
7. júlíerkr. 75.490,-.
Lýsing hf. er fyrirtæki í fjármálaþjónustu.
Hluthafar eru Landsbankinn, Búnaðar-
bankinn, Brunabótafélag íslands og Sjóvá hf.
Skuldabréf Sambands ísl. samvinnufélaga
eru til 5 ára með 10,8% ársávöxtun umfram
verðtryggingu. Þau eru í 100.000,- kr. og
250.000,- kr. einingum.
Bankabréf Landsbankans eru til 2ja eða
4ra ára að upphæð kr. 50.000,-, kr. 100.000,-
og kr. 250.000,-. Ársávöxtun er 9% umfram
verðtryggingu. Endursölutrygging Lands-
bankans tryggir að ávallt er hægt að innleysa
bankabréfin innan tveggja mánaða.
Skuldabréfin og bankabréfin fást í
verðbréfadeild Aðalbanka og útibúum
bankans um land allt.
Við önnumst kaup og sölu spariskírteina
ríkissjóðs í gegnum Verðbréfaþing íslands.
Bjóðum lægstu kaup og söluþóknun,
aðeins0,75%.
Nánari upplýsingar veita Verðbréfa-
viðskipti, Fjármálasviði, Laugavegi 7,
símar 27722
og 621244 Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna