Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 17. JÚIÍ 1987 31 Aimæliskveðja: Paul V. Michelsen garðyrkjumeistari Hann tekur upp á því þessi hálf- danski norðlenzki unglingur að verða sjötugur á þessum drottins degi, og hvað á maður að segja, hvað er svo sem athugavert við það annað en, að þetta minnir á það að góðs drengs sé ekki of oft getið. Þetta gleymist stundum meðal landa vorra. Paul V. Michelsen, vinur vor, sem jafnan hefur verið kenndur við Hveragerði, ólst upp í Skagafirði, á Sauðárkróki, þar sem faðir hans, Jörgen Frank, var úrsmiður og faktor og brunaliðsstjóri og áber- andi þáttur í bæjarlífinu. Þar á Króknum var stéttaskipting og odd- borgaramennska ekki í ósvipuðum dúr og tíðkaðist á gömlu hálfdönsku Akureyri, en slíkt skilur eftir vissan blæ í lífsstíl, sem stundum kveður rammt að í fari þeirra, er alast upp í slíku umhverfi. Jörgen Frank, faðir Pauls, var perudanskur, frá Horsenes á Jót- landi, en móðir Pauls var rammís- lenzk, ættuð norðan úr Eyjafirði, af traustum, sterkum stofnum. Paul er miðbarn af tólf systkin- um, breeðurnir sjö eru allir á lífi, og systurnar voru fimm, en fjórar þeirra eru látnar. Það hefur stund- um verið talað um, að miðbarnið í fjölskyldunni sé með séreinkenni og gildi sérstök sálfræði fyrir það, að því er amerískir sálkönnuðir telja, en Ameríkanar eru alltaf að gera kannanir eins og allir vita. Svo mikið er víst, að Paul er með sið- menntuðustu mönnum, hann virðist kunna skikk og hefðir fólks, sem hefur jöfnum höndum stundað verzlun og iðnað gegnum kynslóðir og aftan úr öldum. Hann helgaði líf sitt ylræktinni. Kona hans er Sigriður Ragnars- dóttir, sem er reykvísk gegnum fjórar kynslóðir (ef ekki meira) og á fyrir langalangafa innréttinga- Skúla, öðru nafni Skúla landfógeta í Viðey. Hún er kvenleg dama af gamla skólanum, gæti hafa leikið í þöglu kvikmyndunum á móti Eric von Stroheim og reykt flatar Reof- ani-sígarettur, og frú Sigríður er (eins og ýmsar manneskjur af gam- alreykvískum heimilum) vinföst, gleðst yfir velgengni vina sinna, en harmar ófarir þeirra, tekur semsagt þátt í gleði þeirra og sorgum. Þau hjón hafa notið blæbrigða lífsins jafnt og þétt síðan þau voru pússuð saman 18. ágúst 1940. Þau hafa farið til Spánar þrjátíu og sex sinn- um og auk þess gist lönd í Evrópu. Þau eru lifandi fólk með gott hjarta- lag og kunna „takt og toner" eins og danskurinn segir, þau bæði tvö. Stundum er sagt, að konan sé betri helmingur mannsins, og ég veit, að Paul metur konu sína meira en títt er um íslenzka eiginmenn. Sigríður er seintekin og hér á árunum aust- anfjalls leyfði ég mér að kalla hana Sigríði stórráðu, yitaskuld í virðing- arskyni, en með örlitlu glettniívafí. Hún tók því með sinni fínu kímni- kennd. Það er margs að minnast frá öll- um þessum árum, allt frá því að undirskráður var sendur af dag- blaðinu Vísi til að skrifa um Hveragerði, þessa gróðrarvin neðan við Kambabrún. Gróðrarstöð Mich- elsens var í fararbroddi þá í ylrækt. Sigríður sagði við tíðindamann um eiginmanninn: „Hann Palli hefur grönne fingre," semsagt það grær allt, sem hann kemur nálægt. Þvílíkt lof um eiginmann. Tildrögin að framtíðarstarfi Pauls voru þau, að hann hafði sem stráklingur beð- ið pabba sinn að gefa sér aura fyrir radísufræjum. Sigurður búnaðar- málastjóri heyrði þetta og spurði Paul, hvort hann hefði gaman af blómum og hvort hann gæti hugsað sér að fara til Ingimars í Fagra- hvammi í Hveragerði og læra garðyrkju hjá honum. Varð það úr. Hjá Ingimar var Paul tvö ár, og þáðan lá leiðin til Köben og þar lærði Paul í ströngum garðyrkju- skóla og lauk námi eftir þrjú ár. Hann settist að í Hveragerði eins og fyrr segir og örfáum árum síðar varð hann ástfanginn upp fyrir haus, þegar hann hitti hana Sigríði sína, sem er allt í senn snyrtifræð- ingur, hárgreiðsludama, rakara- meistari, leikkona, danskennari eins og Paul — þau hjónin ráku dans- skóla í Hveragerði árum saman við orðstír. Þetta var á því tímabili, sem skáld og listamenn settu svip á Hveragerði og gáfu þessu þorpi, sem nú er orðinn kaupstaður, sér- stæðan blæ, allt annan blæ en ríkir þar í dag. Hins vegar hefur Paul Michelsen stórar hugsjónir í sam- bandi við Hveragerði, hefur skrif að um slíkt í blöð af sálarhita og vissri reynslu. Oft lá leiðin til Michelsenshjón- anna hér á árunum. Þau ráku fyrirtækið með sínum stíl og eign- uðust fasta viðskiptavini, meðal annarra sendiráðin erlendu í Reykjavík. Með ylrækt á háu kröfu- stigi kynntu þau hjón land og þjóð. Það er hermt eftir þeim, sem til þekkja og hafa vit á, að Paul hafi verið jafnvigur á hvers konar garð- rækt og ylrækt, hvort heldur sem það hafí verið ævintýralegir „monsterar" með hvanngræn blöð og drifhvít blóm eða bucceenvillea- plöntur (öðru nafni þríburablóm), sem blómstra lengst og bezt allra pottablóma, og þá ekki síður kró- ton-nlöntur. Og þessi fögru blóm í skála Michelsens koma upp í hug- ann asamt með apanum Jobba, sem Paul lagði blátt bann við að væri gefinn brjóstsykur, hvort heldur sem það væri „Kongen af Dan- mark"-bolsjur ellegar „brenndur Bismark", en Jobbi ku hafa verið gróflega veikur fyrir hvoru tveggja. Og þau birtast á breiðtjaldi minn- inganna páfagaukurinn, sem hét Lára, og allir þessir mörgu hrís- grjónafuglar og dvergpáfagaukar, sem mögnuðu andrúmsloft í skála Michelsens, svo að úr varð ævin- týraheimur, ekki sízt fyrir litlu börnin. Paul ræktaði tómata sem eru upprunnir í Suður-Ameríku og gengu undir nafninu ástarepli (Paul hefur gaman af því að tala um ást- ina). Og þá ræktaði hann ógrynni af banönum á tímabili og flest alla ávexti, sem er frægt. Var skrifað um slíkt í blöð. Stórafmæli, jarðar- för, gifting eða trúlofun þarna austanfjalls, engin slík athöfn á þessum slóðum gat farið fram án skreytinga frá Michelsen — ef á annað borð var höfð við blóma- skreyting. Einn sonanna, Ragnar, er sprenglærður verðlaunanemandi frá konunglegri blómaverzlun við Breiðgötu í Höfn, Brödrene Wolff, þar sem hann afgreiddi skreytingar fyrir tiginborið og konunglegt fólk, auk þess fyrir fólk með smekk, sem gerir háar listrænar kröfur. Þau hjónin Sigríður og Paul eru ekki allra. Þau eru sérlunduð á viss- an hátt, mótuð af andrúmslofti, sem er að hverfa. Þau fluttust til Reykjavíkur fyrir sjö árum og hafa síðan búið á efstu hæð í Krumma- hólum sex, með eitt fegursta útsýni borgarinnar fyrir augum. „Á kvöld- in er þetta eins og í erlendri stórborg yfir að líta," segir hún. Þau eru heldur ekki venjulegir ís- lendingar í orðsins fyllstu merk- ingu. Þau eru heimsborgarar. Þau halda oftar upp á lífið og tilveruna en annað fólk að öllu jöfnu. Það er notalegt að eiga með þeim stundir og minnast margs, sem á dagana hefur drifið. Paul sagði eitt sinn um Sigríði sína, sem hefur ákveðnar skoðanir og er glettin og stríðin við vini og sýnir þeim þannig vinarhót, að eig- inmanninum sfzt undanskildum: „Hún hefur alltaf verið blóm lífs míns, án hennar hefði ég aldrei getað þetta ..." Fyrstajanúar 1979 sæmdi Krist- ján hejtinn Eldjárn, þáverandi forseti íslands, Paul V. Michelsen garðyrkjumeistara ( Hveragerði riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf hans. Árið eftir fluttu þau hjón suður. Paul segist vera hamingjusamur hér í Reykjavík. Hann segist hafa ástæður og skilyrði til að rækta jákvæðara hugarfar en nokkru sinni áður. Hann virðist líka líta á lífið og tilveruna sem ylrækt. Hann sagði eitt sinn, að hann hefði rekið fyrirtæki sitt íangtum fremur sem hugsjón en lifibrauð og taldi sig jafnframt vera lukkunnar pamfíl, vegna þess að hann hefði fengið að vinna það, sem hann hefur áhuga á. Og ylræktin heldur áfram í Krummahólum. (Paul V. Michelsen og frú, Krummahólum 6, verða að heiman í dag.) Að Hæðardragi, Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Afmæliskveðja: Albert Olafsson kennari Það var drjúgur spölur milli Norðurárdals og Noregs fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina fyrri og þá kannski ekki síst fyrir sveitapilt af heimili þar sem ríkidæmi var ekki teljandi og systkinin mörg. En ör- lögin höguðu því svo til, að þessi bókhneigði piltur, rétt nýfermdur, fór á vertíð hjá skipstjóra af Sunn- mæri, sem þótti ekki annað við hæfi en að koma dreng til mennta. fslendingurinn var settur á kenn- araskóla í Noregi og í Noregi hefur hann búið síðan, lengst af innan um fjöllin í Oppdal í Þrændalögum. Og þar fann hann sér líka óðals- bóndadóttur, Marie Dörum. Það var alltaf talsverður við- burður þegar Albert afabróðir minn kom í heimsókn á Ásvallagötuna, síkvikur, forvitinn og svolítið eirðar- laus í andanum. Það var heldur enginn hægðarleikur að halda aftur af honum — hann var alltaf að flýta sér á æskustöðvarnar uppi í Norður- árdal. Það fréttist að Albert væri kom- inn á eftirlaun og væri alsæll með það. Ekki að heill mannsaldur í kennslustofu hafi verið honum neitt kvalræði, þvert á móti. En nú sagð- ist Albert loksins hafa fengið tíma til að fást við ýmislegt sem hafði lengi setið á hakanum — hand- menntir, ferðalög, lestur og ekki síst skriftir. Það fréttist meira að segja að Albert væri farinn að hugsa um pólitík og færi sínar eig- in leiðir. Eins og endranær. Raunar er ekki hægt að segja að Albert hafi ekki fundið sér tíma til að sýsla við ýmislegt meðan hann var kennari og skólastjóri. Eftir hann hafa komið út einar tólf bækur, flestar barnabækur sem skrifaðar eru um íslenskt efhi. Að auki hefur hann gefið út fallegt safn af íslenskum þjóðsögum í eigin þýðingum. Fyrir ritstörf sín og framlag sitt til eflingar menningartengsla milli íslands og Noregs hefur Albert fengið stórar viðurkenningar þar á meðal riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1973. Við, frændgarðurinn á íslandi, sendum Albert og fjölskyldu hans okkar bestu kveðjur á afmælinu. Egill Helgason MINNIHATTAR SUMARMYND Kvlkmyndlr Arnaldur Indriðason Meiriháttar mál (Terminal Ex- posure). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf: • V:. Bandarísk. Leikstjóri, hand- rítshöfundur og framleiðandi: Nico Mastorakis. Aðalhlutverk: Mark Hennessy, Scott King, Hope-Maríe Charlton og John Vernon. Ef það er eitthvað til sem kalla má dæmigerða slappa sumar- mynd þá er það þessi. Hún á að vera fyndin spennumynd um tvo sætustu og skemmtilegustu strák- ana í sólbakaðri Kalífornfu sem óvart verða vitni að morði á Fe- neyjarbaðströndinni og reyna að komast til botns í því uppá eigin spýtur. En hún er hvorki fyndin eða spennandi. Það má að vísu finna góða punkta hér og þar þótt hún sé alls ekki eins skemmtileg og allir í henni halda að hún sé. Það hefur sjálfsagt verið ofsalega gaman að gera hana, að horfa á hana er svo annað mál. Samtölin eru oft vægast sagt þvæluleg og söguþráðurinn ruglingslegur og hryllilega ómerkilegur. Leikstjórinn, framleiðandinn og handritshöfundurinn, Nico Ma- storakis, setur met f notkun á orðinu „rass". Aldrei í sögu kvik- myndanna hefur það komið eins oft fyrir í fyrsta hálftíma bíó- mynda og í þessari og hún kemst einhvern veginn ekkert áfram af þvi það eru allir að tala um rassa. Það helgast af því að söguhetjurn- ar tvær ganga um ströndina með myndavelar, smella í gríð og erg af bakhlutum kvenna og fara svo heim og góna á þær í rólegheitun- um. O, sumarmyndir, sumar- myndir . . . Hinn ágæti John Vernon kemur aðeins inn í myndina og dettur skýringarlaust út úr henni aftur en það eru tveir óþokkar, sem setja kómískan svip á flatneskj- una. Annar er ótrúlega líkur Martin Sheen og á í mestu vand- ræðum með að vera óþokki en hinn er frábærlega kaldur morð- ingi, sem því miður sést alltof lítið í myndinni. Og stóri bróðir ann- arrar söguhetjunnar er mjög sniðuglega gerður. James Woods mundi kalla hann gangandi brim- bretti. Úr myndinni Meiriháttar mál, sem sýnd er f Laugarásbíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.