Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Islandsmót í hestaíþróttum á Dalvík: Börnin ia, stærstu bikarana Nú um helgina halda hestamenn íslandsmót sitt í hestaíþróttum. ¦ Verður mótið haldið á Dalvík og er það íþróttadeild Hrings sem hefur yfírumsjón með mótshald- inu. Áð sögn Þorsteins Hólm Stefánssonar formanns Hring-s er þátttakan í mótinu góð og; mun betri en þeir áttu von á . Sagði hann það sérstaklega hafa komið á óvart hversu góð þátttakan hafi verið að sunnan en tæplega helmingur keppenda kæmi þaðan. Um 120 hross eru skráð til leiks og eru það 70 knapar sem koma til með að sitja þessa hesta því sumir þeirra eru með fleiri en einn hest í keppninni. Meðal keppenda eru þrír af sjö landsmönnum Islands sem keppir á heimsmeistaramótinu í ágúst. Sigurbjörn Bárðarson mæt- ir með Brján frá Hólum og Kalsa frá Laugarvatni , Hafliði Halldórs- son mætir með ísak frá Runnum og Sævar Haraldsson mætir með Kjarna J.rá Egilsstöðum sem er reyndar ekki sá hestur sem hann fer með utan en bróðir hans Hörður Ármann keppir á Háfi frá Lága- felli, hestinum sem Sævar fer með utan. Af öðrum kunnum keppend- um má nefna að Ingimar Ingimars- son mætir með Þokka frá Höskuldsstöðum þeim er sigraði A-flokk gæðinga hjá Fáki í vor. Þá verður þarna á mótinu Jörfi sem varð þriðji í B-flokki gæðinga á nýafstöðnu fjórðungsmóti Norð- lendinga en knapi á honum nú verður Jóhann G Jóhannesson. Mótið stendur yfir í tvo daga og er dagskráin á þessa leið: Klukkan átta á laugardag verður hlýðni- keppni fullorðinna og á sama tíma hefst tölt barna og unglinga, hlýðni- keppni barna og unglinga hefst klukkan 9.30 og á sama tíma tölt fullorðinna. Fjórgangur barna og unglinga hefst svo klukkan 12.30 og á sama tíma hindrunarstökk. Fjórgangur fullorðinna hefst klukk- an 14.45 og að honum loknum hefst fimmgangur. Um kvöldið verður síðan grillveisla. Á sunnudag byrjar dagskráin klukkan níu með úrslit- um í fjórgangi fullorðinna barna og unglinga. Að því loknu verða úrslit í hindrunarstökki. Klukkan 13.00 verður gæðingskeið og að því loknu úrslit í tölti barna, fullorðinna Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurbjörn Bárðarson mætir með Kalsa frá Laugarvatni sem hann tekur hér til kostanna og Brján frá Ilóluin sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Austurríki. og unglinga og að síðustu úrslit í fimmgangi og verðlaun afhent að því loknu. Verðlaun mótsins verða vegleg og má þar nefna að veittur verður eignabikar í öllum greinum og fá börnin stærstu bikarana en full- orðnir þá minnstu. Það er KEA á Dalvík sem gefur öll verðlaun til mótsins. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ÚTIVISTARFERÖIR Símar: 14606 og 23732 Laugardagur 18. júlí kl. 8.00 Eyjafjöll — Skógafoss. Kvern- árgil (Kvernárfoss). Byggðasafn- ið á Skógum skoðað, Paradísar- hellir, Seljalandsfoss, sund i Seljavallalaug. Verð kr. 1.100.-, frítt f. börn í fylgd m. fullorðnum. Sunnudagur 19. júlí kl. 8.00 Pórsmörk, dagsferð. Þarf ekki að panta. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sumar f Pórsmörk. Velkomin i sumardvöl í sælureitnum Básum í Þórsmörk. Tilvalið að dvelja í heila eða hálfa viku. Ódýrt sum- arleyfi fyrir alla. Miðvikudagsferð 22. júlí kl. 8.00. Einnig dagsferö á 1.000.- kr. Verð frá sunnudegi-miðvikud. er kr. 2.800.- f. fél. en 3.200.- kr. f. aðra. Sumarleyfisferðir 1. Eldgjá — Strútslaug — Þórs- mörk. 27. júli-2. ág. Bakpoka- ferð. Fararstjóri: Rannveig Ólafsd. 2. Hornstrandir — Hornvík. 31. júlí-4. ág. Rúta eða flug til ísa- fjarðar, með skipi til Hornvikur og tjaldbækistöð þar. Farar- stjóri: Lovísa Christiansen. 3. Lónsöræfi. 5.-12. ágúst. 4. Hálendishringur. 9.-16. ágúst. 8 dagar. Stytt ferð. Gæsavatnaleið — Askja — Kverkfjöll — Mývatn. Uppl. og farm. á skrifstofu Gróf- inni 1. Útivist. UTIVISTARFERÐIR Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 17.-19. júlí. 1. Þórsmörk — Goðaland. Gist í skálum Útivistar i Básum, ein- um friðsælasta stað Þórsmerk- ur. Gistiaðstaða eins og best gerist í óbyggðum. Skipulagðar gönguferðir. 2. Landmannalaugar — Eldgjá, nýtt. Skemmtileg og fjölbreytt hringferð um Fjallabaksleið nyrðri. Gengið um Eldgjá, (Ofærufoss), og Landmanna- laugasvæðið. Fararstjóri: Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. Brottför föstud. kl. 20.00. 3. Skógar — Fimmvörðuháls — Básar. Brottför laugard. kl. 8.00. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 18. júlí — kl.8.00-Hekla. Gönguferð fram og til baka á Heklutind (1491 m) tekur um 10 klst. Ógleymanleg gönguferð. Verð kr. 1.200. Fararstjóri: Jón Viðar Sigurðsson. Sunnudagur 19. júlf: 1. Kl. 8.00 — Þórsmörk — dagsferð. Verð 1000.- Ath.: Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í dagsferð til Þórsmerkur. 2. Kl. 10.00. — Dyravegur — Grafningur. Gengið frá Kolviðarhóli um Dyra- veg (gömul þjóðleið) í Grafning. Verð kr. 800.- 3. Kl. 13.00 — lllagil — Vegg- hamrar i Grafningi. Ekið i Hestvík og gengið þaðan inn lllagil að Vegghömrum. Verð kr. 800.- Miðvikudagur 22. júlí Kl. 8.00 — Þórsmörk — dags- ferð. Verð kr. 1.000. Munið að panta far i dagsferöina á skristofu F.l'. kl. 20.00 — Ket- ilstígur — kvöldferð. Brottför í ferðirnar er frá Um- feröarmiðstööinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Ferðafélag íslands. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð17.-19.júlí: 1) Kjölur — gönguferð i Kerling- arfjöllum Ekið til Hveravalla og gist þar i sæluhúsi Ferðafélagsins. Á laugardegi er fariö í Kerlingar- fjöll og gengið þar. 2) Landmannalaugar — Eldgjá Ekið til Landmannalauga og gist þar í sæluhúsi Ferðafélagsins. Farið í Eldgjá ef fært verður, annars farnar gönguferðir á Laugasvæðinu. 3) Þörsmörk — gist i Skag- fjörðsskála/Langadal Gönguferðir um Mörkina. Missiö ekki af sumrinu i Þórsmórk. Notfærið ykkur frábæra aðstöðu Ferðafélagsins í Langadal og dveljið lengri tíma. Brottför i allar ferðirnar er frá Umferðamiðstöðinni, austan- megin, kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag íslands. Sumarferð Húsmæðra- félags Reykjavíkur Farið verður i sumarferðalagið laugardaginn 18. júlí. Allar nánari upplýsingar gefa: Þuriður í sima 681742 og Sigrið- ur i síma 14617. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 17-24. júti (8 dagar): Lónsörœf I. Flug eða rúta til Hafnar i Horna- firði. Jeppar flytja farþega inn á lllakamb. Gist í tjóldum. Farar- stjóri: Egill Benediktsson. 17.-22. júlí (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Fararstjóri: Arnar Jónsson. 22.-26. júlí (5 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. 23.-26. júlí (4 dagar): Strandir, Ísafjarðardjúp. Gist tvær nætur á Laugarhóli i Bjarnarfirði og eina nótt á Reykjanesi. Ekið norður íTrékyll- isvík, farið yfir í Djúp um Steingrímsfjarðarheiði og suður til Reykjavíkur um Þorskafjarðar- heiði. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag islands. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Gistiheimiliö Mjóuhlíð 2. S. 24030. Sumamámskeið í vélritun Vélritunarskólinn, s. 28040. Kallkerfi 2ja, 3ja, 4ra stöðva. RAFBORG SF. Rauðarárstig 1, simi 11141. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar húsnæöí í boöl 50 fm skrifstof uhúsnæði í miðborginni er til sölu eða leigu. Húsnæðið er allt nýinnréttað. Upplýsingar í síma 687068 eftir kl. 19.00. íbúötil leigu Ca 70 fm 2ja herb. íbúð með sérinngangi til leigu í Garðabæ fyrir barnlaust reglufólk. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „íbúð - 2421". ÍilkynningBr Lokað vegna sumarleyfa Vegna sumarleyfa starfsfólks verða skrifstof- ur okkar og vórulager lokaður frá 20. júlí til 7. ágúst 1987. Hrbtján^on hF UMBODS- OG HEILDVERSLUN :¦¦., Ksfæt U* Þ..-.I-M .! 1"J vi Re/hjavix uppboö Uppboð verður haldið í veitingasal IÐNÓ við Vonarstræti sunnudaginn 19. júlí nk. og hefst kl. 14.00. Seldar verða hundruð bóka og timarita, m.a. stórmerkilegt safn handrita, bréfa, teikninga og sögulegra heimilda úr sögu Flateyrar, allt frumheimildir. Einnig hundruð bréfa og viðskiptaskjala frá Kaup- félagi verkamanna, Vestmannaeyjum. Einnig: Helgarpósturinn allur, mikið af bókaskrám, hundruð Ijóðabóka, gömul tímarit, m.a. Reykja- víkurpósturinn 1846-1849, timar. Veiðimaðurinn, öll erfiðustu blöðin, rit um garöyrkju og trjárækt, Kvennafræðarinn, rit Náttúrufræðifé- lagsins, mikið úr Jarðabók Árna Magnússonar, málfræðirit, lukku- pakkar með tugum skáldsagna og fleiru, eldgömul bióprógrömm, rit um „hreina kynstofninn" eftir tengdason Richards Wagners, def- ektur úr gömlum Hólabókum frá þvi fyrir 1700, frumútg. af bók eftir Gorkí auk nokkurra af handritaprentunum Ejnars Munksgaards. Bækurnar verða til sýnis i veitingasal IÐNÓ við Vonarstræti laugar- daginn 18. júli kl. 11.00-17.00. Bókavarðan. fundir — mannfagnaöir Landanesætt Afkomendur Sigurlaugar Sæmundsdóttur og Kristjáns Jónssonar frá Landanesi halda ættarmót á Ketilási helgina 14.-16. ágúst. Mótið hefst með varðeldi í Valgarðslundi á föstudagskvöld kl. 22.00. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í símum 95-5576, Bára, 91-37114, Elva og 91-23765, Kristín. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Austurmörk 2, Hveragerði, (hl.e.h.), þingl. eign Junior Chamber, Hveragerði, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 27. júlí 1987, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Einar S. Ingólfsson hdl. og Jón Magnússon hdl. Bæjarfógetinn i Hveragerði. Féktgmtwi Almennur félagsf undur Týs verður haldinn þann 19. júli kl. 20.30 i Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fulltrúa Týs á SUS-þing. 2. Almenn félagsfundarstörf. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.