Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 27
SIORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987
27
verið að fjármálaráðherrar hafi haft
ákveðið svigrúm til að annast slíka
fyrirgreiðslu og hafi hún tíðkast um
langt árabil í mismunandi miklum
mæli.
Albert Guðmundsson var stjórnar-
formaður Hafskips hf. árið
1979-1983.
Svo sem fyrr segir áttu ofangreind-
ar lántökur sér stað síðast á árinu
1984 og í byrjun árs 1985. Mál þetta
kom hins vegar til opinberrar rann-
sóknar í maí 1986 svo sem áður er
rakið.
Ekki verður á það fallist að lántök-
ur þessar tengist máli þessu eða
aðilum þess á þann veg að valdið geti
vanhæfi Hallvarðs Einvarðssonar til
að fjalla um það, sem ríkissaksóknari.
Frávísun málsins á þeim grundvelli
kemur því ekki til álita.
3. f I. kafla ákærunnar eru ákærðu,
ýmist allir eða sumir þeirra, saksóttir
fyrir að hafa staðið að gerð villandi
og rangra gagna á árunum 1984 og
1985 varðandi rekstur og efnahag
Hafskips hf., m.a. í því skyni að skapa
félaginu áframhaldandi fyrirgreiðslu
og lánstraust hjá Útvegsbanka fs-
lands. Er þetta atferli þeirra talið
varða við 158. gr. almennra hegning-
arlaga, 86., 151. og 152. gr. laga um
hlutafélög og 7. og 10. gr. laga um
löggilta endurskoðendur.
Þá eru ákærðu Björgólfur, Ragnar
og Páll Bragi í II. kafla ákærunnar
ákærðir fyrir fjársvik, skv. 248. gr.
almennra hegningarlaga, ýmis allir
eða ákærðu Björgólfur og Ragnar
tveir saman, með því að hafa staðið
að þvi að afla Hafskipi hf. fjármuna,
m.a. aukinnalána eða ábyrgða hjá
Útvegsbanka íslands með því að vekja
hjá bankastjórninni rangar eða villandi
hugmyndir um raunverulegan efnahag
félagsins og framtíðarhorfur. Hafi
þeir með þessum hætti náð að auka
skuldir félagsins við bankann um kr.
403.196.000.- á tímabilinu 31. ágúst
1984 til 30. nóvember 1985.
Fyrir liggur, að Jóhann S. Ein-
varðsson, bróðir Hallvarðs Einvarðs-
sonar, ríkissaksóknara, tók sæti í
bankaráði Útvegsbanka íslands 1. jan-
úar 1985 og sat í því uns bankanum
var með lögum breytt í hlutafélags-
banka á sl. vori, sbr. Iög nr. 7,1987.
Skv. 12. gr. laga nr. 12, 1961 um
Útvegsbanka íslands hafði bankaráð
yfirumsjón með starfsemi bankans og
ljóst er af ákvæðum sömu laga um
starfsskyldur bankastórnar og erindis-
bréfi bankastjóra, að eftirlitsskylda
bankaráðsins með starfsemi bankans
er rík.
Svo sem fyrr er rakið eru ákærðu
í máli þessu saksóttir fyrir að hafa
misgert stórlega við Útvegsbanka fs-
lands með því að leggja fyrir hann
röng eða villandi gögn og að hafa
með sviksamlegum hætti náð að auka
skuldir Hafskips hf. við bankann um
samtals rúmlega 400 milljónir króna
á árunum 1984 og 1985. Fer ekki hjá
því, að málþetta hlýtur að varða mjög
bankaráð Útvegsbankans enda liggur
fyrir að málefni Hafskips hf. voru oft
til umræðu og umfjöllunar á fundum
ráðsins á árinu 1985.
Með hliðsjón af ofanrituðu verður
að líta svo á, að Hallvarður Einvarðs-
son, ríkissaksóknari, sé þannig skyldur
einum bankaráðsmanni Útvegsbank-
ans, að skv. grundvallarreglum 3. og
7. tl. 36. gr. laga nr. 85, 1936 mætti
hann eigi gegna dómarastörfum í
máli þessu og því hafí ekki verið rétt
skv. 22. gr. laga um meðferð opin-
berra mála nr. 74, 1974, að hann
fjallaði um ofangreindar sakir. Enda
þótt ákæran snúist og um önnur at-
riði, sem ekki tengjast hagsmunum
Útvegsbanka fslands, er eðlilegast að
um þessi efni öll sé fjallað í einu máli
og því þykir rétt að vísa ákærunni í
heild sinni frá dóminum af þessum
sökum.
Dæma ber ríkissjóð til að greiða
áfallinn kostnað af máli þessu, þar
með talda þóknun til skipaðra verjenda
ákærðu, Guðmundar Ingva Sigurðs-
sonar hrl., Jóns Magnússonar hdl.,
Jónasar Aðalsteinssonar hrl. og Ólafs
Gústafssonar hrl., sem þykir hæfilega
ákveðin kr. 20.000.- til hvers þeirra
um sig.
Dómsorð:
Ákæru í máli þessu er vísað frá
dómi.
Kostnaður málsins greiðist úr ríkis-
sjóði, þar með talin þóknun skipaðra
verjenda ákærðu, Guðmundar Ingva
Sigurðssonar hrl., Jóns Magnússonar
hdl., Jónasar Aðalsteinssonar hrl. og
Olafs Gústafssonar hrl., kr. 20.000.-
til hvers þeirra.
Hallvarður
erlendis
HALLVARÐUR Einvarðsson ríkis-
saksóknari er staddur erlendis um
þessar mundir og reyndist Morgun-
blaðinu ekki unnt að ná sambandi
við hann í gær.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum
16. júlí
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lssgsta Moðal- Magn Heildar-
verð vorð vorð (lestir) ver«(kr.)
Þorskur 38,20 26,20 35,50 36,6 1.297.659
Ýsa 48,60 44,60 46,32 11.7 540.598
Karfi 20,20 15,80 18,86 1.6 29.856
Grálúöa 25,40 15,00 23,36 5,2 121.273
Koli 28,80 28,80 28,80 1,6 46.691
Ufsi 25,00 25,00 25,00 5,9 146.970
Annað 18,20 18,20 18.20 3.0 55.990
Samtals 34,14 65,6 2,239,037
Aflinn í gær var að mestu úr mótorbátnum Eini. í dag verður upp-
boð kl. 16 og verða þar seld 25 tonn af þorski, 12 tonn af ýsu,
12 tonn af ufsa og 5 tonn af kola að mestu úr Stokksey.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hœsta Lœgsta MeAal- Magn Heildar-
vorð vorð vorð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 46,00 44,00 44,75 7,550 337,881
Ýsa 52,50 50,50 51,71 7.021 363.065
Karfi 21,50 20,00 20,59 7,966 163.990
Koli 36,00 33,00 34,19 18.343 627.239
Ufsi 26,00 23,50 24,89 8.270 205.854
Steinbítur 33,00 33,00 33,00 0,1 3.300
Samtals 34,54 49,251 1.701.332
Aflinn í gær var aðallega úr þremur dragnótabátum. Til sölu verður
í dag 50 tonn af þorski, 10 torín af ýsu og 30 tonn af kola.
!¦ ™ *- ¦"v __*. ,m K/rirtaekium
SL
^¦™ "~ nr stórum og smáum tyrirtækium
kleift að festa kaup auu«- á réttu -
óþarflega stórt. Sopno m *»*_ _ oinijm
hverjumogeinum.
TBANSMIT
pnoow***
¦¦¦* "íKr . vnnv
\\W
M Alltaö5bæiarlínur.
:W^ð12innanhússlrnur
. samtengingáinnanhussnn
umogeinnibæjarnnu
(símafundur)
. SOnúmeraminmmeö
milliinnanhússlina.
Hátalarioghringingán
kerfinugangand,brátttynr
^^Snarramögule^
' sLmverteraökynnaserhja
sölumönnumokkar.
. Sk)ásímar,ersynask,laboö.
Bjóðum mikið
úrval
vandaðra SophoK1
símakertaog utiJenö«ugt_________.—^tt^^^-
öUum IJSjrtW og 3 ^an^nUdýfaTsímakerfi hafa aoe,ns
Stærðum og Sleikasemstærnogmundyr
gerðum ''
möguieikasems
boöiöhingaðttl.
SÆTÚN,8-SlMI691500 ¦
Góðan daginn!