Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Hvalveiðar Islendinga: Áttatíu þúsund mót- mælakort haía borist UM 80 þúsund mótmælakort hafa boríst forsætisráðherraem- bættinu frá því í febrúar sl. og eru þau enn að berast. Hér er um að ræða mótmæli frá bandarískum hvalfriðunarsinnum, sem vilja mótmæla hvalveiðum okkar íslendinga og segir í texta kortanna að hvalveiðar í vísindaskyni séu ekkert annað en hreint yfirskin. Magnús Torfí Ólafsson, blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kortin væru enn að berast. Magnús Torfi sagði að talsvert hefði borist af slíkutn mótmæla- kortum frá Bandaríkjunum í forsætisráðherratíð dr. Gunnars heitins Thoroddsen, en það hefði ekkert verið í líkingu við^ það magn sem nú hefði borist. Aætl- aði Magnús Torfí að um fimmt- ungur þess magns sem nú hefði borist hefði borist þá. „Þessi 80 þúsund kort svara til þess, að 80 Islendingar tækju sig til og skrifuðu Reagan Banda- ríkjaforseta út af einhverju sem þeir væru óánægðir með í hans fari eða hans stefnu," sagði Magn- ús Torfí. Hann sagði það óráðið hvað gert yrði við þessi kort, en það væri ríkisstjórnarinnar að ákveða það. Kortin yrðu enn um sinn geymd í pappakössum í stjórnarráðinu. Kortin eru öll með sama texta, en ýmist undirrituð af sendanda VEÐUR Morgunblaðið/Einar Falur / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islánds (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Magnús Torfil Ólafsson, blaðafulltrui ríkis- stjórnarinnar, setur vænan bunka kortanna á bréfavog, en með vigtun kortanna gat hann slegið á það hversu mörg kort hefðu borist. með hans eigin rithönd, eða á þau eru límdir miðar með nafni og heimilisfangi sendanda. Texti kortanna er þessi: „Kæri forsætis- ráðherra. Ég lýsi yfir áhyggjum mínum vegna þess að ísland held- ur hvaladrápi sínu áfram. Hvala- drápið og það yfirskin að veiðarnar fari fram í vísinda- skyni, er vanvirðing við anda veiðibannsins og gróf misnotkun á hugtakinu vísindi. Hvalveiðar íslendinga eru stórskaðlegar al- þjóðlegu átaki til verndar þessum spendýrum hafsins og landi þínu til skammar." Þórshöm: Margeir í 2. sæti MARGEIR Pétursson vann í gær Schneider frá Svíþjóð og Jón L. Arnason vann Wedberg firá Svíþjóð í filmmtu umferð Skákþings Norðurlanda, sem haldið er í Þórshöfh í Færeyjum. Svíarnir eru báðir alþjóðlegir meistarar. Helgi Ólafsson tapaði fyrir Hansen, stór- meistara firá Danmörku. Að fimm umferðum loknum er Morteinsen frá Danmörku efstur í landsliðsflokki með 4 vinninga. I öðru sæti eru þeir Margeir og Sehneider með 3 lh vinning. VEÐURHORFUR í DAG, 17.07.87 YFIRLIT á hádegl f gœr: Skammt suðaustur af landir.u er 998 millibara djúp lægð sem þokast norðvestur. Við norðanverðan Noreg er 1026 millíbara hasð. SPÁ: Útlit er fyrir hægviðri eða suðaustan golu á landinu. Dálítil súld verður við austurströndina, annars þurrt en víðast skýjað. Hiti á bilinu 10 til 16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Hæg breytileg átt. Hætt við skúrum sunnanlands en annars bjart veður. Hiti á bilinu 10 til 16 stig. x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / f/'ft Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * * \ o Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ', ' Súld OO Mistur —{- Skafrenningur VZ Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að isl. tíma hlti uefiur Akureyri 12 okýjaft Reykjavflí_________16 altkýjad Bergen Helsinki Jan Mayen Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 21 skýjað 14 skýjað 7 þokumóða 18 skýjað 11 skýjað 9 skýjað 22 Bkýjað 21 háifskýjað 11 súld Algarve Amsterdam Aþena Barcelona Beriín Chicago Feneyjar Frankfurt Glaskow Hamborg LasPalmas London LosAngeles Lúxomborg Madrid Malaga Mallorca Miami Montreal NowYork París Róm Vfn Washington Winnipeg 24 skýjað 26 mistur 34 heiðskírt 27 þokumóða 27 léttskýjað 14 heiðskfrt vantar 28 skýjað 16 skýjað 27 léttskýjað 26 léttskýjað 17 rtgning 17 þokumóða 24 skúr 26 alskýjað 33 léttskýjað 28 lóttskýjað vantar 16 skýjað 20 skýjað 16 rigning vantar 28 skýjað 20 skýjað 18 lóttskýjað Tisdal frá Noregi er í þriðja sæti í landsliðsflokki með 3 vinninga og í fjórða sæti ásamt fleirum er Helgi Ólafsson með 2 lh vinning og Jón L. Árnason er í fimmta sæti ásamt fleirum með 2 vinninga. í meistaraflokki eru Arnar Þor- steinsson og Tómas Björnsson í efsta sæti ásamt fleirum með 2 lh vinning af 3 mögulegum. Róbert Harðarson, Jón Arni Halldórsson og Bogi Pálsson eru með 2 vinn- inga. Sigurður Daði Sigfússon er með 1 vinning, Páll L. Jónsson er með '/2 vinning og Magnús Örnólfs- son er með engan vinning. í almennum flokki A er Sæberg Sigurðsson einn efstur með 3 vinn- inga eftir 3 umferðir. Ægir Páll Friðbertsson er með 2 V2 vinning, Páll A. Jónsson og Magnús Sigur- jónsson erum með 2 vinninga. Sigurður Ingason er með 1 vinning. I almennum flokki B og ungl- ingaflokki er Gunnar Svavarsson með 2 V2 vinning, Guðni Harðarson með 1 '/2 vinning og Kristjón Kris- tjónsson með 1 vinning. í efsta sæti í meistaraflokki með 2 V2 vinning er Erik Lundin frá Svíþjóð en hann er 83 ára. Með þátttöku sinni er Erik að halda upp á að 50 ár eru liðin síðan hann varð Norðurlandameistari, árið 1937 eftir einvígi við Erik Andersen frá Danmörku. ÞorkellL. Ingvars- son látinn ÞORKELL L. Ingvarsson, fyrr- um stórkaupmaður, lést í Reylgavík í gær, 81 árs að aldri. Þorkell var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og starfaði í Reykjavík alla sína tíð, lengst af forstöðumaður heildverslunarinnar A. J. Bertelsen & Co hf. Eiginkona Þorkels var Sigríður Svava Arnadóttir. Hún lést 1963. Einkabarn þeirra er Ámi, fulltrtúi hjá Tollstjóraembættinu. Knattspyrna var helsta áhuga- Þorkell L. Ingvarsson mál Þorkels og sat hann m.a. f stjórn Knattspyrnufélagsins Vals og var um skeið stjórnarformaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.