Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐE), FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987
Ómar Torfason á landsliðsæfingu. Hann æfir þessa dagana með Diissel-
dorf í Vestur-Þýskalandi.
KNATTSPYRNA
Ómar æfir með
Dússeldorf
ÓMAR Torfason hefur að
undanförnu œft með vestur-
þýska liðinu Dússeldorf og
getur þess vegna fengið til-
boð f rá félaginu á nœstu
dögum.
Frá þessu er greint í þýska
íþróttablaðinu Kicker í gær.
Blaðið segir að Diisseldorf hafi
boðið þremur leikmönnum að æfa
með liðinu, Ómari og tveimur
Þjóðverjum, og verði einum þeirra
boðinn samningur.
Dusseldorf féll í 2. deild í vor, en
þá hafði liðið leikið samfellt í 15
ár f 1. bundesligunni. Ómar leikur
sem kunnugt er með Luzern í
Sviss, en hefur áhuga á að skipta
um félag.
KORFUKNATTLEIKUR
Breiðablik tekur sæti
Fram í úrvalsdeildinni
í FYRRAKVÖLD var ákveðið að
UBKtœki sæti Fram í úrvals-
deildinni í körfubolta nœsta
keppnistímabil.
Asíðasta tímabili léku sex lið
í úrvalsdeildinni, UMFN, ÍBK,
Valur, KR, Haukar og Fram. Fram-
arar hlutu ekkert sig og áttu að
falla í 1. deild, en ákveðið var að
fjölga í úrvalsdeildinni úr sex liðum
í níu. Samkvæmt því hélt Fram
sæti sínu, en við bættust ÍR, sem
sigraði í 1. deild, Þór Akureyri og
Grindavík. Síðan gerðist það að
körfuknattleiksdeild Fram var lögð
niður og því var fyrrnefnd ákvörðun
tekin á fundi fulltrúa úrvalsdeildar-
félaganna.
Samfara fjölgun liða verður fyrir-
komulagi mótsins breytt. í stað
fjórfaldrar umferðar, verður leikin
tvöföld umferð, en úrslitakeppni
fjögurra efstu liða verður eftir sem
áður.
Þá verður sú breyting á bikarkeppn-
inni að úrvalsdeildarliðin koma inn
í keppnina í 16 liða úrslitum og
verður leikin tvöföld umferð, heima
og að heiman, og jafntefli látin
gilda.
FRJALSAR / MEISTARAMÓTUNGLINGA
Um 550 ungmenni
keppa um helgina
í dag hefs á Laugardalsvelli í
Reykjavík meistaramót f rjálsí-
þróttamanna 14 ára og yngri
og stendur það yf ir til sunnu-
dags. Keppendur eru 374 alls
staðar að af landinu. Mótið
verður sett með athöf n og hóp-
göngu keppenda á laugardags-
morgun.
Alaugardag fer svo fram meist-
aramót 15 til 18 ára frjálsí-
þróttamanna og verður það haldið
í Keflavík. Þátttakendur þar verða
170 talsins, svo að á mótunum
tveimur keppa um 550 keppendur.
UMFK sér um framkvæmd mótsins
í Keflavík og ÍR-ingar í Reykjavík.
Á mótinu í Reykjavík keppa ungl-
ingar úr nær hverju byggðarlagi
landsins, en þeir eru frá 23 félögum
MORGUIMBLAÐSLIÐIÐ
9. umferð
SEX lið skoruðu 11 mörk Í9.
umferð og voru sex markanna
skoruö ísama leiknum, en
leikmönnum fjögurra liða
tókst ekki að skora að þessu
sinni. Fjögur lið eiga leik-
menn í liði umferðarinnar
og eru fimm menn valdir
úr leik Völsungs og Vals,
sem var besti leikur
umferðarinnar, þó
ekkert mark hafi
verið skorað.
... 1
Sigurður
Lárusson
ÍA(1)
Kristján
Kristjánsson
Þór(2)
Morgunblaðió/ GÖI
w^í-.wíæí^vww.wía^is^íi^^íesw!
Viö viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda
á Barbour fatnaöi. Durham jakkinn hefur þessa
kosti: Hann er framleiddur úr laufléttu bómullar-
efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann
er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er
fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er
hann tvímælalaust hentugasti jakki í lengri
eða skemmri ferðir.
$0máMá»#.
1940-1985
Veiöimaöurinn sf.,
Hafnarstrœti 5, sími: 16760.
og héraðssamböndum. Flestir
þeirra eru frá Héraðssambandinu
Skarphéðni, þ.e. úr Árnes- og Rang-
árvallasýslum, eða 55. Frá Héraðs-
sambandi Snæfells- og Hnappadals-
sýslu koma 35 keppendur, frá
Ungmenna og íþróttasambandi
Austurlands 33 og 31 frá Ung-
mennasambandi Dala og Norður
Barðastrandar.
KNATTSPYRNA
Gull og Silfur-
mótið
fyrir yngstu
knattspyrnu-
konurnar
YNGSTU knattspymukonur
landsins, 3. aldursflokkur,
munu safnast saman í Kópa-
vogi helgina 25. og 26. júlí en
þá fer f ram þar í bæ Gull og
Silfur-mótið í kvennaknatt-
spyrnu og eru það Gull og
Silf ur h.f. og Ungmennafélagið
Breiðablik sem sjá um fram-
kvæmd mótsins eins og
undanfarin ár.
Mót þetta var fyrst haldið 1985
og er þetta því í þriðja sinn
sem það fer fram. Á fyrsta mótinu
kepptu um 70 stúlkur, í fyrra tvöfal-
daðist fjöldi þátttakenda og í ár er
búist við um 250 ungum knatt-
spyrnudömum á Kópavogsvöllum.
Mótið er því eitt hið viðamesta sem
haldið er fyrir þennan aldursflokk.
Keppnin hefst klukkan 10 á laugar-
dagsmorgun og verður leikið fram
undir kvöldmat. Á sunnudaginn
verður einnig hafist handa um
klukkan 10 og mótinu lýkur síðari
hluta dags. Það eru bæði A og B
lið sem keppa á mótinu og verða
veitt gull-, silfur- og bronsverðlaun
í hvorum flokki. Markadrotning
keppninnar fær einnig gullboltann
sem viðurkenningu fyrir að skora
mikið af mörkum og allir þátttak-
endur fá heiðursskjal til minningar
um þátttöku í mótinu.
Keppendur koma víða að og verður
þeim séð fyrir gistingu í skólum í
Kópavogi. Vífilfell gefur Hi-C eins
og hver getur í sig látið og einnig
munu allir fá Tommahamborgara
og franskar í lok móts.
Mót þetta er svipað og Tommaham-
borgaramótið í Eyjum nema hvað
hér eru það stelpurnar sem leika
en strákarnir í Eyjum, „rökrétt þró-
un á jafnréttistímum", eins og segir
í fréttatilkynningu um mótið.