Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 39
I-
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. JULI 1987
39
Jónas Bjarnason, 92 ára gamall, var sá elsti sem fór snúning með veltubílnum.
Morgu nbl aðid/Sverri r
Fjórtán þúsund
fóru í veltubílinn
Sá elsti var 92 ára
Veltubílnum sem Almennar
tryggingar fluttu hingað til
lands til að gefa fólki kost á að
reyna ágæti bílbeltanotkunar hefur
nú verið skilað aftur til Danmerk-
ur. Um 14 þúsund Islendingar veltu
í bílnum.
Jonas Bjarnason, 92 ára gamall,
var einn af þeim sem fóru veltu í
bílnum síðasta daginn sem hann
var til sýnis og reynslu við hús
Almennra trygginga. Jónas var inn-
heimtumaður hjá Almennum
tryggingum í mörg ár og ók þá um
á mótorhjóli. „Mér varð ekkert
meint af snúningnum", sagði hann.
„Ég ferðast annars ekki mikið með
bílum, en þegar ég þarf þess spenni
ég að sjálfsögðu beltin". Jónas ók
um á mótorhjóli í yfir 20 ár, frá
því um 1960 til 1982 þegar hann
varð 88 ára og sagðist hann aldrei
hafa orðið fyrir óhappi svo heitið
geti.
Veltubíllinn kom hingað til lands
19. júní s.l og hefur verið til sýnis
á Akranesi, Keflavík, Selfossi, í
Hafnarfirði, Kópavogi og
Reykjavík.
0K hqtel
vm odk
HVERAGERÐI
Laugardagskvöld 18. júlí
DANSLEIKUR
Gömlu og nýju dansarnir
Hljómsveit JÓNS SIGURÐSSONAR leikur fyrir dansi.
Verð aðgöngumiða kr. 400,-
Verið velkomin
HótelÖrk
sími 99-4700.
^QIRG
í kvöld ieikur
MICKEY DE AN
léttan blús frá
kl. 20-22
Velkomin á
Brasserie Borg
fe!