Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 4- Skref til hálfs — hvers vegna? GASIDIBOTN! Paö er dagsaít aö á bensín- stöðvum Esso er sumartegt andrúmslofl. Þar fæst sænskt gas á hylkjum frá „Primus" auk vandaöra gaslukta og gashellna. Einnig bjóðast þar ýmsar aðrar ferðavörur svo sem létt borð og stólar, vatnspokar, veiðisett, grillvörur og margt fleira. Gasluktir frá 621 kr. Gasheltur -1428kr. Gashylki (einnota) - 89 kr. Gashylkl (áfyllanleg) - 800 kr. Veiðisett -1190kr. Olíufélagið hf ettir Gunnar Snorrason Þann 1. ágúst nk. munu taka gildi ný lög um innheimtu sölu- skatts og er það einn liður af mörgum í fyrstu aðgerðum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Þessi lög kveða á um það m.a. að 10% söluskattur verði lagður á matvæli að undanskildu þó kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum og mjólk. Ef marka má ummæli Jóns Bald- vins Hannibalssonar fjármálaráð- herra mun þessi ráðstöfun vera áfangi í þá veru að söluskattur verði lagður á allar vörur án undantekn- inga. Ég sem þessar línur rita hef margoft látið þá skoðun mína í ljós á opinberum vettvangi að einmitt þetta eigi að gera og ætti raunar að vera búið fyrir löngu. Mér er því hulin ráðgáta hvers vegna þetta var ekki gert nú með tilkomu nýrr- ar ríkisstjórnar í stað þess að gera þetta kerfi enn flóknara en orðið er. Gildistíminn 1. ágúst er nú ekki sem allra bestur heldur, ég á ekki von á því að auðvelt verði að fá fólk í vörutalningu og endurmerkingu á sjálfri verslunarmannahelginni. En kannski eru aðrir á annarri skoðun, sér í lagi þeir, sem finnst að verslan- ir þurfí að vera opnar lungann úr sólarhringnum alla vikuna og líka um helgar. Enginn talar um þjón- ustu opinberra stofnana svo sem Tryggingastofnunar ríkisins, Gjald- heimtunnar, borgarstofnana og banka svo eitthvað sé nefnt. Gunnar Snorrason „Ég býð Dagfara í sjálf- boðastarf yfir verslun- armannahelgina til endurmerkingar, hann eða hún ætti að fara létt með það." í DV 14. júlí sl. skrifar Dagfari um sóluskattinn og segir orðrétt: „Ríkisstjórninni er umhugað um að kaupmenn þurfi ekki að leggja of mikið á sig þegar vöruverðið hækk- ar." Hér á Dagfari við að óþarfi hafi verið að fresta 10% hækkuninni til 1. ágúst, það hafí einungis verið fyrir kaupmenn gert. Ég býð Dag- fara í sjálfboðastarf yfir verslunar- ÓBtÐU pÉK ^RHÐA Ekki skemma góð lóg með þvíað spila þau ílélegu tæki. Fáðu þér SHARP ferðatæki og uppáhaldslögin þín verða miklu betri, hvort sem þau eru spiluð afkassettu eða leikin íútvarpinu. Tækin eru fáanleg írauðu, bláú, brúnu og svörtu. Tónninnertærogtækinfalleg. Verð kr.8,9SO.- Gældu viö hlustirnar -fáðu HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, KauplélagBorglirðinga, Hljómtorg Isatirði, Kaupíélag Skaglirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri Radiover Husavik, Eyco Egilsslöðum, Skógar Egilsstöðum, Kauplélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarijarðar Reyðarfirði Ennoo Neskaupstað. Djúpið Djúpavogi, Homabær Hornafirði, KauplétagRangæinga Hvolsvelli, M.Mbúðin Selfossi, Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Raleindaþjónusta Úmars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JLHúsið Reykjavik, _________^ mannahelgina til endurmerkingar, hann eða hún ætti að fara létt með það. Á undanförnum árum hefur það verið stefna ríkisstjórnar að leggja niður innheimtu á söluskatti en taka virðisaukaskatt upp í staðinn. Nú virðist vera dregið í land með þetta mál, en í málefnasamningi ríkis- stjórnar er kveðið á um það, að stefna beri að því að taka í gildi virðisaukaskatt eða endurbætt söluskattskerG. Ég hef áður bent á og vil endurtaka, að ég hræðist flókna skriffínnsku við skil á virðis- aukaskatti, enda er það ljóst að söluskattsformið er einfaldast ef það er ekki eyðilagt með allskonar undanþágum og breytilegum pró- sentuupphæðum eftir vörutegund- um eins og nú hefur gerst. Ollum á einnig að vera ljóst hvílík feikna vinna það verður fyrir kaupmenn að inna þessa innheimtu af hendi við slíkar aðstæður. Ég vil að lokum beina því til stjórnvalda að flýta endurskoðun á innheimtu sölu- skatts, með það í huga að einfalda kerfið, það er, að ein söluskattspró- senta verði lögð á allar vörur, að sjálfsögðu mun lægri en nú er. Mér er einnig ljóst að samfara þessu þurfi til að koma ákveðnar ráðstafanir fyrir hina efnaminni í þjóðfélaginu gegnum trygginga- kerfið. Ef þetta er gert og ráðamenn gleyma öllum hugmyndum um virð- isaukaskatt tel ég það spor í rétta átt. Höfímdur er kauptnaður í Reykjavík. Manuela Wiesler, Einar Grétar Sveinbjörnsson og dóttirin María Lind. Manuela Wiesler og Ein- ar Grétar Sveinbjörns- son í Skálholtskirkju A ÞRIÐJU tónleikahelgi Sumar- tónleika i Skálholti munu Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjörnsson leika bæði gömul og ný verk fyrir flaiitu og fiðhi. Þau komu fram á Skálholtstón- leikum síðastliðið sumar. Laugardag kl. 15 munu þau ein- göngu leika. verk eftir G.Ph. Telemann. Á efhisskrá þeirra eru tvær sónötur í G-dúr og A-dúr fyr- ir flautu og fiðlu; fjórar einleiks- fantasíur, tvær í f-moll og D-dúr fyrir fiðlu og tvær í B-dúr og g- moll fyrir flautu. Laugardag kl. 17 leika þau blandaða efnisskrá. Hún hefst á pratítu í E-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach. Þá koma tvö samtímaverk. Fyrst er Kransaköku- bitar eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verk þetta var samið í tilefni gift- ingar þeirra Manuelu og Einars 17. maí 1986, og er þetta frumflutning- ur verksins. Hitt nútímaverkið er eftir Cristobal Halffter og ber nafn- ið Debla. Þau enda síðan tónleikana á að leika svítu í h-moll fyrir flautu og fiðlu eftir Jacques Hotteterre. Sunnudag kl. 15 verða seinni tónleikar frá laugardegi endurtekn- ir. Á sunnudeginum kl. 17 er síðan messa. Dr. Sigurður Örn Stein- grímsson prédikar, en sr. Guðmund- ur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari. Organisti er Ólafur Sigurjónsson. Manuela Wiesler og Einar G. Svein- björnsson munu einnig leika við messu. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.