Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 25 ndum kiheft suðri. Mb. Síndri liggur við eyna. ifðinn hefur greinilega lækkað í saman- 1932. allstór þríhyrningslaga tangi, rúm- lega 1,5 m á hæð og 12 m á lengd, þurrkast út með öllu ásamt stórri flös rétt norðaustan við. Væn sneið hefur einnig brotnað úr vesturhöfðanum alveg syðst. Nokkuð hefur rofist ofan af vesturhöfðanum og nemur það mest um 1 til 1,5 m þar sem hann var hæstur miðsvæðis. Það sem mestu veldur um hversu hratt vestur- höfðinn hefur rofist eru tiltölulega auðgræfir, láréttir eða lítið hallandi skilfletir og blöðrurákir, sem ná langt inn í bergið og valda því að það flett- ist upp í lögum." Láréttir skilfletir og lóðréttar sprungur Þeir Sigurður og Kristján hafa komist að þeirri niðurstöðu að helstu veikleikar í eynni séu láréttir skilflet- ir og lóðréttar sprungur. Lfklega eru Loftmynd sem tekin var 1958 af Landmælingum íslands. Loftmynd, sem tekin var árið 1985 af Landmælingum íslands. lárétt skil milli hraunbelta á fárra metra dýpi undir eynni sem valda því að smám saman grefst undan eynni og blokkir losna og hverfa í sjóinn. Endanlegar tillögur um verndun Kol- beinseyjar hafa ennþá ekki litið dagsins ljós. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar, en áður en hægt er að hefjast handa verður að dýptarmæla kringum eyna og kafa við hana til að kanna aðstæður utan í henni eins vel og kostur er. Snemma kom upp sú hugmynd að steypa hjúp yfír eyna til varnar hafís og brimi, en engan veginn er víst að sú aðgerð ein sér sé nægjanleg til langs tíma litið. Árið 1964 var sett upp ratsjármerki sem stóð á þremur stálrörum sem boruð voru og steypt niður í klöpp- ina. Strax á fyrstá vetri fór merkið í sjóinn og er talið sennilegt að hafís- inn hafi verið þar að verki. Hafnar- málastofnun hefur lagt til að sett verði upp sjómerki á Kolbeinsey, steinsteyptur píramíti með innfelldum radarspeglum, eins og sett hafa verið upp á skerjum fyrir Suðausturlandi. Fjárveiting til verkefnisins hefur ekki fengist, en stofnunin hefur sótt um tvær og hálfa milljón á næstu fjárlög- um. j! Túnis: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Eru bókstafstrúarmenn þar ógnun í alvöru? HABIB Bourguiba, forseti Túnis, til margra ára, hefur unnið ötuliegar að því en nokkur annar forystumaður Arabaríkis að ýta undir vestræn áhrif í Túnis. Þó hefúr hann arabiskar hefðir í heiðri. En það licfur verið orðað svo af vildarmönnum Bourgu- iba, að hann hafi alla tíð viljað, að Túnisar tileinkuðu sér einnig það jákyæðasta úr vestrænni siðmenningu. Þetta hefur lengst af farið bara vel saman. En nú allra síðustu ár, og kannski má telja það í mánuðum, hafa áhrif öfga- sinnaðra bókstafstrúarmanna aukizt hröðum skrefum í Túnis. Og það svo, að ýmsir ráðamenn hafa verulegar áhyggjur af fram- vindu mála.Ein skýringin á auknum áhrifum þeirra er sögð vera los sem er komið á í stjórnun landsins. Bourguiba er ekki virkur sem stjórnandi nema að takmörk- uðu leyti. En hann gætir þessa að halda öllum valdaþráðum í höndum sér og neitar að láta upp- skátt um, hver ætti að taka við. Sumir stjórnmálaskýrendur segja, að ástæðan fyrir því, að Túnisar ákváðu að bæta sam- skipti við Líbýu.eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu, sé að forystumenn álíti ekki á það bæt- andi að eiga í útistöðum við Líbýumenn ofan á annað. Það er vitað, að Túnisstjórn hefur haft nokkrar áhyggjur, eftir að stjórn Alsír og Gaddafi fóru að tala um bandalag. Einnig mátti sjá nokkur merki aukinna tengsla fyrrnefndra þjóða við Marokkó, munu Túnisar hafa litið svo á að þeir ættu á hættu að einangrast. Nú hefur hluti málsins verið leyst- ur í bili og því ættu Túnisar að geta einbeitt sér að næsta máli, sem eru eins og áður segir, aukin ítök og áhrif islamskra bókstafs- trúarmanna eru. I Túnis er búsettur harður kjarni írana, sem eru æstir í að flytja út byltingu sína. Líbýu- menn, sem eru allnokkrir í landinu, hafa verið hallir undir boðsskap þeirra. Reynt er að hafa eftirlit með iðju þessara manna, en það hefur komið fyrir ekki. Bókstafstrúarmenn hafa aldrei litið Bourguiba réttu auga frá því hann hvatti til þess, fyrstur Arabaleiðtoga, að Arabaríkin við- urkenndu Israel. Bókstafstrúar- menn hafa margsinnis reynt að ráða forsetann af dögum, einkum yegna mildrar afstöðu hans til ísraels. Bourguiba hefur verið raunsærri en margir forsvars- menn Arabalanda og jafnan sagt, að hugmyndir og/eða áform um þverpólitíska samstöðu Araba bæri vott um óraunsæi. Auk þess væri slík stefna ópraktísk. Þó svo að fæstir Arabalandahöfðingjar geri sér grein fyrir því, hvernig mætti jafna ágreining Araba inn- byrðis, er þessi skoðun Bourguiba annars vegar of hispurslaus og hins vegar stórhættuleg að dómi frumkvöðla i Arabalöndum. En væntanlega veikir það stjórnina mest, er hún reynir að takmarka áhrif bókstafstrúar- manna, að Bourguiba virðist staðráðinn í að viðurkenna ekki, að hann sé dauðlegur.Losið á stjórnun sem áður var vikið að hefur leitt til harðvítugra deilna milli ráðgjafa Bourguiba innbyrð- is. Hvarvetna er verið að makka og hver reynir að skara eld að sinni köku og tryggja sér völd. Hvort forsetinn gerir sér grein fyrir þessari ófrýnilegu baráttu, er óvíst. Bourguiba er f orði hlynntur því að fleiri flokkar en stjórnar- flokkurinn fái að starfa. En þar við hefur svo setið.Forsetinn kveðst einnig, vera andvígur hvers kyns misrétti eða mannréttinda- brotum. Margt í stjórn hans hefur sýnt þetta. Trúfrelsi er raunveru- legt í Túnis. Þar búa gyðingar í sátt og samlyndi við arabana og berbana. Það hvarflar ekki túnisk- um gyðingum að flytja úr landi. Forsetinn hefur , einkum á fyrri árum, lagt sig fram um að efla menntun landsmanna. Almenn mannréttindamál öðrum augum en Vesturlandabúar og að mörgu leyti er ástandið skárra þar í landi en víða á Arabíuskaganum. Hins vegar gæti svo farið nú, að stjórnin tæki þann pól í hæðina að hlú að mannréttindasamtök- um. Þó ekki væri nema vegna þess að islamskir bókstafstrúar- menn eru mjög andvígir þeim og berjast gegn þeim með oddi og egg. Túniskir stjórnmálamenn segja það afdráttarlaust, að fátt sé það sem ógni friði og fram- förum í Túnis jafn mikið og ef islömsku hreyfingunni, IMT, yxi fiskur um hrygg. Félagsmenn hafa hreiðrað um sig í verklýðs- félögum, í menntakerfinu og víðar. Þeir skirrast ekki við að Túnisar geta státað sig af því að trúfrelsi hefur verið í hávegum haft. Myndin er frá sýnagógu túniskra gyðinga á eynni Djerba Lögð er rækt við menntun barna staða konunnar hefur verið með því frjálslegasta sem gerist í Arabalöndum. En hann hefur ekki verið sérlega sveigjanlegur í öllu. Hann hefur að vísu leyft túnisku mannréttindasamtökunum að vera til, en sérfræðingar segja, að það sé bara að nafninu til og til að gefa Túnis þann svip út á við, að þar sitji vitsmunir og lýð- ræði í öndvegi. Nýlega hafnaði stjórnin beiðni Amnesty alþjóða- samtakanna um að opna skrif- stofu í höfuðborginni og baráttumenn fyrir mannréttinda- málum segja að ríkisstjórnin vilji ekki hafa nein samskipti við þá og þeir fái ekki um frjálst höfuð strokið f störfum sfnum. Túnis er þó sannariega ekki eina ríkið í þessum heimshluta, sem lítur beita ofbeldi eða öðrum aðferðum til að ná takmarki sínu. Það efast fáir um, að Bour- guiba er einn merkasti stjórnandi í þessum heimshluta og hann hef- ur átt allan þátt í að móta Túnis á valdatfma sfnum. En hann hefur fallið í sömu gryfju og mörgum valdamönnum fyrr og síðar að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Tregða hans gerir það eitt að auka á illdeilur og sundrungu og þar með hlakkar vitanlega í fé- lagsmönnum IMT;þar með glæðast vonir þeirra um, að þeim takist að treysta sig í sessi. Og það hlyti að boða átök illvígari og áþreifanlegri - eins og dæmin sanna. Það yrði til skaða fyrir túnisku þjóðina. heimild: South, Middle East ofl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.