Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 28
8£ 28 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 AKUREYRI mM. Árlegur fundur skattstjóra: Staðgreiðslukerfí skatta til umræðu Undirbúningur fyrir breytinguna 'gengur samkvæmt áætlun ÁRLEGUM fundi skattstjóra lauk á Hótel KEA í gær. Stað- greiðslukerfi skatta var eitt helsta iinifjölluiiarefni fiindarins og sagði Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, að ekki væru nema 167 dagar til stefhu, það væri að mörgu að huga áður en uýja kerfinu yrði komið á og því ástæða til að byrja strax að telja niður dagana. Á fundi skattstjóranna, sem stóð á miðvikudag og fimmtudag, var fjallað um almenn skipulagsmál í skattakerfinu, þjónustu og upplýs- ingahlutverk skattyfirvalda, tölvu- notkun og undirbúning að staðgreiðslukerfi skatta og verk- þáttum í sambandi við það. „Það var eingöngu fjallað um staðgreiðslukerfi skatta í fyrradag og við höfðum fengið á fundinn hjá okkur mann frá Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum til að flytja fyrirlestur um reynslu annarra þjóða af þessu fyr- irkomulagi," sagði Garðar. „Undirbúningur fyrir stað- greiðslukerfið er vel á veg kominn og hefur gengið alveg samkvæmt áætlun. I ágúst hefst kynningar- herferð á hinu nýja skattafyrir- komulagi, bæði fyrir atvinnurek- endur og gjaidendur, og síðast en ekki síst fyrir starfsfólk á skattstof- um, og þessi herferð á að standa fram á næsta ár. Við teljum að skattheimta verði betri með hinu nýja fyrirkomulagi, og einnig að það verði launþegum í hag. Það hefur í för með sér að tekjusveiflur hjá launþegum eiga ekki að koma við þá skattalega, hvort heldur þeir veikjast eða skipta um vinnu, því markmið kerfisins er að fólk geti staðið skuldlaust við skattakerfíð á hverjum tíma," sagði Garðar. „Fáar þjóðir verða með jafh ein- falt skattakerfi" „Það er ekkert leyndarmál að ég tel staðgreiðslukerfi skatta til mik- illa bóta, sérstaklega fyrir laun- þega," sagði Olafur Helgi Kjartansson, skattstjóri í Vest- fjarðaumdæmi. „Skattkerfið er mjög einfaldað gagnvart skatt- greiðandanum; einungis er um að ræða það sem kallað er flöt skatt- prósenta, sem hæst getur orðið 36%; 28,5% til ríkisins og 7,5% til ;1sveitarfélaga. Þá er undanþágum frá skatti verulega fækkað, sem hefur í för með sér einfaldaðan og auðskiljanlegan skattútreikning, svo fremi staðgreiðslukerfinu verði ekki breytt. En ég er sem sagt mjög ánægður með hugmyndina sem staðgreiðslukerfið byggir á og hef ekki orðið var við að skattstjór- ar væru mótfallnir því. Það verður mjög einfalt, og sennilega verða fáar þjóðir með jafn einfalt skatta- kerfi og við eftir breytinguna," sagði Ólafur Helgi. Ólafur benti hins vegar á að fereytingin yfir í staðgreiðslukerfið yki mjög vinnu í skattakerfinu, sérstaklega næstu tvö ár. „Á næsta ári verður iagt á samkvæmt gamla kerfinu, því allir þurfa að telja fram fyrir þetta ár þó það komi ekki til innheimtu, og samtímis er verið að fylgja eftir staðgreiðslukerfinu. Það er kannski rétt að vekja at- hygli á að staðgreiðslukerfið er Gunnar Rafii Einarsson, skatt- stjóri Norðurlands eystra. Ólafiir Helgi Kjartansson, skall- stjóri í VestQarðaumdæmi. fyrst og fremst breyting á inn- heimtuaðferð. Endanleg álagning mun ætíð fara fram í lok hvers árs og þá er gert upp vi<1 þá sem ýmist hafa greitt of eða van. Það er því rík ástæða til að brýna fyrir fólki að passa vel upp á alla launaseðla og kvittanir sem það fær í hendur, en það hefur viljað brenna við að íslendingar séu einstaklega hirðu- lausir um alla pappíra. Venjulegur launþegi á því að hafa lokið öllum skattgreiðslum í lok skattaársins, og mismunandi tekjur milli ára koma því ekki eins illa viðhann. Það mætti jafnvel hugsa sér að í framtíðinni verði skattgreiðendur lausir allra mála um áramót," sagði Ólafur Helgi Kjartansson að lokum. Mikilvægt að fólk átti sig á stað- greiðslukerfinu „Staðgreiðslukerfinu munu fylgja ný vinnubrögð og álag á skattstofur mun aukast og einnig held ég að mörgum muni finnast flókið að telja fram fyrir „skatt- lausa árið"," sagði Gunnar Rafn Einarsson, skattstjóri Norðurlands eystra. „Það standa eftir eignatekj- ur og tekjur af atvinnurekstri, og nýjar reglur um vaxtaafslátt og húsnæðisafslátt, og þetta á allt eft- ir að flækja framtal ákveðins hóps manna. Til dæmis þeirra sem eru í skuldum vegna húsakaupa. Það að koma staðgreiðslukerfinu á mun kosta tímabundna fjölgun starfsfólks á skattstofunum því það mun verða mikið álag meðan þessi breyting gengur yfir. Starfsemi skattstofanna mun eitthvað breyt- ast í kjölfar staðgreiðslukerfísins, þó ég viti ekki ennþá hvernig fram- kvæmdin verður; reglurnar eru ekki nógu ljósar ennþá. Það hefur þó margt skýrst á þessum fundi okkar skattstjóranna hér á Akureyri. Mér sýnist að eitt það mikilvægasta sem framundan er sé að koma fólki í skilning um hvernig þetta nýja kerfi gengur fyrir sig," sagði Gunnar Rafn Einarsson að lokum. Frá hinni nýju hárgreiðslustofu á Dalvik. Dalvík: Morgunblaðið/Trausti Ný hárgreiðslustofa DaJvík. Ný hárgreiðslustofa hefiir tek- ið til starfa á Dalvík. Það er hárgreiðslustofa Fríðu og er hún í hinu nýja húsi Víkur- bakarís við Hafharbraut. Eigandi hárgreiðslustofunnar er Hallfríður Þorsteinsdóttir og starfar hún ásamt nema á stofunni. Boðið er upp á hverskonar hársnyrtingu, karla og kvenna, auk þess sem á boðstólum er fjölbreytt úrval af hársnyrtivörum. Aðspurð kvað Hallfríður mikið að gera en á Dalvík eru tvær aðrar hársnyrtistofur og svo virðist sem hin nýja stof a hafi verið þörf viðbót. — Fréttaritari Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþóreson Garðar Valdimarsson, ríkisskatt- stjóri. HLJOMSVEITIN Skriðjöklar frá Akureyri mun um hálftólfleytið í dag halda tónleika fyrir utan nýja útvarphúsið við Efstaleiti í Reykjavík. Þessir tónleikar eru haldnir í tengslum við útgáfu nýrrar hljóm- plötu sveitarinnar sem ber nafnið „Er Indriði mikið erlendis". Hljóm- leikunum verður útvarpað beint á Rás 2 og í tengslum við þá verða Maður féll 5 metra við Kristneshæli VINNUSLYS varð við heilsu- hælið Kristnes í gærmorgun er maður féll um 5 metra niður úr krana og úti í Hrísey lenti maður með hönd í vinnuvél og skarst, en ekki var vitað hversu alvarlóg meiðsli hans voru. Verið var að steypa við Kristnes og var maðurinn uppi á bómu sem Utitónleikar Skriðjökla getraunir þar sem platan er í verð- lauii- --------i^,-------- Orgeltónleik- ar í Akureyr- arkirkju § SUMARTÓNLEIKAR verða um þessa helgi og sem fyrr verða þeir í Akureyrarkirkju, Húsavík- urkirkju og Reykjahlíðarkirkju. Á sunnudag kl. 17.00 verða org- eltónleikar í Akureyrarkirkju og Ieikur þar nýútskrifaður organisti frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, Frið- rik Stefánsson. Hann mun leika verk eftir Bach, Franck og Jón Þórarinsson. Á þriðjudag verður síðan flutt önnur dagskrá í Reykjahlíðarkirkju, sem hefst klukkan 20.30. Þar koma fram Margrét Böðvarsdóttir, sópr- an, Þuríður Baldvinsdóttir, alt, Símon Kuran, flðla, Guðrún Sigurð- ardóttir, celló, og Björn Steinar Sólbergsson, sem leikur á orgel. iiulilui lim barka sem steypan renn- ur um og var að lagfæra þar eitthvað þegar hann féll niður úr henni. Hann var með meðvitund eftir fallið og kvartaði um í baki og fótum, og var hann samstundis fluttur í sjúkrahús. Sem betur fer slasaðist hann ekki alvarlega og var kominn heim til sín síðdegis. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Sprautaðá bensínið Slökkviliðið var kallað á vettvang í Hafharstræti í gær þar sem bensín hafði lekið úr götóttum tanki. Sprautuðu þeir kvoðu yfir bensínið í varúð- arskyni en sprautuðu því síðan niður af götunni. Dró þetta að sér forvitna vegfarendur þrátt fyr- ir alla bensínstybbuna sem fýllti öll vit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.