Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 16
16 4- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur - Minning Það hillir nú loks undir að Lista- safn íslands flytji í nýtt húsnæði og öll aðstaða þess gjörbreytist. Þegar þessi langþráði draumur er að verða að veruleika, kemur sú sorgarfrétt að Selma sé látin. Hún hafði barist fyrir þessu húsi og því var það enn meira miskunnarleysi örlaganna að henni skyldi ekki auðnast að sjá safnið flytja inn í það. Á þessari stundu hvarflar hugur- inn víða og. margar minningar sækja á, en ég staldra við leiftrandi gáfur Selmu, djúpt innsæi og næmni á myndlist, glettni hennar og glaðværð í fasi. Það fór ekki framhjá neinum þegar hún var á ferð, svo sterkur var persónuleiki hennar. Selma Jónsdóttir helgaði líf sitt framgangi íslenskrar myndlistar. Þetta gerði hún fyrst og fremst sem forstöðumaður Listasafns íslands, sem hún byggði upp af einstókum skilningi og alúð. Einnig vann hún brautryðjendastarf sem sérfræðing- ur í miðaldalist, einkum á sviði handritalýsinga. Það er sá þáttur ævistarfs hennar sem ég ætla að gera að umtalsefni. Selma lærði hjá meisturum list- fræðinnar beggja vegna Atlantsála. En tveggja lærifeðra hennar, sem hún mat mikils, vil ég sérstaklega geta. Sá fyrri var prófessor Meyer Schapiro, við Columbia-háskólann, sem á þeim tíma var einn tals- manna nýrra viðhorfa í listfræðum; fjölgáfaður og kynngimagnaður fræðimaður. Hann opnaði augu hennar fyrir ríkídómum myndlistar- innar, og þá einkum miðaldanna. Síðar lá leiðin til prófessors Francis Wormalds, sem var einn merkasti miðaldafræðingur Breta fyrr og síðar, sérfræðingur í handritalýs- ingum og handritafræðum. Báðir þessir menn voru brautryðjendur innan miðaldafræða, þess tímabils sem varð sérsvið Selmu. Þetta fararnesti varð henni gífur- leg hvatning til að takast á við þau verkefni sem biðu hennar hér í rannsóknum á miðaldalist. Selma leysti gátu fjalanna frá Bjarna- staðahlíð, færði Stjórn á ný til Islands og uppgötvaði að líklega áttum við enn hina helgu Maríu, kennda við Hofstaði, svo einhvers sé getið. Doktorsritgerð hennar um býs- anska dómsdagsmynd, sem hún taldi hafa verið í Flatatunguskála, braut blað í rannsóknum í íslenskri listfræði. Þar kom einnig sterkt fram allt það sem einkenndi stíl hennar: Hann var einfaldur og knappur en lýsandi og nákvæmur — laus við allar málalengingar og skraut — og hún þorði að varpa fram mjög afgerandi og djörfum hugmyndum. Textinn hefur takt- fasta stígandi, svo að stundum er sem lesandinn sé frekar staddur í miðjum reyfara en alvarlegu fræði- riti. Selma byggði rannsóknir sínar á mjög ákveðinni stílgreiningu, sem hún nýtti síðan til að skyggnast á bak við verkið í leit að uppruna myndefnis og stíls. Næmni hennar og vísindaleg skarpskyggni koma vel fram í þessu verki. Ég vil nefna hér að fyrsta grein hennar sem birtist á prenti var í hinu merka tímariti Art Bulletin, árið 1950, og fjailaði hún um högg- myndir úr steini í Kilpeck-kirkju í Herefordshire á Englandi. Hún er mjög merkt framlag til rannsókna enskrar rómanskrar listar. Þar var sýnt fram á að höggmyndirnar í Kilpec voru, ásamt höggmyndum úr nálægum kirkjum, verk mynd- hóggvara sem störfuðu í því héraði og mynduðu ákveðinn skóla. Grein hennar er enn á lista yfír skyldurit sem lesin eru til prófs í rómanskri enskri höggmyndalist. Eina grein fínnst mér þó ávallt vænst um, en hún fjallar um gjafarmynd í Skarðs- bók, AM 350, og birtist í Árbók fornleifafélagsins 1964. Hún er dæmigerð um stíl Selmu og hvernig ein mynd verður uppspretta gagn- merkra rannsókna. Að undanförnu hafði Selma unn- ið við rannsóknir á Stjórnarhandriti, AM 227, vegna útgáfu þess í ritröð- inni um íslensk miðaldahandrit, sem hún var langt komin með. Þar ætl- aði hún að endurmeta fyrri skoðan- ir, sem birtust í bók hennar um Stjórn, um skyldleika Stjórnar við ýmis íslensk 14. aldar handrit. En þannig voru einmitt vinnubrögð hennar sem fræðimaður. Rann- sóknin hélt ætíð áfram og fyrri hugmyndir voru í stöðugri endur- skoðun. Með nákvæmum athugun- um á innbyrðis skyldleika handrita, uppruna stíls og íkónografíu reyndi hún að komast að hvernig lista- mennirnir störfuðu og hvert þeir sóttu áhrif. Það liggur eftir Selmu mikið og merkilegt brautryðjendastarf á sviði íslenskrar listfræði og fráfall hennar skilur eftir stórt skarð í þeim fámenna hópi fræðimanna, sem á þeim vettvangi vinnur. Að leiðarlokum er mér þó efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og uppörvun og allt sem hún miðlaði mér af þekkingu sinni og reynslu. Ég votta eiginmanni Selmu, dr. Sigurði Péturssyni, og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Bera Nordal Það er eins og dauðinn komi allt- af að óvörum. Mér varð óneitanlega hverft við þegar ég frétti, að hún Selma væri dáin. Með gleði í huga hafði ég hugsað til þess, að hún lyki árangursríku starfi sem for- stöðumaður Listasafns íslands, með opnun safnsins í nýjum og glæsileg- um húsakynnum. Og það var svo stutt eftir. Nýja safnbyggingin verður opnuð í september í haust. Sjálfri hefði henni þótt ánægju- legt að skilja þannig við safnið og starfið. Safnið og nýbyggingin áttu huga hennar. Eg kynntist Selmu í starfí mínu í byggingarnefnd Listasafnsins. Raunar lágu leiðir okkar aðeins saman þar sem brautirnar skárust við byggingu Listasafnsins. I því starfi var Selma eldhugi. Það er varla árennilegt að standa að safnbyggingum á íslandi, fé af skornum skammti og þröskuldar margir. Mér er til efs að þessi ný- bygging væri enn hafín, ef Selmu hefði ekki notið við. Ég kom að þessu starfi 1975 og í nærfellt 12 ár fínnst mér eins og bjartsýni Selmu hafí verið leiðar- stjarnan sem við stýrðum eftir. Henni tókst alltaf að sjá ljósgeisla handan allra erfiðleika. Safninu og nýbyggingunni var ekkert of gott og úrræðagóð var hún með eindæm- um. En jafnframt var hún föst fyrir og ákveðin, þegar hagsmunir safns- ins voru í veði. Þegar ég renni huganum yfir störf Selmu í byggingarnefndinni koma mér í huga orð Hávamála: Eldur er bestur með ýta áonum og sólarsýn. Eldur brann í huga að koma málunum fram og yfir erfiðleika og skyndilæti blasti við sólarsýn. Ég held að allir í byggingar- nefndinni hafi verið vinir Selmu. Hún var svo einlæg, átti hlýjan hug og var að eðlisfari hjálpfús. Sjálfum finnst mér það hafa auðgað ævifer- il minn að hafa átt þess kost að kynnast henni. Ekki kann ég að ráða gátu lífs og dauða. Sé bátur hennar kominn að landi handan móðunnar miklu þykist ég þess fullviss að gleði henn- ar verði mikil er safnið flytur í nýbygginguna við Tjörnina. Þótt hún fái ekki sjálf að njóta þess að ganga um á meðal góðra vina og fagna þessum sigri, þá er markinu náð. Ef Iífsgátan er hins vegar rétt ráðin á þann veg, að svefninn langi sé draumlaus, eigum við hin í huga minningu um mikilhæfa konu, sem vann vel, vildi vel og náði langt. Það er ekki lítils virði meðan geng- ið er „ófarið örstutt æviskeið". Einhvern veginn finnst mér eins og ég minnist Selmu í hvert sinn sem ég hugsa um byggingu Lista- safns Islands við Tjörnina. Það eru einhver órjúfanleg tengsl bygging- arinnar við brautryðjandann, sem reisti merkið, dr. Selmu Jónsdóttur. Guðmundur G. Þórarinsson formaður byggingarnefndar Listasafns Islands Dr. Selma Jónsdóttir listfræðing- ur var óvenjulegur persónuleiki. Kynni okkar hófust, er undirritaður var skipaður í fyrsta safnráð Lista- safns Islands í árslok 1961. Þar féll það m.a. í minn hlut að vera ritari safnráðs. Áttum við ánægju- legt samstarf í listasafnsráði næstu tólf árin. Mér varð fljótlega ljóst að dr. Selma hafði hárfínt listrænt auga og var fljót að greina hismið frá kjarnanum. Þannig að á þeim tíma var ekki betur á kosið um skipun í það ábyrgðarmikla starf sem for- staða listasafns íslensku þjóðarinn- ar er. Hún vildi veg safnsins sem mestan og það svo að reisn hennar fyrir hönd listasafnsins gat allt að því nálgast þótta. Að vonum réð það miklu um alla starfsemi safns- ins hvaða skilning fjárveitingavald- ið syndi þeirri þýðingarmiklu stofnun, en jafnan var stakkurinn þröngt skorinn. Það var eitt höfuð- einkenni á starfi dr. Selmu að hún vildi fara að hverju verkí með fullrí gát. Fyrir ókunnugum gat þetta virst vera áhugaleysi, en því var þveröfugt farið, því hún hafði tak- markalausan áhuga á hvers konar myndlist: samt gat hún verið ein- strengingsleg. Annað höfuðein- kenni hennar var einstök kímnigáfa. Auðvitað varð ekki hjá því komist að okkur dr. Selmu greindi á um afgreiðslu mála. Þann- ig kom það líka fyrir, að er mér þótti rétt að færa mál, sem voru á dagsskrá til gerðabókar, að dr. Selma snerist alveg gegn því og hótaði að skrifa ekki undir fundar- gerðina er á málið yrði minnst eða sagt frá hinu eða þessu varðandi starfsemi listasafnsins. Þá þurfti hún ekki annað en að depla augun- um framan í hina safnráðsmennina og tókst með sjarma sínum að fá þá á sitt band. Sem betur fer kom þetta yfirleitt ekki að sök og verður a.m.k. ekki rifjað upp hér. Þó verð- ur ekki komist hjá því að minnast á eina afgreiðslu, sem mér finnst að hafi verið afgreidd af skamm- sýni og á ámælisverðan hátt, en það var löngu eftir að ég hvarf úr safnráði. Það var þegar einn mætur kaupsýslumaður ráðstafaði með erfðaskrá stórgjöfum til lista- og menningarmála. Til listasafnsins rann stórmannleg fjárgjöf auk fjölda málverka eftir viðurkennd- ustu listamenn þjóðarinnar. En með þeim hluta dánargjafarinnar átti að fljóta málverk eftir gefandann, sem varð til þess að gjöfinni var hafnað þ.e. málverkunum, en ekki peningagjöfinni. Mér finnst það hefði á engan hátt geta skaðað listasafnið að þiggja þessa gjóf þótt slíkur böggull hefði fylgt skamm- rifi. Það hefði getað verið fróðlegt fyrir fólk að geta um ókomna tíma séð hvernig einn heiðvirður og víðsýnn kaupmaður í Reykjavík varði tóm'stundum sínum á miðri 20. öldinni. Dr. Selma Jónsdóttir var gæfu- kona, hún fékk tækifæri til þess að fylgja köllun sinni í ríkara mæli en flestir. Hún átti ágætan lífsföru- naut dr. Sigurð Pétursson gerla- fræðing, sem var henni stoð og stytta, en lifir konu sína. Þar sem dr. Selma fór með ein- hvern af sínum ógleymanlegu höttum fór hefðarkona. Mér er minnisstætt, er hún sagði eitt sinn við mig: „Þótt ég sé svona dálítið mikið utan um mig þá stíg ég svo létt til jarðar." Það segir mér hugur að nú, er dr. Selma lettt á fæti kemur fyrir Lykla-Pétur, þá muni það ekki vefj- ast fyrir henni að komast inn um „Gullna hliðið", hún mun bara depla augunum framan í hann. Gunnlaugur Þórðarson Allt frá 1950 hafa Listasafnið og Þjóðminjasafnið verið í nánu sambýli í húsi því sem reist var í minningu um stofnun lýðveldis á íslandi. Mikil og margvísleg sam- skipti urðu því óhjákvæmilega með starfsmönnum þessara stofnana. ÖU þessi ár var dr. Selma Jóns- dóttir húsráðandi á efri hæðinni, í Listasafni íslands. Sumt fólk bregður stórum svip yfir umhverfí sitt og gæðir það lit og lífi. Svo var um Selmu Jóns- dóttur. Hún bjó yfir persónuleika sem allir hlutu að veita eftirtekt og taka afstöðu til. Þeir sem komast til svonefndra mannvirðinga eða hafa á hendi mannaforráð temja sér stundum ábúðarmikinn embættissvip, hátíð- leik og formfestu. Selmu var ólíkt farið. í návist hennar á vinnustað ríkti jafnan fjör og léttleiki, glens og gaman, sem gerði daglega önn að leik og skemmtan. Hún var því að vonum hjúasæl og mat líka gott starfsfólk að verðleikum. Selma naut sín ágætlega í mann- fagnaði og kunni vel að „vera með tignum mönnum", enda var hún heimsborgari að menntun, mótun og smekk, vandlátur fagurkeri, sem gerði strangar gæðakröfur, jafnt í list og lífi. Þá var hún einstakur höfðingi heim að sækja og lóngum gestkvæmt og glatt á hjalla á hinu fallega heimili þeirra Sigurðar Pét- urssonar á Ægissíðu 56. Oft nutu grannar hennar í Þjóðminjasafni risnu og rausnar á því heimili. Vel má vera að teprulegt fólk og húmorlaust, sem þekkti Selmu lítið, hafi tekið hispurslausa gaman- semi hennar fyrir léttúð og alvöru- leysi. Kunnugir vissu betur. Enginn skyldi ætla það létt ævistarf eða áhyggjulausan dans á rósum að bera ábyrgð á Listasafni íslands hátt á fjórða áratug, stofnun sem hún lagði metnað sinn í að efla, en var— eins og fleiri hliðstæðar— eitt af oinbogabórnum ríkisvaldsins. Ólíkar stefnur og straumar í list samtímans hlutu líka að brotna á safninu sem varð því oft og einatt skotspónn óvæginnar og ómaklegr- ar gagnrýni. Glaðlyndi Selmu og bjartsýni léttu henni áreiðanlega andróðurinn sem starfinu fylgdi á köflum. Og ekki má gleyma því að í fræðaiðkunum sínum átti hún at- hvarf frá erli embættisins, en um þann merka þátt í lífsstarfi hennar verður ekki fjölyrt hér. Tæplega verður Selmu svo minnst að ekki sé getið um ætt- rækni hennar og átthagatryggð, fornar dyggðir sem verka víst hjá- kátlega á sumt nútímafólk er hirðir lítt um rætur sínar í fortíðinni. Bæði i föður- og móðurkyn stóðu að Selmu traustir stofnar gildra borgfirskra bænda, þar á meðal ættir þær sem kenndar eru við Deildartungu og Húsafell. Hún var fimmti maður í beinan karllegg frá hinum rammeflda galdraklerki Snorra Björnssyni á Húsafelli. Selma fór ekki í launkofa með að hún var stolt af uppruna sínum og þótti gott að ræða um ættmenn sína og átthaga. Henni var ljúft að minnast bernsku sinnar og æsku í Borgarnesi, þar sem hún naut alls- nægfta og hins besta atlætis í föðurgarði. Það umhverfi var í huga hennar umleikið töfrabirtu og bar hvergi skugga á. Fyrir allmörgum árum byggði Selma sér veglegan sumarbústað á hlýlegum stað í landi Bæjar, þar sem Björn afi hennar hafði búið rausnarbúi. Þar undi hún sér vel að sumrinu þegar tóm gafst til og naut þar aðstoðar góðra granna, Jakobs Jónssonar á Varmalæk og fjölskyldu hans, sem hún mat mik- iís. Sumarbústaðinn seldi hún á síðastliðnu ári og keypti þá íbúð á Akureyri sem hún mun hafa hugsað sér sem fræðasetur sitt að loknum embættisferli, þótt það færi á annan veg. Fráfall Selmu Jónsdóttur skilur eftir tóm í hugum allra sem þekktu hana og umgengust, og verður hennar lengi minnst með söknuði. Halldór J. Jónsson. Nokkrum árum fyrir stríð var ég vikastrákur á Úlfsstöðum í Borgar- fírði. Sumardag nokkurn riðu þar í hlað frændsystkinin Þorsteinn Björnsson frá Bæ og Selma Jóns- dóttir og höfðu stuttan stans, hafa sjálfsagt verið á leið til frænda sinna að Húsafelli. Þessi heimsókn hefur verið mér minnisstæð æ síðan. Þorsteinn var mikill á velli en ég man undarlega lítið eftir hon- um að öðru leyti, aftur á móti man ég vel hversu falleg mér þótti Selma, eins og prinsessa úr ævin- týrum. Seinna þegar ég rifjaði þetta upp við hana, mundi hún eftir þessu ferðalagi, sagðist hafa verið um tvítugt. Ekki mun drengstaulann þarna á hlaðinu á Úlfsstöðum hafa grunað að hann og prinsessan ættu eftir að verða nánir samstarfsmenn eins og raunin varð á í Listasafni Islands. Þegar ég var kosinn í Safnráð safnsins árið 1965 hófust raun- veruleg kynni okkar Selmu. Aðrir í safnráði þá voru auk Selmu þeir Þorvaldur Skúlason, Ásmundur Sveinsson og Gunnlaugur Þórðar- son. Safnráð undir stjórn Selmu var ákaflega samhent og átti hún eigi lítinn þátt í að svo var. Án hleypi- dóma en með glöggskyggni fékk hún menn til að vinna saman, safn- inu til heilla. Selma var vel menntuð í sinni grein eins og rannsóknir hennar og skrif um lýsingar í fornum handrit- um sýna. Auk þess var hún gædd þeim eiginleika sem ekki er öllum gefínn, að vera fljót að átta sig á gæðum myndverka líðandi stundar sámtímans. Hún vissi að framvinda í myndlist er byggð á þekkingu á því sem áður hefur verið gert. Þess vegna vildi hún að safnið yrði full- komið safn þess besta frá upphafi myndlistar landsins. Ég vil fullyrða að henni hefur tekist það og má kalla það kraftaverk. Eins og andrúmið í litlu sand- skúruðu baðstofunni forðum breytt- ist vegna heimsóknar Selmu, munu salir nýja listasafnshússins sem hún barðist fyrir í mörg ár að reist yrði, verða vitnisburður um langt og ár- angursríkt starf og um leið minnis- varði um hana. Jóhannes Jóhannesson Þegar ég lít yfir farinn veg síðasta aldarfjórðungs er sem fyrstu skref hans hafi verið stigin í gær, svo langt — og þó svo stutt — er síðan kynni og síðar samstarf okkar Selmu hófust. Fyrstu minningar mínar um hana +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.