Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Minning: HALLDÓR G. KRISTJÁNSSON SKÓLASTJÓRI Fæddur21.júníl946 Dáiim 9.júlí 1987 í dag verður til moldar borinn félagi minn og vinur, Halldór G. Kristjánsson, en hann lést af slys- förum 9. júlí sl. rúmlega 41 árs að aldri. Að fá frettir um skyndilegt and- lát fólks í smáu samfélagi sem Hvolsvöllur er, hvað þá þegar um góðan vin er að ræða, gerir mann umkomulítinn og er þyngra en tár- um taki. Við þessu verða menn þó að vera viðbúnir. Oft er spurt „hvers vegna" og oftar verður fátt um svör. Það er þá helst að maður ímyndi sér að æðra og mikilvægara hlutverk sé ætlað hinum framliðna í ríki Guðs. Fyrstu kynni mín af Dóra, en það var hann ávallt kallaður af vinum sínum, hófust árið 1973 þegar hann var ráðinn íþróttakennari við gang- fræðaskólann á Hvolsvelli en þangað flutti hann frá Súgandafirði ásamt eiginkonu og tveim börnum. Það tók ekki langan tíma að kynnast Dóra. Eftir fyrstu kynni var eins og maður hefði þekkt hann sem félaga í mörg ár, svo fljóttek- inn og einlægur var hann. í gegnum íþróttirnar og þá sér- staklega knattspyrnuna áttum við sameiginlegt áhugamál alla tíð og þá aðallega í umræðuformi og sem áhorfendur á vellinum og í sjón- varpi. Dóri var einlægur stuðnings- maður Skagamanna og í ensku kanttspyrnunni var Manchester United alla tíð í sérstöku uppáhaldi hjá okkur og var mikill styrkur að vita af Dóra við hlið sér þegar verja þurfti heiður átrúnaðargoðanna og var oft farið hátt í tónstigann þeg- ar kveða þurfti niður önnur sjónar- mið og áróður sem ekki féll í kramið. Fljótlega eftir að Dóri flutti í Hvolsvöll gerðist tvennt sem tengdi okkur enn sterkari böndum. Annað var, að milli okkar samdist að fyrir- tæki mitt smíðaði eldhúsinnréttingu og annað smálegt í íbúðarhús sem hann hafði keypt í fokheldis- ástandi. Hitt atriðið og það sem eftirminnilegast verður var stofnun Kiwanisklúbbsins Dímonar árið 1976 og samstarf okkar á þeim vettvangi. Oft er sagt að enginn sé ómiss- andi, hvorki í vinnu né félagsskap og getur það rétt verið í víðtækum skilningi. En eitt er víst, að skarð Dóra í Kiwanisklúbbnum Dímoni verður aldrei fyllt þótt starfsemi klúbbsins haldi áfram með þeim ágætu félögum sem þar starfa. Dóri var á sér sviði og verður hans sárt saknað í framtíðinni bæði í leik og starfi klúbbsins. Kunnátta Dóra í félagsstörfum kom ekki á óvart, því auk kennara- starfa var hann einn af félögum í Lionsklúbbi Súgandafjarðar áður en hann flutti í Hvolsvöll. Dóri hafði sérstakan húmor og gott lag á að koma mönnum í létt skap. Hann hafði þá einstöku hæfi- leika að geta spunnið heilu sögurnar og lýsingarnar um félagana á sam- komum og er skemmst að minnast frábærrar lýsingar á flestum ef ekki öllum félögum og gestum á herrakvöldi klúbbsins í vor, en þeir voru um 50 talsins. Dóri var haf- sjór af bröndurum og notaði þá óspart á fundum og hermdi þá upp á félagana. Allt var þetta græsku- laust og án særinda, enda voru félagarnir ávallt við því búnir sem sjálfgefnum hlut. Hann hafði að auki þann ágæta kost sem því mið- ur er ekki öllum húmoristum gefið, að geta meðtekið skeyti frá öðrum og gert grín að sjálfum sér. Dóri var síkátur og þurfti ekki á því að halda að koma sér í stuð eins og sagt er. Hann var bindindismaður á tóbak, og vín smakkaði hann ekki nema vera skyldi bjórdreitil eða álíka meinlaust glundur ef það stóð til boða á réttu augnabliki. Fyrir nokkrum árum flutti Dóri með fjölskyldu sína frá Hvolsvelli austur að Skógum undir Eyjafjöll- um þar sem hann gerðist skólastjóri barnaskólans þar í sveit. Þetta gerði honum erfiðara um vik í Kíwanis- starfinu, þar sem um 120 km akstur var að ræða báðar leiðir til funda- halda. Þetta lét hann ekki á sig fá þótt stundum yrði að sleppa úr fundum vegna anna eða veðurs og ófærðar. Um þetta leyti átti Dóri þátt í því að kúbburinn tók upp það styrktarverkefni að veita árlega verðlaun fyrir árangur og framfarir í íþróttum meðal Rangæinga. I fimm manna kjörnefnd sem klúbb- urinn tilnefndi í því tilefni var Dóri sjálfkjörinn. I þeirri nefnd starfaði hann af miklum áhuga og eldmóði. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Sigrún Halldórsdóttir og eignuð- ust þau 3 börn, þau Kristján fæddan 1966, Lindu fædda 1970 og Kristínu fædda 1975. Sigrún tók þátt í starfi Kiwanis- hreyfingarinnar á vissan hátt þar sem hún var einn af stofnendum Sinawik í Rangárvallasýslu, en það eru samtök eiginkvenna Kiwanis- manna. Þau hjón, Dóri og Sigrún, eignuð- ust marga góða og trausta vini í tengslum við leik og starf. Dóri var einn af örfáum mönnum sem gekk inn af götunni og leit inn til kunn- ingja sinna af engu tilefni öðru en því að athuga hvernig liði og hvað væri í fréttum. Á tímum hraða og spennu er þetta dýrmætt tilefni og skilur mikið innlegg eftir í minning- arsjóð mannlífs og vináttu. Þessa vináttu ræktaði Dóri á eftirminni- t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför, HELGUC.JESSEN. Erna V. Ingólfsdóttir, Sigurbjörn Æ. Jónsson, Leifur Ingólfsson, Anna Dam, Sif Ingólf sdóttir, Hörður Sigurðsson, Sigþrúður Ingólfsdóttir, Eðvarð Olsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarfór móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUNNHILDAR BJÖRNSDÓTTUR frá Grænumýri, Stefán Jónsson, Inga Ingólfsdóttir, Björn Jónsson, Sjöf n Jónsdóttir og barnabörn. legan hátt, með dyggum stuðningi Sigrúnar, við nokkra vini sína á Hvolsvelli eftir að þau fluttu að Skógum. Eitt af áhugamálum Dóra var að spila bridge á góðum stund- um í góðra vina hópi og þar sem svo var einnig ástatt með nokkra í kunningjahópnum bæði á Hvolsvelli og meðal sveitunga, sá hann sér leik á borði og eygði tækifæri til að gera hvort tveggja í senn, að rækta vinagarðinn og skerpa á bridgekunnáttunni. Hann var ekki að tvínóna við hlutina frekar en fyrri daginn og er skemmst frá því að segja að í byrjun janúar ár hvert eftir að hann flutti að Skógum var boðið til samkomu á heimili þeirra hjóna þar sem 7 félagar undan Eyjafjöllum og frá Hvolsvelli ásamt Dóra háðu sveitakeppni í tvöföldum skilningi. Þessi árlegi viðburður er öllum þeim sem til boða stóðu ógleymanlegur með öllu. Ekki var nóg með að spilað væri bridge fram eftir nóttu heldur var undanfari spilamennskunnar með því glensi og gríni sem Dóra var einum lagið að framkvæma. Auk þessarar skemmtunar bættust við frábærar veitingar þeirra hjóna. Eftir að Dóri fluttist aftur í Hvolsvöll sl. ár hélt hann uppteknum hætti og nú voru það Eyfellingar sem komu í Hvolsvöll og svona skyldi það verða. En fljótt skipast veður í lofti og án Dóra verður þetta aldrei eins. En þessar frábæru stundir verða lengi í minnum hafðar og verður nú sárt saknað í vinahópnum. Ættarsögu, uppvöxt og annað lífshlaup Dóra áður en hann flutti í Hvolsvöll þekki ég lítið sem ekk- ert og læt ég öðrum eftir þau skrif. Eins og áur er getið réðst hann sem íþróttakennari í Hvolsvöll árið 1973, síðan sem skólastjóri að Skógum og síðast sem skólastjóri barnaskólans í Vestur-Landeyjum í fyrra og flutti hann þá aftur í Hvolsvöll við mikla gleði vina sinna þar. Nokkur undanfarin sumur vann hann sem flokksstjóri við girð- ingarvinnu á virkjunarsvæði Landsvirkjunar á hálendi Rangár- vallasýslu. Auk þess rak hann söluskála og bensínafgreiðslu í Sig- öldu um árabil. Dóri var naskur á það sem féttnæmt gat talist og var fréttaritari DV í Rangárvallasýslu síðustu ár. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á frábært samstarf og vin- áttu Dóra og móður minnar, Katrínar, á þeim árum sem hann kenndi leikfimi og sund við skólana á Hvolsvelli, en hún sá um að gefa nemendum böðin og aðstoða hann á ýmsan annan hátt. Sama var við hvort var talað. Gagnkvæm virðing og vinátta var inntakið og höfðu þau ánægju af að gantast við hvort annað. Katrín lést í fyrra, réttu ári á undan Dóra, og lét hann þau orð falla við það tilefni, að óréttlátt væri að fólk félli frá svo ungt, en hún var 24 árum eldri en hann. í þessum efnum er ekki spurt um aldur, en eitt er víst, að hlátur þeirra hljómar nú saman þótt á öðrum vettvangi sé. Nú, þegar lífsgöngu Halldórs Kristjánssonar er lokið hérna meg- in, er margs að minnast. Minningin um góðan og indælan dreng með stórt og rúmgott hjarta og vissan um að honum sé ætlað stæn-a og æðra hlutverk í nýjum heimkynnum styrkir á slíkri stundu. Söknuður ættingja og vina er mikill en eigin- konu og barna þó mestur. Við Dúna og böm þökkum Hall- dóri Kristjánssyni samfylgdina og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sigrúnu, börnum og öðrum ætt- ingjum og vinum sendum við inni- iegustu samúðarkveðjur og biðjum til þess sem mestan styrk getur veitt á slíkum stundum. Hvíli í friði góður vinur. Aðalbjörn Kjartansson Það er erfitt að lýsa í orðum því áfalli að frétta andlát Halldórs. Náinn samstarfsmaður og vinur í Skógum í 6 ár er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Það var á haustdögum 1980 er við kynntumst Halldóri og Sigrúnu. Það hafði æxlast þannig að bæði þau og við fluttumst austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Halldór sem skólastjóri og ég sem kennari. Brátt tókust góð kynni og komst fljótt á daglegur samgangur á milli fjölskyldnanna og var oft glatt á hjalla. Áhuga Halldórs í félags- og íþróttamálum þekktu allir, bæði nemendur og aðrir. Honum tókst t.d. að fá mig til að fara að leika golf, íþrótt sem mér fannst áður lítið til koma, svo ekki sé meira sagt. En ég keypti mér golfsett. Við bridgeborðið sátum við oft sam- an fram á nótt að etja kappi við sveitungana. Frímínúturnar daginn eftir fóru þá ósjaldan í umræður um spil og kerfi. Að sönnu var samstarfið afar náið svo sem nærri getur í litlum skóla. Ekki vorum við þó alltaf sam- mála um eitt og annað, jafnvel of kröfuharðir í garð hvors annars svo sem títt er um nábúa. Elsku Sigrún, Kristján, Linda og Kristín, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning lifir um góðan dreng. Anna Björg og Stefán í dag kveðjum við Halldór G. Kristjánsson er leát af slysförum 9. þessa mánaðar. Kiwanisklúbburinn Dímon tók til starfa 1976 og var Halldór einn af stofnendum hans og félagi til ævi- loka. Betri Iiðsmann er varla hægt að óska sér. Hann bar hag klúbbs- ins mjög fyrir brjósti, og ákafi hans og kraftur smitaði út frá sér. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir klúbb- inn, og því var vel borgið sem hann tók að sér. Hæfileikar Halldórs til að koma mönnum í gott skap voru óspart nýttir innan klúbbsins og skemmtifundir nánast óhugsandi án hans. I nokkur ár var Halldór búsettur að Skógum undir Eyjafjöll- um og gat því ekki sinnt Kiwanis- störfum eins mikið og hann hefði viljað, en síðast liðið haust flutti hann aftur á Hvolsvöll og hóf starf með okkur af fullum krafti, og hlakkaði til að sinna ákveðnu verk- efni næsta vetur innan klúbbsins. Sem aðkomumaður, en á Hvols- völl kom hann fyrst 1973, gerði Halldor sér enn betur grein fyrir þýðingu svona klúbbs og annarar félagsstarfsemi, þar sem grundvöll- ur skapast fyrir kynni manna á meðal. Orðið Kiwanis þýðir: kynntu þig. Halldór kynnti sig með Kiwanis- starfinu og skarð hans innan okkar raða er vandfyllt. Við kveðjum vin okkar og félaga með söknuði, og vottum eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúð. Félagar Kiwanisklúbbsins Dímon Halldór G. Kristjánsson, skóla- stjóri, lést af slysförum 9. júní sl., 41 árs að aldri. Svo snöggt getur æskuvinur og félagi verið kallaður yfír landamær- in miklu að erfitt sé að gera sér grein fyrir því, ekki síst þegar heilsa og atgervi eru með miklum blóma manns á besta aldri. Dóri var Súgfirðingur, sonur Kristjáns Bjarna Magnússonar, skipstjóra, og konu hans, Kristínar Magneu Guðmundsdóttur. Hann var kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur, súgfirskri að upp- runa og eignuðust þau þrjú börn: Kristján Bjarna, f. 9. september 1966, Lindu Björk, f. 5. ágúst 1970 og Kristínu Magneu, f. 17. desem- ber 1975. Á Suðureyri átti hann æskudaga alla, í leik og starfi. Þar bundust bönd æskuvináttunnar sem heldu alla tíð síðan. Eftir nám í Kennaraskólanum og íþróttakennaraskólanum kenndi hann á Suðureyri nokkra vetur, seinna á Hvolsvelli, varð svo skóla- stjóri grunnskólans á Skógum undir Eyjafjöllum nokkur ár og síðast skólastjóri í Njálsbúð, Vestur- Landeyjum. Alla tíð áhugamikill orkumaður. Mörg liðin sumur hefur hann sinnt starfi verkstjórnar hjá Lands- virkjun á Sigöldusvæði ásamt því að reka bensínsölu þar. Nú hefur síðasta spor áhuga- manns verið stigið, áhugamanns til allra verka. Þeir sem til þekkja mínnast þess, engin lognmolla var í kringum Dóra Kitta Bjarna. Ég get seint gleymt áhuga hans er við áttum okkur stundir í frjálsum íþróttum yngri menn og seinna við golfleik og spil. Hvar sem hann kom var hinn sterki gleðiglampi og áhugi hans á viðfangsefninu driffjöður. Öll gleði var þó innan marka, því næsti dagur átti sín áhugasvið. A félagsmálasviðinu var hann lið- tækur. Iþróttafélagið Stefnir fékk notið krafta hans um árabil. Lions- klúbbur Súgandafjarðar einnig meðan hann bjó þar og Kiwanis- klúbburinn Dímon á Hvolsvelli eftir að þangað var komið svo nokkuð sé nefnt. Eftir að vinir hverfa til starfa í fjarlægð hver frá öðrum fækkar sammverustundum. Áhugi og vilji hefur þó leitt til þess að æskufélag- arnir hafa náð að hittast endrurn og sinnum. Það er eftirsjá að Dóra Kitta Bjarna, áhugamanninum með lífskraftinn mikla, en eigi má sköp- um renna. Að leiðarlokum vil ég þakka þá vináttu og tryggð sem ríkt hefur fjölskýldna okkar á milli til þessa dags og óska vini velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Við missi eiginmanns og ástkærs föður flyt ég þér, Sigrún mín, Kristjáni, Lindu og Kristínu, inni- legar samúðarkveðjur okkar Bryndísar. Góður Guð styrki ykkur í sorginni. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Óskar Hermannsson Þegar mamma sagði mér að hann Dóri hefði dáið í bílslysi fór ég að hugsa um allt sem hann hafði gert fyrir mig. Hann var fyrsti kennar- inn minn á Skógum, hann kenndi mér líka að synda og svo var hann alltaf svo góður. Oft fengum við Kristín að fara með honum út á Hvolsvöll og alltaf var hann tilbúinn að koma með okkur krökkunum í skólanum í fótbolta í frímínútunum. Það verður skrítið að hugsa til þess að Dóri er ekki lengur hjá okkur en ég veit að hann er hjá Guði og þar líður honum vel. Ég vil þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Ég mun búa að því alla ævi. Elsku Sigrún, Kristján, Linda og Kristín, ég hugsa mikið til ykkar og bið Guð að hjálpa ykkur í sorg- inni. Gyða, Skógum. Halldór Georg Kristjánsson skólastjóri var Vestfirðingur að uppruna, fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð. Kennari að mennt, skólastjóri undir Eyjafjöllum og nú síðast í Vestur-Landeyjum. Kynni okkar hófust vorið 1976, er hann gerðist flokksstjóri í sumar- vinnuflokki mínum við Sigöldu. Tókst þegar með okkur góður kunn- ingsskapur, sem varð að traustri vináttu. Halldór var glaður maður °g góðgjarn, hláturmildur og hafði næmt skopskyn. Hann var bæði fyndinn og orðheppinn og gerði oft að gamni sínu, en aldreí á annarra kostnað. Halldór var í eðli sínu fé- lagslyndur maður. Kom því oft í hans hlut að stjórna ýmsum sam- komum, sem hann gerði með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.